Morgunblaðið - 08.04.1976, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976
21
?.*0'cÆS
Jean Paul Sartre:
„Stoðunum
hefur í raun
verið kippt undan
tilveru minni’ ’
Jean Paul Sartre
Countat segir í upphafi að orð-
rómur hafi verið á kreiki síðasta
ár um þverrandi krafta hans og
leitar eftir svörum hans við því.
Sartre: Ég get ekki látið eins og
allt sé i sómanum; ég hef orðið
fyrir nokkrum áföllum á síðustu
tveimur árum. Eg fæ þrautir i
fæturna, ef ég geng meira en kíló-
metra í einu. Ég glími einnig við
of háan blóðþrýsting, en verst af
öllu er, að ég fékk blæðingu inn á
vinstra augað — góða augað mitt
eins og ég hef kallað það, því að á
hinu missti ég sjón þegar ég var
þriggja ára. Þó sé ég mun ljóss og
skugga og greini liti, dauflega að
vísu. Þar af leiðir að ég get hvorki
lesið né skrifað. Að sjálfsögðu
gæti ég skrifað, en ég sé ekki það
sem ég skrifa. Og lestur er óhugs-
andi. Með þvl að ég hef verið
sviptur getu til að lesa get ég í
rauninni ekki starfað lengur sem
rithöfundur . . . En ég get þó
talað. Og næsta verk mitt verður
að vinna með hópi sjónvarps-
manna að gerð nokkurra þátta um
síðustu sjötíu og fimm árin í sögu
Frakklands. Þannig er nú háttað
Jíðan minni. En að öðru leyti er ég
fær í flestan sjó. Ég sef vært á
hverri nóttu og hugur minn er
jafn vakandi og endranær og
minni hef ég ekki tapað að neinu
marki. En þar sem ég get ekki
skrifað lengur hefur grundvallar-
stoðunum verið kippt undan til-
veru minni. Eg var. Ég er ekki
lengur. Það mætti orða það svo.
Ég býst við mér ætti ef til vill að
finnast sem öll sund væru mér
þar með lokuð. Af einhverri
ástæðu er mér ekki svo innan-
brjósts. Ég er ekki dapur né þung-
lyndur þegár ég hugsa um hvað
ég hef misst.
— Uppreisnarkennd, segið þér?
Hverju ætti ég að geta risið gegn.
Nei, svona er þetta nú vaxið og
það er ekki á mínu valdi að gera
neitt í málinu og þvl ekki minnsta
ástæða til að mæðast út af því. Ég
hef átt mínar sáru stundir . . . ég
neita þvi ekki . . . En ég hef
margt sem ég get unað mér við.
Ég fer i gönguferðir. Blöðin eru
lesin fyrir mig. Ég hlusta á út-
varpið og reyni að átta mig á hvað
er að gerast á sjónvarpsskjánum.
Allt er þetta iðja til þess eins að
drepa tímann. Eitt verk hafði ég i
lífinu. Ég skrifaði. Ég skrifaði um
það sem ég hafði hugsað um áður.
En þar sem þessi þáttur er ekki á
minu valdi lengur verð ég að úti-
loka hann.
Aðspurður um hvort hann gæti
ekki reynt að nota segulband,
segir Sartre:
— Gífurlegur munur er milli
talaðs orðs og skrifaðs. Maður les
yfir hvað eftir annað það sem
maður skrifar, bograr yfir því og
breytir, vegna þess að við fyrstu
Franski heimspekingurinn, leikritaskáldið og fyrr-
verandi vinstri spámaður með meiru er nú kominn á
áttræðisaldur og nánast blindur orðinn. Engu að síður
horfir hann fram til næstu tíu ára jákvæður í huga og
væntir þess að fá enn um hrfð haldið nokkru af
starfskröftum sínum. Hann átti nýlega langt samtal
við franska rithöfundinn Michel Countat og birtist
það í brezka blaðinu Observer, þar sem hann fjallar
hreinskilnislega um ýmsa þætti lífs síns, víkur opin-
skátt að heilsufari sínu og lýsir lífi sínu f samfylgd-
inni með Simone de Beauvoir. Verða hér birtir endur-
sagðir og lauslega þýddir kaflar úr samtalinu.
sýn sér maður ekki hvað kann að
vera bogið við setninguna eða
hugsunina i henni. Ef ég tala inn
á segulband stjórnar segulbandið
mér en ég ekki þvi. Fyrst og
fremst er ég skrifandi rithöf-
undur og nú er of seint að söðla
um. Hefði ég misst sjónina fertug-
ur gæti verið að málið hefði horft
öðruvísi við. Ég hefði ef til vill
getað tileinkað mér aðra tján-
ingartækni. En nú er það orðið of
seint.
