Morgunblaðið - 08.04.1976, Side 10

Morgunblaðið - 08.04.1976, Side 10
10 MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976 „Nema náttúrulega í kinn- roða meginlandskvenna” Stiklað á milli staða í Reykjavík t STARFSFRÆÐSLU hjá Morgunblaðinu feng- um við það verkefni, eftir að hafa kynnt okkur stiirf á ritstjórn og í öðr- um deildum blaðsins, að afla okkur efnis í greinarkorn. Það lá því beinast við að halda á miðin með penna fyrir Ifnu og blað fyrir net. Eftir nokkrar vanga- veltur ákváðum við að kfkja niður á bryggju og taka sjómenn tali, gauka okkur inn f Þjóðleikhús- ið og rabba við ballett- stúlkur og að síðustu tókum við tali tvo Eyja- peyja í menntaskóla- námi í Reykjavík. Fara viðtölin við þetta fólk hér á eftir: I Skóla- fólk Morgun blaðinu Pétur Jóhannsson t.v. og Stefán Jóhannesson. „Akvað að reyna öldustigið . . .” — segir sæfarinn Kristján Guðmundsson Við röltum niður á Grandagarð og virtum fyrir okkur lífið á bryggjunni. Þar hittum við ungan sjómann við vinnu sína og tókum hann tali Sagðist hann heita Kristján Guð- mundsson og vera á Svani R E. 45 og búsettur í Kópavogi Spurðum við hvers vegna hann hefði farið til sjós „Mér er sjómennskan i blóð bor- in", þetta er í ættinni. Pabbi var á sjó þegar hann var ungur svo ég ákvað að reyna öldustigið og hef verið á sjó siðan ég var sextán ára. Mér leiddist í skóla svo ég fór beint úr gagnfræðaskóla á sjóinn." Hann sagði loðnuvertíðina hafa verið lé- lega hjá þeim og hefði verkfallið spilað þar inn í Voru þeir að hætta á loðnu og byrja á netum um þessar mundir. Spurðum v.ð þá hvað hann hefði gert á meðan verkfallið stóð yfir. „Sat heima og var góður strákur," sagði hann, „enda var rikið lokað," bætti hann við og glotti við tönn. „Við erum tólf á bátnum," hélt hann áfram, „prýðilegur mórall, enda höldum við strákarnir oft hópinn og förum á ball saman þegar við erum í landi " Gerðumst við nú svo djarfir að spyrja hvað hann gerði í fristundum sinum i landi Þá brosti Kristján og sagði: „Það er nú margt, aðallega fer ég á kvennafar og svo er það glundrið Fristundum okkar á sjón- um eyðum við mest megnis í að spila, lesa og sofa " Að lokum sagði Kristján að sér líkaði ágætlega á sjónum en gæti vel hugsað sér að starfa sem skrifstofumaður. Kristján Guðmundsson til vinstri ásamt skipsfélaga sínum, Magnúsi Gústafssyni, um borð í Svani KE 45, en þeir félagar voru hinir hressustu eins og sjá má. Ballettmærin missti af Lundúnaferð vegna bílviðgerðar L.juMiiynu wi.K.M. Pétur og Stefán ræða við Ásdísi f einum af æfinga- sölum Þjóðleikhússins, en þar var hún að kenna ungum ballettmeyjum, sem bfða spenntar eftir kennara sfnum eins og sjá má. Spjallað við Asdísi Magnúsdóttur ballettdansara 0 „Ég og nokkrar aðrar stelp- ur, sem voru í mínum bekk, tókum okkur saman og fórum að læra ballett þegar við vorum 8 ára, “ sagði Ásdis Magnús- dóttir ballettdansmær, þegar við hittum hana upp í Þjóðleik- húsi fyrir æfingu á atriði úr Carmen. Asdís er I íslenska dans- fiokknum ásamt 7 öðrum stúlk- um, en þær eru nú úti í London til að fræðast um ballett, sækja leikhús og stunda ballett- sýningar. „Ég hafði ekki efni á að fara, því ég var að fá bílinn minn úr viðgerð," sagði Asdís og bar sig vel. Stúlkurnar í dansflokknum eru skyldugar til að kenna tvo tíma í viku i Listdansskóla Islands. 