Morgunblaðið - 08.04.1976, Qupperneq 1
78. tbl. 63. árg.
FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
„Spinola póli-
tískt dauður”
— segir Azevedo, forsætisráðherra Portúgals
Azevedo — pólitisk mistök verða
ekki leiðrétt
yfirheyrður af lögreglunni
í Sviss, þar sem hann hefur
dvalið, og dómsmálaráðu-
neytið þar segir að honum
verði vísað úr landi ef
fréttin í Stern reynist
rétt, þar eð dvalarleyfi
hans í Sviss hafi verið
bundið því skilyrði að hann
tæki engan þátt í stjórn-
málum af neinu tagi.
A blaöamannafundinum í dag
sagði Azevedo forsætisráðherra,
að hægri öflin ættu enga mögu-
leika lengur á að ná völdum í
Portúgal á ný. ,,Við skulum
gleyma þessum draugasögum,"
sagði hann. „Ég þekki Spinola
mjög vel og mér þætti leitt ef
hann yrði niðurlægður. Hann á
mörg stórkostleg hernaðarafrek
að baki, en hann hefur líka gert
hræðileg pólitísk mistök. Það er
hægt að bæta fyrir hernaðarleg
mistök, en hins vegar er ekki einu
sinni unnt að leiðrétta minnstu
mistök sem gerð eru á pólitískum
ferli. Eg held að Spinola sé póli-
tískt dauður,'* sagði Azevedo for-
sætisráðherra.
Spánn:
Sex fanganna
leika enn
lausum hala
Madrid 7. apr. Reuter
ENN voru ófundnir f kvöld sex af
þeim 29 föngum, sem komust á
braut úr rammgerðu fangelsi f
Segovia á mánudag. Mjög um-
fangsmikil leit stendur yfir um
þveran og endilangan Spán. Flest-
ir voru handsamaðir f gærkvöldi
eftir skotbardaga við lögreglu, lét
þá einn fanganna Iffið og tveir
særðust. Tveir karlmenn og ein
kona, sem útveguðu föngunum
vopn eftir flóttann og óku þeim
til Baskahéraðsins Navarro, hafa
einnig verið handtekin.
F'angarnir eru í aðskilnaðar-
samtökum Baska. Þegar þeir
sluppu voru þeir á fangaklæðum
einum. Sumir voru kaldir og
hraktir og virtust hafa villzt er
þeir voru að reyna að komast yfir
landamærin til Frakklands. Gáfu
sumir sig fram við lögreglu mót-
spyrnulaust.
Það hefur styrkt stöðu innan-
ríkisráðherrans Manuels Fraga
hversu fljótt hefur gengið fyrir
sig að ná flestum fanganna aftur.
Þá segir i Spánarfréttum að
stöðugt aukist þrýstingur á ríkis-
Framhald á bls. 23
DREKKHLAÐINN AÐ LANDI — Vestmannaeyjabáturinn Frár kom að landi í
gær með rúmlega 60 tonna afla, sem hann fékk austur af Eyjum. Sjá nánar frétt á
baksíðu.
Vinarborg 7. apríl. Reuter — NTB
JOSE Pinheiro de
Azevedo, forsætisráðherra
Portúgals, sem verið hefur
í opinberri heimsókn í
Austurríki, sagði þar á
blaðamannafundi í dag að
hann gæti vel trúað því að
frétt vestur-þýzka tímarits-
ins Stern um að Antonio de
Spinola, fyrrum Portúgals-
forseti, hefði reynt að afla
sér vopna og fjárhags-
stuðnings í V-Þýzkalandi
til valdaráns í Portúgal,
væri á rökum reist. En
hann taldi hins vegar að
Spinola væri „pólitískt
dauður“. Spinola var í dag
(Ljosm. Mbl. Sigurgeir)
Valdabaráttu lokið í Kína í bili:
Teng sviptur öllum stöðum —
og Hua gengur nú næstur Mao
Peking 7. apríl Reuter. AP. NTB.
MIÐSTJORN kínverska kommúnistaflokksins skipaði í dag Hua Kuo-
feng forsætisráðherra landsins og fyrsta varaformann flokksins, að
tillögu frá Mao Tse-tune formanni. að því er fréttastofan Nýja Kfna
skýrði frá sfðdegis. Þar sagði einnig að Teng Hsiao-ping hefði verið
sviptur öllum ábyrgðarstöðum sínum en hann þótti um nokkra hríð
líklegasti arftaki Chou En-lais. Fljótlega eftir lát Chou hófst þó
andróður gegn honum. Teng hefur verið sakaður um að vera hand-
bendi heimsvaldasinna og sóknin gegn honum hefur herzt mjög upp á
sfðkastið.
