Morgunblaðið - 25.03.1976, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1976
23
Þótt Jóhann kysi að láta af
störfum við Sólvang aðeins 67 ára
að aldri, var það ekki vegna þess.
að hann hugðist þá hætta að
starfa að málefnum aldraðra
Tviefldur tókst hann á vií
hugðarefni sitt með þeim árangri,
að stofnað var Styrktarfélag
aldraðra árið 1968. Jóhann var
aðalhvatamaður að stofnun
félagsins og formaður þess frá
upphafi og til dauðadags. Með
félagið sem bakhjall tókst
Jóhanni að koma í framkvæmd
mörgum mjög þörfum málefnum
aldraðra hér í bæ. Síðustu ár ævi
sinnar vann hann því mjög merkt
starf á þessu sviði.
Jóhann Þorsteinsson gerðist
félagi í Rótarýklúbbi Hafnar-
fjarðar árið 1953, en kynni okkar
Jóhanns hófust, er ég gerðist
félagi f klúbbnum níu árum siðar.
Jóhann var ritari klúbbsins
1956—57, varaforseti 1957—58 og
forseti klúbbsins var hann
1958—59.
Eftirlifandi kona Jóhanns er
Astrid Þorsteinsson. Þau hjónin
eignuðust tvö börn, Ingigerði
Maríu, sem gift er Reyni Guðna-
syni, kennara, og dr. Kjartan,
verkfræðing, sem kvæntur er
Irmu B. Karlsdóttur. Eru þau
bæði búsett í Hafnarfirði.
Astrid, börnum hennar, tengda-
börnum og barnabörnum votta ég
dýpstu samúð mína.
GIsli Jónsson
Kveðja frá Styrktarfélagi
aldraðra í Hafnarfirði.
Merkur maður er horfinn af
sjónarsviðinu, lífsstarfi er lokið.
Fyrst sem fræðari hafnfirzkrar
æsku um áratuga skeið og síðar
sem forstjóri elliheimilisins Sól-
vangs um árabil. Málefni aldraðra
má segja að hafi itt hug Jóhanns
Þorsteinssonar allan. Hann var
upphafsmaður að stofnun
Styrktarfélags aldraðra í Hafnar-
firði og var formaður félagsins
alla tíð frá stofnun þess árið 1968.
Fyrir þetta félag vann Jóhann
mikið og óeigingjarnt starf af eld-
legum áhuga og verður formanns-
sæti félagsins vandfyllt, að öllum
öðrum ólöstuðum. Jóhann skipu-
lagði samkomur fyrir eldri borg-
ara Hafnarfjarðar í „Opnu húsi“
og mætti ávallt á þessum samkom-
um sjálfur og talaði til fólksins
með sinni alkunnu ljúfmennsku.
Munu bæði samstarfsmenn hans
og gestir „Opins húss“ sakna
vinar í stað, því að Jóhann barðist
af miklum dugnaði fyrir mál-
efnum aldraðra og fyrir þessi
óeigingjörnu störf mun merki
hans ávallt rísa hátt.
Stjórn Styrktarfélags aldraðra
þakkar Jóhanni Þorsteinssyni
fyrir störf hans mikil og merk í
þágu félagsins og vottar eigin-
konu hans og börnum dýpstu sam-
úð.
Lára Jónsdóttir.
Þó að stöðugt standi, að ávallt
megi falls vænta af fornu tré,
hafði ég sízt búizt við því, að gam-
all skólafélagi minn og vinur, Jó-
hann Þorsteinsson kennari, ætti
svo skammt ólifað, er fundum
okkar bar síðast saman fyrir um
það bil tveim vikum. Það var í
sjúkrahúsi, þar sem hann hafði
dvalið nokkra daga. Hann var að
fá lausn þaðan og í þann veginn
að hverfa aftur heim til sín á vit
hjartfólginna ástvina Hann var
glaður og reifur, hlýr og örvandi
að vanda, þakklátur og sáttur við
allt og alla.
Þegar sá sem er burt kallaður
snýr með sæmd heim frá lífsstarfi
sínu, býr nokkur söknuður og
þökk í huga. Söknuður af því að
samvistum er lokið, — þökk fyrir
allt gott, sem mætur maður hefur
látið af sér leiða.
Þó að við Jóhann værum sam-
sýslungar, sáumst við ekki fyrr en
í Flensborgarskóla, þar sem við
urðum ekki aðeins bekkjarbræð-
ur og sessunautar, heldur her-
bergisfélagar.
Fyrir það er ég þakklátur því að
á betri félaga varð ekki kosið.
Hann var glaðlyndur, strang-
Léttir og
liprir úr mjúku
rauðbrúnu
leðri og með
slitsterkum sólum
Verð kr. 4.995
Stærðir Nr. 35—46
Skóverzlun
Þórðar Péturssonar
Kirkjustræti 8 v/Austurvöll,
sími 14181
heiðarlegur, grandvar jafnt í
stóru og smáu, hugsaði allt sitt
ráð rækilegar en ungum mönnum
er títt.
Jóhann var góður námsmaður,
enda ekki að furða þar eð saman
fór skörp greind og alúð við
námið. Af einstökum námsgrein-
um rifun stærðfræði hafa verið
honum hugleiknust, enda var
hann rökrænn að gerð.
Brátt kom það í ljós í skólalíf-
inu að hann var félagsdrengur
góður og einn nýtasti maður
skólafélagsins, vel máli farinn, til-
lögugóður og ósérhlífinn.
