Morgunblaðið - 18.03.1976, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 18.03.1976, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1976 13 Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON □ Jón Öskar: □ KYNSLÖÐ KALDA STRlÐSINS □ 284 bls. □ Bókaútg. Guðjóns Ö. □ Rvík 1975. KYNSLÓÐ kalda stríðsins — hvaða kynslóð var það? Og kalda stríðið — hvenær kemur það inn i dæmið? Ef við tima- setjum það frá stofnun Nató 1949 til dauða Stalíns 1953 og kennum siðan við það kynslóð þá sem á þeim árum sendi frá sér fyrstu bækur kemur það allt heim og saman við heitið á þessari bók Jóns Öskars. Hún segir einmitt frá blekbúskap ungra og upprennandi skálda á þeim sömu árum. Þetta er í vissum skilningi merkileg bók, bæði sálfræði- lega og bókmenntasögulega. Höfundur varpar fyrir borð skáldgeðflækjum sinum sem íþyngt hafa andans fleyi hans allar götur síðan á umræddum tímum. Það er heilmikil píslar- saga. I öðru lagi segir hann frá öðrum skáldum og gengi þeirra í kalda striðinu og er það ekki óálitlegt framlag til íslenskrar bókmenntasögu. Hann brýtur til mergjar efni tímaritsins Lífs og listar sem á þessum árum var helstur vettvangur ungra skálda. Lika beinir hann endur- skini minninganna inn á Lauga- veg 11 þar sem ungir listamenn og fylgifiskar þeirra sátu löng- um, þömbuðu kaffi og biðu eft- ir að tíminn liði. Hann drepur á skipti sín við Mál og menning þar sem ungir, róttækir höf- undar töldu sig eiga sér skyld- an stuðning. Síðast en ekki sist ræðir hann á ýmsa vegu hvern- ig nýja skáldskapnum var tek- ið; eyðir t.d. miklu rúmi til að rökræða grein eftir Halldór Laxness er birtist í Lífi og list. JónÖskar. Heitt og en þá grein telur hann hafa verið mótdræga þeim ungskáld- unum og hafa haft ærin áhrif. Jón OsiTár er viðkvæmur, metnaðargjarn og smámuna- samur en jafnframt hreinskil- inn og i besta skilningi mann- legur rithöfundur. Allir marka þeir eiginleikar svipmót þessar- ar bókar. Einnig er Jón Oskar furðulaus við laundrýldni sem hingað til hefur verið nokkurs konar þjóðlegt einkenni ís- lenskra sjálfsævisöguritara. Þetta eru minningar um tra- fala, fyrirstöðu hindranir — alltaf og alls staðar stendur eitt- hvað í vegi fyrir skáldinu og bægir því frá að njóta eigin verðleika og þar með þeirrar viðurkenningar annarra sem því með réttu ber. Áhrifamenn á bókmenntasviðinu eru annað- hvort skilningssljóir eða fjand- samlegir í garð nýju ljóðlistar- innar — nema hvort tveggja sé. Og ungu skáldin gera ekki nógu vel hverju sem það nú er að kenna. Og svo sem til að skerpa dökkar útlinur myndanna skýt- ur Jón Öskar inn i söguna frá- sögnum af eigin óskaldlegri og harla erfiðri lífsbaráttu á þess- um árum, til að'tnynda kaupa- vinnu austur í sveitum með allt of söltum saltfiski fyrir veikan maga. Þegar bók þessi hefur verið lesin ofan í kjölinn og efni hennar brotið til mergjar verður niðurstaðan því þessi: þó hér sé á ferðinni bókmennta- sögulega athyglisvert verk er þetta fyrst og fremst persónu- saga — ævisaga í venjulegum skilningi. Önnur skáld koma að vísu mikið við sögu og talsvert ræðir Jón Oskar um verk þeirra sem eru að koma út á þessum árum en — eftir á að hyggja — fyrst og fremst vegna þess að þau eru vinir hans eða kunn- ingjar að því ógleymdu að þau eru líka keppinautar hans. Skáldskapurinn er hans hálfa eða heila lif, hann lifir í skáld- skap og fyrir skáldskap, bindur allar framtióarvonir við gengi sitt í skáldskap. Og hvi skyldi þá annað vera honum hugstæð- ara? Almennra sögulegra skil- greininga á umræddum tímum er því tæpast aó vænta framar því sem hlutirnir snerta hann beint eða óbeint persónulega. En Jón Öskar er