Morgunblaðið - 25.03.1976, Síða 1
32 SÍÐUR
66. tbl. 63. árg.
FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Solzhenitsyn segir Bretum til syndanna:
„Þið sýnið óviðjatnanlega
dirfsku gagnvart íslandi!”
ALEXANDER Solzhenitsyn kom í
gærkveldi fram í BBC 3, þar sem
haft var við hann viðtal. í viðtal-
inu var Solzhenitsyn ómyrkur í
máli um Breta og skammaði þá
blóðugum skömmum fyrir utan-
ríkisstefnu þeirra. Máli sínu til
stuðnings nefndi hann deilu
Breta og íslendinga og framferði
Breta gagnvart þjóð, sem ekki
einu sinni hefði bolmagn til þess
að svara þeim í sömu mynt. Kvað
hann Bretland nú ekki vera
meiri bóg í alþjóðamálum en t.d.
Uganda. Kvað hann Breta jafnvel
dýpra sokkna en Uganda.
Brezka blaöið Daily Mail birti i
gær hluta úr þessu viðtali og er
þessi frásögn Mbl. byggð á
upplýsingum um viðtalið, sem þar
komu fram. Solzhenitsyn sagði í
þessu viðtali að Bretar væru ekki
meira virði en t.d. Rúmenia.
„Bretar eru þjóð, sem þjáist af
sjálfsblekkingu, og er þjóð, sem
er minna virði en Rúmenía eða
Uganda. Bretar eru þjóð með
reynslu, en styrkur hennar og
viljafesta er að þorna upp. Slikt
hefur ekki gerzt í jafn rikum
mæli með nokkurri annarri þjóð.“
sagði Alexander Solzhenitsyn.
Síðan sagði rússneski rithöf-
undurinn: ,,í um 20 ár hefur rödd
Breta ekki heyrzt á þessari jörð
okkar. Persónueinkenni þeirra
eru horfip og ferskleiki þeirra er
að dvína." í talsvert löngu máli
ásakar svo Solzhenitsyn Breta fyr-
ir að vera ávallt fyrsta til þess að
viðurkenna harðstjórnir, hversu
langt sem þær eru i burtu. Þá
minntist rithöfundurinn á ísland
og sagði m.a.: „Þegar þið urðuð
leiðir á einhverjum hlut," sagði
Solzheitsyn biturlega, „og
ákváðuð að staðfesta hreysti
ykkar i augum umheintsins og
endurheimta sjálfsvirðingu
ykkar, þá sýnduð þið óviðjafnan-
lega dirfsku gagnvart Islandi,
gagnvart Spáni — löndum sem
ekki gátu svarað isömu mynt."
Þá ræddi Alexander
Solzhenitsyn um þá viðburði, er
Sovétrikin sendu skriðdreka inn i
Austur-Berlin, Búdapest og Prag.
Þá létu Bretar ekki svo lítið að
kalla sendiherra sina heim. Það
gerðu þeir heldur ekki, þótt her-
fangar væru drepnir i Suðaustur-
asíu. En þegar 5 hryðjuverka-
menn voru drepnir i Madrid, þá
var brezki sendiherrann sam-
stundis kallaður heim.
Þá barst Mbl. i gær fréttaskeyti
frá Reuter-fréttastofunni, þar
sem skýrt er frá viðtalinu við
Solzhenitsyn. Hann segir sam-
kvæmt Reuter, í viðtalinu við
BBC, að sovézka þjóðfélagið, sem
„hafi verið deyft i hálfa öld af
lygum," búi þó enn yfir ákveðinni
getu til þess að skilja hina raun-
verulegu merkingu hlutanna.
Hins vegar hafi „þjóðfélög, sem
aðgang hafa að upplýsingunt af
öllu tagi, skyndilega fallið i
dásvefn, eins konar múgblindu".
Sjálfsblekking Vesturlanda
væri 10 sinnum hraðvirkari en
þróun i átt til upplýsinga í Aust-
urlöndum. „Þetta er það sem
næstum sviptir mannkynið allri
von um að forðast megi alheims-
hrun." Rithöfundurinn sagði, að
þar til hann hefði komið til Vest-
urlanda „hefði ég aldrei getað
imyndað mér, hversu Vestur-
landabúar hafa í gifurlega ríkum
mæli viljað blinda sjálfa sig á
ástandinu i heimsmálunum."
Hann líkti lífi á Vesturlöndum
við lífið i Rússlandi fyrir 1917,
rétt áður en byltingin varð. „Það
sem við sjáum er ávallt hið sama,
fullorðið fólk beygir sig undir
skoðanir barna sinna, yngri kyn-
slóðin lætur glepjast af grunn-
hyggnum, gagnslausum hug-
myndum, prófessorar eru hrædd-
ir við að vera gamaldags. . .
almenn samúð með byltingarsinn-
uðum öfgaöflum." Solzhenitsyn
sagði að á Vesturlöndum gæti
enginn sem væri á leið til flug-
vallar verið viss um að hann yrði
ekki skotinn niður „af ein-
hverjum „baráttumanni" fyrir
frelsi eins eða annars". Gangi
maður eftir götu, getur maður
Framhald á bls. 31
Herinn tók völdin í Argentínu
Æsingalaust í landinu
□------------------------------□
Sjá grein á bls. 15
□------------------------------□
Buenos Aires
24. marz — Reuter—AP.
