Morgunblaðið - 25.03.1976, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1976
7
Að kynna
málstað okkar
erlendis
í leiðara Timans i gær
er fjallað um för þing-
manna o.fl. til höfuð-
stöðva Atlantshafsbanda
lagsins i Brússel, m.a. til
að kynna islenzk sjónar-
mið í landhelgisátökunum
við Breta. Þar segir m.a.
,,Fyrir Islendinga er þvi
fátt þýðingarmeira en að
forráðamönnum Atlants-
hafsbandalagsins og Efna-
hagsbandalagsins sé gert
þetta Ijóst. Því var það
gagnlegt, að tveir þing-
menn Framsóknarf lokks-
ins, þeir Gunnlaugur
Finnsson og Stefán Val
geirsson tóku nýlega þátt
i för tiu manna sendi-
nefndar til höfuðstöðva
Atlantshafsbandalagsins
og Efnahagsbandalagsins
i Brussel, til að kynna
forustumönnum þessara
samtaka hugsanlegar af-
leiðingar þorskastriðsins á
utanríkisstefnu íslands.
Af hálfu þessara manna
var það mjog skelegglega
túlkað, hverjar þessar af-
leiðingar gætu orðið, og
var það ekki sizt gert á
fundi með Luns, fram-
kvæmdastjóra Atlants-
hafsbandalagsins. Eftir
þessar viðræður er for-
ráðamönnum þessara
samtaka tvímælalaust
miklu Ijósara eftir en áð-
ur, hver staða íslands get-
ur orðið, ef Bretar halda
þorskastriðinu áfram og
ekki verður um meiri
stuðning að ræða af hálfu
þjóðanna i Atlantshafs-
bandalaginu Þetta var
einnig brýnt fyrir norskum
stjórnmálamönnum, sem
sendinefndin ræddi við i
Osló.
Það kemur hinsvegar
ekki á óvart, þótt Þjóðvilj-
inn hafi þetta á hornum
sér, eins og annað í sam-
bandi við þorskastriðið.
Einn daginn krefst hann
þess, að íslendingar noti
Atlantshafsbandalagið og
varnarsamninginn til að
knýja fram úrslit i þorska-
striðinu. Hinn daginn ris
hann svo ofugur upp,
þegar forráðamönnum
Atlantshafsbandalagsins
er kynnt þetta viðhorf
íslendinga. Þetta er hinn
venjulegi málf lutningur
þeirra, sem stjórnast af
annarlegum ástæðum. "
Aldrei neitt
á þessum
mönnum
að byggja
Alþýðublaðið birtir i
gær viðtal við einn af
frumkvöðlum Alþýðu-
flokksins, Guðmund R.
Oddsson. Þar segir:
,, — Það hefur mikið
tálgast utan úr Alþýðu-
flokknum. Hver er skýring
þin á þvi?
— Skýringin er náttúr-
lega fyrst og fremst sú, að
þegar kommúnistarnir
klufu sig út þá sögðust
þeir vera allt annað en
þeir voru. Þeir afneituðu
kommúnismanum og
blekktu þannig fólk. Þeir
hafa nefnilega aldrei þor-
að að meðganga
kommúnismann.
Svo, þegar annar klofn-
ingurinn varð og Héðinn
fer með sitt lið, þá trúði
hann að hægt væri að
vinna með Brynjólfi. Hann
áttaði sig því miður of
seint á þvi, að það var
ekki hægt. Þessi klofning-
ur var afskaplega mikil
blóðtaka fyrir Alþýðu
flokkinn.
— Hvað um Hannibal?
— Hannibal hefur
aldrei verið annað en
verkalýðssinni og það hef-
ur aldrei verið neinn
kommúnismi til i Hanni-
bal. Hins vegar tel ég að
það hafi verið ólán fyrir
flokkinn þegar Hannibal
var kosinn formaður. Það
voru óvitar innan flokks
ins sem stóðu að þvi.
— Telur þú að Alþýðu
flokkurinn hafi orðið veik
ari fyrir það að vinna með
kommúnistum?
— Hann hefur yfirleitt
ekki unnið með
kommúnistunum. Það
hafa menn klofið sig út úr
flokknum til að vinna með
kommúnistunum. En
flokkurinn sjálfur hefur
haldið sinu striki fyrir þvi.
