Morgunblaðið - 08.04.1976, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1976
*
Utvegsmenn á Suðurnesjum:
Vid erum rígmontnir
I takmarkaöan tíma getum viö boöið
Agfamatic 2000, vasamyndavélina á aðeins
9985 krónur
HÉR ER UM 2285 KRÓNA VERÐLÆKKUN
AÐ RÆÐA — GERI AÐRIR BETUR
Við vitum að einhver kann að segja „þetta er dýrt". Við bjóðum þess
vegna efasemdarmönnum að handleika vélina. Þeir komast að raun um
það, að hér er um vandaða vöru að ræða, gerða úr hinum upprunalegu
efnum — málmi og gleri. Ekki gerfiefnum, sem — fæst orð bera
minnst ábyrgð
En nú vantar rjómann á tertuna, og hér kemur hann Með vélinni fyglja:
EIN LITFYLMA, TASKA, ÓL OG FLASHKUBBUR SEM SAGT:
Vid erum rígmontnir
FÆST í TÝLI, AUSTURSTRÆTI OG í LJÓSMYNDAVÖRUVERZLUNUM UM ALLT LAND.
Skagfirðingar eru ein
syngjandi fjölskylda
Bæ, Höfðaströnd,
EKKI er hægt að segja annað en
veðurguðir hafi verið Skagfirð-
ingum hliðhollir í vetur, og man
ég ekki eftir betra árferði þrjá
fyrstu mánuði ársins síðan 1964,
en þá sprungu sóleyjar út á tún-
um í mars, og meðalhiti vetrar-
mánuði hér var +3 gráður.
I vetur höfum við Skagfirð-
ingar stundum verið á milli veðra
því að vestan og austan við fjall-
garða hafa oft verið verri veður.
Vel bílfært hefir verið um hér-
aðið frá áramótum og sjaldan
teppzt til Siglufjarðar, nú eru
aðeins svellglottar á láglendi.
Félagslíf hefir verið líflegt eins
og að venju um þennan tima. I
Fljótum er mjög margt af góðu
félagshyggjufólki sem er samhent
og fjölhæft til starfa, söngkraftar
eru þar góðir. Spilamenn og leik-
kraftar eru þar betri en gerist
víða. Fljótafólk er nú að æfa leik-
ritið Klerkar f klípu.
Á Hofsósi er komið saman viku-
lega, fólk úr 5 hreppum spilar þar
bridge. Söngfélagið Harpa á Hofs-
ósi, sem er áhugafplk um söng,
einnig úr 5 hreppunraustan fjarð-
ar, æfir nú af kappi undir stjórn
Ingimars Pálssonar söngkennara
á Hólum. Karlakórinn Heimir
æfir í Varmahlið undir stjórn
Árna Ingimundar, en báða þessa
kóra raddæfir Anna Jónsdóttir
frá Mýrakoti.
Á Sauðárkróki er starfandi
blandaður kór og svo eru allir
kirkjukórarnir. Það má því næst-
um segja að Skagfirðingar séu ein
syngjandi fjölskylda.
Lionsklúbburinn Höfði á Hofs-
ósi starfar af áhuga. Vinnur hann
að ýmsum góðum málefnum og
þar á meðal safnar hann nú til
tækjakaupa i læknastofu á Hofs-
ósi.
13. marz hélt klúbburinn árs-
hátíð sína, sem þótti takast mjög
vel. Sáu félagsmenn um öll
skemmtiatriði.
Að undanförnu hefir inflúensa
gengið hér yfir og hefir það
komið sér mjög illa sérstaklega
vegna frystihúsvinnu en þar hefir
verið mjög mikið að gera þvi að
togskipin hafa komið með full-
fermi eftir viku veiðiferðir. Hús-
mæður úr sveitinni hafa verið
fengnar til vinnu og jafnvel
komið til tals að fá starfskrafta
frá unglingaskóla á Hofsósi.
Sjómenn eru rétt að byrja að
leggja fyrir rauðmaga og grá-
sleppu, en afli er sáralítill ennþá.
Hugur er þó í útgerðarmönnum
að stunda þá veiði töluvert.
Ölafur Þorsteinsson og félagar á
Hofsósi hafa byggt hús á Hofsósi
til móttöku og söltunar á hrogn-
um.
Nýlokið er uppgjörum skatt-
framtala, og þó afkoma sé misjöfn
þá virðast flestir komast vel af.
En einhvern veginn finnst manni
að þetta ár verði erfiðara að skila
góðum rekstri. Breytingar eru
framundan þar sem í undirbún-
ingi er tankvæðing mjólkur í hér-
aðinu. Huga menn nú frekar að
einhæfum búrekstri, kúm eða
sauðfé. Björn f Bæ.
Lýsa stuðningi við frum-
varp Fiskveiðilaganefndar
(opinn krani)
Kver borgar ?
Húseígendatiygging
borgar tjón á innréttingum, málningu, veggfóðri,
flísum o.fl.þ.h.
