Morgunblaðið - 08.04.1976, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976
15
einnig gera ráó fyrir auknum
stuðningi Indókínarikjanna við
mótspyrnuhreyfinguna, sem
kommúnistar ráða í Thailandi.
Þar með getur komið upp sú
staða, að Thiland eigi i beinum
átökum við kommúnistaríkin í
Indókína.
Óvíst er hvort önnur Asíu-
ríki vilja dragast inn í átökin.
Asean er ekki hernaðarbanda-
lag. Hins vegar eru hreyfingar,
sem kommúnistar ráða, einnig
athafnasamar í hinum aðildar-
löndunum og verið getur að
þeim verði umhugað um að láta
til skarar skriða gegn
kommúnistum í Indókína áður
en þeir færa sig upp á skaftið.
Þvi er ekki hægt að útiloka
hættu á nýju striði i Suðaustur-
Asíu, þó að nokkur tími geti
liðið þar til það brýzt út,
kannski fimm ár.
Hermenn kambódfsku byltingarstjórnarinnar.
við harða línu hennar hefur
aukizt eftir því sem starfsemi
andstæðinga stjórna þessara
landa hefur aukizt.
Kosningar fara fram í Thai-
landi 4. mai og geta ráðið miklu
um framtiðarþróunina í
þessum heimshluta. Kosninga-
baráttan hefur verið blóðug og
að minnsta kosti einn foringi
sósíaldemókrata og nokkrir
foringjar bænda og stúdenta
hafa verið myrtir, en hægri-
mönnum er spáð sigri. Ef þeir
sigra ekki má búast við að her-
inn taki völdin.
NÝTT
STRlÐ?
Hver sem niðurstaðan verður
má gera ráð fyrir auknum
stuðningi Thailendinga við
Svörtu kobraslöngurnar. Þá má
Kissinger hefur gagnsókn:
„Mesti vandi utanríkisstefnu
okkar er simdrungin heima fyrir”
UTANRlKISSTEFNA Henry
Kissingers er orðin að kosn-
ingamáli í bandarfsku forseta-
kosningunum. Kissinger hefur
sætt æ harðari gagnrýni að
undanförnu úr ýmsum áttum,
— einkum þó frá andkommún-
fskum harðlfnumönnum á borð
við Ronald Reagan úr flokki
repúblíkana og Henry Jackson
úr flokki demókrata, sem telja
að „detente“stefna Kissingers
gagnvart Sovétríkjunum hafi
beðið skipbrot, og þá ekki sfzt
með tilliti til Angólamálsins.
Kissinger hefur nýlega snúizt
til varnar gegn þessum ásök-
unum, — nú sfðast í Dallasræð-
unni þar sem hann hótaði
Kúbumönnum gagnaðgerðum
Bandaríkjanna ef þeir hefðu
enn í frammi hernaðaríhlutun
erlendis. 1 harðorðri ræðu í
Boston nýlega gerði Kissinger
ennfremur grein fyrir helztu
sjónarmiðum sínum varðandi
utanríkisstefnu Bandarfkjanna
og fara hér á eftir brot úr þeirri
ræðu:
„Þjóðinni er enginn greiði
gerður með yfirlýsingum sem
gefa ýkta mynd af styrkleika
Sovétríkjanna og veikleika
Bandaríkjanna . . . Styrkleiki
Sovétríkjanna er mjög ójafn;
veikleiki og vandamál Sovét-
kerfisins eru æpandi mikil . . .
Sovétríkin standa okkur og
bandamönnum okkar langt að
baki. . .“
„Við höfum reynt með sam-
vinnu við Sovétríkin að bægja
frá skugga kjarnorkustyrj-
aldar, — með því að koma á
samkomulagi um einstök
vandamál eins og Berlinar-
málið . . . og viðræðum um tak-
mörkun kjarnorkuvopgta . . .
Og við höfum beitt okkur fyrir
samvinnu á efnahagssviðinu og
öðrum sviðum . . . Þessi þróun
þarf að vera gagnkvæm. Hún
mun ekki Hfa af stöðugar til-
raunir til einhliða ávinnings
annars aðilans. Einkum og sér í
lagi getur hún ekki lifað af
fleiri Angólamál."
