Morgunblaðið - 25.03.1976, Page 31

Morgunblaðið - 25.03.1976, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1976 Hornbanki að Reykjafjarðarál: 72% aflans þriggja og fjögurra ára þorskur DAGANA 15.— 17. mars s.l. var r/s Hafþór við þorskrannsóknir á svæðinu frá Hornbanka að Reykj af jarðarál. Leiðangurs- st jóri var Ólafur K. Pálsson fiski- fræðingur. Auk athugana á eigin afla var mældur þorskur um borð f átta togurum á þessu svæði. Niðurstaða af mælingum úr fjórum togurum 15. mars s.l. var eftirfarandi (meðaltal): CM % Undir 34 cm 14.2 43—54 cm 50.5 55—70 cm 30.0 yfir 70 cm 5.3 undir 50 cm 44.1 Af þorski undir 50 cm var meðalafli 947 fiskar á togtíma Aðfaranótt 17. mars var afli mældur úr tveimur togurum á sömu slóðum en heldur grynnra og var samsetning aflans þannig (meðaltal): CM % Undir 43 cm 6.7 43—54 cm 47.3 55—70 cm 36.0 yfir 70 cm 10.0 Undir 50 cm 31.1 Meðalafli af þorski undir 50 cm var 628 fiskar á togtima. Loks var hálfum sólarhring siðar mældur þorskur úr tveimur togurum á þessum slóðum og var samsetningþessi (meðaltal): Cm % Undir 43 cm 26.0 43—54 cm 52.1 55—70 cm 19.3 yfir 70 cm 2.6 undir 50 cm 59.0 Meðalafli á togtíma af þorski undir 50 cm var 286 fiskar. Hér er að mestu leyti um að ræða fisk þriggja og fjögurra ára gamlan og námu þessir tveir árgangar (1972 og 1973) alls 72% aflans. Samkvæmt rannsóknum r/s Hafþórs var meginútbreiðsla þriggja ára þorsks á svæðinu frá Hornbanka að Reykjafjarðarál og allt norður að 67° n.br. Fjögurra ára fiskur var mest á svæðinu frá Hornbanka að eiginlegum Reykjafarðarál og því á tak- markaðra svæði. í tillögum Hafrannsóknastofn- unarinnar frá 13. október s.l. var þetta svæði skilgreint „við- kvæmt“ á tímabilinu apríl-júní og talið að loka þyrfti því á þeim tíma, ef ekki væri komið á stöðugt og sveigjanlegt eftirlit. Gögn voru Enska knatt- spyrnan ENGLAND sigraði Wales 2:1 i vináttuleik í Wrexham í gær- kvöldi, en hann fór fram i til- efni 100 ára afmælis welska knattspyrnusambandsins. 8 nýliðar voru méð enska lands- liðinu og tveir þeirra skoruðu, Rey Kennedy Liverpool og Peter Taylor, Crystal Palace. Alan Curtis, Swansea skoraði mark Wales. í 1. deild gerði Derby jafn- tefli við Stoke á heimavelli 1:1. Alan Bloor gerði mark Stoke en Bruce Rioch mark Derby úr víti. Leikurinn var harður og áður on 28 mínútur voru liðnar voru báðir varamenn komnir inná og litlu síðar fór dómar- inn útaf meiddur og línuvörð- ur tók við dómgæzlunni! — Irving Framhald af bls. 2 lýsti rikjandi ástandi sem nánast óleysanlegu „Það er mjög alvar- legt,“ sagði Irving um málið „Ég hef séð hvað deila um hafsvæði getur gert fólki heitt í hamsi og það svo að mál blandsast inn í sem ekkert koma við fiskveiðum. Sem stendur er málið í algerrri sjálf- heldu." þá ekki fyrirliggjandi um ástand- ið á svæðinu í janúar-mars. 1. Línu sem dregin er í 50° réttvísandi frá Horni. 2. 