glöggur höf- undur. Og vitanlega gekk flest hið sama yfir hann og jafnaldra hans i skáldskapnum á þessum kalt árum. Þess vegna má draga ýmis almenn dæmi af þessari sögu hans. Sumir tímar eru hallkvæmari skáldum en aðrir. Ar kalda stríósins voru ýmissa orsaka vegna fremur óhagstæð skáldum, ekki aðeins ungu skáldunum (eins og álykta mætti af frásögnum Jóns Oskars) heldur einnig eldri höfundum sem voru full- harðnaðir og stóðu þegar á gömlum merg viðurkenningar og álits. Steinn Steinarr mælti víst fyrir munn margra þegar hann sagði: „við lifum á erfiðum tímum.“ Timana skorti festu. Skáldin leituðu að formi og efni. En leitin gekk erfið- lega. Og margir lifðu og skrif- uðu stefnulaust, fóru úr einu í annað, gutluðu við eitt í dag og annað á morgun, létu útgef- endur og áhrifamenn í bók- menntum þvætta sér út í alls kyns kauplaust snatt í von um að stritið bæri einhvern ávöxt síðar. Jóni Oskari er ekki láandi þó hann nú sendi þessu öllu kveðju með litlum söknuði. Peningaleysi hans er ekki kapí- tuli út af fyrir sig heldur í samræmi við annað, orsök og afleiðing í senn. Á þessum ár- um töldu skáld sáluhjálpar- atriði að komast út fyrir land- steinana, helst til Parísar. Sú útþrá togaði í Jón Öskar eins og aðra. En farareyri skorti. Þetta voru hálfgerð kreppuár. Kannski var viljinn ekki heldur nógu sterkur. Það er eins og hann sé alls staðar að leita ein- hvers en finni ekki. En áttu timarnir ekki einhverja sök á athafnaleysinu? Örugglega Það verðmætamat hafði líka fest í vitund þjóðarinnar á striðsárunum að skáldskapur væri ekki arðvænleg atvinnu- grein. Og var út af fyrir sig kórrétt athugað. Verðuglega minnist Jón Oskar Lífs og listar. Hins vegar hefði hann mátt útlista betur að þar með gerði Steingrimur Sig- urðsson úrslitatilraun til að við- halda almennum og þá býsna rótgrönum áhuga á bókmennt- um oglistum með alþýðlegum hætti, skapa bein og persónuleg tengsl milli listamannsins annars vegar og hins almenna borgara hins vegar, t.d. með líflegum viðtölum. „Slúður- fréttadálkar" Lífs og listar (eins og Jón Oskar orðar það, auðsjáanlega af takmarkaðri virðing) voru annað og meira en slúður. Þeir voru nauðvörn listarinnar, tilraun til að sigra nýjan og ismeygilegan en jafn- framt ósýnilegan keppinaut með vopnum hans sjálfs. I andartakinu var þetta kannski ekki svo augljóst og meðvitað. En þetta kom allt á daginn síðar. Þegar Lif og list hætti að koma út var ekki annars staðar að finna frásagnir í lðttum dúr af þvi sem var að gerast f menningarlífinu frá degi til dags. Atómskáldin urðu nú nokkurs konar loftandar fyrir sjónum almennings, fjarri líf- inu. Athyglin tók í sivaxandi mæli að beinast að íþrótta- stjörnum og dægurlagaköpp- um. Það voru þeir sem komu út úr kalda stiðinu sem sigurvegarar yfir Jóni Öskari og allri hans kynslóð. Og þess hafa skáld og listamenn mátt minnast og verða varir allt fram á þennan dag. Italskar kven- mokkasíur úr mjúku leðri og með slitsterkum sólum Teg. 20 Litir: brúnt eða svart leður. Verð kr. 4.875 — Stærðir nr. 36—41. Teg. 21 Litur: antikrautt leður Verð kr. 4.875 — Stærðir nr. 36—41. Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti v/ Austurvöll, sími 14181. Verzlunar- skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði Rey kjavíkurvegur Hafnarfirði Húsið er í byggingu. Selst fokhelt með tvöföldu gleri. Möguleiki á að kaupa hluta úr hverri hæð. Byggingaraðili Knútur og Steingrímur h.f. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni. AK.I.YSINCASIMINN KR: é JRorflimblnbiti * Arni G. Finnsson hrl.f Strandgötu 25, Hafnarfirði, sími 51500

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.