HERINN í Argentlnu steypti
Maríu Estellu Peron, forseta
landsins, af stóli iaust eftir há-
degi í dag. Þegar þriggja manna
sendinefnd hersins var á leið til
Maríu Estellu til að krefjast af-
sagnar hennar, yfirgaf hún
stjórnarbygginguna I þyrlu.
Skömmu sfðar var hún handtek-
inn á flugvelli við höfuðborgina,
og er talið vfst að hún hafi ætlað
að flýja land. Þegar hermenn um-
kringdu Mariu Estellu til að
handtaka hana dró hún upp
skammbyssu, en fékk ekki ráð-
rúm til að beita henni þar sem
hún var skjótlega afvopnuð. Talið
er að henni verði leyft að leita
hælis áSpáni.
Þrfr yfirmenn hersins lýstu þvf
yfir í athöfn, sem var sjónvarpað,
að þeir færu nú með öll völd f
landinu. Hafa þeir heitið þvf að
koma á röð og reglu f landinu, en
að auki hafa þeir afturkallað um-
boð þings og byggðastjórna, sett
dómara við æðsta dómstól lands-
ins af, og bannað starfsemi
stjórnmálaflokka og verkalýðs-
hreyfingar fyrst um sinn.
Við athöfnina hvatti herstjórn-
in þjóðina til að sýna stillingu og
kvað byltingu hafa verið nauðsyn-
lega til að binda enda á öngþveiti
það sem ríkt hefur að undan-
förnu.
Ekki varð vart við átök í sam-
bandi við valdatöku hersins, að
öðru leyti en þvf að einu sinni
kvað við skothvellur í mið-
borginni. Þá hafa starfsmenn f
fjórum vélaverksmiðjum i
Cordoba boðað sólarhringsverk-
fall til að mótmæla byltingunni.
I Buenos Aires var talsvert um
það að leitað væri i bflum og á
vegfarendum. Þá voru hermenn á
verði viða í borginni og var þetta
eina vfsbendingin um að eitthvað
óvenjulegt væri á seyði.
Orðrómur um að stjórnarbylt-
ing væri á næsta leiti hefur verið
á kreiki vikum saman, þannig að
byltingin kemur ekki á óvart.
Hefur ringulreið ríkt á flestum
sviðum í landinu — og er árleg
verðbólga nú um 475%.
Herstjórnin hefur skipað átta
manna bráðabirgðaráðuneyti,
sem skipað er herforingjum ein-
vörðungu. Þá hefur stjórnin einn-
ig skipað fulltrúa í byggðastjórn-
um til bráðabirgða.
Braziiíu-stjórn hefur látið loka
landamærum sínum þar sem þau
liggja að Argentínu, og farþegar,
sem ætluðu frá Rio de Janeiro til
Buenos Aires í dag, hafa ekki
fengið fararleyfi.
Jorge Videla, yfirhershöfðingi,
Emilio Massera, yfirmaður
flotans, og Orlando Agosti, yfir-
maður flughersins, mynda her-
stjórnina, sem svipti Mariu
Estellu völdum. Þeir hafa lýst því
yfir, að herstjórnin muni í öllu
fara að landslögum og virða
mannréttindi, um leið og haldið
verði uppi reglu i landinu.
Fyrir þremur mánuðum lagði
Videla yfirhershöfðingi mjög að
rikisstjórn Argentínu að gera við-
hlítandi ráðstafanir vegna
meintrar fjármálaspillingar
stjórnarinnar. Þá hefur forsetinn
fyrrverandi hvað eftir annað
vísað á bug kröfum um að hún
segði af sér og setti af þá sam-
starfsmenn sína, sem einkum
hafa verið ásakaðir fyrir fjár-
málaspiilingu. Eina svar hennar
við þessum kröfum var yfirlýsing
um að hún mundi ekki gefa kost á
sér til endurkjörs, auk þess sem
Framhald á bls. 31
AP-simamynd
Stjórn hersins f Argentfnu, sem steypti Marfu Estellu Peron af stóli f
gær. Frá vinstri: Orlando Agosti, Emilio Massera og Jorge Videla.
Monty
látinn
London, 24. marz. Reuter
MONTGOMERY marskálkur,
sigurvegarinn f orrustunni um
El Alamein f heimsstvrjöld-
inni og vfirmaður brezka
liðsaflans, sem barðist gegn
Þjóðverjum eftir innrásina f
Normandf, lézt f morgun 88
ára að aldri.
Sjá grein á bls 16.