Morgunblaðið - 18.03.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1976
19
Fréttabréf frá Þórshöfn
Varla fengist bein úr sjó - Nýtt frysti-
hús, en hráefnisskortur sýnilegur
Þórshöfn 12. mars.
Veturinn hér um slóðir hefur
verið með eindæmum góður allt
frá áramótum. Suðlæg átt hefur
lengst af verið ríkjandi og borið
til okkar hlýtt loft. Snjó hefur
sjaldan sett niður og þá i engum
teljandi mæli og er það andstætt
því sem var hér á sama tíma i
fyrra, þegar allt var á kafi í snjó.
Varla er hægt að segja að vegir
hafi teppst og snjómokstur því
verið sáralítill. Vegurinn vestur
um meðfram ströndínni hefur
lengst af verið vel fær öllum bíl-
um, en Axarfjarðarheiðin, sem
styttir leiðina um 70 km teppist í
fyrsta snjóföli á haustin, enda er
vegurinn þar grafinn niður um V4
metra og þannig hefur hann verið
síðan hann var gerður fyrir um
það bil hálfri öld. Eigi að síður er
þessi vegur fjölfarinn þá þrjá
mánuði, sem hann er fær á árinu.
Þó hefur núverandi samgöngu-
málaráðherra sennilega aldrei
ekið þennan veg, því það má
furðulegt teljast að í öllum þeim
vegaumbótum, sem átt hafa sér
stað á undanförnum árum að
aldrei skuli hafa verið hreyfð
hönd né fótur til að lagfæra
veginn yfir Axarfjarðarheiði. Til-
tölulega litlu þyrfti þó til að kosta
svo þessi vegur yrði nothæfur
2—3 mánuðum lengur á ári
hverju í venjulegu tíðarfari,
kannski þyrfti ekki nema sem
svaraði andvirði eins lengdar-
metra af Borgarfjarðarbrúnni til
þess.
MIKIÐ AFLALEYSI
En nóg um það við höfum meiri
áhyggjur af ýmsu öðru. Fyrst og
fremst er það aflaleysið. Það er
skemmst frá því að segja að varla
hefur fengist bein úr sjó, síðan
róðrar hófust upp úr áramótun-
um. Tveir bátar, 40 og 50 tonn að
stærð hafa róið með-þorskanet og
afli þeirra hefur verið þetta frá
hálfu tonni og upp i þrjú tonn,
þegar netin hafa legið 2—3
nætur. Nú hefur annar þeirra
gefist upp á þessu, vonum seinna,
og flutt net sín á ný mið út af
Suðausturlandi og mun hann
leggja afla sinn á land á Horna-
firði. Einn bátur, Borgþór, hefur
róið með línu og hefur afli hans
verið enn lélegri en netabátanna.
Fleiri bátar hafa ekki byrjað
róðra, vegna þessa ástands, en
tveir bátar hafa nýlega verið seld-
ir héðan burtu, Skálavík, 48 tonn,
var seld til Eyrarbakka og Litla-
nes, 16 tonn, var selt til Seyðis-
fjarðar.
BINDA VONIR VIÐ
GRASLEPPUNA
En nú þegar þorskurinn ætlar
að bregðast svona, bínda sjómenn
allar sinar vonir við grásleppuna
og undirbúa komu hennar af
kappi. Sæmilegt verð mun fást
fyrir hrognin úr henni i vor eða
32—33 þúsund kr. fyrir tunnuna
uppsaltaða Allir minni bátarnir
munu stunda grásleppuv iiðar í
vor, og jafnvel sumir þeii stærri
lika.
Þessi veiðiskapur hefur oft
gefið sjómönnum r.iikið í aðra
hönd, en honum fylgir þó ságalli,
að hann skapar litla sem enga
atvinnu í landi og mun því land-
verkafólk sjá fram á verulgt at-
vinnuleysi eftir sem áður, þótt
grásleppuveiði verói góð í vor.
NYTTFRYSTIHÚS
Um miðjan apríl næstkomandi
verður hið nýja frystihús okkar
fullgert og tilbúið til að taka á
móti fiski. Þetta hús er mjög
vandað að öllum búnaði og unnið
hefur verið af kappi við það að
undanförnu og ekkert til sparað.
