Morgunblaðið - 08.04.1976, Síða 14

Morgunblaðið - 08.04.1976, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976 Svörtu kobra- slöngurnar Liðsmaður Rauðu Khmeranna. ANDSPYRNUHREYFING sem kallar sig Svörtu kobra- slöngurnar hefur skotið upp kollinum í Kambódiu, einu ári eftir sigur Rauðu Khmeranna, og við það hefur skapazt hætta á nýjum viðsjám á Indókína skaga. Hreyfingin hefur bækistöðv- ar í Thailandi þótt stjórnin þar setti það skilyrði þegar hún hleypti 80.000 flóttamönnum frá Laos og Kambódiu inn í landið að þeir stofnuðu ekki stjórnmálastarfsemi. - Thailenzka stjórnin er hins vegar völt i sessi og hefur heldur ekki reynt að hindra starfsemi Meoflóttamanna, sem studdu Bandaríkjamenn í strið- inu í Laos og Laosstjórn sakar um að skipuleggja skemmdar- verk, skæruhernað og jafnvel innrás. Fréttir hafa borizt af vaxandi ókyrrð í Laos, en meira kveður þó að liðsmönnum Svörtu kobraslangnanna, einkum í héraðinu Battambang, milli thailenzku landamæranna og stórbæjarins Siem Reap. Dularfull sprenging varð í Siem Reap í febrúarlok og Kambódíustjórn hélt því fram að bandarískar flugvélar hefðu ráðizt á bæinn. — Sennilegra er talið að skotfærageymsla hafi verið sprengd í loft upp og það getur hafa verið verk Svörtu Kobraslangnanna. RÓTTÆK BYLTING Foringjar úr her Lon Nols fyrrverandi einræðisherra stjórna andspymuhreyfing- unni og talið er að hún eigi vaxandi fylgi að fagna meðal landsmanna vegna miskunnar- lausrar stefnu nýju valdhaf- anna. Margir flóttamenn hafa sagt frá því að konur og börn hafi verið myrt til að hefna fyrir mótspyrnu gegn stjórn- inni. Nýlega kom sendiherra Svía í Peking, Kaj Björk, úr þriggja vikna heimsókn í Peking, þar sem hann afhenti þjóð- höfðingjanum, Norodom Sihanouk fursta, skilríki sín, fyrstur erlendra sendimanna siðan nýja stjórnin tók við, og hann hefur skýrt frá því að bylting hennar sé svo róttæk að byltingarnar í Sovétríkjunum og Kina hverfi í skuggann. Phnom Penh virðist enn auð- ur og yfirgefinn bær einu ári eftir byltinguna og þar er eng- inn póstur og sími, fá blöð, engar verzlanir, engir peningar og engin laun. Borgin er ein- angruð frá umheiminum, en í janúarlok hófust hálfsmánaðar reglubundnar áætlunarflug- ferðir til Peking. Vestrænir blaðamenn fá ekki að koma til landsins. Sihanouk tjáði Björk sendi- herra að landsmenn einbeittu öllum kröftum sínum að hris- grjónauppskerunni svo að þeir gætu brauðfætt sig og síðan hafið útflutning og byggt upp viðskipti við útlönd. Nýju valdhafarnir eru ungir eða miðaldra og sænski sendi- herrann segir að þeir tali aldrei um sósíalisma eða kommúnisma án þess að nefna nýjar hugmyndir, að þeir leggi áherzlu á róttækar hugmyndir um uppbyggingu nýs samfélags og útrýmingu alls þess sem sé gamalt. ALGER SAMYRKJA Aherzla er lögð á að koma mestöllum iðnaði fyrir sem lengst frá öllum bæjum og kom- ið hefur verið á algerum sam- yrkjubúskap þannig að bændur eiga enga jarðarskika sjálfir eins og bændur í Sovétríkjun- um og Kína. Leng Sary varaforsætisráð- herra sagði Björk sendiherra að landsmenn kæmust vel af án peninga, en nýju myntkerfi yrði smátt og smátt komið á. Hann sagði að öllum auðlindum landsins væri varið til hrís- grjónaræktarinnar, áveitu- framkvæmda, lagningu skurða og stíflugerðar. Fátt fólk er á ferli í Phnom Penh og börn sjást þar ekki að sögn sendiherrans. Ibúarnir voru 600.000 fyrir stríðið, þeim fjölgaði í 2.5 milljónir í strið- inu, en nú eru þeir 100—150.000. Ástæðan til þess að íbúar borgarinnar voru flutt- ir burtu var sögð sú, að þörf væri á vinnuafli til hrísgrjóna- ræktannnar og að auk þess þyrfti að afstýra hættu á hungursneyð og kóleru. Auk þess mun tortryggni í garð stuðningsmanna Lon Nols í borginni hafa ráðið nokkru og Björk sendiherra segir að oft sé bent á hættu á njósnurum. Hann telur, að tjónið af völd- um stríðsins sé eins mikið og i Víetnam, en það hafi orðið mest á landsbyggðinni og Phnom Penh hafi sloppið tiltölulega vel og keisaraborgin nær alveg. Hann segir, að samgöngur séu enn í lamasessi og útvarpið gegni miklu