Fréttaskýrendur telja einsýnt
að úrslitum hafi ráðið þær miklu
óeirðir sem urðu á torgi hins
himneska friðar á mánudag en
fréttastofur í Kína hafa sagt frá
þvi að þar hafi verið að verki
fylgismenn Tengs.
Þessar ákvarðanir þykja ein-
hverjar hinar athyglisverðustu í
26 ára sögu Kínverska alþýðulýð-
veldisins og gefa eindregna
bendingu um að hin róttækari öfl
innan flokksins hafi borið sigur
af hinum sem hægfara voru en
ljóst megi vera að þeir hafi þó
orðið að fallast á ákveðna
málamiðlun.
Þá var skýrt frá þvi í fyrsta
skipti I dag að meira en eitt
hundrað verðir og öryggisliðar
hefðu særzt, sumir mjög alvarlega
í átökunum á mánudag, sem
Stonehouse gengur úr
Verkamannaflokknum
London 7. apríl. Reuler.
BREZKI þingmaðurinn John
Stonehouse, sem frægur varð er
hann reyndi að setja á svið andlát
sitt fyrir hálfu öðru ári, og skaut
John Stonehouse
síðan upp kollinum i Astralfu,
hefur sagt sig úr brezka Verka-
mannaflokknum. Þcssi ákvörðun
hans gerir það að verkum að Jam-
es Callaghan situr uppi með
minnihlutastjórn, þar sem eins
atkvæðameirihluti stjórnarinnar
varð að engu f gær við andlát
Brian O’Malley, hcilbrigðisráð-
herra.
Stonehouse kvaðst ekki ætla að
segja af sér þingmennsku heldur
sitja áfram í Neðri málstofunni
sem óháður þingmaður og gaf í
skyn að hann kynni að greiða
atkvæði gegn stjórninni. Hann
sagðist grípa til þessa ráðs vegna
þess að hann vildi flýta fyrir að
almennar kosningar yrðu haldn-
ar. Hann sagði að England hefði
ekki efni á þvi að næsta tvö og
hálfa árið til viðbótar sæti þar við
Framhald á bls. 23
Hua er nú annar mestur valda-
maður í Kfna
kölluð eru „skipulögð and-
byltingariðja”. Samkvæmt
fréttum hafa forsprakkarnir
verið handteknir en fyrir þeim
hafi vakað að breyta núverandi
kerfi í Kina og stuðla að þvi að
Teng héldi áhrifum sínum. f'rá-
sögn af átökunum var lesin upp
skömmu eftir að sagt var frá þvi
að Teng hefði verið sviptur öllum
Teng hefur öðru
sinni verið varpað út í kuldann.
sínum stöðum, en hann var meðal
annars aðstoðarforsætisráðherra
og forseti herráðsins. Þar var lýst
mjög fjálglega hetjulegri fram-
göngu varðliða sem hugdjarfir
hefðu gengið á hólm við and-
stæðingana sem hefðu safnazt
saman á torginu. „Allmargir
glæpamenn voru handteknir, svo
Framhald á bls. 23
Bandaríska utanríkisráðuneytið um frétt NTB:
Engar líkur á mála-
miðlun Kissingers
„ÉG hef ekki heyrt þessa frétt áður og ég get ekki staðfest þetta,“
sagði Trettner, blaðafulltrúi bandarfska utanríkisráðunevtisins,
er Morgunblaðið bar í gær undir hann frétt NTB-fréttastofunnar
um að Henry Kissinger, utanrfkisráðherra Bandarfkjanna,
mundi að öllum Ifkindum reyna að miðla málum f fiskveiðideilu
lslendinga og Breta á ráðherrafundi NATO f Ósló í maf. „Ég veit
ekki til þess að uppi séu neinar ráðagerðir um málamiðlun
Bandarfkjanna f deilunni," sagði Trettner. „Auðvitað verður
fiskveiðideilan vafalaust rædd á þessum fundi, en það hefur
verið viðhorf Bandarfkjastjórnar að Islendingar og Bretar
reyndu að finna sjálfir lausn á deilunni og ég veit ekki til þess að
þetta viðhorf hafi breyst.“