— Hvert var álit þitt á
sameiningarmálinu svo-
nefnda?
— Það var eins og
hver önnur della. Það var
aldrei neitt á þessum
mönnum að byggja. Þetta
voru margreyndir hlutir,
sem aldrei kom til mála,
að hægt væri að fram-
kvæma. Það hafa sjálf
sagt verið þarna menn,
sem voru einlægir i sam-
bandi við þetta samstarf.
En svo eru þarna menn
sem ég hef ekki mikla trú
á
„Við viljum
ekkert með þá
hafa — það er
allt og sumt.”
Enn segir i viðtali Al-
þýðublaðsins
,. — Telur þú að Al-
þýðuflokkurinn hafi farið
of mikið til hægri vegna
of náins samstarfs við
Sjálfstæðisflokkinn?
— Nei, það tel ég ekki.
Hann hefur ekkert dregizt
til hægri við það. Hann
hefur barizt fyrir sinum
málum og fengið mjög
mörg þeirra fram. Hins
vegar hlýtur að liggja i
augum uppi, að i sam-
vinnu við stærri flokk
hlýtur sá minni ávallt að
hafa verri aðstöðu. Aðal-
atriðið er það að flokkur
inn hefur komið sinum
baráttumálum fram og
mér er andskotans sama
hvort það er ihaldið, fram-
sókn eða kommúnistar
sem aðstoða okkur við
það ef með þarf. Hitt er
svo annað mál að minni
flokkur sem fer i sam-
vinnu við stærri flokk tap
ar hérumbil alltaf á þvi."
Franskt k\ öld
ÚTSÝNARKVÖLD
^Frönsk hátíð’’
Súlnasal, Hótel Sögu,
sunnudag 28. marz n.k.
Kl. 19.00 Húsið opnað
Kl. 19.30 Franskur veizlumatur — Gigot d' agneau a'la
Bretonne
Franski matreiðslusnillingurinn Francouis Fons
stjórnar matseldinni.
Verð aðeins kr. 1 300.-
, Kl. 20.30 Tízkusýning — Nýjasta strandfatatýzkan frá
„Kerinu" sólgleraugu frá Christian Dior ofl.
Fegurða rsamkeppni:
UNGFRÚ ÚTSÝN, Ljósmyndafyrirsæta Útsýnar
1 976 — Síðasta tækifærið til þátttöku í keppn-
inni. Allir keppendur koma fram um kvöldið og
valdar verða 10 stúlkur til úrslita, sem allar fá
verðlaun að verðmæti samtals um 500 þúsund
krónur.
Okeypis happdrætti
Vinningur ókeypis ÚTSÝNAR ferð til Ítalíu eða
Spánar. Aðeins fyrir gesti sem koma fyrir kl. 20.00.
Ath. Allir gestir fá ókeypis kynningarvörur frá
hinum heimsþekktu frönsku fyrirtækjum Nina
Ricci, Carven og Pierre Cardin.
Missið ekki af óvenju glæsilegri og
spennandi en ódýrri skemmtun
Hátiðin hefst stundvislega
og borðum ekki haldið eftir kl 1 9 30
Breiðfirðingaheimilið
Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins h.f. verður
haldinn í Tjarnarbúð mánudaginn 26. apríl
1 976, kl. 20.30 e.h.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Reikningar félagsins (1 975) liggja frammi hlut-
höfum til athugunar 10 dögum fyrir fund á
skrifstofu félagsins í Breiðfirðingabúð milli kl. 2
oq 3 e.h. „ .
Stjormn.
ViamböFq
Fyrir ferminguna
12 manna matar- og kaffistell
Matarstell
1 2 grunnir diskar
1 2 djúpir diskar
2 kjötföt
1 sösukanna
1 kartöfluskál
Kaffistell
1 2 bollapör
1 2 desertskálar
1 sykursett
1 kökufat
1 kaffikanna
Kr. 13.875— Kr. 8.850,—
Pólsk postulínsstell hvít með gylltri rönd,
Birgðir takmarkaðar. Gerið góð kaup Sendum í
póstkröfu um allt land.