Morgunblaðið - 08.04.1976, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1976 13
Karl Eiríksson:
Athugasemd við grein prófessors
Valdimars K. Jónssonar
FYRSTA tilraun af hálfu
Kröflunefndar til að ræða
málefnalega um þessa um-
deildu virkjun, kemur fram í
grein prófessors Valdimars
K. Jónssonar í Morgunblað-
inu 6. þ.m., en umrædd
grein er tilefni þess að undir-
ritaður stingur niður penna.
( grein sinni, með undir-
fyrirsögn VÉLATILBOÐ, segir
Valdimar orðrétt: „Þorleifur
segir að borist hafi tilboð í
8—16 MW vélar, en því
hafi ekki verið sinnt. Sann-
leikurinn er sá að ekkert slíkt
tilboð barst enda ekki eftir
því leitað, þar sem þörf var
fyrir stærri vélar. Þessar upp-
lýsingar hefði hann vel getað
fengið frá Kröflunefnd í stað
þess að hlusta á gróusögur
úti í bæ, sem varla sæmir
vísindamanni."
Þarna fer prófessor Valdi-
mar með rangt mál. Hið rétta
er, að þ. 28. nóv. 1974 var
haldinn fundur á skrifstofu
Bræðranna Ormsson h.f. að
Lágmúla 9, þar sem lagt var
fram tilboð í vélar fyrir
væntanlega Kröfluvirkjun, og
var það tilboð í vélar af 16
MW stærð. Á fyrrgreindum
fundi voru mættir eftirtaldir
menn: Dr. Valdimar K. Jóns-
son, prófessor — á vegum
Verkfræðistofu Sig. Thorodd-
sen. Páll Lúðvíksson verk-
fræðingur — á vegum
Kröflunefndar. Karl Ragnars
verkfræðingur — á vegum
Orkustofnunar. Dipl. Ing.
Zenker — á vegum AEG-
KANIS. Dipl. Ing. Buchgrab-
er — á vegum AEG-KANIS.
Ásgeir Höskuldsson tækni-
fræðingur — á vegum Br.
Ormsson h.f. Karl Eiríksson
framkv.stj. — á vegum Br.
Ormsson h.f.
Tæknilegar upplýsingar
þessa tilboðs voru sérstak-
lega útskýrðar fyrir próf.
Valdimar og tók hann einmitt
með sér af fundinum til-
boðið ásamt þeim upp-
lýsingum.
Knútur Ottested verkfræð-
ingur, frkv.stj. Laxárvirkjunar
aflaði sér einnig tilboðs, í 3
og 6 MW gufuhverfil, sem
hann óskaði eftir að fá að
festa kaup á. Ekki hef ég trú
á, að próf. Valdimar hafi ver-
ið ókunnugt um það mál.
Einnig vil ég taka fram að
á ofangreindum fundi lá fyrir
orkuspá fyrir Norður- og
Austurland, sem byggð var á
upplýsngum Rafmagns-
veitna ríkisins og Laxárvirkj-
unar og var vélastærðin mið-
uð við þá þörf sem þar kom
fram.
í von um að þessi alvar-
legu mál verði rædd á
málefnalegum grundvelli í
framtíðinni, vaknar sú
spurning hvort almenningur
geti sætt sig við annað en að
ýmsum ítarlegum greinum
og útreikningum sem fram
hafa komið á undanförnum
mánuðum, sé svarað.
Vil ég taka dæmi:
Orkumálaráðherra, Gunn-
ar Thoroddsen, sagði á Al-
þingi 7. þ.m. að 1 miljarður
væri orðinn tískufyrirbæri
þannig væri talað um 1 millj-
arðs rekstrarhalla á Kröflu, 1
milljarðs kostnað við laxa-
stiga f Laxá. Skildist mér að
hér væri um rangar tölur að
ræða. Það er ekki nóg að
segja þær rangar, krefjast
verður að hinar réttu tölur
verði birtar. Sömuleiðis er
ekki hægt að sætta sig við,
að spurningar sem Knútur
Ottested setti fram í hógværri
grein i dagbl. Vísi fyrir mörg-
um mánuðum sé enn ósvar-
að eða aðeins afgreiddar
með því að tala um rugling í
kollinum á honum.
Stjórnmálamenn verða að
gera sér Ijóst, að það er ekki
hægt lengur að komast hjá
þvi að svara þeim fyrirspurn-
um og útreikningum sem
fram hafa komið í umræðum
og skrifum um Kröfluvirkjun.
Sömuleiðis er það vanvirðing
við dómgreind almennings,
að álíta að það réttlæti ranga
fjárfestingu í raforkumálum,
sem nemur u.þ.b. milljarða
tug, þótt formaður Kröflu-
nefndar Jón G. Sónes hafi
ekki tekið leigu fyrir skrif-
stofuhúsnæði nefndarinnar á
Akureyri.
Á meðan tölulegum rökum
margra mætra manna er
ósvarað, verður að álita að öll
ákvarðanataka i þessu máli
hafi verið í meira lagi handa-
hófskennd og geti valdið
ófyrirsjáanlegum útgjöldum
almennings.
— vegna Kröfluvirkjunar
Fósturheimili
Fósturheimili óskast fyrir þroskaheftan dreng
utan af landi, sem dvelja mun í Lyngási frá kl. 8
árdegis til kl. 5 síðdegis.
Nánari uppl gefur Guðgeir Ingvarsson, félags-
ráðgjafi í síma 28544.
Einstakt tilboð
^Oáhlha
Glæsileg
TOSHIBA
stereo-samstæða með
öllu tilheyrandi fyrir
aðeins 120.890 kr.
Htoshiba
100 ÁRA
í tilefni 100 ára afmælis
Toshiba (Tokyo Shibaura
Electric Co„ Japan) getum við
boðiS þessa glæsilegu sam-
stæSu á aSeins kr. 1 20.890.
AthugiSl ASeins er um tak-
markaS magn aS ræSa.
SM 3000 samstæðarr saman-
stendur af: Útvarpstæki með
langbylgju, miðbylgju og FM-
bylgju. 16 watta magnara, reim-
drifnum plötuspilara með þung-
um, renndum diski Armurinn er
vökvalyftur.
V
Casettu segulbandstækið er
bæði fyrir upptöku og afspilun i
stereo 2 styrkleikamælar eru á
tækinu og 3ja stafa teljari.
2 stórir hátalarar fylgja með og
eru 2 hátalarar i hvoru boxi.
Árs ábyrgS. GreiSsluskilmálar:
útborgun 60.000. siSan
20.000 á mánuSi
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
Bergstaðastræti 10 A
Simi 1-69-95 — Reykjavik
myndavélin
frá Kodak hefir farið sigurför um heiminn
Þetta er skemmtileg og nytsöm gjöf,
sem heldur áfram að
gleðja — aftur og aftur
margar gerði
W fyrirliggjandi
einhver þeirra hlýtu