Morgunblaðið - 08.04.1976, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976
Sambandið hefur framleiðslu á flíkum úr íslenzkri ull og nýju gerviefni
800 börn samein-
ast gegn reykingum
1 GÆR var haldinn fundur I
framhaldi af starfsemi sem farið
hefur fram f nokkrum skólum
borgarinnar undanfarnar vikur
og mánuði I baráttu gegn reyking-
um. Starfsemi þessi hófst seint á
sfðasta ári í Breiðholtsskóla með
því að framkvæmdastjóri Krabba-
meinsfélags Reykjavfkur heim-
sótti skólann fyrir hönd félagsins
en áður hafði hann rætt við skóla-
stjóra og kennara 6. bekkjar um
að reyna nýjar leiðir f baráttu
gegn reykingum barna og ungl-
inga. I ramráði við skólann var
svo gerð áætlun um sérstaka
fræðslu f 6. bekk f þvf skyni að
efla sem mest þekkingu skóla-
barna á skaðsemi reykinga og
efla áhuga þeirra á að halda sér
frá tóbaksnautninni. Einnig var
miðað við að nemendur 6. bekkj-
ar gætu tekið að sér að fræða
yngri skólasystkinin sfn um þessi
mál og hvetja þau til að forðast
reykingar.
Skólarnir sem þátt tóku í
þessari starfsemi voru Álftamýr-
ar-, Árbæjar-, Breiðholts-, Hlíða-,
Framhald á bls. 23
Fundað um Reykja
víkurflugvöll
Sjálfstæðisfélögin umhverfis
Reykjavíkurflugvöll efna til al-
menns fundar um flugvöllinn,
stöðu hans og framtíð i Kristalsal
Hótel Loftleiða í kvöld kl. 20.30.
Á fundinum munu Hilmar
Ölafsson, forstöðumaður
Þróunarstofnunar Reykjavikur-
borgar, Leifur Magnússon,
aðstoðarflugmálastjóri, og Ölafur
B. Thors, forseti borgarstjórnar,
flytja framsöguerindi og enn-
fremur mun borgarstjóri, Birgir
Isleifur Gunnarsson, mæta á
fundinum. Mun hann síðan sitja
þar fyrir svörum ásamt frum-
mælendum.
Launasjóður
rithöfunda
INDRIÐI G. Þorsteinsson rithöf-
undur mun ræða um lög um
launasjóð rithöfunda á fundi I
Félagi íslenzkra rithöfunda I
kvöld kl. 8.30. Fundarstaður er
Hótel Esja.
FÆRÐ er víðast hvar góð á land-
inu og I gærmorgun var Norður-
leiðin fær alveg austur um, allt til
Vopnafjarðar um Sléttu. Hins
vegar gerðist það á hádegi I gær,
að skyndilega skall á bylur á
Holtavörðuheiði og rofnuðu þá
samgöngur við Norðurland. Ekki
var farið að ryðja leiðina I gær-
kvöldi heldur beðið þar til ástand
og horfur skýrðust betur.
Að öðru leyti gætti helzt ófærð-
ar á Snæfellsnesi. Þar var verið
Hárgreiðsla
og harð-
fiskur hækka
VERÐLAGSSTJÓRI hefur heim-
ilað hárgreiðslumeisturum að
hækka gjaldskrá sfna um 5.25%.
Þá hefur einnig verið veitt heim-
ild til að hækka harðfisk um 22%
og hækkar þvf 100 gramma pakk-
inn af harðfiski úr kr. 184 í 225
kr.
að ryðja Fróðárheiði í gær en
ófært var um Kerlingarskarð. Aft-
ur á móti var fært um Heydal og
þaðan áfram með norðanverðu
nesinu allt til Ólafsvíkur og Hell-
issands. Einnig var um Heydal
fært i Dalina og þaðan áfram allt
til Króksfjarðarness.
Ekki höfðu borizt fregnir til
vegaeftirlits um færð á vegum
kringum Patreksfjörð. Heiðarveg-
ir eru flestir ófærir á Vestfjörð-
um en fært var milli Flateyrar og
Þingeyrar og eins út frá Isafirði
til bæði Bolungarvíkur og Súða-
víkur. Þá var i gærmorgun fært
allt til Hólmavíkur eða þar til
Holtavörðuheiði lokaðist.
Agæt færð var um Norðurland
og út frá aðalveginum þar var
bæði fært til Siglufjarðar og
Ólafsfjarðar. Mjög góð færð var
einnig víðast hvar á Austfjörðum.
Þangað var fært að sunnanverðu
allt til Egilsstaða, og fært er um
bæði Fjarðarheiði og Oddsskarð.
