Morgunblaðið - 18.03.1976, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1976
Síra Gunnar Kristjánsson:
Skipting kirkjunnar í fjölda
kirkjudeilda hefur ævinlega
verið öllum þorra kristinna
manna þyrnir í augum. „Allir
eiga þeir að vera eitt,“ sagði
Kristur um lærisveina sína.
Reyndar er ekkert athugavert við
skoðanaágreining innan vissra
takmarka, en kirkjusagan sýnir,
að hann hefur oft farið út fyrir öll
skynsamleg takmörk, valdið
klofningi og jafnvel leitt af sér
styrjaldir og veikt kirkjuna inn á
við og út á við. I Nýja testament-
inu sjálfu er jafnvel sagt frá skoð-
anaágreiningi milli postulanna,
Péturs og Páls. Þeir voru ekki á
ejnu máli um það hvernig sætta
skyldi ágreining milli hínna svo-
kölluðu ,,gyðing-kristnu“ og
„heiðin-kristnu". Og allir sem
lesið hafa guðspjöllin, sjá að
túlkun guðspjallamannanna er
afar mismunandi á sjálfri per-
sónu Jesú svo dæmi sé nefnt.
klofningur tekur stuttan tíma en
sættin langan. Enski biskupinn
Stephan Neill, sem þekkir af eig-
in raun hinar þrjátiu ára
sameiningarviðræður kirknanna í
Suður-Indlandi, þar sem fjöldi
kirkjudeilda myndaði hina svo-
kölluðu „Suðurindversku kirkju“
árið 1947, segir : „Hinn beiski
sannleikur er sá að kirkjur geta
ekki sameinast nema þær séu til-
búnar til að deyja,“ vegna þess áð
i sameinaðri kirkju eru lútherskir
menn ekki lútherskir og
kaþólskir ekki lengur kaþólskir,
þ.e.a.s. þar sem sameining hefur
fullkomlega náð fram að ganga en
það er fjarlægt takmark Heims-
ráðs kirkna.
Arið 1948 er Heimsráð kirkna
endanlega stofnað í Amsterdam
af 351 fulltrúa 147 kirkjudeilda,
Nafn hreyfingarinnar er gríska
orðið OIKOUMENE, sem merkir
„heimsbyggðin", það orð gefur og
Dr. Philip Potter aðalframkvæmdastjóri Heimsráðs kirkjunnar.
Heimskirkjan í deiglu
Segja má, að kirkjan hafi verið
óklofin fyrstu fjórar aldirnar, en
upp frá því verður baráttan fyrir
einingu hennar harðari enda
hafði henni þá vaxið all verulega
fiskur um hrygg og heimspóli-
tískar deilur rutt sér leið inn í
hana. Alvarlegur verður
klofníngurinn þó ekki fyrr en
árið 1054 þegar kirkjan klofnaði í
austurkirkju og vesturkirkju
Austurkirkjan er hin núverandi
orþódoxa (= rétttrúnaðar) —
kirkja i Grikklandi, Sovétrikjun-
um og víðar. Vesturkirkjan er hin
rómversk-kaþólska kirkja. Allar
tilraunir til að jafna ágreining
þessara kirkjudeilda mistókust
enda meir í spilinu en guðfræði
og trúarskilningur, þar blönd-
uðust inn í deilur milli keisara-
borganna Rómar og Konstan-
tínópel. Varð þróun þessara
kirkjudeilda all ólík og hefur
austurkirkjan haldið mun betur
sinni upphaflegu mynd, guðs-
þjónustan íburðarmikil og
seiðandi, kirkjurnar fullar af
táknmáli i myndum og söngurinn
fágaður og hreinsaður gegnum
aldirnar. Rómverska kirkjan býr
eianig yfir margslunginni messu
og skreyttum kirkjum en mótun
hennar hefur verið með öðrum
hætti. 1 austri þurfti kirkjan að
berjast við Islam (múhameðstrú)
fyrr á öldum og kommúnisma á
seinni tímum, í vestri breytilegar
heimspekistefnur, iðnbyltingu og
hefur það mótað hana með sínum
hætti.
Annar alvarlegur klofningur
kirkjunnar verður á 16. öld, öld
siðbótarinnar. Allir þekkja nöfn
siðbótarmannanna: LUthers,
Kalvíns, Zwinglis og Wesleys. Á
þessum tíma verða hinar fjöl-
mennu mótmælendakirkjur til,
lútherska kirkjan, kalvínska
kirkjan og meþódistakirkjan svo
einhverjar séu nefndar. Fleiri
kirkjudeildir áttu eftir að
myndast, t.d. kvekarar, sjöunda
dags aðventistar, bræðrasöfnuðir,
baptistar o.fl.
