Morgunblaðið - 25.03.1976, Síða 2

Morgunblaðið - 25.03.1976, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1976 Líklega hætt við innflutn- ing á smjöri ,,ÞAÐ bendir allt til þess að ekki verði um neinn smjörinnflutning að ræða að þessu sinni," sagði Óskar Gunnarsson hjá Osta og smjörsölunni í samtali við Morgunblaðið í gær. Oskar sagði að smjörskorturmn virtist ekki eins tilfinnanlegur og talið var i fyrstu Mjög mikið hefði verið keypt að undanförnu og neyt- endur ættu þvi að vera vel birgir Sagði Óskar að þær fréttir bærust nú frá mjólkurbúunum úti á landi að mjólkurmagmð væri heldur að aukast Einhver smjórframleiðsla væri'hjá öllum búunum og bærist Osta og smjörsölunni smjör sem dreift væri jafnharðan í búðir ..Það má búast við þvi að knappt verði með smjor fram i miðjan apríl en ég á alls ekki von á tilfmnanlegum smjörskorti.’ sagði Óskar að lokum Innbrot hjá einstæðum INNBROT var framið í Traðar- kotssund 6 í fyrrinótt. Voru tölu verðar skemmdir unnar á hurð um í húsinu, en þar hafa nokkur samtök skrifstofur. Engu var stol- ið nema 10 þúsund krónum frá Félagi einstæðra foreldra. Áður hefur verið brotizt inn hjá FEF, og síðan hafa stjórnendur félagsins gætt þess að hafa sem allra minnst verðmæti geymd í skrif- stofunni. Lögreglan: •• Okumenn láti sjúkraliðið um sjúkraflutninga ÞAÐ BAR til í Hafnarfirði á laugar- daginn. að ekið var á. 7 ára telpu við gangbrautarljósm við Reykjavík urveg I stað þess að kalla til sjúkra lið fór okumaður bifreiðarinnar. sem á stúlkuna ók, með hana til heimilis hennar Þar voru þá engir hcima. en um síðir gat ökumaður- mn fundið föður stúlkunnar og tók hann við henni Síðar kom í Ijós. að stúlkan var með sprungu á höfuð kúpu og hefði auðvitað átt að flytj- ast á slysadeildina með sjúkrabíl Er að sögn lögreglunnar aldrei nóg- samlega oft brýnt fyrir ökumönnum að fara ekki sjálfir að annast sjúkra- flutninga. heldur láta sjúkraliðið um það Togarar landa á Akranesi Akranesi 24 marz TOGARINN Víkingur AK 100 kom úr veiðiferð í morgun og er nú verið að landa úr honum 1 10 lestum af þorski í gær og fyrradag var land- að úr Haraldi Böðvarssyni AK 1 2 samtals 1 30 lestum og úr Krossvík AK 300 samtals 100 lestum af blönduðum fiski Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjan hefur tekið á móti 1 6 900 lestum af loðnu það sem af er vertíðar Þorskanetabátar liggja við land vegna óveðurs og Akraborgin gengur ekki á milli Akraness og Reykjavíkur vegna mikils sjógangs og hvassviðris af vestri —Júlíus Vont veður á miðunum SLÆMT veður var á miðunum undan Austfjörðum í gær og varla veiðiveður. 25 brezkir togarar voru við landið og tveir voru á leiðinni hingað. 10 skip voru tog- urunum til aðstoðar Ljósm. Friðþjófur. Flugvélar Air Viking: 120 milljón króna tilboðunum tekið Vélarnar metnar á 60 milljónir SKIPTAFUNDUR I þrotabúi Flugfélagsins Air Vikings var haldinn sfðdegis I gær. Að sögn Unnsteins Becks, skiptaráðanda, samþykkti fundurinn að taka þeim tveimur tilboðum, sem fyrir lágu í vélar flugfélagsins. Var annað tilboðið frá Olfufélaginu hf I þá einu vél, sem nú er í flughæfu ástandi, og hljððaði það upp á 60 milljónir