Morgunblaðið - 18.03.1976, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1976
25
Stúlkurnar þrengdu að popskrifaranum, því að hann hafði þó altént talað við átrúnaðargoðin.
+ Skozka hljómsveitin Bay City
Rollers nvtur mikilla vinsælda
í Danmörku. Fvrir skemmstu
stormuðu fimmtlu ungir aðdá-
endur hljómsveitarinnar inn á
ritstjórnarskrifstofur Ber-
lingske Tidende í Kaupmanna-
höfn, allir I skozku pilsi og
báru fyrir sér fána og piaköt.
Stúlkurnar, þvf að allt voru
þetta stúlkur á aldrinum
12—17 ára, þyrsti og hungraði
eftir nýjum fréttum af átrúnað-
argoðum sínum. Þær vildu ná
tali af Sven Wezelenburg, pop-
fréttamanni blaðsins, því að ef
ekki er hægt að tala við
draumaprinsana sjálfa er þá
skömminni skárra að geta talað
við þann, sem hefur talað við
þá.
Lisbeth segir að hún hafi
safnað 1500 mvndum og 200
plakötum af drengjunum og
vinkonurnar Gitte og Inge voru
ekki heldur á flæðiskeri stadd-
ar. A hljómleikum í Kaup-
mannahöfn á síðasta ári tókst
þeim að klippa bút úr buxum
Woodvs, eins úr hljómsveit-
inni. Annar ákafur aðdáandi er
Inge, sem á gosflösku, sem sá
vinsælasti I hljómsveitinni hef-
ur drukkið úr.
„Flaskan var hálffull þegar
hann setti hana frá sér, og ég
var I sæluvímu, þegar ég, í aug-
sýn allra, hvolfdi afgangnum I
mig,“ er haft eftir Inge.
+ Nei, það er ekki Ómar Ragn-
arsson sem hér hefur brugðið
sér I gervi Jóa útherja heldur
sá litrfki rokkari Elton John. Á
dögunum brá hann sér til Los
Angeles til að taka á móti nýj-
asta starfsmanni sínum, stór-
stjörnunni Georg Best, sem nú
hefur skipað sér I raðir Aztek-
anna i Los Angeles, en þar á
Elton John stóran hlut. „Það
eru nokkrir ágætir strákar I
lióinu,“ sagði Best um Aztek-
ana, sem urðu þriðju I sinni
deild, „en ætli okkur veiti af
nokkrum i viðbót."
Ástin dofnaði
+ Bandarískur maður, Dewey
Simpson frá bænum Toledo,
hefur krafist skaðabóta af nið-
ursuðuverksmiðju I heima-
landi sínu, og nemur bótakraf-
an 2,5 milljónum bandaríkja-
dala. „Hinn 16. janúar 1975
fann kona min, Lucille, dauða
mús i dós innan um niðursoðna
tómata. Hún fékk slæmt tauga-
áfall, sem haft hefur i för með
sér afdrifaríkar og varanlegar
breytingar í för með sér á per-
sónuleika hennar. Aður var
hún t.d. hin ákafasta er við
elskuðumst — en nú er hún
hrædd og áhugalaus," segir
hinn fokreiði eiginmaður.
B'O'BB & B'O'
VÖ2-//-»4‘
-5 /“G-MÚAJD “■
+ Muhammad Ali sýndi það og
sannaði i London ádögunum að
hann hefur munninn fyrir
neðan nefið.
Blaðamaður spurði hann
hvort hann gæti líka „hugsað
hátt“ Og Ali svaraði honum
með tæknilegu rothöggi: „Já,
vissulega, en þó ekki á blaða-
mannafundum. Þar verð ég að
hugsa smátt af tillitssemi við
blaðamenn."
Leyniþjón ustan
rak vœndishús
+ Breska leyniþjónustan rak
tvö vændishús í Belfast, höfuð-
borg Norður-Irlands, um
tveggja ára skeið. Tilgangurinn
með þessum rekstri var að afla
upplýsinga hjá málsmetandi
mönnum. Þetta kemur fram i
grein i marshefti enska tima-
ritsins Penthouse. Eftir því
sem blaðið segir faldi levni-
þjónustan mvndavélar og
hljóðnema I vistarverum vænd-
ishússins og voru öll tækin i
sambandi bæði árin, sem starf-
semi þessi stóð yfir, eða þar til
frski lýðveldisherinn, IRA, lok-
aði húsinu. Greinarhöfundur-
inn heldur fram, að vændiskon-
urnar hafi fengið sem svarar
180 þúsund isl. krónum f sinn
hlut á viku fyrir að gangast
undir þagnarskylduna.
V al^ísgögijjÍ
Vinsælu
unglinga-
skrifborðin
aftur fáanleg t þrem lit-
um.
Verð aðeins
kr. 21.250.—
Vitjið pantana sem fyrst.
Valhúsgögn,
Ármúla 4, sími 82275.
SJONVARPS
BINGÓ
Spjöldin i sjónvarps-
bingóinu fást i eftirtöld-
um verzlunum:
H. Biering
Laufavegi 6
Gevafoto
Austurstræti 6
Gunnar
*
Asgeirsson
Suðurlandsbraut 16
Verzl. Perlon
Dunhaga 1 8
Póstsendum
Skóverzlun
Þóröar
Péturssonar
Krikjurstræti 8
v/ Austurvöll,
simi 14181.
Herradeild P£tÓ
Austurstræti 1 4
Magnús
Benjamínsson
Veltusundi 3
Vörumarkaðurínn
Ármúla 1 a
Hljóðfærahúsið
Laugavegi 96
Lúllabúð
Hverfisgötu 61
Músik & Sport
Hverfisgötu 25
Hafnarfirði
Ennþá er hægt að vera
með því eftir á að
draga út ca
20 — 25 tölur.
Eftirfarandi
tölur eru komnar:
13. 27. 61, 24, 9, 71 . 8,
64, 14, 60. 19, 21, 2 . 6,
25, 4, 16, 68. 51, 44,
70, 1, 67, 75. 18, 28,
54. 56. 34, 66, 37, 50,
42, 58, 41 og 39
Næstu tölur
birtast
í sjónvarpinu
á morgun
Lionsklúbburinn
ÆGIR
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU