Morgunblaðið - 25.03.1976, Side 14

Morgunblaðið - 25.03.1976, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1976 Reagan sigraði ðvænt í N-KaróHnu Ford er þó hinn gunnreifasti Washington 24. inarz. Reuter. Ntb. AP. GERALD Ford Bandarfkjaforseti kvaðst taka þvf með stillingu enda þðtt Ronald Reagan, fyrrverandi rfkisstjóri hefði borið sigurorð af honum f forkosningunum í Norður-Karolfna f gær. Ford sagði: „Eg hef vaknað að undanförnu til gleðilegri daga en þessa miðvikudags, en ég vissi að mjðtt yrði á mununum f þessum kosningum og vonaðist til að munirinn yrði mér i hag. Svo fðr ekki, en samt er ég sannfærður um að ég hlýt útnefningu flokks mfns f Kansas City f ágúst.“ Ronald Reagan hlaut um það bil 53% atkvæða en Ford fékk um 45%. Reagan fagnaði ákaft sigri sínum, sem var honum mjög mik- ilsverður, þar eð ella hefði hann að öllum líkindum verið úr leik sem líklegt forsetaefni repúblik- ana og var því spáð að hann myndi draga sig í hlé biði hann enn einn ósigurinn. Jimmy Carter sigraði hjá demó- krötum og fékk um 54%, en síðan I þeim forkosningum sem þegar hafa farið fram hefur Ford fengið fleiri atkvæði en Reagan og var útkoman töluvert áfall fyrir for- setann. Munu ýmsir hafa talið að Ford væri nokkurn veginn viss um sigur í Norður-Karólína og þar af leiðandi hafi ýmsir stuðn- ingsmenn Fords látið hjá líða að mæta á kjörstað. Af'tur á móti- hafa fylgismenn Reagans lagt gíf- urlegt kapp á að bæta stöðu hans og var mikil kjörsókn á þeim svæðum, sem vitað var að fylgi Reagans var hvað traustast. Reagan kampakátur Fréttastofur láta að því liggja að gagnrýni Reagans á Kissinger sem hann hefur haldið uppi ósleitilega, hafi fallið í góðan jarðveg hjá mörgum kjósendum í Norður-Karólínu. Ansjósuaflinn um 50 þús tonn á dag Carter: Ég verð nr. 1. kom George Wallace með tæp 35%. Þykir mönnum nú sem Wallace hafi sáralitla möguleika til að hljóta útnefningu demó- krata og hinir miklu sigrar Cart- ers, sem er fyrrverandi ríkísstjóri í Georgiu, hafa aftur á móti orðið til að treysta hann verulega í sessi sem vænlegan frambjóðanda demókrata. Lima, Perú 24. marz. Kinkaskeyti til Mbl. fráAP. ANSJÓSUAFLI Perúmanna er nú orðinn að meðaltali 50 þúsund tonn á dag, að því er heimildir AP-fréttastof- unnar hermdu í dag en röskun varð á veiðunum vegna þriggja daga verkfalls sjðmannanna. Afli þessi er talinn góður afJ þeim sem gleggst fylgjast með málum, enda þótt tekið sé fram, að aflinn i ár kunni að verða undir þeim 4.5 milljón tonnum, sem stjórnvöld spáðu að myndu koma á land. Rússar „ryksjúga” hvert hólfið af öðru — segir forystumaður sjómanna í NA-Englandi Skarðaboríí - -24. marz — Reuter TOM Mainprize, formaóur félags brezkra sjómanna, sem veiða á miðum við norður- og noróaustur- strönd Bretlands, sagði í dag, að sovézkir togarar ynnu nú markvisst að því að ,,ryksjúga“ miðin úti fyrir Yorkshire. Mainprize staðhæfði, að það yrðu endalok brezks ERLENT sjávarútvegs, ef Bretar lýstu ekki yfir 100 mílna fiskveiðilögsögu. Hann sagði að um 130 sovézkir togarar hefðu útrýmt fiskstofnum með veiði í hólfum allt upp að 