Morgunblaðið - 08.04.1976, Síða 23

Morgunblaðið - 08.04.1976, Síða 23
* MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976 23 Kaffibrennsla — ekki bræðsla VEGNA misheyrnar slæddist prentvilla inn í frétt Morgun- blaðsins í gær af bruna á Akureyri, þar sem sagt var að eldur hefði komið upp í kaffi- bræðslu en átti að sjálfsögðu að standa kaffibrennslu. Því er síðan við að bæta að ekki varð þar veru- legt tjón, og kemur rekstur kaffi- brennslunar ekki til með að tefj- ast að ráði vegna eldsvoðans. — Hitaveitumál Framhald af bls. 40 hinn syðra við boranir fyrir Hita- veitu Revkjavfkur. Hitaveitu- stjóri hefur látið svo um mælt, að verði borinn hér syðra fluttur norður muni það geta leitt til þess að hætta verði við tengingu nýrra dreifikerfa ellegar sé vatnsskort- ur yfirvofandi á næsta vetri. I umræðum um skýrslu iðnaðar- ráðherra um málefni Kröfluvirkj- unar í sameinuðu þingi í gær tók ráðherra sérstaklega fram, að hann hefði þá um morguninn átt fund með fulltrúum frá Akureyr- arkaupstað og sérfræðingum um orkumál, þar sem rædd hefðu ver- ið tilmæli Akureyringa um fram- hald borana á varmasvæðinu á Laugalandi. Væri nú verið að kanna með hvaða hætti hægt væri að koma til móts við óskir bæjar- stjórnar Akureyrar og hefði ráðu- neytið fullan skilning á könnun þeirra hitaveitumöguleika fyrir kaupstaðinn, sem nú væru í rann- sókn. Ráðherrann bar til baka þær fullyrðingar Braga Sigur- jónssonar að hann hefði neitað að ræða við forráðamenn Akureyrar- kaupstaðar um þessi mál. Sjá nán- ar um þessa umræðu á þingsiðu blaðsins. Morgunblaðið sneri sér til Jó- hannesar Zöega, hitaveitustjóra, og spurði hann hvort hugsanlegt væri að Hitaveita Reykjavikur gæti frestað framkvæmdum sín- um svo að flytja mætti norður borinn sem verið væri að vinna með fyrir hana. Jóhannes svaraði því til, að slikt kæmi ekki til greina að mati forráðamanna Hitaveitu Reykjavíkur og sagði að samkvæmt áætlun ætti því verki sem nú væri verið að vinna að ekki að vera lokið fyrr en í októ- bermánuði, og væri þarna um brýnar framkvæmdir að ræða Hitaveitustjóri sagði ennfrem- ur, að ef borinn yrði nú tekinn af Hitaveitunni þyrfti hún að stöðva allar fyrirhugaðar tengingar eða eiga yfir höfði sér vatnsskort þeg- ar á næsta vetri. Bæði í Reykjavik og nágrannabæjunum væri búið að ljúka dreifikerfi að miklu leyti, og nú væri lögð megin- áherzla á að tengja húsin sem væru með viðlagt kerfi eða kerfi á loRastigi. Þetta hefði þvi í för með sér, að verið væri að sóa fjármun- um þar sem þessar framkvæmdir kæmu ekki að notum og eins verulega bið fyrir fólkið sem nú væri komið með hitaveitukerfið heim undir hús hjá sér. Jóhannes sagði ennfremur, að þetta væri það sem Hitaveitan hefði sett fram sem lágmarksþörf vegna næsta vetrar en i áætlun- um hennar hins vegar hefði verið gert ráð fyrir því að borinn héldi áfram út þetta ár og allt næsta ár á vegum Hitaveitu Reykjavíkur. Sagði Jóhannes, að þessi þörf stafaði aðallega að þvi að borinn hefði verið látinn laus mest allt árið í fyrra til borana í Kröflu og víðar, þannig að á núverandi virkjunarsvæði hitaveitunnar hefðu ekki verið boraðar nema tvær holur í fyrra. Nú væri lokið tveimur holum frá því