20°20’ n.l. Skyldi svæði þessu lokað um óákveðinn tíma, en Hafrann- sóknastofnunin myndi fylgjast með ástandi fisks á svæðinu eftir því sem framast væri hægt. Sama dag gaf Sjávarútvegs- ráðuneytið út tilkynningu um lok- un svæðisins. — Frétt Framhald af bls. 2 „Síðustu sex vikurnar hafa farið fram leynilegar samninga- viðræður íslenzku ríkisstjórnar- innar og hinnar brezku. Við- i ræðurnar hófust vegna þrýstings ! frá Atlantshafsbandalaginu og hafa eitt eða fleiri aðildarlönd bandalagsins annazt mála- miðlun.“ Þá bar fréttamaðurinn ónafn- greinda heimildamenn sína fyrir því að íslenzka ríkisstjórnin hefði verið beitt þrýstingi að undan- förnu, ásamt hótunum um að sagt yrði frá samningaviðræðunum opinberlega. Sagði fréttamaður- inn, að þetta hefði íslenzka stjórnin ekki staðizt. Síðar í fréttinni var vakin athygli á upplýsingum brezkra út- gerðarfyrirtækja um að tíðinda- lítið hefði verið á miðunum frá þvi að viðræðurnar hefðu hafizt. Danska sjónvarpið sagði þá að viðræðurnar mundu halda áfram á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í Stokkhólmi í gær, en „eðli viðræðnanna sam- kvæmt er ekkert hægt að láta uppi um efni þeirra", sagði danska sjónvarpið að lokum. — Argentína Framhald af bls. 1 hún hét því nýlega að efna til kosninga i desember n.k., en kosningar áttu að fara fram á næsta ári. Eftir handtökuna á flugvellin- um var María Estella flutt að heimili sínu í borginni Olivos, sem er við rætur Andesfjalla. Áreiðanlegar heimildir í Madr- id hermdu í dag, að spænska stjórnin hefði fengið orðsendingu um, að Maria Estella Peron kynni að koma til Spánar um næstu helgi. Um leið kom fram, að ekk- ert væri því til fyrirstöðu, að hún fengi að koma til landsins. Tals- maður argentínska sendiráðsins í Madrid kvaðst ekki vilja tjá sig um þetta atriði að sinni. Aður en Peron-hjónin sneru aftur til Argentinu árið 1973 bjuggu þau um 13 ára skeið i húsi sinu í Madrid. Húsið er enn i eigu Maríu Estellu Peron og er talið að þar muni hún setjast að, fái hún að fara frá Argentínu. — Romm Framhald af bls. 32 740 krónur, tvöfalt Bacardi- romm i gosi mun kosta 810 krónur, tvöfalt brennivín i gosi mun kosta 580 krónur og ein- faldur Campari (6 cl) i vatni mun kosta 240 krónur. — Hátíðnitæki Framhald af bls. 32 ugt um þessi tæki og hefði ekki veitt neina heimild til þess að þau yrðu notuð. Eftir að stjórn íslenzkar réttar- verndar hafði gert ráðuneytinu grein fyrir þeim upplýsingum, sem fyrir lágu, óskaði dómsmála- ráðherra eftir því að ráðuneytið kannaði málið þegar í stað og byði tveimur fulltrúum félagsins að fylgjast með rannsókninni. Við rannsókn þessa máls kom m.a. fram, að ofangreind tæki voru notuð í tveimur fangelsum. Annað tækið hefði verið teiknað og smíðað hér á landi og pantað af yfirlögregluþjóni staðarins, en hitt tækið var af erlendri gerð. Kom fram að erlenda tækið hafði verið fyrirmynd að hinu íslenzka. 