Morgunblaðið - 08.04.1976, Page 18

Morgunblaðið - 08.04.1976, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976 Talsmenn Kröfluvirkjunar: Frestun framkvæmda fjár sóun en ekki sparnaður Ahættupólitík Kröfluvirkjunar lítt verjanleg bæði af fjárhagslegum og náttúrufræðilegum ástæðum, sagði Bragi Sigurjónsson UMRÆÐU um skýrslu orkuráðherra, Gunnars Thoroddsen, var fram haldið í sameinuöu þingi í gær og tóku fjórir þing- menn til máls, þar af tveir með stuttar athuga- semdir. Umræðu lauk ekki og verður fram haldið síðar. Hér á eftir verður rakinn í örstuttu máli efnisþráður í yfir- gripsmikium og löngum ræðum Ragnars Arnalds og Braga Sigurjónssonar og getið athugasemda frá orkuráðherra og Ingvari Gíslasyni, aiþm., varafor- manni Kröflunefndar. __________________________1 • RAGNAR ARNALDS SVARAR ÞORLEIFI EINARSSYNI. Ragnar Arnalds (K) hóf mál sitt á því að færa orkuráðherra þakkir fyrir skýrslu um mál- efni Kröfluvirkjunar. Slík skýrsla og umræður um hana þjónuðu þörfu og upplýsandi hlutverki nú sökum mikils moldviðris, sem þyrlað hefði verið upp, einkum af talsmönn um Alþýðuflokksins, er þann veg reyndu að krafla sig upp úr pytti þeim sem flokkurinn hefði fallið ofan í. — Ragnar sagði að nýting jarðhita til raf- orkuframleiðslu væri ný af nál- inni og að eðlilegt væri að skipt- ar skoðanir yrðu um ýmis byrjunarvandamál, en slíkt réttlætti hvorki pólitískan skollaleik né hreinar rang- færslur. Hann vakti sérstaka athygli á því að lög um Kröflu- virkjun, sem Magnús Kjartans- son fyrrv. orkuráðherra hefði beitt sér fyrir, hefðu verið sam- þykkt af öllum þingflokkum og samhljóða á Alþingi. Siðan vék Ragnar að ræðu Braga Sigurjónssonar, utan dagskrár á þingi í sl. viku, sem efnislega hefði verið byggð á blaðaviðtali Þjóðviljans við Þorleif Einarsson, jarðfræðing; blaðaviðtali, sem þyrfti marg- háttaðra leiðréttinga við. 1 þvi sambandi nefndi Ragnar nokk ur dæmi: 0 1) Þorleifur hefði kallað Kröflunefnd pólitíska nefnd og að pólitísk nefnd í orkumálum væru mistök. Ragnar minnti á að framkvæmdaákvarðanir i orkumálum væru í eðli sínu pólitiskar, þó ætíð væri byggt á rannsóknum og niðurstöðum sérfræðinga. Hann tók saman- burðardæmi um skipan stjórn- ar Landsvirkjunar. Hana skip- uðu auk formanns, Jóhannesar Nordal, frá Sjálfstæðisflokkn- um: Geir Hallgrímsson, Birgir Isl. Gunnarsson og Árni Grétar Finnsson; frá Framsóknar- flokknum: Einar Ágústsson; frá Alþýðuflokknum: Baldvin Jónsson og frá Alþýðubanda- laginu: Guðmundur Vigfússon. Kröflunefnd væri skipuð þrem- ur alþingismönnum og tveimur verkfræðingum. Hún hefði ekki tekið eina einustu ákvörð- un nema í samráði við sérfræð- inga í hinum ýmsu þáttum málsins, enda störfuðu á vegum nefndarinnar bæði innlendir og erlendir ráðgjafasérfræðingar. 0 2) Því væri haldið fram að framkvæmdum hefði verið hraðað óeðlilega mikið. Stað- reynd væri hins vegar að því fyrr sem framkvæmdum lyki og þær kæmust í gagnið, því ódýr- ari yrðí framkvæmdin og því fyrr gæti hún farið að gefa arð. Það væri úrelt skoðun að hægt Gunnar Thoroddsen, Ingvar Glslason. Ragnar Arnalds, Bragi Sigurjönsson, væri að spara fjármagn með frestun framkvæmda. Þvert á móti myndi slík frestun verða mikil fjármagnssóun. 