króna. Hitt tilboðið var frá Samvinnubankanum hf. I hinar tvær vélarnar og var það einnig 60 milljónir króna, svo samtals eru vélarnar þrjár keyptar á 120 milljónir. Eins og fram kom I frétt I blaðinu I gær, voru flugvélafræðingar dómkvaddir til að meta verð vélanna þriggja til sölu. Mátu þeir vélarnar samtals á 60 milljónir króna og var skiptingin 10, 20 og30 milljónir. Unnsteinn Beck sagði, að nú næmu lýstar kröfur i þrotabú Air Vikings um 170 milljónum króna. Auk þess hefði Samvinnubankinn ekki iýst 77 milljónum, sem væru ógreiddar af ábyrgðum, sem bankinn gekk i og Alþýðubankinn hefði ekki lýst 31 milljón króna kröfu. Þetta eru því samtals tæp- ar 280 milljónir króna. Innköll- unartími er 4 mánuðir, og gæti eitthvað verið ókomið af kröfum. Þegar Mbl. spurði Unnstein um greiðsluskilmála, sagði hann að ráð væri fyrir því gert að Sam- vinnubankinn greiddi vélarnar með veðskuldum, sem hann hefur Framhald á bls. 31 Frederick Irving: „Landhelgisdeilan í algerri sjálfheldu Washington 24. marz. Fhnkaskeyti tii Mbl. fráAP. ÖLDUNGADEILDARNEFND um erlend samskipti mælti í dag með útnefningu Fredericks Irvings, sendi- herra á Islandi, í starf aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna og færi hann með hafréttar- og umhverfismál. Staðfesting á útnefningu öldungadeiidarinnar mun fylgja í kjölfarið innan tíðar. Eitt helzta verkefni Irvings í mílna lögsögu Bandarikjanna, nýja starfinu verður að koma í sem miða að því að halda erlend- gildi hinum nýju lögum um 200 um fiskimönnum frá veiðum áþví Frétt danska sjónvarps- ins úr lausu lofti gripin — segir leynilejíar samningaviðræður hafa farið fram í London SAMKVÆMT frétt frá frétta- Olsen af frétt danska sjónvarps- ritara Morgunbiaðsins í Kaup- ins: mannahöfn, Lars Olsen, sagði Framhald á bls. 31 frétlaritari danska útvarpsins og sjónvarpsins I London í danska sjónvarpinu I gær, að öruggt væri að samkomulag væri á næsta leiti svæði. Irving hefur verið banda- rískur sendiherra á Islandi und- anfarin ár, á sama tíma og Island hefur átt í tveimur svokölluðum ,,þorskastriðum“ við Bretland vegna fiskveiðiréttinda. Irving Framhald á bls. 31 Frederick Irving Ummæli Ólafs Jó- hannessonar dæmd ómerk I GÆR var dæmt í Borgardómi Reykjavík- ur í máli, sem Þorsteinn Pálsson ritstjóri Vísis og fleiri höfðuöu gegn Ólafi Jóhannessyni dómsmála- ráðherra vegna um- mæla, sem ráðherrann viðhafði í þættinum „bein lína“ í útvarpinu. Voru þrenn tiltekin um- mæli ráðherrans dæmd ómerk þ.e. þau ummæli sem stefnendur fóru fram á að yrðu ómerkt. Voru það eftirtalin um- mæli. 1. .. „heldur auð- vitað sú Mafía, sem stendur bak við þessi skrif “... 2. „Það er Visis- mafían“. 3. „Já, þaó horfir þannig frá mínu sjónarmiði, að þaö sé glæpahringur, sem æ ofan í æ kemur meó að- dróttanir, rangar, íminn garð.“ Þá var ráðherr- ann dæmdur til að greiða þeim Þorsteini Framhald á bls. 31 I þorskastríðinu og að sl. hálfan mánuð hefðu leynilegar samningav iðræður farið fram milli íslenzku og brezku ríkis-. stjórnarinnar í London. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér er frétt þessi úr lausu lofti gripin. Engar leynilegar viðræður hafa farið fram milli brezkra og íslenzkra st jórnvalda. Hér fer á eftir frásögn I.ars Leikrit Odds í BBC (3) UTVARPSLEIKRIT eftir Odd Björnsson verður flutt I BBG 3 í Bretlandi í næsta mánuði, en BBC 3 stöðin þykir flytja úr- valsefni. Er þetta I fyrsta sinn sem stöðin flytur ieikrit eftir fslenzkan höfund. Leikritið sem heitir „Hvernig heiðvirður kaupsýslumaður brýtur nef yndislegrar eiginkonur sinnar í viðurvist f jölda fólks,“ var flutt I rikisútvarpinu fyrir einu ári, en i verkinu eru 10 leikarar. Benedikt Árnason leikstjóri þýddi verkið á ensku, en hann býr um þessar mundir í Lond- on. I.eikst jóri er Jane Morgan. Formaður Stúdentafélags Háskólans: Krefur fréttastofu hljóðvarps skýringa — á fréttaflutningi af aðalfundi KJARTAN Gunnarsson, nýkjörinn formaður Stúdentafélags Háskóla Islands, hefur með bréfi til fréttastjóra hljóðvarps krafizt skýringa á frétt, sem lesin var I fréttatfma hljóðvarps I fyrrakvöld, þar sem staðhæft var án þess að geta heimildamanns að vafi léki á því hvort kosning nýrrar stjórnar Stúdentafélagsins væri lögmæt. I fréttatíma hljóðvarps kl. 19.00 í fyrakvöld var skýrt frá kjöri nýrrar stjórnar Stúdenta- félags Háskóla Islands en síðar í fréttunum var lesin svohljóð- andi frétt: „Þá var sagt frá því, í fréttum, að Kjartan Gunnars- son hefði verið kosinn for- maður í Stúdentaféíagi Háskóla Isiands. Vafi leikur á, hvort kosningin, sem fram fór á fund- inum í félaginu í dag, sé lög- mæt, þar sem fundurinn leyst- ist upp vegna sviptinga milli hægri og vinstri manna. Fund- inum var frestað." Eins og frétt þessi ber meó sér staðhæfir fréttastofa hljóðvarps, að vafi leiki á lögmæti kosningarinnar en ber engan aðila fyrir þeirri staðhæfingu. I bréfi nýkjörins formanns Stúdentafélags Háskóla Islands af þessu tilefni segir m.a.: „Af þessum sökum vil ég fara þess á leit vió yður, að þér greinið heimildamann þessarar rang- færslu, sem lesin var i frétta- tima sem frétt og að þér gefið skýringu áþví hvers vegna ekki var leitað öruggari heimilda og að þér gefið mér eða öðrum aðstandendum Stúdentafélags Háskóla íslands kost á að skýra málið á vettvangi hljóðvarps- ins.“ Brefið til fréttastjóra hljóðvarps Bréf formanns Stúdenta- félags Háskóla íslands til fréttastjóra hljóðvarps fer hér á eftir í heild: Reykjavík 24. mars 1976 Til fréttastjóra Hljóðvarps, Skúlagötu 4, Reykjavík. 1 gærkveldi var mér tjáð, að í lok 7-fréttatíma Hljóðvarpsins þann dag hefði verið lesin „frétt“ um það, að vafi léki á lögmæti kosningar formanns og stjórnar Stúdentafélags Háskóla Islands, þann sama dag. Það er alrangt, eins og m.a má lesa i dagblöðunum í dag, t.d. Þjóðviljanum, Tímanum og Morgunblaðinu. Hvergi er efazt um lögmæti kosninganna. Og það var heldur ekki gert á fund- inum svo vitað sé. Af þessum sökum vil ég fara þess á leit við yður, að þér greinið heimilda- mann þessarar rangfærslu, sem lesin var í fréttatíma, sem frétt, og að þér gefið skýringu á þvi, hvers vegna ekki var leitað öruggari heimilda, og að þér gefið mér eða öðrum aðstand- endum Stúdentafélags Háskóla lslands kost á að skýra málið á Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.