Morgunblaðið - 08.04.1976, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976
Hert viðskipta-
bann á Rhódesíu
KEPPINAUTAR — Þeir Henry Jackson og Jimmy Carter takast í hendur þrátt fyrir
að þeir eru nú að verða helztu keppinautarnir um útnefningu Demókrataflokksins í
forsetaframboð.
Carter og J ackson að
verða einir um hituna?
Sameinuðu þjóðunum 7. apríl — Reuter
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma
í gærkvöldi að herða efnahagslegar refsiaðgerðir þær
gagnvart Rhódesíu sem verið hafa í gildi frá árinu 1968.
Öll 15 aðildarlönd ráðsins stóðu að ályktuninni sem gildir
jafnframt fyrir öll aðildarlönd Sameinuðu þjóðanna í
heild. Henni er sérstaklega ætlað að torvelda innflutning
og útflutning Rhódesíu.
Þetta nær til vestur-þýzkra,
japanskra og franskra bifreiða
sem að undanförnu hafa fundið
sér smugur inn í Rhódesíu, út-
flutnings á krómgrýti til Banda-
ríkjanna sem átt hefur sér stað
þrátt fyrir bannið og þá er í
ályktuninni ákvæði sem ætlað er
að koma í veg fyrir að alþjóðleg
fyrirtæki eins og t.d. gistihúsa-
keðjur og bílaleigur séu með
starfsemi i Rhódesíu.
Rhódesiskum fyrirtækjum hefur
hingað til tekizt að verulegu leyti
að hrista af sér verstu áhrif við-
skiptabanns Sameinuðu þjóðanna
en talið er að þessi nýja samþykkt
muni verða þeim mjög þung I
skauti. William Scranton, sendi-
herra Bandaríkjanna hjá S.Þ.,
sagði við umræðurnar i Öryggis-
ráðinu m.a. að rikisstjórn Fords
forseta væri staðráðin í að stöðva
innflutning á krómi frá Rhódesíu
til Bandarikjanna og kvað hann
ríkisstjórn Rhódesiu vera ólög-
mæta. Hingað til hefur Banda-
ríkjaþing neitað að stöðva
innflutning þennan.
New York 7. apríl — Reuter
HENRY Jackson, öldunga-
deildarþingmaður, vann
forkosningar demókrata í
New York og Jimmy Cart-
er vann í Wisconsin í gær
og þykja úrslitin sýna að
enn er Demókrataflokkur-
inn án ótvíræðs forystu-
manns í kosningabarátt-
unni. En hinn naumi sigur
Carters í Wisconsin er tal-
inn taka af allan vafa um
að hann nýtur víðtækara
fylgis en búizt var við í
Karen Quinlan:
Dómnum
ekki áfrýjað
Trenton, New Jersey, 7. apríl. Reuter
SAKSOKNARINN í New Jersey í
Bandaríkjunum sagði í dag að
hann ætli ekki að áfrýja niður-
stöðunni um að leyft verði að taka
öndunarvél Karen Anne Quinlan
úr sambandi, en sú vél hefur
haldið líftðru I stúlkunni, sem
hefur legið i dái í tæpt ár.
Þar með er rutt úr vegi síðustu
hindrun fyrir því að Karen Anne
fái að deyja, en foreldrar hennar
hafa barizt fyrir því að leyft yrði
að taka vélina úr sambandi þar
sem sannað er að stúlkan hafi
enga lífsvon.
Engu að síður hafa læknar þeir
sem annast stúlkuna rétt til að
áfrýja úrskurðinum, en flestir
þeirra eru á þeirri skoðun að hún
verði að fá að deyja og segja að
heili hennar sé svo skemmdur að
engin batavon sé. Er þvi ekki
búizt við aðgerðum af þeirra
hálfu.