að borinn kom aftur á miðjum vetri og verk- ið sæktist fremur seint vegna veðurfarsins. ,,Ef það á síðan að fara að taka borinn aftur af okkur núna, erum við ekki lengur með á nótunum,“ sagði hitaveitustjóri. — Norrænn Framhald af bls. 19 starlsliði mun sjá um daglegan rekstur. Aðsetur bankans verður i Helsingfors, en þar er engin samnorræn stofnun fyrir. Nú er að störfum sérstök nefnd, sem vinnur að undir- búningi stofnsetningar og upp- hafsstarfsemi bankans. Gert er ráð fyrir að nefnd þessi skili till. sínum til ráðhn. Norður- landa fyrir 15. mai næst- komandi en á fundi ráðhn. seinna í þeim mánuði er ráð- gert að taka endanlegar ákvarð- anir um stofnsetningu bankans. Forsenda þessa er að sjálfsögðu að þjóðþingin hafi veitt full- gildingarheimildir. — Allt eftir Framhald af bls. 40 Vertíðin hefur annars gengið vel hjá Frá. „Við erum búnir að vera í mánuð og við erum með 235 tonn. Eg er alveg bærilega ánægður með það, það er ekta hlutur úr því.“ Öskar var nýlega að gera verulegar endurbætur á bátn- um, fá nýja og stærri vél og sitthvað fleira, svo að við spurðum hann hvort hann væri ekki langt kominn með að fiska upp í þann kostnað. „Nei, ekki aldeilis, „svaraði Öskar, „það vantar nú mikið upp á það, þetta voru nú bara litlar 23 milljónir sem kostaði að endur- bæta hann.“ Öskar sagði um fiskiríið, að mjög tregt væri núna kringum eyjarnar hjá netabátunum, en þeir hefðu verið að fá austur með og einnig trollbátarnir. Vertíðin í fyrra gekk vel hjá Frá, að þvi er Óskar sagði. Þá var báturinn með 468 tonn eftir vertiðina, sem þykir mjög gott hjá 5 manna áhöfn, að sögn Óskars. Á þessari vertið eru hins vegar 6 menn á bátnum. — Stonehouse Framhald af bls. 1 völd veik rikisstjórn, sem yrði nánast að berjast fyrir lífi sínu frá degi til dags. Enda þótt Verkamannaflokkur- inn hafi þá undir helmingi þing- sæta i Neðri málstofunni tekst stjórninni oftast nær að ná um það bil 40 atkvæða meirihluta i atkvæðagreiðslum með stuðningi frá stjórnarandstöðuhópum. En Ihaldsflokkurinn hefur þegar ógnað meirihlutaaðstöðu Verka- mannaflokksins í ýmsum mikil- vægum nefndum þingsins, en kveðið er svo á um að þessar nefndir skuli endurspegla valda- hlutföllin í þinginu. John Stonehouse kemur fyrir rétt siðar í þessum mánuði, en hann hefur verið ákærður fyrir þjófnað, samsæri og svik og pretti. Ef hann verður dæmdur sekur sagði Stonehouse i dag að hann gerði sér ljóst að hann yrði að segja af sér þingmennsku. — 800 börn Framhald af bls. 2 Laugarnes-, Mela- og Vogaskóli. Ekki vannst tími til að hrinda þessari starfsemi af stað i fleiri skólum en þetta hefur náð til um helmings skólabarna í Reykjavík. Þá söfnuðu börnin i þessum skólum viljayfirlýsingum þar sem þau lýsa yfir þeim vilja sinum að byrja ekki að reykja og vilja styðja hvert annað í því áformi. Þá vilja þau vinna að því að hafa áhrif á aðra unglinga i sama markmiði og vinna á n\óti öllum hugmyndum um að reykingar séu finar eða álitsaukandi og stuðla að algeru tóbaksbindindi. Undir viljayfirlýsinguna skrifuðu yfir 800 börn í Reykjavfk. — Mildur vetur Framhald af bls. 2 óhætt að segja, að veðrið hér um slóðir hafi i allan vetur ver- ið einmuna gott, varla hefur snjó fest