Morgunblaðið - 25.03.1976, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1976
13
# Elmo R. Zumwalt flota-
foringi, fyrrverandi yfir-
maður bandaríska sjóhers-
ins, segir í bók, sem kemur
út i maí („On Watch"), að
það sé skoðun Henry Kiss-
ingers utanríkisráðherra
að Bandaríkin séu á „nið-
urleið*' og hann verði því
að ná hagstæðum samning-
um við Rússa.
Hann segir að Kissinger
sé „tvöfaldur í roðinu",
hafi gert „tviræða" samn-
inga við Rússa og tafið
vopnasendingar til ísraels
í striðinu 1973, en skellt
skuldinni á James Schles-
inger landvarnaráðherra
Orðrétt segir Zumwalt
samkvæmt minnisblöðum,
sem hann ritaði eftir sam-
ræður við Kissinger:
„Hann heldur því ein-
dregið fram að forsetinn
meti þjóðina rangt. K.
finnst Bandarík-
in komin fram
hjá sögulegum
hápunkti eins og
mörg fyrri
voldug menn-
ingarríki. Hann
telur að Banda-
rikin séu á nið-
urleið og verði
ekki örvuð til að
sækja á bratt-
ann. Hann segir
það hlutverk sitt
að telja Rússa á
að veita okkur
beztu skilmála,
sem við getum
fengið, þar sem
Segir Banda-
ríkin Aþenu...
RússaSpörtu
Zumwait aðmíráll
Schlesinger
Kissinger með Gromyko
hliðholla Rússum.
I Moskvu: telur söguna
hann viður-
kenni að hin
sögulegu öfl séu
hliðholl þeim.
Hann segist
gera sér grein
fyrir að í ljósi
sögunnar verði
hann talinn í
hópi þeirra, sem
gerðu samninga
hliðholla Rúss-
um, en segir að
bandaríska þjóð-
in geti aðeins
sjálfri sér um
kennt, þar sem
hana hafi skort
þor og dug til að halda sínu
striki gagnvart Rússum,
sem séu „Sparta" miðað
við okkur, sem séum
„Aþena“.“
Zumwalt segir að Nixon
forseti hafi ekki getað ein-
beitt sér að nokkru vegna
Watergate-málsins og völd-
in farið til Kissingers og
Alexanders Haigs hers-
höfðingja. Hann segir að
Kissinger hafi ekki viljað
að Israel tapaði striðinu
1973, en hann hafi ekki
viljað að Israel ynni úr-
slitasigur. I desember 1973
samdi Zumwalt skýrslu um
hernaðarjafnvægi, en
Schlesinger landvarnaráð-
herra sagði honum að
gleyma henni. „Að af-
henda slíka skýrslu í Hvíta
húsinu þessa dagana væri
eins og að skjóta sig i fót-
inn. Forsetinn er með of-
sóknarbrjálæði, Kissinger
er með ofsóknarbrjálæði,
Haig er með ofsóknarbrjá-
læði."
Harðllnumaðurinn Vasil Bilaksrm þjarmar að Husak.
# Harðlínu-
menn í Tékkó-
slóvakíu eru til-
búnir að láta til
skarar skriða
gegn Gustav
Husak forseta
og flokksleið-
toga, þar sem
þeim þykir
hann of hikandi
við að gera
endanlega upp
reikningana við
frjálsly ndissinna að sögn diplómata f Prag og öðrum höfuðborgum f Austur-Evrópu.
Herferðinni stjórnar Vasil Bilak, sem bauð sovézka herinn velkominn til Tékkóslóvakíu
1968 og hefur síðan barizt ósleitilega gegn Alexander Dubcek og stuðningsmönnum hans.
Hann sakar Husak meðal annars um að leyfa ýmsum menntamönnum að fá aftur skjöl,
handrit og bækur, sem öryggislögreglan tók frá þeim.
Bilak heldur þvf fram að leiðtogarnir frá valdatfma Dubceks hafi verið landráðamenn
og gefur í skyn að Husak hylmi yfir með þeim. Nú sfðast hefur Bilak haldið því fram að
Dubcek hafi verið f slagtogi með CIA.
Reiðastur er Bilak vegnaþess að fyrrverandi miðstjórnarfulltrúa, Zdenek Mlynar, hefur
tekizt að smvgla úr landi skjali með tillögum um lausn á þeim vanda sem við hefur verið
að strfða í Tékkóslóvakfu síðan innrásin var gerð. Mlvnar játar að vmis mistök hafi verið
gerð á valdatíma Dubceks, en telur lausnina á núverandi vandamáium þá, að nokkur þau
réttindi, sem Dubcek veitti, verði endurreist.