Verkfall
hjá NATO
Briissel 7. apríl Reuter
HIÐ 1200 manna starfslið í aðal-
stöðvum Atlantshafsbandalagsins
í Brússel hóf í dag tveggja daga
verkfall til að ýta á eftir kröfum
um hærra kaup. Þetta er önnur
vinnustöðvunin í 26 ára sögu
bandalagsi* en hin fyrsta var
18. marz s.l. er starfsliðið hóf
haráttu sína fyrir kauphækku >
vegna hakkunar framfærslu-
kostnáðar. Þó að það neiti að
hefja vinnu e.r starfsliðið engu að
siður til sfaðar í aðalstöðvunum
og að sógn alsmanns þess myndi
það hef ja stórf ef alvarlegt ástand
skyndilega í
i , ssturs og vesturs.
upphafi og getur aflað sér
atkvæða bæði í hinum
íhaldssömu Suðurríkjum
og frjálslyndari Norður-
ríkjum. Sigur Jacksons í
New York var ekki eins
glæsilegur og hann hafði
sjálfur vonað. Hann hlaut
104 fulltrúa á flokksþingið,
fulltrúi frjálslyndra,
Morris Udali, varð annar
með 72, en Carter fékk 51.
í Wisconsin varð Udall
einnig annar með 36%
atkvæða en Carter var með
38%.
Ford forseti vann auðveldan
sigur í forkosningum repúblíkana
i Wisconsin, en hann tók ekki þátt
í kosningunum í New York. Velta
stjórnmálaskýrendur því nú fyrir
sér hversu lengi eini keppinautur
forsetans um útnefningu
Spánskir landhelgis-
br jótar við Noreg
repúblíkana, Ronald Reagan,
þrauki í nánast vonlausri keppni.
Udall varð fyrir verulegum von-
brigðum með lokaúrslitin í
Winsconsin. Hann gekk til
sængur i gærkvöldi eftir að háfa
lýst því yfir við stuðningsmenn
sína að hann væri himinlifandi
yfir að hafa nú loks sigrað i for-
kosningum. „Við erum komin í
leikinn," sagði hann fagnandi.
Þegar hann vaknaði morguninn
eftir hafði svo endanleg talning
fært Carter sigurinn, þótt naum-
ur væri. Er talið líklegt að barátt-
an um útnefningu demókrata
verði nú að mestu einvígi milli
Carters og Jacksons, þótt svo
kunni að fara að Hubert Hump-
hrey skjótist inn í keppnina áður
en yfir lýkur.
Rússneskum
togara sleppt
Boston, 7. apr. Reuter.
RlJSSNESKUM togara var leyft
að sigla úr höfn i Boston í dag
eftir að sovézka stjórnin hafði
fallist á að greiða landhelgissekt
að upphæð 401 þúsund dollara, en
togarinn var staðinn að ólögleg-
um humarveiðum á svæði sem
Bandarfkjamenn telja sig eina
mega veiða á samkvæmt alþjóða-
lögum.
Togarinn var tekinn þann 10.
marz og fluttur til hafnar. Afli
hans var þá 28 kíló af humar. A
skipinu er 90 manna áhöfn.
Hammerfest Noregi, 7.apríl. Ntb. Reuter.
NORSKT varðskip færði í gær
til hafnar í Hammerfest í Noregi
tvo spánska togara sem voru að
veiðum innan við tólf mílna fisk-
veiðimörk Noregs. Lögregla sagði
að skipstjórarnir hefðu verið
dæmdir til að greiða um eitt þús-
und sterlingspund hvor en út-
gerðarfyrirtæki skipanna voru
dæmd til að greiða um tiu þúsund
sterlingspund og afli var gerður
upptækur. Skipin munu ekki fá
leyfi til að láta úr höfn fyrr en
trygging hefur verið sett fyrir
greiðslum þessum.
Togararnir tveir voru staðnir að
ólöglegum veiðum á friðuðu
svæði suður af norðurströnd Nor-
egs fyrr á þessu ári, að því er
heimildir segja. Yfirmenn skip-
anna hafa báðir borið að þeir hafi
misreiknað sig, og þeir hafi ekki
af ásetningi verið fyrir innan 12
mílna mörkin.
Hughes jarðsettur
Houston 7. apríl Reuter
HOWARD Hughes var jarðsettur
i Houston I Texas f dag og voru
örfáir nánir ættingjar viðstaddir,
svo og hópur lögreglumanna sem
hafði það verk helzt að stugga
blaðamönnum og forvitnum veg-
farendum frá. Hughes var graf-
inn við hlið foreldra sinna f fjöl-
Tilboð Healeys fær
kuldalegar móttökur
London 7. apríl Reuter — AP
fjarlagafrumvarp
brezku ríkisstjórnarinnar sem
Denis Healey, fjármálaráð-
herra, kynnti f gær hefur vald-
ið miklu f jaðrafoki í Bretlandi
og almennt hlotið kuldalegar
móttökur. Umdeildasta atciðið
er tilboðið um allt að 930
milljón sterlingspunda niður-
skurð beinna $katta á ári ef á
móti kemur Ittforð af hálfu
verkalýðshreyfihgarinnar um
að takmarka hunahækkanir
við 3%. Verkalýðssamböndin
hafa frest til júnf n.k. til að
taka afstöðu til þessa tilboðs og
liklegt að kvödd vtrði saman
sérstök ráðstefna f bví skyni.