Þorpin á NA-landi:
Óven ju mildur vetur en deyfð 1 atvinnu
FREMUR hefur verið dauft yf-
ir atvinnullfinu í þorpum á
norðausturhorni landsins. Grá-
sleppuvertfðin hefur verið að
ganga þar í garð, en er þó yfir-
leitt ekki hafin að ráði vegna
lélegra gæfta. Þó geta fbúar
þessa landshluta yfirleitt ekki
kvartað undan veðrinu, sem
hefur verið hagstætt mestan
hluta vetrar.
RAUFARHÖGN: „Hingað
komu góðir gestir sl.
laugardag. Voru það barí- ,
tonsöngvarinn John Speigt og
kona hans Sveinbjörg Vil-
hjálmsdóttir, og héldu hér tón-
leika. Á efnisskránni voru lög
eftir innlenda og erlenda höf-
unda. Tónleikarnir voru allvel
sóttir og listafólkinu vel fagn-
að. Hafi þau heila þökk fyrir
komuna.
Til að greiða fyrir þessari
ferð listafólksins bauð sveitar-
stjórnin fram fjárstyrk, ef á
þyrfti að halda, og slík bak-
trygging er mikill stuðningur
meðan ekki starfar hér tónlist-
arfélag en uppi er umræða um
stofnun sliks félagsskapar. Fyr-
irhugað er að starfrækja hér
tónlistarskóla næsta vetur. Var
nýlega gerð könnun á því hve
margir vildu njóta þar kennslu.
Samkvæmt henni lýstu 42 yfir
áhuga á kennslu á ýmiss konar
hljóðfæri, bæði börn og full-
orðnir. Vænta má góðs af þess-
um mikla áhuga íbúa hér, og
vonandi verður framhald á
heimsóknum listafólks menn-
ingarlífi staðarins til eflingar.
Af aflabrögðum eru þær
fréttir helztar, að togskipið okk-
ar, Rauðignúpur, hefur frá ára-
mótum til síðustu mánaðamóta
veitt 661 tonn, en annar landað-
ur bolfiskafli báta er 40 tonn.
Grásleppuveiði er byrjuð en lít-
ið hefur veiðzt fyrr en síðustu
daga. Er búið að verka I 132
tunnur. Hér var landað 14200
tonnum af loðnu og fengust um
2 þúsund tonn af mjöli og 1040
tonn af lýsi. Hefði ekki loðnan
fengizt og togarinn aflað þetta
má segja að hér hefði verið.
mjög slæmt ástand í atvinnu-
málum/1 símaði fréttaritari
Mbl. á Raufarhöfn, Helgi Ólafs-
son, í gærkvöldi.
VOPNAFJÖRÐUR. „Það er
Framhald á bls. 23
Breiðari lína gefur
aukna möguleika
11
11
IÐNAÐARDEILI) Sambands íslenzkra samvinnu-
félaga mun á næstunni hefja framleiðslu til sölu
innanlands og erlendis á flíkum unnum úr
Islenzkri u 11 og gerviefninu NORMFiLLE. Það er
fvrir tækið Du Pont, sem framleiðir þetta gerviefni
og við tilraunir bæði heima og erlendis síðastliðið
ár hefur blanda ullar og þessa gerviefnis gefið
mjög góða raun. Þess má geta að Sambandið hefur
fengið einkaumboð fyrir þetta gerviefni hér á
landi.
Þræðir þessa gerviefnis laga sig
mjög vel að ullarþráðum þannig
að flíkur úr blöndu af því og ull
sýna fyrst og fremst þá eiginleika
sem ullarflíkur hafa. Efnið er
nýkomið á markaðinn og hefur
það ekki verið kynnt enn i
Evrópulöndum. Er Iðnaðardeild
Sambandsins fyrsta fyrirtækið,
sem notar það í fataiðnaói.
Heildarsala allra fyrirtækja
Iðnaðardeildar SlS nam á síðasta
ári 3.100 millj. króna og af þeirri
upphæð námu útfluttar vörur
rúmlega 1200 milljónum króna.
Starfsfólk í öllum verksmiðjum
Sambandsins telur um 800 manns
og vinnulaun, sem Iðnaðardeild
Sambandsins greiddi voru '710
milljónir króna.
Á fundi með fréttamönnum í
gær sagði Erlendur Einarsson for-
stjóri Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga að fyrir dyrum væri
nú stóraukið átak í iðnaði hjá
Sambandinu. Staða Sambandsins
Á blaðamannafundi hjá Sam-
bandinu í gær sagði Hjörtur
Eiríksson framkvæmdastjóri
Iðnaðardeildar m.a. að marg-
háttaðar tilraunir hefðu farið
fram á vegum Sambandsins á
blöndu úr þessum efnum á síðast-
liðnu ári. Blandan hefði m.a.
