Morgunblaðið - 18.03.1976, Síða 30

Morgunblaðið - 18.03.1976, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1976 Rwkjavílarnint í hoðpigu eitir 20 ára hlé: Sveií SR sigraði REYKJAVIKURMEISTARAMOT í 3x 10 km skíðaboðgöngu var haldið við Sktðaskálann I Hveradölum slðastliðinn laugardag. Sigurvegari varð sveit Skíðafélags Reykjavfkur, en 1 henni voru þeir Páll Guð- björnsson, Matthfas Sveinsson og Ingólfur Jónsson. Þess má geta að um það bil tveir áratugir eru nú liðnir frá þvf að sfðast var haldið Reykjavfkurmót f þessari grein. I 2. sæti i keppninni var sveit Skíðadeildar Hrannar, en þriðja varð b-sveit Skíðafélagsins. Verðlaunaafhending fór nú fram i fyrsta skipti á hinum nýja verðlaunapalli Skíðafélags Reykjavíkur. Sæmilegt veður var til keppni og var Skarphéðinn Guðmundsson göngustjóri, en Haraldur Pálsson brautarstjóri. KR-ingar í sérílokki í liðakeppni í borðtennis KR-IN(iAK hafa mikla yfirburði í flokkakeppninni í borötennis sem nú er vel á veg komin. Ekkert liö á möguleika á aö ná KR-ingum í meistaraflokki, en í flokki unglinga gætu Koflvíkingar náö aö ógna veldi KR-inganna. STAÐAN f flokkakeppni tslands- mótsins í borðtennis er nú þessi: Karlaf lokkur: KR 8 8 0 0 48:14 16 Keflav. 6 4 11 32:19 9 Gerpla 8 3 1 4 27:36 7 Örninn 4 2 0 2 18:14 4 Akranes 5 1 0 4 14:26 2 Víkingur 9 r 0 8 21:51 2 Unglingar: KR 7 7 0 0 21:3 14 Keflav. 6 5 0 1 15:4 10 Örninn 6 2 0 3 8:9 4 Gerpla 7 2 0 5 7:15 4 Víkiitgur 6 0 0 6 1:21 0 Islendingar og Norðmenn kepptu í júdó hér á landi f síðasta mánuði og lauk viðureigninni með fra-knum sigri íslenzku júdómannanna. Meðfvlgjandi mvnd sýnir Gísla Þorsteinsson leggja annan andstæðing sinn, en Gísli vann báðar glímur sínar. (Ljósm. Jóh. Ilcðinsson). ísfirðingar í fyrsta skipti meðal keppenda á Islandsmótinu í júdó Íslandsmótiö í júdó hefst á laugardaginn og verður Jxá keppt í öllum þyngdarflokkum karla en þeir eru fimm að tölu. Þátttaka í mótinu er mjög mikil og eru skráöir keppendur frá sex félögum. Þess má geta aö tsfirðingar veröa nú í fyrsta skipti meðal keppenda á meistaramót- inu f Júdó. Allir beztii júdómenn landsins verða meðal keppenda, m.a. munu allir Islandsmeistararnir frá þv; í fyrra reyna að verja titla sína að þessu sinni. Þeir eru Svav- ar Carlsen JFR. Benedikt Pálsson •JFR, Sigurjón Kristjánsson .JFR. fíalldór Guðbjörnsson JFR og Jó- hannes Kristjánsson UMFG. Það verður þó ekki auðvelt fyrir alla þessa kappa að verja titla sína. Má í því sambandi nefna sterka júdómenn sem til alls eru líklegir, t.d. þá Gísla Þorsteinsson Ar- manni, Viðar Guðjohnsen Ar- manni, Omar Sigurðsson UMFK og Sigurð Pálsson JFR Ætla má að úrslitín í þessu móti ráði miklu um það hverjir verða valdir til að keppa fyrir Islands hönd á Norðurlandamótinu 1976, en það verður í Gautaborg í næsta mánuði. Keppnin hjá köriunum á laugardaginn verður í Iþróttahúsi Hagaskólans og hefst klukkan 14.00. A sunnudaginn verður svo keppt í þyngdarfiokkum kvenna og fer sú keppní fram í æfingasal JFR að Brautarholti 18 og hefst klukkan 14.(X). Lyftingamót Reykjavíkurmót í lyftingum verður haldið mánudaginn 5. apríl. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Ölafs Sigurgeirsson- ar formanns Lyftingadeildar KR í síma 19484 fyrir 29. marz. Þátt- tökugjald er 500 krónur á kepp- anda. BILLY Haydock, sem ráðinn hefur veriö þjálfari 1. deildariiðs Víkings, kom til landsins á mánudaginn. 