Morgunblaðið - 08.04.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976
7
Skyldur stjórn-
málamanna við
hinn almenna
borgara
Framtíð lýðræðis og al-
mennra þegnréttinda, í
vestrænum skilningi
þeirra orða, eru ofarlega í
hugum milljóna manna
um gjörvallan heim. Ekki
mun verulegur ágreining-
ur um það, að lýðræðið
hefur þróast farsællegast í
V-Evrópu og N-Ameríku
og að Norðurlönd séu í þvi
efni í fremstu röð. Þar
hefur tekizt nokkurn veg-
inn að tryggja allt i senn:
valddreifingu í viðkom-
andi þjóðfélögunum, frelsi
einstaklinganna innan
ramma þjóðfélagsins, fé-
lagslegt öryggi og al-
menna velmegun. Mörg
brotalömin er að vísu á
þjóðskipulagi þessara
rikja og mörg skref óstigin
i réttlætis og hagsældar
átt. Það, sem skiptir þó
meginmáli í þvi sambandi
er, að skilyrði hafa skap-
azt til jákvæðrar framþró-
unar, án öfga og vafa-
samra þjóðfélagssvipt-
inga, er skapa fleiri
vandamái en þau leysa.
Framtíð lýðræðis í
heiminum byggist e.t.v.
fyrst og fremst á sam-
stöðu og samtakamætti
lýðræðisþjóða, einkum á
sviði öryggis- og varnar-
mála, en ekki siður á að-
haldi í garð stjórnvalda i
hverju landi fyrir sig. í þvi
efni er kosningarétturinn
mikilvægt vopn, sem
leggur þegnunum á herð-
ar mikla ábyrgð. Það er
þessi þegnréttur, sem á
að vera trygging þess, að
stjórnmálamenn uppfylli
skyldur sinar við umbjóð-
endurna, hina almennu
borgara.
Skyldur og
hlutverk stjórn
arandstöðu . .
Það hefur viljað brenna
við í islenzkum stjórnmál-
um, að stjórnmálaflokkar
og stjórnmálamenn hafi
mismunandi afstöðu til
mála og mismunandi
skilning á pólitiskri
ábyrgð eftir þvi, hvort þeir
eru i stjórn eða stjórnar-
andstöðu. Það er að vísu
hlutverk stjórnarandstöðu
að veita löglega kosnum
stjórnendum, hvort heldur
er sveitarfélaga eða þjóð-
félagsins, gagnrýnið að-
hald, sem jafnframt þjón-
ar þeim tilgangi, að al-
menningur geti skoðað
vandamál samtímans frá
fleiri en einni hlið. Hin
meginskylda stjórnarand-
stöðu hefur því miður fall-
ið í skuggann, að henni
ber að setja fram rök-
studda stefnumörkun og
tillögugerð um úrlausnir,
svo hinn almenni borgari
hafi góða yfirsýn og
dómsaðstöðu um þá til-
tæku valkosti, sem hverju
sinni eru fyrir hendi.
Stjórnarandstaða hefur
alltof oft fallið í þá gryfju
að vera á móti öllu, sem
stjórnvöld koma fram
með, án þess að leggja
fram rökstuddar tillögur
um hvern veg skuli að
hennar dómi snúast við
viðkomandi úrlausnarefn-
um. Þetta er að nokkru
leyti sök okkar, hinna
almennu borgara, sem
eigum með dómsvaldi
okkar að geta útilokað
slíka hegðan stjórnmála-
manna.
Glöggt dæmi um sllkt
ábyrgðarleysi stjórnmála-
manna er afstaða minni-
hluta borgarstjórnar við
afgreiðslu fjárhagsáætl-
ana borgarsjóðs og borg-
arstofnana fyrir
skemmstu. Þeir sátu hjá
við atkvæðagreiðslu við
alla liði þessara áætlana,
burt séð frá því hvers eðl-
is þeir voru, án þess að
leggja fram eina einustu
breytingartillögu. Slík
vinnubrögð og ábyrgðar-
leysi eiga að hljóta harðan
dóm almenningsálitsins.
Stjórnarand-
staðan á þingi
Ef hinn almenni borgari
væri spurður, hver væri
stefna og tillögugerð
stjórnarandstöðunnar á
Alþingi i helztu viðfangs-
efnum samtímans, t.d.
varðandi vanda efnahags-
lífsins, verðbólguþróunar,
hallans á ríkisbúskapnum,
versnandi gjaldeyrisstoðu
þjóðarbúsins, erlenda
skuldasöfnun og þjóðar-
eyðslu umfram þjóðar-
tekjur, vefðist honum
tunga um tönn. Þessi
stefnumörkun er sum sé
alls ekki fyrir hendi.
Stjórnarandstaðan hefur
gjörsamlega brugðizt hlut-
verki sínu að þessu leyti.
Hún á þá afsökun eina, að
sjáldan hefur sundurlaus-
ari og sjalfri sér ósam-
þykkari stjórnarandstaða
verið til staðar í landinu.
Engu að siður flutti þessi
stjórnarandstaða van-
traust á núverandi rikis-
stjórn, án þess að hafa i
handraðanum möguleika
á myndun nýrrar ríkis-
stjórnar, til að taka við
stjórnartaumum, og án
þess að hafa komið sér
saman um markaða
stefnu í þeim vandamál-
um, sem við er að kljást.
Þessi vantrauststillaga
var engu að siður flutt í
miðju landhelgisstríði við
Breta og við meiri efna-
hagsvanda en þjóðin hef-
ur lengi átt við að stríða;
þegar þjóðarnauðsyn
krafðist i raun samstöðu
og einingar um úrlausnir
aðsteðjandi vanda. Slíkt
ábyrgðarleysi er e.t.v.
alvarlegasta brotalömin á
íslenzku lýðræði i dag.
ARNARFLUG
Stjórn Arnarflugs hf. boðar til
framhaldsstofnfundar laugardaginn 10. apríl
kl. 2 í Þjóðleikhússkjallaranum.
Tilefni fundarins er að ganga endanlega
frá stofnun félagsins.
Stjórn Arnarflugs hf.
SÉRVERSLUN
MEÐ
SVÍNAKJÖT
i
Heildsala — Smásala lí
SÍLD & FISKUR
Bergstaóastræti 37 sími 24447
Páskaferö til
Húsavíkur
Brotttor 14. aprtl
— 5 dagar
Ferðir fyrir alla fjölskylduna
til einhvers fegursta staðar
þessa lands.
Ver8 kr. kr. 1 5.200 - með ferðum
og gistingu á Hótel Husavik.
m/morgunmat.
KYNNISFERÐIR
í KELDUHVERFIÐ.
Bátsferð i Flatey!
Kvöldvaka. Árni Johnsen. 2.
páskum, dansleikur i Víkurnaut.
Heiðskjálf opið öll kvöld.
Ferðaskrifstofan
ÚTSÝN
AUSTURSTRÆTI 17
SÍMAR 26611
og 20100