20 mílum frá ströndinni. Höguðu Sovétmenn veiðunum svo, að margir togarar veiddu saman I hópi, allir með trollin úti í einu, þannig að enginn fiskur væri eftir í hólfinu þegar búið væri að toga. „Rússarnir hreinsa þannig kerfisbundið hvert svæði og fara svo í næsta hólf. Þá er ekkert orðið eftír handa okkur. Þeir haga sér eins og ryksugur og þeir hafa engar áhyggjur af afla- kvóta," sagði Mainprize. Hann sagði að lokum: „Maður séraldrei máva elta rússnesk skip. Þeir reka fiskiðnað um borð og fleygja aldrei úrgangstætlu," sagði Tom Mainprize. Ansjósuveiðarnar eru stundað- ar algerlega undir eftirliti og for- sjá ríkisfyrirtækisins Pesca-Perú, en þessi iðnaður hefur orðið fyrir þungum búsifjum vegna þess að ekki er ýkja langt um liðið síðan ansjósan, sem veiðist við strendur Perú, hvarf sem næst alveg um tima. Var ansjósuiðnaðurinn í al- gerum lamasessi í niu mánuði og síðan komu til meiriháttar verk- föll þegar veiðarnar skyldu hafn- ar ánýjan leik í síðustu viku. Erlendir sérfræðingar telja að aðeins um það bil 320 af 600 skip- um sem eru útbúin til þessara veiða stundi þær nú og eru veið- arnar stundaðar fimm daga vik- unnar. A siðasta ári minnkuðu gjaldeyristekjur Perú af fiski- mjöli gífurlega vegna harðrar samkeppni við sojabaunir sem fóðurmjöl, og vegna takmarkaðr- ar mjölframleiðslu landsins af greindum ástæðum. Embættismenn við Hafrann- sóknastofnunina í Perú veittu leyfi til að veiðar yrðu hafnar að nýju fyrir fáeinum dögum. Sjó- menn neituðu þá að byrja að veiða og kvörtuðu undan færrí leyfðum vinnustundum en á síð- asta ári. Stjórnin lýsti því yfir að tapazt hefði um 3.1 milljón doll- ara á dag þá þrjá daga sem verk- fallið stóð. Líffræðingar ráð- leggja þriggja ára stöðvun síld- veiða í Norðursjó DANSKA blaðið Berliirgske Tidende segir frá því að líf- fræðingar mæli með nánast al- geru banni við síldveiðum í Norðursjó næstu þrjú árin, eða þar til í september 1979, vegna sfversnandi ástands sfldar- stofnanna þar. Verður tillaga f þessum dúr væntanlega lögð fyrir Norðausturatlantshafs- fiskveiðinefndina þegar hún kemur saman til fundar í Lond- on í sfðari hluta aprflmánaðar en hún á að ákveða veiðikvóta fyrir síðari helming ársins 1976. Að baki þessari tillögu liggur að stofninn hefur rýrnað á tíu árum úr 2.2 milljónum tonna af fullvaxinni síld og niður í 200 þús. tonn, að því er Popp Mad- sen líffræðingur við Fiski- og hafrannsóknastofnun Dan- merkur hefur sagt í blaðinu. Madsen á sæti í vinnunefnd sem hefur sérhæft sig í könnun á síldarsíofninum. Á fundi ný- lega ákvað nefndin svo að leggja til við þá sambandsnef nd sem ákveður tillögur endanlega fyrir fundinn í London, að mæla með algerri friðun fram til hausts 1979 eins og fyrr seg- ir. Popp Madsen segir að nefnd- armenn geri sér grein fyrir að tillagan um algera friðun muni ekki þykja framkvæmanleg, en allt kapp verði lagt á að halda veiðunum í lágmarki. Hrygningarstofn Norðursjáv- ar síldarinnar var ekki nema 150 þús. tonn árið 1975. 