Mlvnar heldur því einnig fram að stjórn Husaks grundvallist á mjög þröngum hóp
flokksstarfsmanna, að almenningur hafi engin pólitfsk áhrif og að minnsta breyting geti
kollvarpað kerfinu. Franski kommúnistaflokkurinn og sá ftalski munu hafa komizt vfir
skjalið og talið er að það komi við sögu á fyrirhuguðum fundi æðstu manna kommúnista-
flokka Evrópu. Þar sem flokkarnir reyna að komast í rfkisstjórn setur ástandið í
Tékkóslóvakfu og brot Prag-stjórnarinnar á ákvæðum Helsinkisáttmálans um persónu-
frelsi flokkana f vanda.
Erlendir fulltrúar í Prag telja að Husak geri sér grein fvrir því að ástandið sé alvarlegt.
ekki sízt vegna þess að „vorþíðan" 1968 sé eina revnsla meirihluta þjóðarinnar af
stjórnmálum. En þeir segja að eins og nú sé ástatt geti Husak ekki hrundið árásunum sem
á hann eru gerðar.
Harðlínu-
menn
ógna Husak
Dubcek: ný ásökun
~ 4- IÞROTTABLA ÐIÐ
íþróttirogútilíf
h í fyrsta tölublaði íþróttablaðsins 1 976 er fjallað um vetrarolympíuleikana
sem fram fóru í Innsbruch í Austurríki í febrúar s.l., og eru forsíðumyndir blaðs-
ins, sem eru í litum, frá leikunum, og m.a. af íslenzka keppnisfólkinu á þeim.
Grein er um þátttöku íslendinganna í leikunum og viðtöl við þá og nefnist hún
„Flest gekk að óskum í Innsbruch". Þá er fjallað um keppnisfólk á leikunum,
ekki bara þaðsem sigraði heldur einnigþá sem gerðu sér ekki rellu yfir því að verða
aftastir allra, eins og Grikkinn Koutsougiannis sem keppti í göngu.Fjallað er um
hinn sérstæða persónuleika Ingemar Stenmark frá Svíþjóð, bandarísku stúlkuna
Sheilu Young, Svisslendinginn Krienbuehl sem 47 sem ára sló mörgum við í skauta-|
hlaupinu, Rosi Mittermaier, þjóðhetju Vestur-Þjóðverja, Gustavo Thoeni frá Ítalíu og
fleiri.
★ í íþróttablaðinu er viðtal við Gísla Halldórsson, forseta ÍSÍ um stöðu íþrótta-
hreyfingarinnar og nefnist það „Fjárskortur hamlar æskilegu íþróttastarfi". Rekur
Gísli Halldórsson í viðtalinu helztu þætti íslenzks íþróttastarfs og kemur m.a. fram að
nú eru um 55.000 virkir félagsmenn í íþróttahreyfingunni hérlendis.
„Þið megið ekki gleyma því að ég er einstakur maður" er fyrirsögm greinar um
sovézka kraftajötuninn Vasili Alexev, og kemur fram í grein þessari að honum er ýmis
legt fleira til lista lagt en að glíma við lóðin.
^ Sigurdór Sigurdórsson> íþróttafréttamaður Þjóðviljans er kynntur í þættinum
..íslenzkir íþróttafrétta menn"
★ Grein sem nefnist „Þar sem mjaðmahnykkurinn er í mestu uppáhaldi" fjallar
um ungar stúlkur sem tekið hafa að æfa þjóðaríþróttina, íslenzka glímu, sér til
mikilla ánægju.
it Margt annað efni er í blaðinu
★ íþróttablaðið er málgagn íþróttasambands íslands
— fjölmennustu félagasamtaka á íslandi.
Áskriftarverð er kr. 330, ársáskrift kr. 1 980.
íþróttablaðið er eingöngu 'elt í áskrift.
íþróttablaðið er lestrarefni allra
þeirra er gaman hafa af íþróttum.
I Til íþróttablaðsins Laugavegi 178 pósthólf 1193.
j Rvík. Óska eftir áskrift.
I Nafn
Heimilisfang
Simi
IÍÞRÓTTABLAÐIÐ