1 framhaldi af þessum og öðrum niðurstöðum málsins hefur dóms- málaráðuneytið ritað öllum lögreglustjórum og forstöðu- mönnum fangelsa bréf, þar sern bönnuð er notkun hljóðtækja af þessu tagi i fangaklefum." Morgunblaðið hafði samband við Baldur Möller ráðuneytis- stjóra í gærkvöldi og spurði hann um þetta mál. Kvað Baldur hér ekki um raunveruleg fangelsi að ræða, heldur fremur nætur- gistingarstaði á tveimur litlum stöðum. Baldur sagðist telja það algjör- an barnaskap af viðkomandi lögreglumönnum að hafa sett upp slík tæki. Hér væri um að ræða taltæki, sem sónn væri hafður á, og væri ekki hægt að kalla þetta raunveruleg pvntingartæki. Kvað hann aldrei neinar kvartanir hafa borizt frá viðkomandi stöðum — en hinu væri ekki að leyna að mönnum gæti liðið illa undir svona hávaða. — I einu tilfellinu róaði sónn- inn ekki fangann, en það mun hins vegar kaffi, sem maðurinn fékk á eftir, hafa gert. Vegna þessa máls höfum við nú sent öllunt lögreglustjórum og yfirmönnum fangelsa bréf, sem kveður á um, að svona læknisað- ferðir séu ekki vel þegnar. — 20% hækkun Framhald af bls. 32 irspurn eftir góðri vöru i Banda- rikjunum og nú er svo komið, að hjá okkur er frekar að verða skort ur á þorski en að við sitjum uppi með hann i birgðageymslum. Að vísu hefur maður heyrt um góða þorskflaka- og blokkarfram- leiðslu i Danmörku og Noregi í vetur og það á eftir að koma i ljós hvaða áhrif sá fiskur hefur á markaðinn, en yfirleitt er mest flutt inn af fiski í apríl, mai og júní.“ Guðjón sagði að menn bæru nokkurn kvíða í brjósti fyrir því, að á sama tíma og fiskur hækkaði f verði, þá lækkaði kjöt og þvi gæti farið svo að fiskhækkanir yrðu ekki miklu meiri í bráð. Hinu mætti heldur ekki gleyma, að of ör hækkun væri okkur hættuleg og við brennt okkur illi- lega á því.“ En þessa stundina biðum við eftir meiri og vaxandi framleiðslu heima á Islandi, þvi það má engu skakka um að við getum fullnægt eftirspurninni — og eðlilega hjálpaði verkfallið heima ekki til.“ — Formaður Framhald af bls. 2 vettvangi hljóðvarpsins. Með beztu kveðjum og óskum um skjót svör. Kjartan Gunnarsson, formaður Stúdentafélags Háskóla Islands. Fyrrverandi formaður óskaði nýkjörnum formanni allra heilla I fréttatilkynningu frá nýkjörinni stjórn Stúdenta- félags Háskóla Islands um aðal- fundinn segir m.a.: „Að loknu stjórnarkjöri voru lagabreytingar á dagskrá. Ekki reyndist, vegna óláta, óróa og óspekta unnt að ljúka af- greiðslu þess dagskrárliðs og neyddist fundarstjóri til að fresta fundinum, er uggvænt var að til enn alvarlegri óspekta kynni að koma. Hin nýkjörna stjórn mun boða til framhaldsaðalfundar til þess að ljúka við dagskrá fundarins. Að öðru leyti mun hin nýkjörna stjórn hefja störf nú þegar. Að gefnu tilefni vegna frá- sagna af fundi þessum í nokkr- um dagblaðanna vill stjórnin taka fram að til aðalfundarins var löglega boðað og hafði ekki verið hreyft neinum andmæl- um við því. Þá var stjórnarkjör- ið og fyllilega löglegt enda var þvi ekki mótmælt og óskaði raunar fyrrverandi formaður nýkjörnum formanni allra heilla í starfi í augsýn allra fundarmanna. Hvað varðar frestun fundarins vill stjórnin taka fram að ástandið á fundin- um var orðið slikt að óhugsandi var að fundarstörf gætu farið