1 ár kemur fram nýr árgangur, en sfldin hrygnir þegar hún er orð- in þriggja ára, sem vírðist ætla að verða nokkuð sterkur, en sá árgangur, sem mun koma á ár- inu 1977, virðist sá afleitasti sem komið hefur. Við höfum áhyggjur af þeirri gifurlegu rýrnun sem hefur orðið á stofn- inum og höfum reiknað út að slæmir árgangar hafa komið síðan stofninn fór niður fyrir 800 þúsund tonn,“ sagði Mad- sen við Berlingske Tidende. Hann segir að á síðustu sjö ár- um hafi aðeins komið tveir ár- gangar sem hafi náð því að vera miðlungsgóðir, en allir hinir hafa verið töluvert undir meó- allagi og sumir langt undir því. Madsen segir að menn verði að velja á milli þeirra kosta að takmarka með ströngum frið- unaraðgerðum síldveiðar í Norðursjó, en horfa ella upp á að síldin hverfi gersamlega Verði friðunartillögu þeirra fylgt í megindráttum megi vænta þess að stofninn nái sér að nokkru og komist aftur í kringum 800 þús. tonn, en eins og nú sé komið blasi geigvæn- leg hætta við og þvi megi ekki biða með að grípa til róttækra aðgerða 50 Nóbelsverð- launahafar skora á Kreml að láta Mik- hail Shtern lausan París — 24. marz — Reutcr FIMMTlU Nóbelsverðlaunahafar birtu í dag áskorun á sovézk stjórnvöld um að láta Mikhail Shtern lausan úr fangelsi. Hann afplánar nú átta ára fangelsis- dóm, og er gefið að sök að hafa þegið mútur og haft í frammi fjársvik. Shtern er iæknir og er hann af Gyðingaættum. Áskorun verðlaunahafanna birtist í Le Monde, og þar segir m.a: „Mikhail Shtern hefur helg- að líf sitt þvi að lina mannlegar þjáningar, en nú er verið að murka úr honum lífið i þrælkunarbúðum.“ 1 fyrra fluttust tveir synir Shterns frá Sovétríkjunum, og segja Gyðingar í Moskvu, að of- sóknir á hendur Shtern hafi átt sér stað af þeirri ástæðu. Meðal þeirra, sem undirrita áskorunina, eru Samuel Beckett og Jean Paul Sartre, sem hlaut útnefningu sænsku akademíunn- ar árið 1964, en hann neitaði að veita Nóbelsverðlaununum við- töku. Sovétar okurkarlar, sem verzla með dauðann — segja Kínverjar Tokyo24. marz AP. DAGBLAÐ Alþýðunnar í Pek- ing birtir í dag grein þar sem sovézkir leiðtogar eru sagðir „okurkarlar, sem verzla með dauðann", en í greininni er fjallað um samskipti Egypta- lands og Sovétríkjanna og látin i Ijós mikil aðdáun á þeirri röggsemi Egypta nýlega að fella úr gildi vináttusamning sinn við Sovétríkin. Þá er talið í greininni, að sá atburður hafi verið „sósíal-heimsvaldastefnu Sovétríkjanna" mikið áfall. „Eftir sem áður,“ segir þá í greinínni, „eru Sovétríkin árás- argjörn i eðli sínu, og sætta sig ekki við ósigur. Sovézku sósíal- heimsvaldasinnarnir munu halda áfram að gera óskunda og standa að skemmdarverkum í Egyptalandi.'1 ,JVIeð öflugum stuðningi allra Arabaþjóða og allra þjóða heims, gerir egypzka þjóðin so- vézku endurskoðunarsinnun- um erfiðara fyrir um allar að- gerðir, og vinnur þannig sifellt meiri sigra í baráttunni gegn risaveldinu og zionismanum," segir Dagblað alþýðunnar. Það gerist alltaf eitthvað í þessari Viku: Rætt um fermingu við séra Óskar J. Þorláksson og nokkur Kristín á réttri bylgjulengd — Margrét að drukkna í loðnubréfum ~ Miá Danadrottningu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.