Morgunblaðið - 25.03.1976, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1976
5
Vilhelmina Jónsdóttir og
Eðvald Sigurjónsson frá
Bakkagerði — Minning
Með örfáum orðum langar mig
að minnast þeirra elskulegu
hjóna Eðvalds frænda mins Sigur-
jónssonar og konu hans Vilhelm-
ínu Jónsdóttur, sem lézt mánu-
daginn 15. marz s.l. Eðvald lézt
hins vegar 14. mai 1974.
Ég á svo sannarlega margs að
minnast og margt að þakka þeim,
bæði sem barn og fullorðin.
Hjartans þökk og virðingu færi ég
þeim báðum.
Vilhelmína var fædd á Hrafns-
gerði í Fellum 8. jan. 1902.
Foreldrar hennar voru þau hjón-
in Rósa Hávarðardóttir frá Dala-
tanga og Jón Pétursson frá Bessa-
stöðum.
Ársgömul var hún tekin í fóstur
af hjónunum Guðríði Guðmunds-
dóttur ljósmóður og Sigurði
Höskuldssyni bónda á Múlastekk
í Skriðdal. Með þeim fluttist hún
á Reyðarfjörð 1908. en þau hjón
bjuggu á Ósi. Eðvald föðurbróðir
minn var fæddur 3. marz árið
1900 í Bakkagerði, en þar bjuggu
foreldrar hans, þau hjónin Anna
Stefánsdóttir og Sigurjón Gisla-
son bóndi þar. Þar ólst Eðvald
upp og þar var heimili hans
lengstum. Þau Vilhelmína giftust
25. ágúst 1923, bjuggu fyrst áósi i
nokkur ár, en síðan I Bakkagerði
eins og áóur sagði. Þeim varð ekki
barna auðið, en einn fósturson
tóku þau, Gísla Arnfinnsson, sem
lézt ungur. Eðvald frændi minn
stundaði sjó, vann algenga verka-
mannavinnu auk nokkurs
búskapar. En lengst starfaði hann
sem vélgæzlumaður hjá Rafveitu
Reyðarfjarðar.
Bæði voru þau hjónin
unnendur ljóða og laga. Eðvald
dáði Káinn mjög og hafði stökur
hans jafnan á hraðbergi. Hann
var mikill söngmaður, hrein og
djúp bassarödd hans hljómaði i
Reyðarfjarðarkirkju um áratugi.
Hann var einnig safnaðarfulltrúi
og í sóknarnefnd um fjölda ára.
Hann var mikill áhugamaður
um verkalýðsmál, einn af stofn-
endum Verkamannafélags
Reyðarfjarðarhrepps og fyrsti
formaður þess. Það sópaði að
þeim hjónunum í sjón og raun og
bæði voru þau prýðilega greind.
Vilhelmína var hin lífsglaða kona,
vinföst og trygg.
Hún var mikil dugnaðarkona,
sérstaklega stundaði hún mikið
prjónaskap og til hennar var
leitað mikið áður fyrr og þá var
ekki alltaf spurt um verkalaunin.
Yndi hennar var að gera fólki
greiða. Hún var einn af stófnend-
um Kvenfélags Reyðarfjarðar,
var þav áhugasamur félagi, sem
lagði fram mikið og fórnfúst
starf. Heiðursfélagi kvenfélagsins
var hún seinni árin.
En minnisstæðust eru mér
þau bæði fyrir hin sérstöku barn-
gæði þeirra Hins elskulega og
ljúfa viðmóts þeirra við börn nut-
um við systkinin i ríkum mæli og
fyrir það ber að þakka alveg sér-
staklega.
Þetta átti aldrei að vera nein
minningargrein í þeirri merkingu
og svo sem vert væri. Eg kann
ekki að þakka svo sem ég vildi.
Aðeins einlæg hjartans þökk
fyrir allt, sem þau voru mér og
ekki siður börnunum minum. Þau
elskuðu Valda frænda og Villu
ekki síður en ég, enda voru þau
þeim einstaklega góð.
Eg veit að nú er hlýtt og bjart
hjá þeim eins og ævinlega, meðan
þau voru hér og allra góðu stund-
anna er ljúft að minnast nú að
leiðarlokum með hjartans þakk-
læti fyrir allt.
Birna IVIaríaGísladóttir.
Hraðskákmót
Suðurlands
í Selfossi
SKAKÞING Suðurlands 1976 var
háð á Selfossi nú í febrúar og
marz. í sameiginlegum meistara-
og I. flokki voru 12 keppendur.
Sigurvegari varð Magnús
Gunnarsson Selfossi með 914
vinning, í 2j—3.sæti urðu Stefán
Aðalsteinsson Hveragerði og Vil-
hjálmur Þ. Pálsson Selfossi með 8
vinninga. Einnig var teflt i
unglingaflokki. Þar voru 20
keppendur og varð sigurvegari
Sigurður Jónsson Selfossi. Skák-
samband Suóurlands sendi sveit í
deildakeppni Skáksambands
íslands og hefur sveitin nú lokið
keppni og tryggt sér 3. sæti á eftir
Skákfélaginu Mjölni í Reykjavík
og Taflfélagi Reykjavíkur. Hrað-
skákmót Suðurlands verður hald-
ið í Iðnskólanum á Selfossi sunnu-
daginn 28. marz kl. 14.
Styðja Akraneskonur
ALMENNUR skólafundur M.A.,
haldinn á setustofu heimavistar
M.A. 15.—3. ’76, lýsir yfir fullum
stuðningi við baráttu verka-
kvenna á Akranesi, og með þess-
ari stuðningsyfirlýsingu fylgir 50
þúsund króna styrkur frá skóla-
félagjnu Hugin, sem renna i verk-
fallssjóð verkakvenna. Jafnframt
vonum við að verkfallskonur nái
fram fullum rétti og sigri í barátt-
unni við vinnuveitendur.
Skólafélagið Iluginn,
Menntaskólanum, Akureyri
' bíllinn
sem vekur
öfund
er med óven/u vel styrktu farbeaarvmi
128
er hér framh/ó/adr/fmn bíll, sem
hentar sér/ega ve/ vid ís/enzkar
adstædur
128
er féan/egur / 5 útgéfum
128
er vet hannadur bíH. sem gert hefur
hann ad mest se/da Fiat bí/num.
F/at 128 er gódur biH úti é vegum
og einkar þæg/legur i borgarakstn
Tvöfalt bremsukerfi
FIAT EINKAUMBOÐ A ISLANDI
Davíð Sigurðsson hí
SIOUMULA 35. SIMAR 38845 — 38888
RAFMÓTORAR
GÍRMÓTORAR
Eigum að jafnaði fyrirliggjandi:
GÍRMÓTORA
Vt—IVi hestöfl.
37, 57 og 68 sn./mín.
220/380 volt, 3ja fasa.
VANALEGA VATNS-
ÞÉTTA RAFMÓTORA
V3—2 hestöfl 1 fasa.
V2 —10 hestöfl 3ja fasa. 1 500 sn / mín.
BINGÓ
BINGÓ í TEMPLARAHÖLLINNI, EIRÍKSGÖTU 5, KL.
8.30 í KVÖLD.
24 UMFERÐIR, BORÐUM EKKI HALDIÐ LENGUR EN
TILKL. 8. SÍMI 20010.
Útvegum allar stæröir mótora og veitum
tæknilega aðstoö
FÁLKI N N' véladeild
Suðurlandsbraut 8 Sími 8-46-70