Morgunblaðið - 08.04.1976, Side 3

Morgunblaðið - 08.04.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976 3 Sinfónían flytur Sálumessu Verdis í dag verða 14. áskriftar- tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Islands haldnir i Háskólabíói og hefjast að venju kl. 20.30. Sinfóníu- hljómsveitin og Fíl- harmóníukórinn standa saman að þessum tónleik- um en á efnisskrá að Karsten Andersen þessu sinni er Sálumessa Verdis. Stjórnandi þessara tónleika er Karsten Andersen en söngstjóri Fílharmóníu- kórsins er Jón Ásgeirs- son. Einsöngvarar eru Fröydis Klausberger, Rut Magnusson, Magnús Jónsson og Guðmundur Jónsson. Sálumessuna samdi Verdi í minningu þjóð- skálds ítala, Alessandro Manzoni, og er verið sam- ið 1874. Er verkið sagt af mörgum bezta ópera Verdis. I þessum tónleikum taka þátt um 200 manns. Eru í Sinfóníuhljóm- sveitinni um 65 hljóð- færaleikarar, um 120 manns eru í Fíl- harmóníukórnum auk Um 200 manns taka þátt í flutningnum einsöngvara. Sálumessa Verdis var áður flutt af þessum sömu aðilum árið 1968 en þá stjórnaði Róbert Abraham Ottós- son flutningnum. Verkið verður endur- > tekið á laugardaginn á sama stað en miðasala er í bókaverzlunum Lárusar Blöndals og Sigfúsar Eymundssonar. Minni hækkun byggingarvísitölu Á blaðamannafundi sem Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins efndi til fvrir skömmu kom m.a. fram að vfsitala byggingar- kostnaðar hefur hækkað mun minna á fyrsta ársfjðrðungi þessa árs en á sama tfma f fyrra. Þá var einnig hækkun byggingarvfsitölu á sfðasta ársfjórðungi liðins árs óveruleg. Vfsitalan er nú reiknuð samkvæmt nýrri aðferð sem RB vann að á sl. ári. Vísitala bygging- arkostnaðar er reiknuð út árs- fjórðungslega og er grunnvfsital- an sett sem 100 stig. A fundinum kom einnig fram að eftirlit og þjónusta er megin- hluti starfsemi stofnunarinnar og að rannsóknir væru ekki nema um 25% starfsins. Væri þörf fyrir miklu víðtækari og meiri rann- sóknastarfsemi og hjá nágranna- þjóðunum væri margfalt meira fé lagt í slíka rannsóknastarfsemi en hér á landi og væri rannsókna- starfsemi áreiðanlega langöflug- asta tækið sem við hefðum til sparnaðar. Þá sagði Haraldur Asgeirsson forstjóri RB að það takmarkaða fjármagn sem stofnunin fengi ylli því að vandinn við val verkefna væri miklu meiri þar sem velja þarf viðfangsefni sem líklegt er að gefi góða raun. nVir Otreikningar bygg- INGARVÍSITÖLU Sá nýi máti sem nú er við hafð- ur við útreikninga á vísitölu bygg- ingarkostnaðar er unninn í sam- vinnu við Hagstofu Islands. Vísi- talan sem notuð hefur verið til þessa er að vísu góð að sögn Har- alds, en engan veginn fullnægj- andi. Það er t.d. óeðlilegt að end- urgreiðsla á rikisskuldabréfum miðist við hækkun gatnagerðar- gjalda í Reykjavík, en þar stendur vísitöluhúsið. Grunnvisitalan sem nú er sett er miðuð við 100 stig. Siðasta árs- fjórðung ársins 1975 hækkaði hún í 101 stig en fyrsta ársfjórðung þessa árs hækkaði hún i 105 stig. Vísitölur eru nú gefnar upp fyrir 7 þætti byggingarkostnaðar auk fleiri undirflokka. Þættirnir eru undirbygging, yfirbygging, frá- gangur yfirbyggingar, innrétting- ar, útbúnaður, ytri frágangur^og annað. Veigamestur er þáttur yf- irbyggingar og nemur hann um 27% af heildarvísitölunni. Þessi þáttur er víða erlendis mun hærri. Þá eru einnig visitölur inn- réttinga og frágangs við yfirbygg- ingu stór þáttur eða 19% og um 24%. Þetta er víða erlendis mun lægra, oft 15%. Astæðurnar fyrir að ekki er eins mikil hækkun á byggingar- vísitölu í ár og á sama tima I fyrra eru aó ekki hafa verið eins miklar hækkanir á efni á erlendum markaði og spenna á innlendum byggingarmarkaði hefur verið minni. Sú hækkun á vísitölu bygg- ingarkostnaðar sem orðið hefur á þessu ári er fyrst og fremst vegna nýrra kjarasamninga. Ný verksmiðja Coldwater 1 Boston COLDWATER, fyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna í Bandarfkjunum, hefur ákveðið að byggja fiskiðnaðarverksmiðju í Boston. Nýja verksmiðjan mun standa við hlið frystigeymslunnar, sem fyrir- tækið hefur byggt þar og verður tekin í notkun eftir nokkrar vikur. 