1 Listdansskólanum eru 110 nemendur og mikill áhugi sagði Asdis og í apríl- mánuði verður sýning hjá skólanum. Byrjað er að æfa af fullum krafti. Aðspurð sagði hún að þær í Dansflokknum hefðu ekkert sérstakt verkefni þessa stund- ina, en von væri á ballettmeist- ara og mun þá verða byrjað að æfa fyrir Listahátiðina í sumar. Við spurðum hana hvernig kjör og aðstaða Dansflokksins væri. „Aðstaðan er mjög góð, kjör- in allsæmileg en verða vonandi betri," sváraði hún. „Finnst þér að kynna mætti ballettinn betur til að vekja áhuga fólks?“ „Það mætti vera meira af ballett I sjónvarpi og blöðum. Einnig mætti hafa kynningar í skólum og fara út um lands- byggðina með sýningar. Dans- flokkurinn fór út um landið haustið 1974 en viðtökur voru ekki sem bestar.“ „Gaman að dansa?" „Ef mér gengur illa þykir mér mjög leiðinlegt að dansa, en alveg ágætt þegar vel geng- ur. Sýningarnar þykja mér lang skemmtilegastar og mætti vera meira af þeim.“ „Er ballett erfiður?“ „Ballett krefst mikillar líkamlegrar og andlegrar áreynslu," sagði Ásdís að lok- um áður en hún vatt sér að nemendum sínum og hélt áfram við kennsluna og þrot- lausa æfingu. „Heima þekkjast allir, en hér er lífið ópersónulegra” Ljósmynd ól.K.M. amVlsson og A\el Við röbbuðum við tvo unga Eyja- peyja sem stunda nám i mennta- skóla i Reykjavík. Þeir heita Úlfar Danielsson og Axel Gunnlaugsson. Okkur datt i hug að spyrja hvernig væri að vera ufanbæjarnámsmaður i Reykjavík og hver kostnaðurinn væri. Nú farið þið dreifbýlisstyrk Dugir hann lengi? „Þið spyrjist eins og fáfróðir em- bættismenn, nei, það tekur enga stund að eyða honum. Við förum með a.m.k 3000 kr. á viku, i strætó og annað smotteri Styrkurinn er aðeins 4800 kr. svo þú getur séð að hann dugir skammt " „Eru mikii viðbrigði að vera i Reykjavik miðað við Eyjar"? „Það var svolítið erfitt fyrst en breyttist til hins betra þegar við kynntumst öðru skólafólki." Helsti munurinn milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja fannst þeim vera fjar- lægðin milli staða. „Ef maður ætlar eitthvert þarf að taka strætó en í Eyjum getur maður gengið Heima þekkjast allir en hérna þekkir maður engan. lífið er mun ópersónulegra i R.vík en i Eyjum " Siðan spurðum við þá hvaða kostur væri við að vera i Reykjavik. „Hann er vandfundinn," svaraði Axel, „jú, það er einn persónulegur, sem ég læt ekki uppi," sagði hann og brosti. Úlfar fannst eini sérstaki kostur- inn vera sá að geta farið i sundlaug- arnar en i Eyjum er engin sundlaug eins og er Þeir sögðust hafa heyrt ævintýri um kosti hitaveitunnar, en kváðust vera svo heitfengir sjálfir að uDplagi og þvi hefðu þeir litið notið þessara umræddu hlunninda nema náttúrulega i kimroða meginlands- kvenna Þeir sögðu að í Reykjavik væri erfitt að fá vinnu yfir sumarið eða ihlaupavinnu með skólanum. Að lokum spurðum við þá hvernig þeim likaði i Reykjavik Báðir sögð- ust þeir vera að „farast" úr heimþrá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.