1 fyrrakvöld var fundur meö leikmönnum Víkings og enska þjálfaranum og smellti RAX þá þessari mynd af. Var ekki annað að sjá en vel færi á með Englendingnum og knattspyrnumönnum Vfkings, enda ekki við öðru að búast. Fyrsta æfingin var svo f gærkvöidi, þrekæfing í Baldurshaga. Ungu risarnir til Tyrklands innan skamms: Sá stœrsti í hópnurn er 2J7moger€imáiistoekka ELDRA unglingalandslið fslands f körfuknattleik heldur senn utan til þátttöku f Evrópukeppni unglinga (juniora) í körfuknattleik, og er ferðinni heitið til Tyrk- lands. Þar leikur fsland f riðli með Tyrklandi, fsrael, Tékkóslóvakfu, Englandi og Finnlandi. HINN hávaxni Pétur Guðmundsson hefur leikið 15 unglingalandsleiki fyrir tslands hönd og hefur þvf mikla leikreynslu að baki eins og fleiri leikmenn unglingalandsliðsins f körfuknattleik. (AP-mynd). Það lið sem tekur þátt í þessu móti fyrir tslands hönd er skipað nær öllum þeim sömu piltum sem kepptu á Evrópumeistaramóti unglinga (cadetta) i Grikklandi fyrir ári siðan, en þar náðu pilt- arnir mjög athyglisverðum árangri. Þeir unnu þar m.a. lið Austurríkis, Englands og Skot- lands, en töpuðu naurhlega mörg- um leikjum, m.a. fyrir frökkum sem eru mjög hátt skrifaðir f körfuknattleik í Evrópu. Það er því ekki að ástæðulausu að miklar vonir eru bundnar við þessa ferð liðsins til Tyrklands, og ein af meginastæðunum fyrir þeirri bjartsýni er sú að piltarnir hafa fengið mikla keppnis- reynslu. Sumir þeirra hafa leikið 15 unglingalandsleiki, og margir eru þeir meðal sterkustu leik- manna liða sinna í 1. deild. Piltarnir hafa æft mjög vel undir stjórn þeirra Gunnars Gunnarssonar og Kristins Stefánssonar í allan vetur, og auk þess verið ólatir í sambandi við að afla fé til fararinnar. Slikt er höfuðforsenda þess að févana samband eins og K.K.Í. geti sent lið ár eftir ár í jafnkostnaðarsam- ar ferðir og þessi er, en strákarnir hafa verið boðnir og búnir að gera hvað sem fyrir þá hefur verið lagt, og drjúgar upphæðir hafa runnið f sjóð þeirra. Upp úr mánaðamótunum kemur Pétur Guðmundsson heim til íslands í leyfi frá námi sínu, og mun hann æfa með liðinu og fara með því til Tyrklands. „Big man“ eins og Pétur er kallaður í skóla þeim sem hann nemur við í Bandaríkjunum hefur leikið 15 unglingalandsleiki og er örugg- lega í hópi efnilegustu miðherja í Evrópu í dag. Það er erfitt að henda reiður á stærð hans, því að hann er ekki hættur að stækka enn samkvæmt þeim fregnum sem við höfum fengið af honum frá Bandaríkjunum. En sam- kvæmt síðustu ,,tölum“ mun piltur vera 217 cm á hæð, og fer vel með það allt saman. Þarna er framtfðarmiðherji okkar á ferð- inni. og vonandi gefst fsl. körfu- knattleiksáhugamönnum kostur á að sjá hann í leik áður en hann heldur utan með unglingalands- liðinu. gk-. Iþróttamiðstöð- in á Laugarvatni Frestur til að senda inn um- sóknir um dvöl í íþróttamiðstöð ISf á Laugarvatni rennur út 26. þessa mánaðar. Verður síðan gengið frá úthlutun til einstakra aðila um næstu mánaðamót. Allt að 60 manns geta dvalist samtímis í Iþróttamiðstöðinni og dvalar- kostnaður verður 1150 krónur á sólarhring fyrir hvern þátttak- anda. Sisu sigraði SISU sigraði í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar í körfu- knattleik, en mótherji liðsins í þeim leik var Falcon, en það lið varð bikarmeistari í Danmörku í fyrra. Úrslit leiksins urðu 79—70 fyrir SISU, eftir að staðan hafði verið 43—39 í hálfleik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.