Morgunblaðið - 25.03.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1976
3
Nýja smábátahöfnin við Elliðavog mun geta tekið 200 báta. Gert er ráö fyrir flotbryggjum og bátaskemnium. Höfnin er fremst á svoköll-
uðum „Geirshólma", þar sem Elliðaárnar renna öðrum megin, en hinum megin er lónið meðfram Súðarvoginum og Háubakkar. Þarna
verður um leið skemmtilegt útivistarsvæði.
Smábátahöfn fyrir 200 báta
fyrirhuguð við Elliðavog
UNNIÐ er nú að skipulagi smá-
bátahafnar i Reykjavík og
hefur henni verið valinn staður
við Elliðavog, fremst á upp-
fyllingunni, sem gerð hefur
verið við ósa Elliöaánna og
gengur út í voginn með Elliða-
árnar á aðra hönd en lónið með-
fram Háubökkum og Súðavogi
hinum megin. Er þarna gert
ráð fvrir hafnaraðstöðu fyrir
200 smábáta Er markmiðið að
losna við smábátana úr Reykja-
víkurhöfn og vinna dýrmætt
rými innan hafnarinnar, að
skapa smábátaeigendum viðun-
andi aðstöðu og fullnægja þörf,
sem þegar er fyrir hendi, og að
stuðla að aukinni fjölbreytni í
útivist og tómstundaiðju.
Teiknistofa Revnis Vilhjálms-
sonar og Hannes Valdemarsson
verkfr. hafa gert skipulagstil-
lögu á vegum borgarverk-
fræðings og hefur hún verið
samþykkt í hafnarstjórn og um-
hverfismálaráði og verið að
fjalla um hana vfðar. En sam-
ráð hefur verið haft við ýmsa
aðila.
Smábátaeign Reykvíkinga
hefur á undanförnum árum
aukist mjög og þegar munu
vera um 200 slikir bátar í eigu
Reykvikinga, sem henta til
skemmri eða lengri sjóferða.
Seglbátar ekki þarna með.
Hefur skort mjög aðstöðu fyrir
þá. Er reiknað með að allir
hraðbátar flytjist í nýju höfn-
ina og nokkur hluti hæggengra,
þó líklega verði áfram að
reikna með aðstöðu fyrir
nokkurn hóp hæggengra báta i
gömlu höfninni, m.a. þar sem
það er nær miðunum.
Umgerð hafnarinnar að
norðan og vestan er mjög
ákveðin, eins og sést af
meðfylgjandi teikningu og að
norðanverðu verður hún i
skjóli af fyllingu. En á svæðinu
upp af er gert ráð fyrir grænum
grundum og upphækkuðum
hrygg til skjóls og verður þar
skemmtilegt útivistarsvæði.
Hafnarsvæðið á að dýpka og
siglingarrenna verður gerð út.
Er ætlunin að gera samfellda
flotbryggju, sem i fyrstu gæti
þjónað sem viðlega en siðar
væri hægt að auka það með
þverbryggjum. Þá er hugmynd-
in að byggja bátaskemmu, en
skv. erlendum heimildum er
talið hagkvæmara að gera
skemmu fyrir báta allt að 20
fetum en viðlegu. Er gengið út
frá skemmum fyrir um 100
báta. En hlaupaköttur gengur
eftir miðri skemmunni og fram
yfir pall framan við skemmuna
og þaðan lagt út i höfnina, svo
að sjósetja megi báta við flot-
bryggju með landi.
Aðkoma að hafnarsvæðinu
verður frá Súðarvogi fyrst um
sinn og verða bílastæði gerð við
höfnina. Einnig er ýmis þjón-
ustu starfsemi og hreinlætisað-
staða og nikkurs konar félags-
heimili fyrir sportbátaeigend-
ur. Reykjavikurhöfn mun sjá
um siglingaijós og hafa eftirlit
með gerð mannvirkja, en gert
er ráð fyrir að félagsskap smá-
bátaeigenda verði úthlutað
hafnarsvæðinu og annist þeir
uppbyggingu, rekstur og við-
hald svæðisins. I þvi yrðu allir
smábátaeigendur, en seglbátar
ekki meötaldir. Þeim er ætlað-
ur staður annars staðar.