þann kost að þvottur yrði allur
mun auðveldari, flíkurnar væru
á mörkuðum í A-Evrópu væri nú
mjög sterk og þá sérstaklega I
Sovétríkjunum. Vestan hafs væri
ráðgert að herða mjög sóknina og
myndi fyrirtækið Du Pont aðstoða
við markaðsöflun þar. Þar væri
meiningin að selja vörur úr
hreinni islenzkri ull, sem sýndu
vel séreinkenni ullarinnar, en
einnig flíkur úr blöndu ullar og
gerviefnis sem Du Pont fyrirtæk-
ið framleiddi.
— Því er ekki að leyna að við
höfum rekið okkur á ýmsa agnúa í
viðleitni okkar til að efla íslenzk-
Framhald á bls. 23
léttari og mýkri en flíkur úr
hreinni ull. Tilkoma þessarar
blöndu stækkaði mjög verksvið
íslenzkrar ullarframleiðslu og
gæfi möguleika á aukinni fjöl-
breytni.
Dagana 17. —18. marz var
haldinn í New Vork sýning á
ullarvörum á vegum Iðnaðar-
deildar Sambandsins. Sýningin
var haldin í sýningarsal fyrir-
tækisins Du Pont og i samvinnu
við það fyrirtæki. Sýndur var alls
konar fatnaður, bæði úr 100%
íslenzkri ull og úr nýrri blöndu af
gerviefninu Normelle og islenzkri
ull. Tókst sýning þessi mjög vel
og var mikill áhugi á henni, bæði
meðal framleiðenda og kaupenda.
1 kjölfar sýningarinnar er þegar
búið að gera sölusamning við
bandarískt fyrirtæki að upphæð
360 þúsund dollarar og á næstu
vikum eru fulltrúar frá tveimur
stórum fyrirtækjum í Banda-
ríkjunum væntanlegir til Akur-
eyrar til viðræóna um kaup á
ullarvörum frá Sambandinu. Þá
Framhald á bls. 23
Hvað vilja
Bretar í
steinbítinn?
AFLI Vestfjarðatogara var yf-
irleitt góður í marzmánuði, en
hins vegar hefur verið treg-
ur afli hjá þeim undanfarið.
Sæmilegur afli hefur verið hjá
línubátunum á sama tíma, að
þvf er Jón Páll Halldórsson,
framkvæmdastjóri á Isafirði,
tjáði okkur.
„Vestfjarðatogararnir hafa
allir verið fyrir sunnan land
undanfarið," sagði Jón enn-
fremur," þar sem hér hefur
engan þorsk verið að fá og
línubátarnir hafa eingöngu
verið með steinbít núna. Svo
að ég skil ekki alveg hvað
Bretarnir hyggjast fyrir með
þvi að vera að færa sig hingað
á þessum tíma, því að stein-
bítur hefur aldrei verið
markaðsvara í Bretlandi. Hins
vegar er mér ekki alveg
kunnugt um hvar brezku
togararnir munu halda sig, en
mér þykir þó líklegra, að þeir
verði á Barðagrunni heldur en
úti á Hala. Ekki er gott að
segja hversu mikilli truflun
brezku togararnir valda hjá
línubátum okkar, en þó held
ég að togararnir hljóti að halda
sig nokkuð dýpra en bátarnir.
Og við erum svo sem vanir
nábýlinu við Bretann á miðum
okkar."
Frá blaðamannafundi Sambandsins I gær, Hjörtur Eirfksson fram-
kvæmdastjóri Iðnaðardeildar, Erlendur Einarsson forstjóri Sam-
bandsins og Eysteinn Sigurðsson. (Ljósm. ÖI.K. Mag.).
Stóraukning fram-
undan hjá Iðnaðar-
deild Sambandsins
HJA ullarverksmiðjunni Gefjun á Akureyri stendur nú fyrir dyrum
mikil stækkun. Kcypt verður m.a. ný kembi- og spunavélasamstæða til
viðbótar þremur sem fyrir eru. Byggð verða lagerhús og verksmiðju-
hús. Aætlað er að þessar framkvæmdir kosti um 320 milljónir króna,
en þeim verði lokið fyrir næstu áramót. Hjá gefjun verða unnir dúkar
og garn, sem sfðar verður fullunnið til útflutnings hjá prjóna- og
saumastofum um land allt.
Holtavörðuheiði
tepptist skyndilega