fram með góðri reglu og ákvörðun fundarstjóra um fundarfrestun var þvi bæði rétt og óhjákvæmileg. Þá telur stjórnin að hún hafi tekið við störfum þegar í stað að loknum kosningunum og mun miða störf sín og aðgerðir við þann skilning." FYRRVERANDI stjórn Stúd- entaféiags Háskóla Islands hengdi i gærdag upp tilkynn- ingu i Háskólanum, þar sem aðalfundur félagsiús i fyrradag er talinn ólöglegur og boðað er til nýs aðalfundar hinn 1. apríl n.k. Nýkjörin stjórn Stúdenta- félagsins kom saman til fundar síðdegis í gær og var þessi til- kynning fyrrverandi stjórnar þar m.a. til umræðu. Var á fundinum gerð sú ályktun að umboð fyrri stjórnar væri nið- urfallið og því væri tilkynning- in ólögleg og fundarboðið að engu hafandi. Auk þess væri nafn félagsins notað á ólögmæt- an hátt i tilkynningunni. Enn- fremur hefur núverandi stjórn félagsins sent fyrrverandi for- manni þess, Garðari Mýrdal, simskeyti þar sem hann er kraf- inn um gögn félagsins, en hann hefur neitað að afhenda þau. I tilkynningu fyrrverandi stjórnar Stúdentafélagsins, sem hengd var upp i Háskólan- um i gær, segir að stjórnin telji fundinn ólöglegan á þeim for- sendum að dagskrá hafi ólög- lega verið breytt, ekki hafi ver- ið visað frá dagskrártillögum, sem vísa hefði átt frá, ekki hefði verið krafizt stúdenta- skfrteina við innganginn og að síðustu hafi atkvæðagreiðsla ekki verið skrifleg. Sé því fund- urinn óliiglegur og er boðað til annars fundar fimmtudaginn 1. apríl. Nýkjörin stjórn Stúdentafé- lags Háskóla Islands skipti með sér verkum á fyrsta stjórnar- fundi í gær. Kjartan Gunnars- son, laganemi, er formaður, Sigurður Helgason, sagnfræði- nemi, varaformaður, Geir Waage, guðfræðinemi, ritari, Tryggvi Agnarsson, laganemi, gjaldkeri, og Anna Jónsdóttir, lyfjafræðinemi, meðstjórnandi. — Ummæli Framhald af bls. 2 Pálssyni, Ingimundi Sig- fússyni, Guðmundi Guðmundssyni og Þóri Jónssyni 20 þúsund krónur í málskostnað. Kristjana Jónsdóttir kvað upp dóminn. Ólafur Jóhannesson mætti ekki fyrir dóminn þegar mál- ið var tekið fyrir né full- trúi frá honum. — Flugfélag Framhald af bls. 2 gengið í ábyrgð fyrir og hvíla á vélunum. Oliufélagið greiddi það sem til kann að falla af skipta- kostnaði, laun og aðrar forgangs- kröfur og skal verðið vera greitt í siðasta lagi þremur mánuðum eftir að innköllunarfresti lýkur. Morgunblaðið hafði í gærdag samband við skrifstofu Flug- félagsins Vikings og spurðist fyrir um það hvernig hlutafjár- söfnunin gengi. Var blaðinu tjáð að hún gengi vel og væru komin hlutafjárloforð fyrir rúmlega 75 milljónir króna. — Loðnufrysting Framhald af bls. 32 á 8000 lestum af frystri loðnu og 800 lestum af hrognum. Japanskt skip, Icelander, hefur legið hér undanfarna daga og lestað frysta loðnu. Tekur það 1500 lestir af framleiðslu SH. Annað japanskt 31 skip er væntanlegt I næsta mán- uði. Bjarni Magnússon hjá Islenzku umboðssölunni tjáði blaðinu að hjá frystihúsum á vegum fyrir- tækisins væri búið að frysta 950 lestir upp í 2000 lesta samning, sem