Við gerð smábátahafnarinnar
þarf að taka sérstakt tiliit til
Elliðaánna, en mjög strangar
reglur verða varðandi umferð
bátanna til að fyrirbyggja hugs-
anlega truflun á laxagengd.
Samráð hefur verið haft við
Stangveiðífélagið og Veiði- og
fiskiræktarráð borgarinnar. Al-
v
gengt er erlendis að staðsetja
slikar hafnir við árósa, en
þarna er gerð fylling til að fyr-
irbyggja að framburður úr án-
um berist inn í höfnina. Þá eru
hinum megin Háubakkar. þar
sem friðuð eru setlög frá ísöld
sem náttúruminjar og einnig
fjaran og leirurnar framan við
þá og verður lónið látið halda
sér og er greið leið til að sjávar-
Framhald á bls. 21
„Vegirnir
hrikalegir”
— segir Örn Þórsson einn bílstjóranna,
sem voru 16 stundir yfir Holtavörðuheiði
Á þriðjudagskvöld lagði lest sex bíla af stað yfir
Holtavörðuheiði. Heiðin var þá þegar orðin ðfær en
ökumenn flutningabílanna töldu sig ekki geta beðið
þess að hún yrði rudd. Freistuðu þeir þess að
brjótast yfir heiðina og lentu í miklum vandræðum
vegna snjóþyngsla og vonzkuveðurs.
Flestir bílanna höfðu lagt af
stað úr Reykjavik seinni hluta
þriðjudags. Þeir fréttu þess
vegna ekki af því að heiðin
hefði lokazt fyrr en þeir voru
komnir nokkuð áleiðis.
Venjulega er Holtavörðu-
heiði rudd á þriðjudögum og
föstudögum en eins og frá er
grenit á öðrum stað í blaðinu
hamlaði veðrið þvi að hægt
væri að ryðja á þriðjudag.
Ákváðu bilstjórar þeirra bila
sem ekki komust yfir að freista
þess að komast yfir heiðina
Þeir hrepptu hins vegar hið
versta veður og er Morgun-
blaðið hafði samband við Örn
Þórsson, sem var einn bilstjór-
anna voru bilarnir að komast i
Staðarskáia i Hrútafirði og
höfðu þá verið i 16V5 tíma á
leiðinni yfir heiðina
— Jú, það gekk vissulega á
ýmsu. Heiðin var alveg kolófær
enda er þetta voðalegt veðra
víti. Við lögðum af stað um kl.
11 i gærkvöldi og vorum núna
að koma í Staðarskála án þess
að hafa stoppað neitt i alla nótt.
Veðrið var alveg snarvitlaust.
— Við vorum sex til að byrja
með en tveir urðu eftir upp frá.
Það var lítill vörubill og litil
pall-bifreið.
— Við erum búnir að vera
milli 16 og 17 tima á leiðinni en
vanalega er maður svona þrjú
korter til klukkutíma í venju-
legri færð.
— Vegirnir voru í einu orði
sagt hrikalegir. Fyrir sunnan
Holtavörðuheiði er viða alveg
hörmuleg drullufen. Þetta er
varla heflað. Það virðist þó vera
eitthvað skárra fyrir norðan.
Það er ljóst að það verður að
gera eitthvað fyrir veginn
hérna. Þetta er versti kaflinn á
leiðinni allan veturinn, sagði
örn að lokum.
Framhald á bls. 31
PARADÍS SÓFASETTIÐ
Eignizt slíkt sett með 60.000.— kr. útborgun og 15.000.— kr.
mánaðargreiðslu i 9 mánuði. Verð kr. 1 88.000. —.
Vörumarkaðurinnhf.
Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-11 2
Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv d. S-86 113