— Kemur ekki illa við yður að
geta ekki lesið?
— Því get ég svarað neitandi.
Sjálfur get ég ekki lesið, en ég læt
lesa fyrir mig og fylgist meira eða
minna með þvi sem kemur út af
nýjum bókum. Simone de Beau-
voir les fyrir mig. Simone les af-
skaplega hratt. Ég læt hana átölu-
laust halda sinum hraða og reyni
að aðlaga mig hrynjandi lesturs
hennar. Þetta útheimtir töluverða
áreynslu. Við lok hvers kafla
ræðum við efnið og skiptumst á
skoðunum. En auðvitað er mér
ákveðin áreynsla að þurfa að með-
taka bók á þennan máta.
— Simone segir í endurminn-
ingum sinum 1957, að þér hafið
farið að vinna með óhemju hraða,
þegar þér gerðuð yður ljóst að
kapphlaupið við tímann — kapp-
hlaupið við dauðann, var hafið.
— Það var um það leyti sem ég
byrjaði að skrifa Critique de la
raison dialectique og ég heillaðist
af þvi verki. Vann stundum tiu
tíma á hverjum degi og gleypti
amfetamín til að geta haldið mér
að verki. Töflurnar gerðu að
verkum að ég gat hugsað og skrif-
að mörgum sinnum hraðar en ég
geri hvunndags. Um það leyti
rauf ég tengsl mín við kommún-
ista vegna Ungverjalands. Það
voru ekki bein slit, heldur var
samskiptum hætt ef svo má orða
það. Fram til ársins 1968 fannst
mér þó 'kommúnistar hljóta að
vera boðberar vinstristefnunnar.
Svo að mér var líkast að ég væri
að fara í útlegð með því að hætta
samskiptunum. Og margir héldu
ég væri með þessu að færa mig
yfir tií hægri. Svo var ekki. Mér
fannst ég svífa í einhverju tóma-
rúmi og það eina sem ég gat gert
var að hugsa til enda það sem
kommúnistar höfðu bannað mér
að hugsa . . . Og að skrifa þessa.
bók var í mínum huga að setja
fram mínar eigin hugsanir, óháð-
ar áhrifum kommúnistaflokksins.
I henni bjó árás á kommúnista, en
frá marxisku sjónarmiði. Ég leit
svo á að kommúnistar hefðu fals-
að marzismann. Ég er ekki viss
um ég myndi orða það svo ef ég
skrifaði bók um þetta núna.
— Siðustu árin hef ég litið
unnið. Eða síðan ég hætti við
Falubert. Ég hafði unnið ötullega
að þeirri bók. Nú veit ég að ég lýk
því verki aldrei. En ég er ekki
tiltakanlega ósáttur við það,
meginkjarni þess sem ég vildi
sagt hafa er i þeim þremur bind-
_um, sem ég kom frá mér.
Eg er ekki haldinn neinni innri
spennu vegna þess mér finnst
tíminn vera að hverfa mér. Ég hef
komizt að þeirri niðurstöðu að
sennilega hafi ég sagt allt sem
mér var ætlað að segja. Hafi
maður sætt sig við sjík málalok
verður engin spenna lengur. Hitt
— það sem óskrifað var — tel ég
mér trú um að hafi ekki skipt
máli. Það leita vissulega á mig
hugsanir öðru hverju um efni
sem ég vildi skrifa um, en síðan
læt ég það róa. Vissi ég með sjálf-
um mér að ég ætti mörg ár eftir
ólifuð og hefði alla mína starfs-
krafta væri afstaða mín önnur.
Kannski á ég tiu ár ólifuð, það er
gott og blessað. Ef ekki, verður
það líka að vera gott og blessað.
— Ég finn áþreifanlega til
aldurs míns, vegna þess að ég er
blindur. Nálgun dauðaní er óhjá-
kvæmileg. Einu sinni fannst mér
ég ver ódauðlegur — skynjaði
ekki að ég myndi deyja. Nú veit
ég og finn annað, þótt það þjaki
mig ekki.
— Finnst yður þér hafa verið
misskilinn?