Eigandi þessa nýja húss er
Hraðfyrstistöð Þórsþafnar h/f, og
ég ræddi í dag við Helga Jóna-
tansson framkvæmdastjóra um
húsið. Kvaðst Helgi vera ánægður
með þetta nýja hús og hversu vel
hefði gengið að drífa það upp, en
yfir þessu öllu saman hvíldi þó
dimmur skuggi, því hráefnisþörf
hússins væri mun meiri en okkar
bátafloti gæti afkastað og kvaðst
hann ekki enn sjá, hvernig ráðið
yrói fram úr því vandamáli.
HRAEFNISSKORTUR
FYRIRSJAANLEGUR
Á sl. hausti áttum við kost á að
fá keyptan frá Noregi skuttogara
af heppilegri stærð, en stjórnvöld
synjuðu um leyfi til slíkra kaupa.
Mörgum finnst harla einkenni-
legt, að hið opinbera skuli veita
fýrirgreiðslu til byggingar þessa
frystihúss, en setur um ieið fótinn
fyrir þá einu ráðstöfun sem gerir
rekstur þess mögulegan.
Utlit er vægast sagt mjög
ískyggilegt sagði Helgi, hráefnis-
þörf hússins mun verða um 5000
tonn á ári, en það er útilokað að
þeir bátar, sem hér eru núna, geti
fullnægt henni. Kvaðst hann ekki
sjá aðra eða betri lausn á þessu
vandamáli, en að fenginn yrði
skuttogari, sem legði afla sinn hér
upp. Þó að stjórnvöld landsins
hefðu sett strik yfir allan inn-
flutning á þessum skipum þá teldi
hann fullkomlega réttlætanlegt
að hér yrði gerð undantekning,
því að við lægi bókstaflega líf
þessastaðar. Þá kvaðst Helgi hafa
gert þingmönnum kjördæmisins
grein fyrir þessu vandamáli.
Hið nýja frystihús er 2000
fermetrar á einum gólffleti og
kostnaður við byggingu þess
nemur um 150 milljónum króna.
Afkastageta þess verður 35—40
tonn á dag miðað við 10 tíma
vinnu.
NYTT skip og bygginga-
FRAMKVÆMDIR
Aðrar framkvæmdír eru þær
helstar að verið er að endur-
byggja sundlaug staðaríns, en
hún var lokuð allt síðastliðið ár
vegna þess að búningsklefar
hennar voru orðnir ónothæfir.
Seint á siðasta ári var stofnað
hlutafélag sem ber heitið Langa-
nes h/f. Hlutafélag þetta er í eigu
aðila hér á Þórshöfn og er nú
verið að smíða fyrir það stálfiski-
skip á Seyðisfirði. Skipið verður
um 100 tonn að stærð og væntan-
lega verður það afhent í maílok
næstkomandi.
Á vegum hreppsins verða byggð
fjögur íbúðarhús í sumar. Þetta
eru hin svonefndu Siglufjarðar-
hús, en þau eru smíðuð í eining-
um á Siglufirði og verða síðan
reist og sett saman hér. Þá er í
smíðum eitt ibúðarhús á vegum
einstaklings.
O.Þ
Iðnskólinn
á Akureyri
70ára
Vegleg afmælishátíð
Akureyri, 13. mars.
Iðnskólinn á Akureyri tók fyrst
til starfa 20. nóvember 1905, og
var 70 ára afmælis skólans minnst
með hátíðarsamkomu í skólasaln-
um í dag. Hún var jafnframt
vígsluhátíð skólahússins. Mjög
margir gestir voru viðstaddir há-
tíðina, en meðal þeirra voru Vil-
hjálmur Hjálmarsson mennta-
málaráðherra, Stefán Ölafur
Jónsson deildarstjóri og tveir fyrr-
verandi skólastjórar Iðnskólans,
þeir Sveinbjörn Jónsson og Jó-
hann Frímann.
Halldór Arason, formaður
skólanefndar, setti samkomuna
og bauð gesti velkomna, en siðan
flutti skólastjórinn, Jón Sigur-
geirsson, ágrip af sögu skólans í
70 ár og stýrði eftir það samkom-
unni. Formaður byggingarnefnd-
ar hússins, Bjarni Einarsson bæj-
arstjóri, lýsti ferli byggingarmáls-
ins í stórum dráttum og afhenti
síðan Jóni Sigurgeirssyni skóla-
stjóra húsið til afnota með tákni
gullins lykils. Jón Geir Ágústson
byggingarfulltrúi, sem teiknaði
húsið og hefir verið eftirlitsmað-
ur með smíði þess af hálfu Akur-
eyrarbæjar, lýsti húsaskipan og
framtíðaráætlunum.
