Morgunblaðið - 25.03.1976, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1976
29
VELVAKAIMOI
Velvakandi svarar i scma 10-100
kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu-
dags.
0 Menningar-
starfsemi?
eða hvað?
Arni Helgason skrifar:
Oft heyrum við í fjölmiðlum
tilkynningar um að atvinnurekst-
ur verði stöðvaður ef ekki eru
strax gerð skil á söluskatti. Virð-
ast innheimtustofnanir rikissjóðs
harðar í horn að taka i þessum
efnum ef marka má þessar til-
kynningar. Er það ekki nema
sjálfsagt því að söluskattur er fé
sem atvinnurekandi á ekki heldur
rikissjóður. Ekki þurfa háar upp-
hæðir að vera í vanskilum til að
lokun sé beitt.
Hins vegar bregður nú svo und-
arlega við að Klúbburinn í
Reykjavík sem skuldar milljónir
og aftur milljónir í söluskatt og er
sekur fundinn um söluskattsvik
virðist undanþeginn þessum
ákva'ðum. Líklega er hann að
dómi yfirvalda slik menningar-
stofnun að þjóðþrifastarfsemi
hans má ekki ieggja niður.
Þannig er þá koniið réttlæti á
Islandi. Það er sem sé ekki sama
hver á i hlut. Þessari „menningar-
stofnun" verður að halda opinni
upp á gátt. Og hverjar eru svo
afleiðingarnar? Ekki er langt
síðan na’rri því var búið að ganga
að einum dauðuni þar og auðvitað
mörgum hálfdauðum. Sjálfsagt
finnst mönnum ekkert vit í að
reyna að vinna að heilbrigðu þjóð-
lífi þvi að þessa „þjóðþrifastarf-
semi" styðja þeir af öllum mætti,
sumir með því að ganga þessar
sömu slóðir, aðrir með afskipta-
leysi og þögn. ,,Sá sem ekki er
með mér er á móti mér,“ stendur
þar.
Kannski er þessi nýstárlega
söluskattsinnheimta bending til
annarra um að flýta sér hægt með
greiðslur til hins opinbera, ekkert
liggi á.
Það sannaðist áþreifanlega í
verkfallinu hvert er sterkasta
óm.enningaraflið með þjóð vorri.
Það þurfti ekki einu sinni að opna
áfengisútsölurnar til að fangelsin
fylltust og slysávarðstofan einnig.
Vfnveitingahúsin sáu fyrir þvi og
það fremur rausnarlega. Þar eru
þa'i' heilna'mu lindir sem ungir
og gamlir eiga að teyga af. Þar á
að vaxa gróandi þjóðlíf. Þaó var
.v’on að veitingamennirnir með
sakleysissvipinn va'ru ekki með
hýrri há þegar þeir voru stöðvaðir
i iðju sinni. Að hugsa sér ef þetta
verkfall hefir riú orðið til þess að
einhver hefir hætt að fleygja fé
sinu i vinveitingamenn en notað
það þess i stað til hagsbóta sér og
sinum.
0 Spurningar
til Húsnæðis-
málastjórnar
Guðmundur Jóhannsson
skrifar undir fyrirsögninni
„Nokkrar spurningar til Húsnæð-
ismálastjórnar rikisins":
1 náð og miskun bið ég þig
Velvakandi góður að koma eftir-
farandi til skila.
Ymsar orsakir liggja oft til þess
að maður tekur sér penna i hönd,
en það sem dró ský frá augum
mér að þessu sinni var það er nú
skal frá greina. Málavextir eru
þeir að ég var beðinn aö nálgast
vottorð af ýmsum gerðum til Hús-
næðismálastofnunar ríkisins. sem
höfðu fylgt lánsumsókn til stofn-
unarinnar. Umsókn þessi hafði
ekki uppfytlt eða samræmst regl-
um stofnunarinnar hvað há-
marksstærð íbúðar snerti til að
hljóta náð fyrir augum hennar
(svo fáránlegar sem þær reglur
nú eru og er kapituli útaf fyrir
sig) og því fengið synjun um
fyrirgreiðslu á láni.
Nú ætluðu uirisækjéndur þeir
er áttu hlut að máli að endur-
heimta þá eign sem þau töldu sig
og telja sig eiga þ.e. fyigigögn
umsóknarinnar s.s. veðbókarvott-
orð, fokheldisvottorð ofl. til notk-
unar i annarri lánastofnun og
spara sér með því ba'ði fyrirhöfn
og útgjöld því flest þessara gagna
kosta peninga og verður af því
einu vart dregið i efa hvers
eignarrétturinn er. En viti nienn,
það lá ekki eins laust í hendi og
a'tla mátti að fá hér umrædd vott-
orð og af sumum fékkst aðeins
ljósrit. sem að sjálfsögðu dugðu
ekki íyrir þá lánastofnun sem
veitti fyrirgreiðslu i þessu tilfelli.