búið var að gera við Japani. Japanskt skip er væntanlegt 10. april til að lesta fyrsta loðnu frá Islenzku umboðssölunni. Loks fékk Morgunblaðið þær upplýsingar hjá Ölafi Jónssyni hjá sjávarafurðadeild SlS, að í Sambandsfrystihúsunum væri búið að frysta 850 lestir upp í 2000 lesta samning, sem búið var að gera 500 lestir af því fara með japanska skipinu Ieelander til Japans nú í vikunni en afgangur- inn seinna. — Vegirnir Framhald af bls. 3 Bílarnir ætluðu að halda áfram áleiðis til Akureyrar í gær. Morgunblaðið fékk þær upp- lýsingar hjá Veðurstofunni i gær að spáð væri allhvössu eða hvössu af suð-vestan á morgun eða svipað og verið hefur. Lægðin er norð-vestur af land- inu og grynnist hún hægt og hreyfist lítið. — Solzhenitsyn Framhald af bls. 1 ekki vorið viss um að kornast á leiðarenda. „En hermdarverka- mennirnir geta verið öruggir — almenningsólitið óbyrgist lif þeirra. að málstaður þeirra komist á framfæri og að þcir verði i þokkalegu varðhaldi, þar til að því kemur. að aðrir hermdarverkamenn koma og bjarga þeim. ' Um vaxandi völd kommúnista sagði Solzhenitsyn: „A hverju ári falla nokkur lönd til viðbótar í hendur þeim og verða stökkpallar i va'ntanlegri heimsstyrjöld og allur umheimurinn stendur og að- hefst ekkert. . . Og hvað nieð Evrópu i dag? Hún er ekkert annað en sal'n leiktjalda úr pappa. Allir eru að semja við hver annan til þess að komast að þvi hvernig verja megi sem minnstu fé til varnarmála og eiga þannig meira eftir i líl'sgæðakapphlaup- ið.“ Solzhenitsyn sagði að bæði austur og vestur „sttoðu á barmi mikilla sögulegra þjó- félagssviptinga, flóðs, sem gleypa mun siðmenninguna og valda timamótum.....Við erum algjör- lega föst i neti dýrkunar okkar á öllu því sem er skemmtilegt, þa'gilegt og efnislegt." — Smábátahöfn Framhald af bls. 3 föll haldi sér. Verður einnig tekið tillit til þessa við lagningu tveggja stórra holræsa, sem þarna verða. En samkvæmt að- alskipulagi Reykjavíkur er fyr- irhugað að leggja tengibraut i framhaldi af Kleppsmýrarvegi -yfir Elliðaárvog og mundi sú tengibraut koma til með að ákvarða að nokkru leyti stærð hafnarinnar i framtíðinni. — Rhódesía Framhald af bls. 15 yfir i dag, að ekki yrði gefizt fyrir innrásaraðgerðum þjóðernissinn- aðra skæruliða. Sagði talsmaður stjórnarinnar, að yfirmenn hers- ins væru þess fullvissir að hægt yrði að standa gegn slikum inn- rásaraðgerðum næsta árið, hversu fjölmennt lið skæruliða sem kynni að ráðast inn i landið. The Rhodesian Herald, sem er helzta dagblað landsins, sagði í dag, að Ian Smith hefði ekki átt um annað að velja en að hafna skilyrðum þeim, sem brezka stjórnin setti fyrir afskiptum sín- um af málefnum Rhódesíu, en í þeim felst, að efnt verði til kosninga með þátttöku þeldökka meirihlutans innan tveggja ára. Telur blaðið Breta hafa sett upp of hátt verð fyrir aðstoð sína við að miðla málum, og vanmeti þeir greinilega öryggi i innan- landsmálum og styrk stjórnar- innar i Rhódesiu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.