Simone de Beauvoir og Jean Paul Sartre á heimili franska sendiherrans f Reykjavfk 1951
— Ékki misskilinn. Ekki f þeim
skilningi sem skáld og rithðf-
undar á síðustu öld voru miwkll-
in. En ég hef ekki verið skiUnn
nógu vel.
Þegar ég var barn hafði ég
tvennt að keppa að: skrifa atór-
verk og verða frægur. Eg hef
alltaf trúað að þetta yrði að veru-
leika og því hef ég aldrei fundið
frægðina í einu vetfangi.
— Hvert verka yðar vonizt þér
til að næsta kynslóð taki upp á
sína arma?
— Þau eru mörg. Ég vildi óska
að verk mín lifðu og yrðu lesin
áfram.
— Enda þótt þér vísið á bug
valdinu, getið þér þá ekki samt
fallizt á að þér hafið haft töluvert
vald?
— Ég hef haft yfirmáta mikið
vald. Vald kennarans. En vald
kennarans einskorðast i reynd við
að banna nemendum að reykja
inni í skólastofunni. Ég hef miðl-
að þekkingu og skoðunum og að
mínum dómi er það ekki hið sama
og búa yfir vaidinu.
— Nú orðið lifi ég fjarska fá-
brotnu lífi. Ég get ekki verið
mikið á ferli. Aður skrifaði ég
alltaf frá klukkan hálf tiu á
morgnana og fram eftir degi og
allt fram á kvöld. Þannig skrifaði
ég. Nú eru þessar stundir tóm-
jegri en áður. En ég reyni að fylla
þær engu að síður. Ég hitti félaga
mína og vini og ég ræði við sjón-
varpsmennina. A kvöldin er
Simone venjulega hjá mér og við
röbbum saman og hún les fyrir
mig. Siðari hluta kvölds förum við
heim til hennar og við hlustum á
tónlist og hún les upphátt og
síðan geng ég til náða um hálf eitt
leitið eftir miðnætti.
— Tónlistin, fyrst við
minnumst á hana, hefur alltaf
skipt mig miklu. Fjölskylda min
var músikelsk og ýmsir úr henni
léku á hljóðfæri. Ég ólst upp í því
andrúmi og fór að læra á píanó
átta ára. Þegar ég var um tvítugt
kenndi ég meira að segja á píanó.
Aður fyrri lékum við stundum
saman, fósturdóttir mín og ég,
hún söng eða spilaði á flautu og
ég lék undir með henni. Nú
leik ég ekki lengur á píanó en ég
hlusta meira á tónlist en nokkru
sinni fyrr. Einu sinni samdi ég
sónötu.. . ég er búinn að gleyma
henni, en held hún hafi verið
undir áhrifum frá Debussy.
— Litið þér enn á yður sem
boðbera existentíalismans?
— Fáránlegt orð. Það valdi ég
ekki. Þvi var skellt á mig og eng-
inn talar um mig sem slikan mann
í heimspekigreinum.
— Hvern dáið þér mest af sam-
tímamönnum?
— Ég dái engan. Og ég kæri
mig ekki um að vera dáður. Það á
ekki að dást að mönnum. Þeir eru
allir eins, allir jafnir. Mikilvægið
liggur I því sem þeir gera. Virðing
í hvers annars garð er það sem við
skyldum krefjast hver af öðrum.
— Umfram kærleikann?
— Nei. Ast og virðing er tvær
hliðar á sama raunveruleikanum.
Þannig lit ég að minnsta kosti á
það.
— Það hefur verið sagt að þér
séuð trúr í kærleika en hverfull I
vináttu. Þegar ég segi þetta er ég
aó hugsa um samskipti yðar við
Albert Camus, sem fræg urðu.
— Ég var aldrei andsnúinn
Camus. Ég var á móti grein sem
hann skrifaði og ávarpaði mig
með drembilæti. Hann hafði
fullan rétt til að svara skrifum
mínum, en ekki á þann hátt sem
hann gerði. Það vakti reiði mína.
Við hittumst ekki oft, en hann
deildi á mig í hvert sinn. Við
áttum þó oft saman góðar stundir
en við náðum aldrei verulegu
sambandi vegna þess að hann
kinokaði sér við að gefa af sjálf-
um sér — sló um sig með slagorð-
um og hleypti manni ekki að sér.
Þannig skapast aldrei vinátta,
þaðan af síður kærleikur. En
virðing gæti skapazt á þann hátt
ef verulegur jákvæður vilji er
fyrir hendi