0 3) Því væri haldið fram að Kröfluvirkjun yrði stærri en lög leyfðu. Þetta væri rangt. Tilboð vélaframleiðenda hefðu öll miðast við 60 MW. Tekið Þingfréttir í stuttu máli BREYTING A LÖGUM UM TEKJUSTOFNA SVEITARFÉLAGA. Frni hefur verið lagt stjórr.ar- frumvarp til breytinga á tekju- stofnalögum sveítarfélaga. Frum- varpið gérir ráð fyrir breytingum á 15. gr. iaganna, sem fjallar um veítingu aukaframlaga úr Jöfn- unarsjóði; og 16. gr., sem fjallar um veitingu svonefnds fólks- fækkunarframlags úr sama sjóði. Fyrsta grein hins nýja frumvarps mælir svo fyrir um 'ið aukafram- lag skuli veita þeim sveitar- félögum, sem skortir tekjur til greiðslu lögbundinna eða óhjákvæmilegra útgjalda, sem og að heimilt sé að greiða aukaframlag þeim sveitarfé- lögum, sem verða fyrir fjár- hagsljóni vegna nýrra laga um verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga (lög sem færðu verkefm frá ríki til sveitarfélaga en juku jafnframt hluta sveitar- félaga í álagningu söluskatts). Þessi grein fjallar og um þau skil- yrði, sem sveitarfélög þurfa að uppfylla, til að njóta aukafram- lags, m.a. um nýtingu annarra tekjustofna. 1 2. gr. er gert ráð fyrir því að fólksfækkunarframlag skuli vera helmingur meðalútsvars á íbúa í landinu næstliðið ár margfaldað með íbúafækkunartölunni. Félagsmálaráðuneytið úrskurðar þessi framlög og greiðir þau hlut- aðeigandi sveitarfélögum. FRUMVARP TIL ÆTTLEIÐINGARLAGA. Þá hefur verið lagt fram frum- varp til ættleiðingarlaga. Fyrsti kafli laganna fjallar um veitingu ættleiðingarleyfa og lagaskilyrði fyrir þeim. Annar kafli um laga- áhrif ættleiðingar. Þriðji um niðurfellingu ættleiðingar. Fjórði um ýmis ákvæði og fimmti um gildistökuákvæði o.fl. Hér er um frumvarp að ræða, sem er mjög viðamikið að vöxtum og margþætt og verða því gerð nánari skil er það kemur á dagskrá þingsins. SKOTVOPN, SPRENGIEFNI OG SKOTELDAR. Þriðja stjórnarfrumvarpið er til laga um skotvopn, sprengiefni og skotelda. Frumvarpið skiptist i sjö kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um gildissvið laganna. Annar kaflinn um framleiðslu, inn- flutning og sölu skotvopna, skot- færa, sprengiefna og skotelda. Þriðji kaflinn fjallar elngöngu um skotvopn og skotfæri, skráningu skotvopna, meðferð og fleira. Fjórði kaflinn fjallar um sprengiefni, hverjir megi kaupa það, svo og um notkun þess, geymslu og aðra meðferð. Fimmti kaflinn fjallar um skotelda. Sjötti og sjöundi kaflar frumvarpsins fjalla um ýmis sameiginleg atriði, er taka til skotvopna, skotfæra, sprengiefna og skotelda, svo sem afturköllun leyfa, áfrýjun til æðra stjórnvalds, refsingar, eignaupptöku og fleira. NORRÆN VITNA- SKYLDA. Frumvarp til laga um norræna vitnaskyldu hefur verið lagt fram að tilmælum Norðurlandaráðs. Frumvarpið fjallar um gagn- kvæma vitnaskyldu þegna ríkj- anna fyrir almennum dómstólum, þ.e. héraðsdómi, sjó- og verzlunar- dómi og Hæstarétti. Frumvarpið nær ekki til vitnaleiðslu fyrir sér- dómstólum, t.d. Félagsdómi og Siglingadómi. Fylgifrumvarp um breytingu á lögum um meðferð einkamála í héraði fylgir þessu samnorræna frumvarpi og hefur að geyma tvær minniháttar breyt- ingar. Hina fyrri um fjarlægðar- mörk í sambandi við vitnaskyldu, hin varðar greiðslu á kostnaði vitnis, svo sem ferðakostnaði, dvalarkostnaði og vinnutapi. hefði verið lang hagstæðasta tilboðinu, að mati sérfræðinga, um tvær 30 MW vélasam- stæður. Rétt væri hinsvegar, og það væri til bóta, að þessar vélar hefðu nokkuð meiri hámarksafköst, en meðalafköst þeirra segðu til um eða um 70 MW samtals. Nú væri stað- reyndin sú að þrátt fyrir mik- inn orkuskort á Norðurlandi væri þó aflskorturinn meiri, svo þessi umframaflgeta vél- anna ætti eftir að koma að góð- um notum. 