á jörðu og aldrei nein ófærð sem hægt er að tala um, og er þó fremur snjóþungt hér alla jafnan," sagði fréttaritari Mbl. á Vopnafirði. „Héðan er gerður út einn togari, Bretting- ur, og hefur hann undanfarið verið á miðum fyrir sunnan land. Hann mun nú vera kom- inn til Reykjavikur vegna bil- unar, en hversu alvarleg hún er hef ég ékki frétt. Sé hins vegar um verulega bilun að ræða mun það fljótlega hafa alvarleg áhrif á ástandið hér í atvinnu- málum staðarins. Minni bátarn- ir eru byrjaðir á grásleppu en ógæftir hafa verið allt síðan og lítið borizt á land. Ekki er hægt að segja að vinna sé nógu stöðug í frysti- húsinu. Að vísu er verið að vinna þar viku til hálfan mánuð fyrst eftir að togarinn hefur landað, en síðan er Vfenjulega vikubið, þar til hann landar aft- ur. Veitti ekkert af ö'ðrum tog- ara, þegar nýja frystihúsið er komið upp. Lítillega hefur ver- ið unnið við það í vetur, og raunar búið að taka hluta þess í notkun, þar sem frystigeymslur eru. Hins vegar lítur nú út fyrir að framkvæmdir stöðvist á næstunni vegna fjárskorts." BORGARFJÖRÐUR eystri: „Héðan er sáralítið að frétta," sagði sr. Sverrir Haraldsson, fréttaritari Mbl. „Veðurfar er fremur gott eins og er. Nýbúið er að ryðja hingað um Vatns- skarð og fóru þar bilar um í gær, en ekki alveg hrakninga- laust. I atvinnulífinu er lítið um að vera enda jafnan heldur dauft um þennan árstíma. Tveir litlir bátar róa héðan á rauðmaga, en gæftaleysi hefur verið undan- farið. Aðaltíminn er heldur ekki alveg hafinn, en ýmsir eru að taka til báta sína núna og þeim ætti að fara að fjölga fljót- lega. . Vermenn hafa farið héðan á vertíðina fyrir sunnan. Þetta er töluvert stór hópur sem svona fer á hverjum vetri, líklega milli 15 og 20 menn, sem er auðvitað töluverður fjöldi í ekki stærra byggðarlagi. Þeir koma siðan aftur þegar kemur fram í maí og fara þá að búa trillur sínar undir sumarið. Hér er jafnan töluverð trilluútgerð, alltaf í kringum 10 talsins, enda rúmar ekki höfnin stærri báta. Hér var búizt við að yrðu hafnarframkvæmdir I sumar líkt og á sl. sumri, en nú er víst búið að skera niður alla fjár- veitingu til þeirra. Þetta kemur sér auðvitað mjög illa, því að eins og er, þá er naumast hægt að tala um neina höfn.“ BAKKAFJÖRÐUR: „Það er þá fyrst frá því að segja, að veðráttan hefur verið óvenju mild í vetur en nokkuð storma- samur, eins og oft vill verða í sv-áttinni, sagði Sigmar Torfa- son prófastur okkur. „En það hefur verið snjólétt, og vel fært um byggðarlagið, og það segir kannski bezt söguna að hér eru ferðir með skólabörn daglega og enginn dagur hefur enn fallið niður, þótt varla sé hægt að kalla vegi hér beinlínis nýtizkulega. Yfirleitt er hér heldur dauft yfir atvinnulífi á veturna. Þó er nú grásleppuveiði lítillega haf- in enekki aðráði vegna gæfta- leysis. Líklega eru um 5—6 bátar byrjaðir núna, og sækja stærri bátarnir undir Langa- nes, þar eð grásleppan er ekki gengin hér á grunnmið að ráði. Fleiri eru síðan að búa sig til veiða nú á næstunni. Ef að líkum lætur verður hér tölur verð smábátaútgerð þegar kemur fram á sumarið. — Sambandið Framhald af bls. 2 voru meðal annarra viðstaddir sýninguna blaðamenn frá nokkr- um heimsþekktum