Morgunblaðið - 18.03.1976, Síða 14

Morgunblaðið - 18.03.1976, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1976 Alþingi í gær: Skákleiðsögn í skól- um og ríkisfjölmiðlum Ný löggjöf um Búnaðarbanka Islands Bankasfjórar Búnaðarbanka þrír. Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra mælti í efri deild Alþingis í gær fyrir stjórnarfrum- varpi um ný lög fyrir Bún- aðarbanka íslands; heild- arlöggjöf, til samræmis við lög annarra ríkisbanka og breytta hætti í þjóðfélag- inu. 1 lögunum er m.a. gert ráð fyrir því að bankastjór- um Búnaðarbankans verði fjölgað úr tveimur í þrjá. Nokkrar umræður urðu ann), sem þingmenn Alþýðubandalagsins hafa sett sig á móti. Aðstoðarsjóður Efnahags- og framfarastofnunar Ólafur Jóhannesson við- skiptaráðherra mælti fyrir stjórnarfrumvarpi til stað- festingar á aðild Islands að aðstoðarsjóði Efnahags- og framfarastofnunarinnar. 1 greinargerð meó frum- Skákleiðsögn í skólum Ingvar Gíslason (F) mælti fyrir nefndaráliti um frumvarp Gylfa Þ. Gíslasonar (A) um skák- leiðsögn í skólum, þ.e. að ráða íslenzka stórmeistara í skák til kennslu og leið- beiningar í skák í skólum landsins, útvarpi og sjón- varpi. Sagöi Ingvar aó þar sem menntamálaráóherra hefði nú, með samþykki ríkisstjórnarinnar, ráðið stórmeistarana Friðrik Ólafsson og Guðmund Sigurjónsson til þessara starfa, hefði menntamála- nefnd orðið sammála um að leggja til að frumvarp- inu verði vísað til ríkis- stjórnarinnar. Gylfi Þ. Gíslason (A) sagöist eftir atvikum sammála áliti nefndarinnar, en deildi harðlega á meðferð þessa máls, sem flutt hefói verið á síðasta þingi, þá frestað með sérstöku samkomulagi milli sín og menntamála- ráðherra, síðan legiö óafgreitt (endurflutt í haust) þar til nú og þá afgreitt með ráðherra- aögerð, án samráðs við sig, sem flutningsmann frum- varpsins. Taldi Gylfi þessa málsmeöferð alla hæpna mannasiði. Ingvar Gíslason (F) sagði málið hafa fengið eólilega og þinglega með- ferð, þau atriði þegar komin til framkvæmdar, sem væru meginefni frum- varpsins, sem hlyti að vera aðalatriði málsins, fremur en persónulegur metnaður flutningsmanns. um málið og tóku m.a. til máls: Ragnar Arnalds (k), Helgi F. Seljan (k) og Albert Guðmundsson (S). Viðskiptamenntun á framhalds- skólastigi Stjórnarfrumvarpi um viðskiptamenntun á fram- haldsskólastigi, sem áður hefur verið gerð grein fyrir hér á þingsíðunni, var vísað til 2. umræðu og menntamálanefndar. Allmiklar umræður hafa orðið við frumvarpið, eink- um fjárstuðning við sér- skóla á sviði verzlunar- menntunar (Samvinnu- skólann og Verzlunarskól- varpinu segir m.a.: ,,Kök- stuðningur fyrir stofnun sjóösins er sá, að olíuverð- hækkanir hafi ekki svo ýkja alvarlegar afleiðingar fyrir aóildarríkin (OEGD) sem heild, þar sem olíuút- flutningslöndin muni aftur yfirfæra fjármuni sína til OEGD-landanna, en þetta geti hins vegar komið harkalega niður á einstöku ríkjum. Munu þau eiga kost á lánum úr sjóðnum og þannig mætti koma í veg fyrir, aó einstöku OEGD-lönd grípi til hafta, sem andstæð séu stefnu stofnunarinnar í viðskipta- málum, og kynnu aó hafa alvarlegar afleióingar fyrir alþjóðaviðskipti.“ Umræða um utanríkis- Stjórnarfrumvarp: Erlend verðlaun til íslenzkra lista- manna ska ttfrjáls MaUhías A. Mathiesen fjár- málaráðherra mælti í neðri deild Alþingis í gær fyrir stjórnarfrumvarpi, þess efnis, að erlend verðlaun, sem íslenzkum listamönnum hlotn- ast, skuli undanþegin útsvars- og tekjuskattsálagningu (vera skattfrjáls). Frumvarp þetta er flutt í tilefni af tvenns konar verðlaunum Norðurlandaráðs, á sviði bókmennta og tónlistar, er fé'llu í hlut Ölafs Jóhanns Sigurðssonar rithöfundar og Atla Heimis Sveinssonar tón- skálds. Fordæmi eru fyrir skattfrelsi af þessu tagi, t.d. er Halldór Laxness hlaut Nóbels- verðlaunin á sínum tíma. Sagði ráðherra rétt vera að festa í lög sem almenna reglu, að slíkar erlendar verðlaunaveitingar skuli skattfrjálsar. Svava Jakobsdóttir (k) tók undir orð ráðherra, lýsti stuðningi Alþýðubandalagsins við frum- varpið, enda væri rangt, að íslenzka ríkið hagnaðist fjár- hagslega á heiðri, sem íslenzkir listamenn áynnu sjálfum sér og þjóðinni á erlendum vettvangi. mál ákveðin í þingsköpum Gils Guðmundsson (k) flytur frumvarp til laga, þess efnis, að í þingsköp skuli tekin ákvæði um, að utanríkisráðherra skuli fyrir 15. mars ár hvert leggja fyrir sam- einað þing skýrslu um utanrikis- mál. Umræða um skýrsluna skuli fara fram innan tveggja vikna frá því að hún er fram lögð. Verði ákveðið að útvarpa umræðunni eða hluta hennar; gildi þar um almenn ákvæði um útvarps- umræður. Sagði Gils að sá háttur hefði verið á hafður síðan 1969 að slík skýrsla sé fram lögð og rædd. Hins vegar hafi það oft dregist fram undir þinglausnir og skýrsl- an og umræðurnar því horfið í þær annir, sem jafnan séu á síð- ustu dögum þingsins. Rétt sé því að tímasetja umræðu um utan- ríkismál í þingsköpum þann veg — að henni sé fullur sómi sýndur og þjóni þeim tilgangi, sem slíkar umræður um utanríkismál hafi í flestum þjóðþingum. Svipmyndir frá Alþingi Þingmenn í þungum þönkum: Sighvatur Björgvinsson (A) Geirþrúður Hildur Bernhöft (S) og Þórarinn Sigurjónsson (F). (Ljósm. Mbl. Rax). Jón Árnason (S) í góðum félagsskap starfskvenna í fatageymslu þingsins. Lúðvík Jósepsson (k), fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Ijær Albert Guðmundssyni (S) hægra eyrað til að meðtaka einhvern „íhaldsboðskap". Eyjólfur Konráð Jónsson (S), sem nvlega var valinn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins f sendinefnd Islands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Gunnar Thoroddsen (S) iðnaðarráðherra hlvðir á umræður þing- manna um ýmsar hliðar járnblendiframkvæmda að Grundartanga í Hvalfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.