Með iðnbyltingunni og auknum
búferlaflutningum fólks fer
hugsunin um sameiningu kirkju-
deildanna fyrst fyrir alvöru að
gera vart við sig. Og á 19. öldinni
verða til nokkrar alþjóðlegar
kristilegar hreyfingar, sem voru
óháðar krikjudeildum, sem dæmi
má nefna K.F.U.M. (1855) og
Kristilegu stúdentahreyfinguna
(S.C.M) (1895). En rætur
núverandi Heimsráðs kirkna (oft
nefnt á okkar máli Alkirkjuráðið)
má rekja til kristniboðsakursins
þar sem kristniboðar fundu sárt
til þessa klofnings kirkjunnar
augliti til auglitis við framandi
trúarbrögð og margir spurðu
sjálfan sig, hvort þeir væru raun-
verulega færir um að boða Krist
eins og ástandið væri i eigin her-
búðum, þar sem Kristur var marg-
klofinn. Leiddi þetta til alþjóð-
legrar kristniboðaráðstefnu í
London árið 1878 og síðar i Edin-
borg árið 1910. Heimildir frá
þessu tímabili — og síðar — sýna,
að sameining kirkjudeilda er
býsna erfitt mál og tekur oft
langan tíma; aðskilnaður og
til kynna að hér er ekki aðeins
hugsað um kirkjuna og hennar
innri einingu heldur kirkjuna í
tengslum við heiminn. Tilgangur
OIKOUMENE er og tvíþættur,
þ.e. að vinna að sýnilegri einingu
kirknanna annars vegar og hins
vegar að vinna að sameiginlegum
verkefnum út á við. Grundvallar-
formúla Heimsráðsins var
upphaflega þannig:
„Heimsráð kirkna er samfélag
kirkna, sem viðurkenna herra
okkar Jesúm Krist sem Guð og
frelsara“
Fyrri hluti
A þriðja allsherjarþinginu í
Nýju Dehli, 1961 var formúlunni
breytt og er hún nú þannig:
„Heimsráð kirkna er samfélag
kirkna, sem játa Jesúm Krist sem
Guð og frelsara samkvæmt
Ritningunni, og leitast því við að
framkvæma sameiginlega köllun
sina til dýrðar Guði, föður, syni og
heilögum anda."
Fjölmennustu kirkjudeildirnar
eru nú orþódoxa-kirkjan,
lútherska kirkjan, baptistar, öld-
ungakirkjan (presbyterianar)
meþódistar, anglikanar og
kongregationalistat. Islenzka
þjóðkirkjan er og aðildarkirkja að
Heimsráðinu. Rómverskkaþólska
kirkjan sem er sú langfjöl-
mennasta i heiminum, hefur ekki
ennþá gerzt aðildarkirkja en.
tekur mikinn þátt í störfum Ráðs-
ins m.a. með viðvarandi við-
ræðum við aðrar kirkjudeildir í
höfðustöðvum Heimsráðsins í
Genf og með því að senda nokkra
áheyrnarfulltrúa á allsherjar-
þingin. Nú eru aðildarkirkjurnar
286 með um 500 milljónum ein-
staklinga.
Heimsráðið er f stuttu máli
þannig uppbyggt að æðsta vald
þess er i höndum allshejarþings
sem haldið er á 7 ára fresti, þar er
stefnan mörkuð, þar eru og hinir
sex forsetar valdir og miðnefnd,
sem í eru 130 fulltrúar. Miðnefnd-
in kemur saman til fundar einu
sinni á ári, þess má geta, að fjórði
hluti hennar eru konur. Fram-
kvæmdastjórn sér um fram-
kvæmd hinna ýmsu mála. Aðal-
framkvæmdastjóri er blökku-
maðurinn Dr. Philip Potter,
prestur frá Jamaica, en forseti
miðnefndar er indverski félags-
fræðingurinn dr. M.M. Thomas; á
nýafstöðnu þingi var kosinn í
hans stað fyrir næsta tímabi!
anglikanski erkibiskupinn í
Kanada, Edward Walter Scott.
Starfsfólk Heimsráðsins í Genf er
á þriðja hundrað en auk þess
starfa á vegum þess hundruð
manna í milli 40 og 50 löndum.
Aó þessu sinni var allsherjar-
þingið haldið í Nairobi, höfuð-
borg Kenya, 23. nóvember til 10.
desember s.l. Var það haldið í
hinni glæsilegu ráðstefnuhöll,
sem kennd er við Jomo Kenyatta,
forseta Kenya. Fulltrúar voru 741
frá 271 kirkjudeild, þar af var
fimmti hlutinn konur, tíundi
hluti var undir þrítugsaldri og
átta af hverjum tíu höfðu ekki
áður tekjð þátt í slíkri ráðstefnu.