hlutverki, bæði áróðurs- og fjarskiptamiðill. Hann telur, að nýju vald- hafarnir séu öfgafullir þjóð- ernissinnar og muni þvi hvorki halla sér að Kinverjum né Norður-Víetnömum. STRÍÐS- YFIRLÝSING Thailenzka stjórnin hefur reynt að friðmælast við nýju. stjórnirnar í Indókína, en stjórnin í Hanoi svaraði óraun- hæfri tillögu hennar um að þær tengist Asean, bandalagi Thailands, Malaysíu, Singa- pore, Indónesíu og Filippseyja, nánast með striðsyfirlýsingu á hedur bandalaginu. Það kallaði bandalagið „afturhaldsbanda- lag undir bandariskri forystu" er stefndi að því fyrst og fremst að kollvarpa nýju stjórnunum í Indókina. Kínverjar hvöttu hins vegar á sama tima til stofn- unar bandalags i líkingu við Asean og það var enn eitt dæmi um ólíka afstöðu þeirra og Norður-Víetnama. Stjórnin í Hanoi hefur haldið uppi harðnandi árásum á thailenzku stjórnina á undan- förnum mánuðum og stuðning- ur stjórna Laos og Kambódíu Auðunn H. Einarsson: Nafn Ásgrims Jónssonar vantar á minningarfrímerkið Þann 4. mars 1976 voru liðin 100 ár frá fæðingu Asgríms Jóns- sonar listmálara. í tilefni þess gaf póststjórnin út þann 18. mars frímerki með mynd af málverki eftir Asgrím Jónsson. Frímerkí þetta er mjög fallegt, og prentun merkisins er hin vandaðasta. En einn stór galli er hér á, nafn Ás- gríms Jónssonar vantar á frí- merkið. Með útgáfu þessa frí- merkis er gerð stórkostleg kynn- ing á málverki Asgríms Jóns- sonar, en þar sem nafn lista- mannsins vantar á merkið, er ákaflega hætt við að þetta frí- merki komi mörgum þannig fyrir sjónir að það sé málverk en teng- ist ekki nógu augljóslega list- málaranum Ásgrími Jónssyni. Ef litið er á önnur hliðstæð frí- merki er þess að geta að 1970 var gefið út frimerki með mynd eft- ir Þórarin B. Þorláksson 50 Baskar handteknir Madrid, 5. apríl Reuter. TUTTUGU og nlu fangar, flestir taldir félagar I hermdarverka- samtökum Baska, ETA, flúðu úr Segovia-fangelsinu norður af Madrid í dag, en þar hafa dvalizt 56 pólitiskir fangar með allt að 20 ára dóma. Fréttastofan Cifra sagði að meðal strokufanganna væru taldir vera kommúnistar og félagar í FRAP, bvltingarsamtök- um andfasfskra þjóðernissinna, auk ETA-mannanna. Þá skýrðu spænsk stjórnvöld frá þvf að 50 ETA-félagar hefðu verið hand- teknir f s.l. viku á Norður-Spáni, og eru það mestu handtökur þar frá láti Francos, einræðisherra. (1867—1924) listmálara. Þá var nafn Þórarins B. Þorlákssonar prentað litlum en skirum stöfum undir myndinni. Þar er augljóst hver er höfundur hennar og eru slik tengsl nauðsynleg í svona til- felli. Þessi uppsetning hefði átt að vera póststjórninni svo fersk í minni að þessi háttur væri hafður á frímerki því er gefið var út i tilefni þess að 100 ár eru frá fæð- ingu Asgrims Jónssonar. Ef litið er til annarra þjóða og hugað að framkvæmd hliðstæðrar útgáfu, þá er nafn listamanns alltaf sjánlegt á frímerkinu. Frakkar urðu þjóða fyrstir til að gefa út frímerkí með myndum af málverkum og öðrum listaverk- um, og öll sú útgáfa á það sam- eiginlegt að nöfn listamannanna standa læsilegum stöfum á frí- merkjunum. Þegar norðmenn gáfu út frimerki 1963 með fjórum málverkum eftir Edvard Munch, var nafn listamannsins á öllum merkjunum og læsilegt berum augum. En hvað er þá frímerki og hver er tilgangur með útgáfu þess? Frímerki er kvittun fyrir því að búið sé að greiða póstinum pen- inga er vergildi frímerkisins segir til um. Frímerkið er limt á um- slagið og er sjánleg kvittun þess að burðargjaldið sé greitt, þar tíl eigandi sendingar hefur móttekið bréf sitt. Einnig eru frímerki oft landkynning og val mynda þeirra sem á frimerkjum eru tengjast oft sögu og þjóðlífi þess lands er gefur frímerkið út. Sú útgáfa sem í þessu tilfelli er til umræðu, er gefin út í tilefni þess að 100 ár eru frá fæðingu listmálarans Ás- grims Jónssonar. Minningarút- gáfa með málverki eftir einn viðurkenndasta listamann þjóðar- innar, en þar sem almenningur þekkir ekki svo list Ásgríms er hætt við að frímerkið birtist mönnum sem mynd af málverki án þess að auglýsa nafn listmálar- ans