Vilhjálmur Hjálmarsson
Þrlr skólastjórar, talið fram vinstri: Sveinbjörn Jónsson, Jóhann
Frfmann og Jón Sigurgeirsson. — Ljósm.: Sv.P.
menntamálaráðherra flutti ræðu
og bar fram heillaóskir til skól-
ans, en Sveinbjörn Jónsson, fyrr-
um forstöðumaður skólans og
vildarmaður í hartnær hálfa öld
rifjaði upp minningar frá þeim
árum, þegar hann vann að endur-
reisn skólans á erfiðleikaárunum
upp úr fyrri heimsstyrjöldinni og
kom upp húsi yfir hann i Lundar-
götu 12, þar sem skólinn var til
húsa 1927—1943.
Ávörp og heillaóskir fluttu Sig-
urður Óli Brynjólfsson, formaður
skólanefndar Akureyrar, Bjarni
Kristjánsson, rektor Tækniskóla
Islands, og Guðbrandur Magnús-
son, fulltrúi iðnnema, en þar að
auki afhentu gjafir þeir Stefán
Reykjalín, stjórnarformaður
Slippstöðvarinnar h/f, Þór Sand-
holt, skólastjóri Iðnskólans í
Reykjavík, Ingólfur Jónsson, for-
maður Meistarafélags bygginga-
manna á Norðurlandi, og Torfi
Sigtryggsson, formaður Trésmíða-
félags Akureyrar. Rausnarlegar
gjafir bárust einnig frá Vélsmiðj-
unum Odda og Atla, Sveinafélagi
rafvirkja, Sveinafélagi járniðnað-
armanna og Rafveitu Akureyrar.
Heillaskeyti og blóm bárust víða
að.
Þjóðlagasöngflokkur undir
stjórn Jóns Hlöðvers Askelssonar
söng nokkur lög við mikla hrifn-
ingu, en að lokinni athöfninni í
sal skólans þágu gestir veitingar
og skoðuðu hin vistlegu húsa-
kynni.
Iðnaðarmannafélag Akureyrar,
sem stofnað var árið 1904, gekkst
fyrir stofnun Iðnskólans, og voru
aðalhvatamenn málsins þeir Jón
Guðmundsson byggingameistari
og Oddur Björnsson prentmeist-
ari. Skólinn hóf starf í húsi
Barnaskólans og var kvöldskóli
eins og hann var allá tíð fram til
1955. Fyrsti skólastjórinn var sr.
Jónas Jónasson frá Hrafnagili, en
aðrir skólastjórar þar voru Adam
Þorgrímsson og Lúðvík Sigurjóns-
son. 1921 tekur Sveinbjörn Jóns-
son við skólanum, sem fékk brátt
inni í núverandi Menntaskólahúsi
til 1927. Auk Sveinbjarnar veittu
honum forstöðu Haukur Þorleifs-
son og Halldór Halldórsson, þar
til Jóhann Frímann tók við skóla-
stjórn 1927, en hann stýrði skól-
anum til 1939 og aftur 1942 til
1955. Jón Sigurgeirsson hefur
verið skólastjóri 1939—1942 og
frá 1955 til þessa dag. Eins og
áður sagði var skólinn í eigin hús-
næði i Lundargötu 12 1927—1943,
Framhald á bls. 18
"MÁLASKÓLI“26908*
0 Lestrardeildir undir landspróf:
0 Enska
£ Danska
Q íslenzka
0 Stærðfræði
0 Kennsla hefst 1 . apríl.
Auk þess kennum við
landsprófsnem-
endum eðlisfræði.
-26908—HALLDÓRS-
Alþingismenn (jg borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins verða til viðtals í Sjálf-
stæðishúsinu Bolholti 7 á laugardögum
frá klukkan 1 4:00 til 1 6:00 Er þar tekið á
móti hvers kyns fyrirspurnum og ábend-
ingum og er öllum borgarbúum boðið að
notfæra sér viðtalstíma þessa
Laugardaginn 20. marz verða til viðtals
Pétur Sigurðsson, alþingismaður
Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi
Gústaf B.^inarsson, varaborgarfulltrúi
Gústaf
Pétur
Magnús
VIÐTALSTIMI
Alþingismanna og
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
\ Reykjavík
Iðnskólinn á Akureyri. — Ljósm.: E. Sigurgeirsson.