Samtals tóku þátt í þinginu um
þrjú þúsund manns, þar af var
fjöldi sérfræðilegra ráðgjafa og
gestir, m.a. voru þarna fulltrúar
helztu trúarbragða heims, vegna
þess að eitt málið var samhand við
önnur trúarbrögð og aðra hug-
myndafræði.
Hér verður drepið lítillega á
nokkur atriði, sem eru reyndar
valin þannig að þau gefi dálitla
innsýn inn í það sem um er rætt
og er að gerast í „heims-
kirkjunni" ef svo má að orði
komast.
AFRlSKUR
KRISTINDOMUR
Nairobi, höfuðborg Kenya er
eins og margar borgir í Afriku,
borg mikilla andstæðna. Eftir tólf
ára sjálfstæði hefur þessi þrettán
milljóna þjóð stefnt hægt en
örugglega í átt til betra mannlífs.
Frelsishetjan, Jomo Kenyatta, er
nú talin einn af ríkustu mönnum
heims — um það má deila, hvort
það er honum til lofs eða lasts.
Aðstreymi sveitafólks er mikið til
höfuðborgarinnar vegna þess að
sveitirnar taka ekki við fleira
fólki, og fátækt er mikil. Til þess
að betlarar settu ekki blett á nafn
forsetans var þeim ekið brott á
vörubílum síðustu dagana fyrir
þingið. Þannig er ástandið víða í
Afríku; frelsishetjan verður auð-
maður, nefna mætti Mobutu, for-
seta Zaire (áður belgiska Kongo),
o.fl. Nágrannaríki Kenya er
Uganda, með leiðtogastól sinn set-
inn af hinum vafasama Idi Amin.
En nokkru sunnar er hið blæð-
andi sár Afriku, S-Afríku lýðveld-
ið, með kynþáttahatrið, sem teyg-
ir klær sínar jafnvel inn fyrir dyr
kirkjunnar.
Kenya er kristið land, tala
kristinna manna hefur vaxið úr
32% af íbúafjöldanum í 66% á
25 árum og fer hraðvaxandi; í
þessu landi er Biblían metsölu-
bók, yfir milljón eintök eru seld
af Biblíunni eða hlutum hennar á
ári. Og það sem er einna forvitni-
legast við kirkjurnar er, að í
Kenya eru um 150 „sjálfstæðar
kirkjur", þ.e. þær hafa rofið sam-
bandið við hinar vesturlenzku
móðurkirkjur. Hér er áherzlan
lögð á „afrískan kristindóm",
afrískan lífsskilning, afríska
tjáningu. Þær upplifa kristna trú
sína í takt við sitt eigið
menningarandrúmsloft, þess
vegna vex þeim og mjög fylgi.
Afríka er í fjölbreytileik
menningar sinnar trúræn; trúar-
líf er rauði þráðurinn í menningu
hennar og sjálfsvitund. Og Afríka
hefur öðlazt endurnýjaða sjálfs-
vitund og nýja von, nýtt stolt:
„Svart er fallegt, allt svart kemur
frá Guði.“ Hvers vegna ætti
Afríkubúi að skilja boðskap
Krists á sama hátt og við? For-
sendur hans til skilnings eru allt
aðrar, hann hugsar á annan hátt,
hann hugsar t.d. meir sem hópur
en sem einstaklingur, þjóðfélags-
skilningur hans er annar, mann-
skilningur og heimsmynd sömu-
leiðis af öðrum toga Afríka hefur
ekki átt neinn heimspeking á
borð við Kant, Kierkegaard eða
Sartre, engan Darwin og engan
Bach. Ekki er hún fátækari þess
vegna. Hennar sögur og dans og
söngur eru af eigin toga spunnin.
Það sem er svart hjá henni er
hvítt hjá okkur.
Og nú þegar tímabil kristni-
boðsins í sinni hefðbundnu mynd
er á enda runnið, þegar afrískur
kristindómur er búinn að finna
sjálfan sig og þegar kirkjusókn á
Vesturlöndum fer æ minnkandi,
þá horfa vestrænir kirkjuleið-
togar vonaraugum í átt suður.
Gæti afrísk guðsdýrkun leyst
okkar steinrunnu messugerð úr
álögum? Gæti afrisk guðfræói
lífgað við okkar pappirskenndu
guðfræði? Gæti afrískur, kristinn
mann- og þjóðfélagsskilningur
gefið okkur nýtt mat á verðmæt-
um, nýja skoðun á hráefnum,
verksmiðjum, lúxus, fyllt ef til
vill okkar innantómu belgi nýju
vini? Er framtið kristindómsins
ef til vill i Afríku? Þannig er
spurt í hinum kristna heimi.