An frekari málalenginga eru
eftirfarandi spurningar lagðar
fyrir forsvarsmenn tíér um
ra'ddrar stofnunar.
1. Hver er réttur og hvaðan fa'r
Húsna'ðismálastofnunin þann
rétt ef til er, að neita að láta af
hendi þau vottorð sem fylgja láns-
umsókn, eftir að stofnunin hefur
synjað um lán?
2. Til hverra hluta notar stofn-
unin vottorðin eftir að hún hefur
synjað um lán?
3. Na'gir henni ekki sjálfri ljós-
rit af vottórðunum ef hún telur
sig vegna einhverrar skráningar
þurfa á þeirn að halda?
Ætla verður að dömur þa'r. sem
stóðu fyrir svörum, hafi haft
fyrirma'li frá sinum yfirboðurum
um að þessi afgreiðslumáti skyldi
á hafður svo einkennilega sem
hann nú hljómar i eyrum hinna
vantrúuðu.
Ég va'nti svars við framan-
greindum spurningum og la't því
þetta na'gja að sinni.
Með fullri virðingu
Guðmundur Jóhannsson.
gerðist, hafði David gert sér grein
fyrir að eitthvað var að gerast —
án þess honum tækist að skilja
dökka skuggann sem kom þarna
með æsingshraða. Allt hafði gerzt
á fáeinum andartökum og hann
þakkaði forsjóninni fvrir að hafa
brugðið við og á þann máta bjarg-
að lífi beggja.
— Guð mínn almáttugur! Hvað
var eiginlega að gerast? hrópaði
Helen upp yfir sig.
Það hafði hjargað þeim að
komast I fordyri hússins vegna
þess að svo þröng var gatan að
næsta óskiljanlegt var að blllinn
skyldi ekki kremja þau við vegg-
inn.
— Þetta var bfll, sagði David.
— Já, ég áttaði mig á þvi. Hvað
var hann að gera hér. Það er öll
bflaumferð bönnuð hér. Það
mátti engu muna að hann dræpi
okkur.
Hún greip allt f einu f ermi
hans.
— Segðu ekki orð, sagði hún
með öndina f hálsinum. — 1 guð-
anna bænum segðu ekki neitt. Eg
held ég fengi taugaáfall við svar-
ið.
— Þú hefur ekkert meiðzt?
spurði David.
HOGNI HREKKVÍSI
„Burt meö þig!“
Hamborq
Plaststampar
með þéttu loki
35 lítra kr: 1485,
50 lítra kr: 2195.
Tilvalin ílát til að
salta í kjöt og til
annarra heimilisnota.
Sendum í póstkröfu.
Laugav. 22 - Hafnarst. 1 - Bankast. 11 - Reykjavík
BDSAHOLC
Simi
12527
GLERVORUR
syningarsalur
Tökum allar gerðir notaðra bifreiða í umboðssölu
Fiat 850 special
árgerð '71 230 þús.
Fiat 126 Berlína
árgerð '74 500 þús.
Fiat 126 Berllna
ðrgerð '75 600 þús.
Fiat 125 special
árgerð '71 450 þús.
Fiat 125 Berllna
árgerð '72 550 þús.
Fiat 125 P station
árgerð '73 550 þús.
Fiat 125 P árgerð
'75 750 þús
Fiat 124 station
árgerð '73 550 þús.
Fiat 127 3ja dyra
árgerð '74 550 þús.
Fiat 127 Berllna
árgerð '75 700 þús.
Fiat 128 Berlina
árgerð '71 400 þús.
Fiat 128 Berllna
árgerð '73 550 þús.
Fiat 128 Berlina
árgerð '74 650 þús.
Fiat 128 Berllna
árgerð '75 800 þús.
Fiat 128 Rally
árgerð '73 650 þús.
Fiat 128 Rally
ðrgerð '74 800 þús.
Fiat 128 Rally
árgerð '75 950 þús.
Fiat 128 Rally
árgerð '76 nýr bill
1100 þús.
Fiat 132 special
árgerð '73 850 þús.
Fiat 1 32 special
árgerð '74 1. milljón
Fiat 132 GLS
árgerð '75 1 300 þús.
Willys Wagoner
árgerð '72 1350 þús.
Citroen GS árgerð
'72 650 þús
Datsun 180 B
'73 1380 þús.
Toyota Corolla
'72 650 þús.
Hilmann Hunter
'73 750 þús.
Volkswagen Variant
USA árgerð '71
600 þús.
Volkswagen 1300
árgerð ‘67 100 þús.
Renault TS
árgerð '73 1450 þús.
Austin Mini
árgerð 74 550 þús.
FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
Davíð Sigurðsson h.f.
SÍOUMÚLA 35, SÍMAR 38845 — 38888