tízkublöðum og er þegar vitað að greinar um íslenzku flíkurnar eru væntan- legar I ýmsum af þessum blöðum. — Stóraukning Framhald af bls. 2 an iðnað, sagði Erlendur á fundin- um í gær. — Við viljum gjarnan i samvinnu við stjórnvöld losna við þessa agnúa, sem ég tel helzta vera eftirfarandi. — Það hefur mjög háð okkur hversu dýru verði við þurfum að kaupa orkuna, sem við notum. Sérstaklega hefur þetta verið slæmt eftir að olian hækkaði svo mjög sem kunnugt er. Við viljum að okkar iðnaður sitji við sama borð og auðmagnsiðnaður hér á landi. Við veitum fjölda fólks at- vinnu, en stóriðnaðurinn notar hins vegar mikið af orku. Ég get nefnt sem dæmi að i Gefjun greið- um við 4 krónur og 13 aura fyrir kílówattstundiria, en stóriðjan hér á landi greiðir 51 eyri fyrir kwst. — Opinber gjöld gera okkur erfiðara um vik í sambandi við útflutning. Söluskattur kemur t.d. inn í verðmyndunina til út- flutnings og eftir því sem okkur reiknast til þá eru 3—3‘/6% af verði þeirrar vöru sem flutt er út söluskattur greiddur hér á landi. Þetta er nauðsynlegt að hverfi, sagði Erlendur. — Aðild Islands að EFTA átti að efla islenzkan útflutningsiðn- að, en við teljum að þróunin hafi ekki verið i þá átt hér á landi. | Tollar af mikilvægum aðföngum eru háir og við sitjum því ekki við sama borð og þeir sem við kepp- um við. — Iðnaðurinn hefur hingað til ekki fengið nægilega fjármálafyr- irgreiðslu. Að visu hefur orðið breyting hér á í rétta átt í seinni tið, en þó ekki nægilega mikil. Þá eru vaxtakjör hér afleit og ástæð- an er sögð vera verðbólgan, en i mér finnst einhvern veginn að menn hafi gefizt upp við að leysa þann vanda. — Ég held að það þekkist hvergi nema hér á landi að greiða þurfi aðstöðugjöld af iðnaði til útflutnings og fleira í sambandi við skattamálin er okkur óhag- stætt. I V-Þýzkalandi var t.d. til skamms tíma greiddur útflutn- ingsstyrkur í iðnaðinum. — Að lokum vil ég svo nefna menntamálin, sagði Erlendur. — Ef íslendingur hefur áhuga á að mennta sig í sambandi við ullar- eða skinnaiðnað þá verður hann að fara til annarra landa til að komast á skóla þvi íslenzka menntakerfið býður ekki upp á slíkt. Þá er nauðsynlegt að hrinda í framkvæmd aukinni starfsþjálf- un i iðnaði, með þvi vex hæfni iðnaðarfólksins og um leið gæði vörunnar sagði Erlendur að lok- um. — Teng Framhald af bls. 1 og þeir sem grunaðir voru sterk- lega um græsku. Þegar þeir horfðust í auga við hinn styrka arm alræðis öreiganna — runnu þeir af hólmi, blauðir og aumir“, segir i tilkynningunni og bætt er við að þeir hafi umyrðalítið af- hent vopn sín og minnisbækur sem þeir höfðu skrifað i hrakleg ljóð i anda endurskoðunarsinna. Áður hafi nokkrir stéttarfjand- menn haldið ræður og flutt kvæði og einn hafi meira að segja gengið svo langt að bera óhróður á formann Mao og hvatt til að and- byltingarsamtökum yrði komið á fót. Þá lýsti fréttastofan baráttu hermannanna við þá sem höfðu komið sér fyrir bak við ýmiss konar vígi á torginu og sagði að varðliðarnir hefðu ekki verið lengi að yfirirbuga þá. 1 dag var allt kyrrt við torg hins himneska friðar, en varðmenn voru þó á hverju strái. Var gæzla stórefld um þáð leyti er útvarpið las upp tilkynninguna