Gagnfræðaprófi frá Flensborg
lauk hann vorið 1922. Af lang-
skólanámi varð ekki, þó að sízt
skorti hann hæfileika til þess. En
námi hans var ekki lokið fyrir
því. Hann settist í Kennaraskól-
ann síðar og tók kennarapróf
1927. Og enn jók hann við
kennaramenntun sina með all-
langri dvöl í Danmörku og Sví-
þjóð.
Aðallífsstarf Jóhanns var
kennsla i Hafnarfirði. Fyrst rak
hann þar einkaskóla fyrir smá-
börn. Arið 1929 var hann skip-
aður fastakennari við Barnaskól-
ann, og loks frá 1949 varð hann
kennari við Flensborgarskólann
og kenndi einkum stærðfræði.
Það var almannarómur, að
Jóhann væri ágætur kennari,
virtur vel af nemendum sínum
sem samkennurum. Hann hélt
uppi góðum aga í kennslustund-
um, en var engu að síður vinsæll
af nemendum.
Eftir að hann hætti kennslu,
kominn fast að sextugu, varð
hann framkvæmdastjóri Elli- og
hjúkrunarheimilisins Sólvangs í
Hafnarfirði, fórst honum það vel
úr hendi sem öll önnur störf.
Naut hann almennra vinsælda á
heimilinu.
Jóhann kom mjög við margs
konar félagsmál i Hafnarfirði.
Hann naut mikils trausts meðal
bæjarbúa Þeir vissu ofurvel, að
hann níddist aldrei á neinu, er
honum var tiltrúað.
En um öll þessi störf munu
menn mér kunnugri skrifa
Jóhann kvæntist 1938 Astrid, f.
Dahl, hjúkrunarkonu frá Vestur-
ási í Svíþjóð. Höfðu þau kynnst i
Tárna folkhögskola, þar sem bæði
voru við nám. Var hjónaband
þeirra til fyrirmyndar og heimili
þeirra hlýtt og vistlegt. Þeim varð
tveggja barna auðið. Börnin eru:
Kjartan verkfræðingur, hámennt-
aður í sinum greinum, kvæntur
Irmu Karlsdóttur, frá Gautaborg,
I gær kvöddum við hinstu
kveðju einn af okkar ágætustu
félögum, Sigþór Guðjónsson, bif-
vélavirkjameistara, Miðtúni 86,
Reykjavík.
Sigþór var fæddur og uppalinn
á Eyrarbakka, fluttist ungur til
Reykjavíkur og átti heimili þar
upp frá þvi. Hann hóf vinnu við
bílaviðgerðir hjá Páli Stefánssyni
sem þá hafði verkstæði í Kola-
sundi. Hjá Páli vann hann þar til
hlutafélagið Ræsir var stonfað en
þá réðst hann þangað sem verk-
stjóri. Þar vann hann allan þann
tíma sem Ræsir rak verkstæðið,
en eftir að Lárus Guðmundsson
tók við rekstri þess, vann hann
hjá honum meðan heilsan leyfði.
Sigþór útskrifaði fjölda nemenda
meðan hann vann hjáRæsi.
Sigþór Guðjónsson var einn af
stofnendum Félags bifvélavirkja
1935 og vann félaginu mikið og
gott starf. Hann 'var lengi formað-
ur prófnefndar í bifvélavirkjun,
gjaldkeri eftirlaunasjfxls og
endurskoðandi félagsins meðan
heilsan leyfði. Öll þessi störf innti
hann af hendi með prýði og
einstakri trúmennsku.
Að leiðarlokum þakkar Félag
bifvélavirkja Sigþóri fyrir allt
það sem hann lagði af mörkum
og Ingigerður María, gift Reyni
Guðnasyni, kennara i Hafnarfirði.
Djúpa samúð votta ég eigin-
konu Jóhanns og börnum við frá-
fall óvenju góðs eiginmanns og
föður, svo og öðrum hans nán-
ustu.
Guð blessi þig, vinur og alla
ástvini þína.
Sigurjón Guðjónsson.
fyrir félagið, en hann hafði alla
tíð mikinn áhuga á störfum
félagsins og framgangi þeirra
mála sem þar var að unnið.
Persónulega þakka ég honum
góða viðurkynningu og ágætt
samstarf um áratuga skeió.
Við vottum konu hans ogöðrum
ástvinum okkar innilegustu
samúð, en áfram lifir hjá okkur
öllum minningin um góðan dreng
sem genginn er.
Sigurgestur Guðjónsson.
Afmælis- og
minningar-
greinar
\THVGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fvrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á f mið-
vikudagsblaði, að berast í síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
línubili.
Minning:
Sigþór Guðjónsson
bifvélavirkjameistari
ÞAÐER
STAÐREYND
Þeir, sem hafa Hiab-Foco krana á vörubílnum, hafa meiri möguleika
á vinnu, þegar að þrengir.
Hiab-Foco vörubílskrani eykur fjölbreytni í vinnu svo um munar.
Það eykur vinnugleðina. Hiab 765 lyftir mest hvorki meira né minna
en 4 tonnum. Kraninn getur teygt sig 8,3 metra, en samt lyft 725
kílóum.
Hiab 765 vegur aðeins 1270 kg. Hiab 765 er krani, sem er ákaflega
lipur í vinnu og þægilegur í stjórn.
Varahlutaþjónusta Hiab-Foco er í sérflokki.
Leitið upplýsinga í söludeild okkar.