1 nýju verksmiðjunni, sem mun kosta um 1300 milljónir fsl., verða teknar upp nýjar starfs- aðferðir og gera forráðamenn Coldwater sér vonir um að hægt verði að greiða hærra verð til framleiðenda fyrir bragðið. Nýja verksmiðjan á að vera tilbúin eftir eitt ár. Rekstur Coldwater hefur gengið mjög vel það sem af er þessu ári og fyrstu þrjá mánuði ársins jókst sala fyrirtækisins um 36% mið- að við sama tima í fyrra. Þetta kom m.a. fram þegar Morgun- blaðið ræddi við Þorstein Gisla- son forstjóra Coldwaters, en hann er staddur á Islandi um þessar mundir. Eins og áður hefur komið fram var sala Coldwater yfir 100 milljónir dollara á s.l. ári. Má búast við enn frekari aukningu á þessu ári? — Já, sala fyrstu þrjá mánuði þessa árs hefur verið 36% umfram það, sem hún var á sama tíma I fyrra. — Nú er það vitað, að Cold- water hefur verið í miklum vexti undanfarið. Getur verk- smiðjan annað slíkri aukningu til lengdar? — Nei, verksmiðjan i Cam- bridge mun verða fullnýtt I sumar, með uppsetningu á nýj- um tækjum, sem verið er að koma fyrir, og er framleitt I henni allan sólarhringinn. Aframhaldandi söluaukning út- heimtir að verksmiðjan verði stækkuð enn frekar. Við höfum áformaó að sú stækkun eigi sér stað i Boston. Þar höfum við þegar byggt 5000 lesta frysti- geymslu á lóð, sem félagið á við höfnina. Á næsta ári verður að byggja þar nýja verksmiðju og að því loknu verður húsakostur þar Þorsteinn Gfslason samtals 7500 fermetrar. Til samanburðar má geta þess, að verksmiðjan í Cambridge er 18000 fermetrar. — Hver er áætlaður heildar- kostnaður framkvæmda í Boston? — Hann er áætlaður 7.3 milljónir dollara eða að jafn- virði 1300 milljóna króna, þegar talið er bæði byggingar- kostnaður, lóðakaup og endur- bætur á hafnarmannvirkjum. — Hversu gott útlit er fyrir að reksturinn geti staðið undir kostnaðinum? — Það er mjög líklegt að reksturinn verði arðbær, þar sem áformað er einungis fram- leiðsla þeirra tegunda, sem geta gefið góðan áfrakstur. Vonazt Kostnaðar- verð 7,3 m. dollara- 36% sölu- aukning fyrstu þrjá mánuði þessa árs er til að þessi rekstur geti stuðl- að að áframhaldandi hækkun fiskblokka, þvi að beitt verður nýjum framleiðsluaðferðum i nýju verksmiðjunni, sem væntanlega geta staðið undir slikum verðhækkunum. — Hvenær er áætlað að fram- kvæmdum ljúki? — Frystigeymslan er nú að verða tilbúin og framkvæmdir að hefjast vegna verksmiðjunn- ar, sem munu væntanlega taka eitt ár. — Hvernig verða þessar framkvæmdir fjármagnaðar? — Að miklu leyti með lánsfé og að nokkru leyti með eigin fé. — Hefur rekstur félagsins verið það arðbær i seinni tíð, að það getur lagt fram eigið fé? — Já, jafnframt þvi að borga ávallt fullt markaðsverð til framleiðenda á Islandi hefur tekizt að byggja félagið upp. Sá styrkleiki félagsins mun stuðla mjög að bættum markaðsmögu- leikum afurða okkar. — Nú varð Coldwater fyrst til að hækka verð á flökum í haust og aftur þorskblokk núna nýlega. Má búast við frekari hækkunum í náinni framtið? — Það er von til þess, að einhverjar frekari hækkanir verði, en alvarleg truflun vegna veiðitakmarkana eða af öðrum ástæðum gæti valdið verð- lækkunum, þar sem hagkvæm markaðsuppbygging krefst stöðugleika i sölu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.