Heimilistrygging
borgar tjón á innbúi (húsgögnum, gólfteppum o.fl. þ.h.)
Ábyrgðartrygging heimilistryggingar
borgar tjónið á 3., 2.,l.hæð og í kjallara.
Allt með því skilyrði þó að húseigenda- og
heimilistrygging sé fyrir hendi - annars ekki.
milli veiðigreina, og þá á kostnað
hinna hefðbundnu vertiðarbáta, á
svæðinu frá Stokksnesi að Látra-
bjargi. En á þessu svæði hefur á
vertíðum veiðst sá þorskur, sem
best hefur dugað til fiskvinnslu,
sökum stærðar og gæða, enda á
stundum verið látinn bera uppi
ýmsa kostnaðarþætti útvegsins í
landinu.
Fundurinn telur tillögur um
netafjölda óraunhæfar og bendir
á, í því sambandi, að útilokað er
að gera út báta með svo fáum
netum. Leggur fundurinn
eindregið til að ákvæði um neta-
fjölda, sem nú gilda, verði áfram
gildandi.
Hvað snertir tillögur um að net
séu tekin upp fjóra daga um
páska, þá telur fundurinn það
koma til greina, ef allar aðrar
veiðar á þorski yrðu bannaðar
þessa daga á svæðinu. I þessu
sambandi bendir fundurinn á að
fjöldi báta hefur verið með net
sín utan 25 mílna marka.
Fundurinn vill sérstaklega
minna á að útvegsmenn og
sjómenn á Suðurnesjum, i Vest-
mannaeyjum og víðar hafa hvað
eftir annað bent á nauðsyn
friðunarsvæða á hrygningarslóð-
um þorsks við Suður og Suð-
vesturland, ásamt því að þessir
aðilar hafa stuðlað að ákvæðum
um stækkun möskva í þorskanet-
um. Það er álit fundarins að
ákvæði þessu að lútandi ásamt
stórauknum friðunarsvæðum á
þeim slóðum, sem ungur þorskur
heldur sig á, séu raunhæfustu
aðgerðir til verndunar þorsk-
stofninum og að með slikum að-
gerðum yrði um stórvægilega
skerðingu að ræða, á sókn í þorsk-
stofninn, frá því sem átt hefur sér
stað.
3. Varðandi dráp á smáum
þorski og möskvastærð var eftir-
farandi samþ.:
Fundurinn harmar þau vinnu-
brögð, sem átt hafa sér stað á
hluta togaraflotans, í sambandi
við gegndarlaust dráp á smáum
þorski, og að allt tal skipstjórnar-
manna, sem hér eiga hlut að máli,
um lélegt hráefni úr þorskanet-
um, er að dómi fundarins aðeins
yfirklór, sem sæmir ekki íslensk-
um fiskimönnum. Fundurinn tel-
ur að það beri að skylda þessa
menn til að koma með í land allan
afla er á skip þeirra kemur, svo
hægt sé að taka á málum þeirra á
viðeigandi hátt.
Fundurinn fagnar væntanlegri
reglugerð um möskvastærðir
veiðarfæra og krefst þess að nú
þegar verði tekið upp strangt
eftirlit um að reglunum verði
fylgt.
FUNDUR I stjórn og trúnaðar-
ráði Útvegsmannafélags Suður-
nesja tók nýlega til umræðu
frumvarp fiskveiðilaganefndar,
álitsgjörð tillögunefndar um
stjórnun fiskveiða og fleira. Varð-
andi frumvarp fiskveiðilaga-
nefndar lýsir fundurinn yfir
stuðningi við frumvarpið, þrátt
fyrir að hann telji að gengið hafi
verið fram hjá veigamiklum til-
lögum Suðurnesjamanna til máls-
ins. Hins vegar mótmælir fundur-
inn þeim drætti, sem orðinn sé á
því, að frumvarpið sé lagt fyrir
Alþingi, og bendir á að í frum-
varpinu felist margvfsleg atriði,
sem enga bið þoli, svo sem ákvæði
um skyndilokanir.
Varðandi tillögur um stjórnun
fiskveiða var eftirfarandi sam-
þykkt á fundinum:
Fundurinn lýsir furðu sinni á
tillögum þeim, sem fram koma í
álitsgjörð tillögunefndarinnar og
þá sérstaklega vegna þeirrar mis-
mununar, sem ætlað er að gera
Skrifstofur okkar og umboðsmenn um land allt
veita nánari upplýsingar um HEIMILISTRYGGINGUNA
og þær endurbætur og nýjungar, sem gengu i gildi 1. januar 1976
SAMVINNUTRYGGINGAR GT
ÁRMÚLA 3. SlMI 38500 .
GAGNKVÆM TRYGGINGAFÉLÖG ERU SAMTÖK HINNA TRYGGOU
SAMVINNUTRYGGINGAR ERU GAGNKVÆMT TRYGGINGAFELAG
UMUl lll'Ul tUUtt UU’U
> • 1«,
I