0 4) Rannsókn orkusvæðisins væri að vísu ekki mál Kröflu- stjórnar, heldur Orku- stofnunar. Hins vegar væri það alrangt að ekki hefði farið fram forkönnun. Þar hefðu verið boraðar tvær tilraunaholur og á niðurstöðum þeim, sem Orku- stofnun hefði látið nefndinni í té í framhaldi af tilraunaborun- um og niðurstöðum af þeim, hefðu umræddar vélar verið pantaðar. Því væri og ranglega haldið fram að þessar vélar væru bundnar við 270 hitastig og vísaði hann i því sambandi til greinar prófessors Valdi- mars Kr. Jónssonar í Morgun- blaðinu. 0 5) Þá væri ein fullyrðing Þorleifs Einarssonar um jarð- skjálftaþol stöðvarbyggingar. Þar væri einnig farið með rangt mál. 1 því sambandi vitnaði Ragnar einnig til prófessors Valdimars og þeirrar stað- reyndar, að byggingin væri hönnuð til að þola áhrif frá jarðskjálfta, sem upptök ætti í nágrenni allt að 7 stig R. 0 6) Þegar ákvarðanir hefðu verið teknar um Sigöldu- virkjun, Kröfluvirkjun og byggðalínu hefðu markaðs- horfur verið aðrar og meiri en nú. Þá hefði ekki verið komin til seinkun framkvæmda við málmblendiverksmiðju né möguleikar á hitaveitu fyrir Akureyri. Engu að síður væri orkuþörf á Norðurlandi og Austurlandi slik og orkuspár um raforkuþörf á næstu árum, að ekki myndu liða nema eitt til tvö ár þar til orka virkjunar- innar myndi fullnýtt. 0 7) Þá væri og sú staðhæfing Þ.E. röng að byggðalína gæti flutt 8 til 10 MW þegar á næsta hausti. Það yrði naumast fyrr en eftir a.m.k. tvö ár. — Kröflu- virkjun væri máske vel við vöxt, miðað við breyttar for- sendur orkumarkaðar í dag, en þó ekki I þeim mæli, sem Sig- ölduvirkjun væri, miðað við frestun á málmblendiverk- smiðju. Ragnar gagnrýndi siðan ríkis- stjórnina fyrir ónóga skipu- lagningu á orkunýtingu, taldi að hér á landi ætti að starfa eitt orkuöflun^rfyrirtæki, miðstýrt, og taldi frumvarp um Orkubú á Vestfjörðum og hugmyndir um sérstakar orkuveitur í hverjum landshluta varhugaverðar. Að síðustu lagði hann áherzlu á, að frestun framkvæmda við Kroflu leiddi siður en svo til neins konar sparnaðar, heldur myndi leiða til verulegrar stofnkostnaðaraukningar. 0 STEFNT1 ÞJÓÐARGJALDÞROT Bragi Sigurjónsson (A) deildi hart á, hvern veg hefði verið staðið af Kröfluvirkjun: val virkjunarstaðar á gos- og jarðskjálftahættusvæði; ákvarðanatöku án nauðsynlegr- ar forrannsóknar; fram- kvæmdahraða, sem ekki væri i samræmi við breyttar markaðs- horfur með tilkomu hitaveitu- möguleika á Akureyri og frest- un málmblendiverksmiðju; að enginn rekstraraðili væri fyrir hendi til að annast rekstur fyr- irtækisins; að engin rekstrar- áætlun lægi fyrir um rekstur þess; að arðsemi framkvæmd- anna væri í meira lagi hæpin sem og ýmsar ákvarðanir svo- nefndar Kröflunefndar. Höfuð- skyssan væri að vísu sú, að ekki hefði verið knúið fram að full- gera Laxárvirkjun III, sem hefði leyst mikinn orkuvanda á Norðurlandi, en eins og ástatt væri í efnahagslífi þjóðarinnar nú, hefði átt að doka við um Kröfluframkvæmdir og treysta á byggðalinu fyrst um sinn. Bragi sagði efnahagsvanda þjóðarinnar slíkan, að stefnt væri að þjóðargjaldþroti, ef ekki yrði að séð og gert í tíma. Sívaxandi erlend skuld^söfnun, útgáfa rikisskuldabréfa eða spariskirteina, óðaverðbólga og stjórnleysi í peningamálum væri alvarleg ógnun við efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Kröfluvirkjun ætti ekki ein sök í þessu efni. En hún vægi þungt til hins verra. Hún stuðlaði að RIMfMSI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.