„Engin stefna mun á skjótum
tíma, — ef það verður þá nokk-
urn tíma unnt —, eyða sam-
keppni og ósamræmanlegum
hugmyndafræðilegum ágrein-
ingsefnum Bandarikjanna og
Sovétríkjanna. . .“
„Mesta vandamál utanríkis-
stefnu okkar er sundrungin
heima fyrir. Það sem utanríkis-
stefna okkar þarf mest á að
halda er þjóðarsamstaða og að
menn vakni til vitundar um það
á ný að í utanríkisstefnu sam-
einast þjóðin út á við.“
„Umheimurinn horfir á með
forundran, —óvinir okkar með
ánægju og vinir okkar með vax-
andi ugg —hvernig Bandaríkin
virðast stefna að glötun áhrifa
sinna og eyðileggingu á því sem
áunnist hefur í alþjóðamálum
með látlausri svallveizlu ásak-
ana. Stefna okkar í ýmsum mál-
um, — i Afríku, við austanvert
Miðjarðarhaf, í Latnesku-
Ameríku, í samskiptum austurs
og vesturs— er veikt með
handahófslegum aðgerðum
þingsins sem kann að taka ára-
tugi að bæta fyrir. Leyniþjón-
ustukerfi okkar hefur orðið
fyrir alvarlegur áföllum vegna
sífelldra, tillitslausra árása.
Umheimurinn sér land sem er
næstum því ófært um að koma
fram með þeirri varfærni sem
allri diplómatiu er nauðsyn-
leg...“
„Ef einum hópi gagnrýnenda
okkar tekst að grafa undan við-
ræðum um vígbúnaðartakmark-
anir og eyðileggja möguleikana
á uppbyggilegri samskiptum
við Sovétrikin, á meðan annar
hópur sker niður varnamála-
fjárveit;rgar okkar og leyn'-
þjónustunnar og stöðvar það
að Bandaríkjamenn veita
ævintýramennsku Sovét-
ríkjanna viðnám, þá munu
þeir báðir í sameiningu
að lokum eyða getu þjóð-
arinnar til að framkvæma
sterka, skapandi, hófsama ög
skynsamlega utanrikisstefnu.
Útkoman verður sú að Banda-
ríkin verða lömuð þjóð, —burt-
séð frá þvi hver sigrað í nóvem-
ber. Og ef Bandarikin geta ekki
átt frumkvæði, þá munu aðrir
hafa það og við og allar frjálsar
þjóðir heims munum greiða
fyrir það dýru gjaldi.“
Um sfðustu helgi, var háð
fyrsta Reykjanesmótið f tví-
menningskeppni, en ætlunin
er, að f framtíðinni verði það
árlegur viðburður félaganna á
Rey k j anessvæðinu.
I þetta sinn voru mætt 24 pör,
frá öllum félögunum á svæðinu
(4). Úrslit urðu þau, að
bræðurnir Hermann og Olafur
Lárussynir sigruðu glæsilega,
hlutu 380 stig. Þeir spiluðu
fyrir hönd Ásanna í Kópavogi.
Annars varð röð efstu para
þessi: Stig
Hermann Lár. —
Ólafur Lár. 380
Ragnar Björnss. —
Sævin Bjarnason 366
Bjarni Jóh. —
Magnús Jóhannsson 366
Þórarinn Sófusson —
Bjarnar Ingimarsson 356
Sævar Magnúss. —
Hörður Þórarinsson 354
Ásgeir Magnúss. —
Sigurður Sigurðss. 350
Keppnisstjórn og útreikning
önnuðust Gestur Auðunsson og
Ólafur Lárusson.
Nýlega var haldinn stjórnar-
fundur í stjórn Bridge-
sambands Reykjaness um-
dæmis (B:R:U), og varð sú
breyting á, að Jón Gíslason
verður formaður, Ólafur Lárus-
son ritari, Gestur Auðunsson
gjaldkeri og Grímur Thoraren-
sen meðstjórnandi.
XXX
Frá bridgefélaginu Asarnir f
Kópavogi
Staða 6 efstu para, að 8 um-
ferðum loknum, í „Butler"
keppni félagsins.
Stig
Ragnar — Helgi 111
Jón — Garðar 107
Jón — Hallvarður 107
Þorfinnur — Gisli 105
Júlíus — Svavar 105
Ólafur — Ármann 104
Næstu 4 umferðir, verða
spilaðar á mánudaginn kemur.
XXX
30. mars sl. lauk sem kunnugt
er Firmakeppninni og sigraði
Slippurinn i Rvík. Spilaði
Símpn Símonarson fyrir firmað
og hlaut 123 stig. Úrslit i
keppninni hafa enn ekki borist
þættinum en verða vonandi
birt fljótlega.
A.G.R.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AlKiLYSINGA-
SÍMINN ER:
22480
Vcrðlækkun
Vegna hagræðingar og betri aðstöðu í nýjum húsakynnum að Smiðju-
vegi 6 hefur okkur tekist að lækka framleiðslukostnaðinn verulega;
Bergamo
Sófasettið hefur nú lækkað í verði um kr. 53.000
Staðgreiðsluverð í dag kr. 179.000
Bergamo er nýtízku sófasett í „Airliner’’ stíl.
Traustbyggt, afburða þægilegt og fallegt.
Meiri framleiðsla — betri vara — lægra verð
SMIÐJUVEGI6 SÍMI44544 m KJÖRGARÐI SÍMI16975