KIRKJA OG POLITlK
I yfirlitsræðu sinni rakti fram-
kvæmdastjórinn, Philip Potter,
ástand heimsmála og stöðu
kirkjunnar á hinum alþjóðlega
vettvangi, skýrði hann frá fram-
vindu heimsmála og verkefnum
Heimsráðsins frá siðasta alls-
herjarþingi í Uppsölum 1968.
Stefnumörkun Uppsala þingsins
hefur tíðum verið gagnrýnd af
íhaldssömum kirkjudeildum fyrir
að hafa mótazt um of af einhliða
áherzlu á pólitískt hlutverk
kirkjunnar, en hins vegar lagt
litla áherzlu á einingu kirkjunnar
og boðun orðsins út á við. Sterk-
ast kom gagnrýni þessi fram á
fjölmennu þingi í Lausanne í
Sviss sumarið 1974. Sendi sú ráð-
stefna frá sér svonefndan
Lausannesáttmála, sem saminn
var að mestu af enska prestinum
John Stott — af þekktum kirkju-
mönnum f Lausanne má nefna
bandaríska prédikarann Billy
Graham og enska blaðamanninn
Malcolm Muggeridge. Var
Lausannesamþykktin lögð fram á
allsherjarþinginu sem undir-
búningsskjal.
I Nairobi má segja, að jafnvægi
hafi verið fundið milli þessara
tveggja viðhorfa. — Eitt þeirra
mála sem Uppsalaþingið af-
greiddi, var hið svonefnda „kyn-
þáttajafnréttisprógramm". Eins
og nafnið bendir til er þar fjaliað
um kynþáttamisrétti í heiminum
og kirkjurnar hvattar til að
berjast gegn því. Heimsráðið
gekk og rösklega fram í þessu
máli svo og margar aðildar-
kirkjur, t.d. hinar þýzku. I Þýzka-
landi mætti prógramm þetta ekki
alls staðar fullum skilningi, héldu
andstæðingar þess m.a. fram, að
kirkjurnar veittu skæruliðum og
frelsishreyfingum í Afríku og S-
Ameríku fé til vopnakaupa. Af
þessum sökum sagði m.a. hinn
þekkti blaðakóngur Axel
Springer í Berlín, sig úr þjóð-
kirkjunni og gekk í frikirkju.
Springer greiddi offjár í kirkju-
skatt þar sem kirkjuskattur er
reiknaður prósentvís af tekjum i
íyzkalandi. En þetta var yfirdrif-
in gagnrýni, þar sem Heimsráðið
hefur ekki viljað styðja vopnaða
baráttu. En dæmið frá Þýzkalandi
sýnir, að víða er skilningur býsna
takmarkaður á hlutverki
kirkjunnar.
I yfirlitsræðu Potters kom fram
að stjórnmálaástandið í heimin-
um einkennist af magnleysi; al-
þjóðlegar stofnanir hafatakmark-
aða getu til þess að koma alþjóð-
legum verkefnum í framkvæmd.
Á matvælaráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Róm mistókst að
komast að samkomulagi um skipt-
ingu fæðunnar á jörðinni og á
mengunarráðstefnunni í Uppsöl-
um tókst ekki að sameinast um
raunhæfar aðgerðir. Þá nefndi
hann og hið geigvænlega vígbún-
aðarkapphlaup; þrjátíu árum
eftir síðustu heimsstyrjöld er
heimurinn nú alvopnaður og til-
búinn til grimmilegri styrjaldar
en nokkru sinni fyrr. Kirkjan
verður að hafa áhrif á gang
þessar mála, sem eru ráðin á hinu
stjórnmálalega sviði i Washing-
ton, Kreml, Peking, Bonn. Þar
verður kirkjan að gera hlutverk
sitt raunhæft. Heimsráðið hefur
reynt að fara þessa leið svo sem
með bréfaskriftum, samtölum og
með því að vekja hinar ýmsu
kirkjudeildir til átaka. Kirkjan
hefur möguleika til þess að gegna
þessu hlutverki, hún er alþjóðleg,
óháð stjórnmálastefnum, hvort
sem um er að ræða kapítalisma
eða kommúnisma, hún er óháð
kynþáttamismun og hafin yfir
mismun kynjanna En allt er
þetta henni viðkomandi. Hún er
ekki kölluð til að boða eingöngu
„trú“ í einhverjum óræðum
skilningi, hún er miklu frekar
kölluð til að starfa, vinna þau
verk sem húsbóndi hennar
Kristur, kallar hana til á
hverjum tíma, og þau verk eru
einmitt hvarvetna þar sem neyðin,
misréttið, kúgunin, hatrið og von-
leysið er.