sem útgáfan er helguð. Einnig ber þess að geta að frí- merki þetta dreifist um fjarlæg lönd eins og öll önnur frímerki og hætt er við að þar verði enn til- finnánlegra að sú kynning sem hér hefði orðið á nafni Ásgríms Jónssonar sé andvana fædd. Hvað ræður verðgildi frí- merkja? Síðan í desember hefur verð- gildið 27 krónur ekki verið til hjá póstinum. Þó kostar 27 krónur undir bréf innanbæjar, út á land og til norðurlanda. Efi það mun stefna póststjórnarinnar að til sé hjá póstinum þau verðgildi á frí- merkjum sem algengust eru í notkun. Er því furðulegt að verð- gildið 150 krónur skuli hafa orðið fyrir valinu. Því er svo við að bæta að minningarútgáfu eru hafðar með þeim verðgildum sem algengust eru I almennri notkun. Er þetta gert svo frímerkið dreif- ist sem víðast, og kynni þann Friðrik Sigurbjörnsson: Elskuleg sýning að Bergstaðastræti 19 Rauður litur hússins á horninu á Bergstaðastræti og Spítalastig er fjarska mildur og þekkilegur, stingur i stúf við allt álið og plast- ið bláa, og þótt það sé hvorki háreist né hátimbrað, hafa merkir menn búið þar löngum. A siðustu árum hefur Guðmundur Árnason, „lifs- kúnstnerinn og skemmtimað- urinn“, eins og Örlygur Sigurðs- son nefndi hann, — rekið þarna skemmtilegt gallerí, þar hafa margir listamenn sýnt, en baka til stundar svo Guðmundur iðn sína, innrömmun listaverka, þar af stundum kallaður „rammaskalli", og móðgast ekkert yfir nafngift- inni. Þessa dagana stendur yfir sér- lega skemmtileg sýning hjá Guðmundi, sem mér finnst of lítið hafa verið minnst á, og til þess að vekja athygli fólks á sýningu þessari, eru þessi fáu orð skrifuð. Það eru þrjú ungmenni, sem að sýningu þessari standa, og öll eiga þau það sameiginlegt að ljúka prófum úr Myndlistar- og handíðaskólanum nú í vor. Sýninguna kalla þau RAS — '76, og er nafnið dregið af upphafs- stöfum í nöfnum þeirra, Reinhild, Ásgeir og Skúli. Þau eiga líka annað sameigin- legt, að hafa öll lært hjá meistaranum Rudolf Weissauer, sem oft hefur dvalizt hérlendis og er hinn ágætasti Islandsvinur. Reinhild Patzelt er þýzk að ætt- erni, en stundar listnám hér, en auk hennar sýna Asgeir Einars- son og Skúli Ólafsson. Á RÁS '76 eru 27 grafíkmyndir, fíngerðar og mann eða þann atburð sem verið er að minnast. Ef um það er að ræóa að einstaklingur fái póst- kröfu fær pósthúsið frímerkin, þar sem viðtakandinn tekur við kröfunni, þrátt fyrir það að við- takandi póstkröfu greiði burðar- gjald. Af þessum sökum er ákaf- lega hætt við því, að þetta minn- ingarfrímerki um Asgrím Jóns- son komi ekki fyrir sjónir svo margra sem æskilegt hefði verið. Þar sem frímerkjaútgáfa er eins almenn á tslandi og raun ber vitni um, er furðulegt að ráða- menn póststjórnarinnar skuli ekki hafa numið svo augljóst atriði sem nafn mannsins sem verið er að heíðra með útgáfunni. En það leiðir hugann að því hvort þeim þáttum hjá pósti og síma sem almenningur hefur ekki að- stöðu til að fylgjast með sé álíka klaufalega stjórnað og því að gleyma nafni Asgríms Jónssonar á frímerki því er gefið var út í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans. Ijúfar, gerðar af natni og ljóð- rænni mýkt, svo að unun er á að horfa. Máski eiga þau ungmennin ennþá margt ólært á sviði þeirrar viðkvæmu grafíklistar, en árangur þeirra lofar sannarlega góðu, og íslenzkur æskulýður er áreiðanlega ekki á neinum glötunarvegi, þegar slíkir finnast í hans röðum. Myndir þremenninganna eru allar til sölu, og hafa þau stillt verðinu mjög í hóf. Grafikmyndir er þannig engum ofraun að kaupa og prýða með því heimili sitt, og er svo sannarlega margt rusl hér á boðstólum, sem gjarna má missa sín af veggjum heimilanna í stað þessarar fögru listar. Rauða húsið við Bergstaða- stræti 19 er í alfaraleió, og það verður enginn svikinn af heim- sókn þangað nú. Sýningin er opin daglega frá kl. 13—18, og aðgang- ur er ókeypis. Ég óska þessum geðþekku ungmennum til hamingju með þessa sýningu, og vona aó sem flestir leggi þangað leið sina. Friðrik Sigurbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.