Healey sjálfur kallaði fjárlögin
„næstum þvf hlutlaus*’og kvað
þjóðina verða að takj, á sig
þyngri tekjuskattsbyr«í ef
verkalýðshreyfingin hafnar til-
boðinu. Væru þessar tiliögur
hans nauðsynlegar ef kona á
verðbólgunni niður fyrir lf)%
fyrir næsta vetur og draga úr
atvinnuleysinu, sem er nú u>n
5,5%. Eftir fund verkalýðsleið.
Denis Healey
toga og stjórnarinnar I dag
sögðu þeir fyrrnefndu að þeir
yrðu að fá samþykki umbjóð-
enda sinna fyrir frekari launa-
takmörkunum, en myndu
reyna að finna aðgengilega
launastefnu.
3% launahækkunarþakið
þýðir innan við 2 sterlings-
punda hækkun á viku fyrir
meðaltekjumann með um 60
pund á viku. Þegar i stað sögðu
verkalýðsleiðtogar að þessar til-
lögur gæfu þeim of litið svig-
rúm til að semja um kjara-
bætur fyrir launafólk. Len
Murray, aðalritari brezka al-
þýðusambandsins, sagói: „Ég
vil ekki skuldbinda okkur til að
ganga að þessu. Hr. Healey
kann að verða fyrir vonbrigð-
um. 3% veita ekki nægilegt
svigrúm til að greiða úr launa-
mismunun."
Jack Jones, leiðtogi
flutningaverkmanna, hafriaði
tillögunum, og Hugh Scanlon,
leiðtogi byggingarverkamanna,
sagði þær vera „næstum óað-
gengilegar“. Harðastur var þó
Albert Spanswick leiðtogi sam-
taka heilbrigðisþjónustu-
fólks.sem nefncii tilboðið „fjár-
kúgun".
Healey sjálfur benti á að 3%-
mörkin væru meir en 2
Framhald á bls. 23
skyldugrafreit 1 Glenwood-
kirkjugarðinum.
Fulltrúar frá hinum aðskiljan-
legu fyrirtækjum Hughes eru
komnir til Los Angeles til að taka
ákvarðanir um rekstur dánarbús-
ins. Þá hafa starfsmenn banda-
rísku skattstofunnar hafið at-
hugun á því, hvort úrskurða þurfi
formlega og nákvæmlega hvort
vélin sem Hughes var í, var yfir
bandarisku eða mexikönsku
landi, þegar Hughes gaf upp önd-
ina.
William Simon, fjármálaráð-
herra Bandaríkjanna, óskaði eftir
því að fingraför af líki Hughes
yrðu send til skattstofunnar I
Washington til að gengið yrði úr
skugga um að allt væri með felldu
og engin eftirmál yrðu.
Biaðamanns
leitað dyrum
og dyngjum
London, ö.apríl. Reuter.
FYRIRSKIPUÐ hefur verið
vfðtæk leit að þekktum brezkum
blaðamanni, John Golding, sem
er einn af ritstjórum Daily Mail,
en hann hvarf frá heimili sfnu
fyrir fimm vikum og hefur ekki
spurzt til hans sfðan.
Golding sást fara i bifreið frá
heimili sínu þann 28.febrúar og
segir lögreglan að Interpol hafi
verið fengið til liðs.
Lögregluheimildir segja að
Golding hafi ef til vill haft i huga
að setja á svið atburð sem hann
ætlaði siðan að rita um bók. Sner-
ist það um mann sem hvarf á
dularfullan hátt erlendis, breytti
um nafn og hóf nýtt líf. Flóttaleið
hetjunnar var frá austurhluta
Englands og til Hollands.
Eiginkona Goldings segir að
maður hennar hafi verið örþreytt-
ur vegna mikils vinnuálags og
hann hafi orðið að taka róandi
töflur um hríð.