frá mið- stjórninni. Þá segir i Reuter- fréttum að stúdentar hafi farið um götur höfuðborgarinnar í vörubílum og haft uppi háreysti en ekki er tekið fram hverjum þeir hafi verið að votta stuðning sinn. Hinn nýi valdamaður í Kína, Hua Kuo-feng, sem nú gengur tvi- mælalaust næstur Mao formanni, er 56 ára gamall og er lítt þekktur utan Kina. Hann var kjörinn i miðstjórn árið 1968 og í sambandi við valdaránstilraun Lin Piaos skipulagði hann rannsóknar- nefnd og stjórnaði störfum hennar. Hann varð síðan foringi Öryggisþjónustu landsins. Hann þykir skipuleggjandi góður og mikill landbúnaðarsérfræðingur og prúðmenni hið mesta, en er þó flestum enn óráðin gáta. Hann hefur haft mjög takmörkuð sam- skipti við útlendinga í Kína en erlendir sendiherrar í Kína ljúka á hann lofsorði og segja hann vera mjög vel að sér um alþjóða- mál. ANNAÐFALLTENG Teng Hsiao-ping hefur nú öðru sinni verið sviptur öllum völdum á stjórnmálaferli sinum.Upp úr 1960 var hann mjög voldugur en varð síðan fvrir beittri gagnrýni Rauðu varðliðanna i Menningar- byltingunni og hvarf þá að mestu af sjónarsviðinu og var álit flestra að stjórnmálaafskiptum hans væri með öllu lokið. En í april 1973 birtist hann á ný í hópi æðstu manna Kína, og síðan fór vegur hans svo vaxandi að hann var talinn sjálfsagður arf- taki Chou En-lais. En bersýnilegt er að róttæk öfl i flokknum hafa risið öndverð gegn honum og hafið herferð á hendur honum sem hefur nú lyktað á þann veg að honum virðast nú bjargir allar bannaðar i stjórnmálalífi Kina. - Tilboð Healeys Framhald af bls. 22 sterlingspunda virði þegar þau væru sett í samband við skatta- lækkunina og minnkun verð- bólguþróunarinnar. I raun væri um að ræða að meðaltali 6 punda hækkun á viku. Eftir fund verkalýðsleið- toganna og stjórnarinnar i dag telja stjórnmálafréttaritarar líklegt að framundan verði mjög harðar samningavið- ræður, en heimildir innan stjórnarinnar segja að Callag- han og samráðherrar hans séu fremur bjartsýnir engu að síður um farsælt samkomulag að lokum. 1 dag rétti sterlingspundið sig við á gjaldeyrismörkuðum eftir miklar hrakfarir að undan- förnu, og var 1,8685 dollarar, en 1,8617 í gærkvöldi. Stjórnarandstæðingar for- dæmdu tillögur Healeys og Margaret Thatcher, leiðtogi Ihaldsflokksins, hafnaði þeim þar eð með þeim væri rikis- stjórnin að fela verkalýðsleið- togum að ákveða skattatakmörk fyrir alla landsmenn. I flestum dagblaðanna voru viðtökurnar einnig kuldalegar. Málgagn kommúnista, Morning Star, taldi tillögur Healeys jafngilda því að miða byssu á verkalýðssamtqkin. The Times sagði í leiðara að í þeim fælist ekkert minna en meiri háttar stjórnarskrárbreyting. „I heiminum í dag er algengt að rikisstjórnum sé stjórnað af herjum, en rikisstjórnir sem eru undir stjórn verkalýðs- félaga eru sjaldséðir fuglar." Önnur blöð gagnrýna Healey fyrir að hafa ekki reynt að skera niður útgjöld ríkisins, sem i ár verða 65,4 milljarðar punda, svo og fyrir áætlaðan fjárlagahalla upp á 12 milljarða punda. En útbreiddasta blað Bretlands, Daily Mirror, fagnaði fjárlagafrumvarpinu og kvað Healey hafa veitt verkalýðssamtökunum það sem þau hefðu alltaf viljað, „þ.e. áhrif á efnahagsstjórnun ríkis- stjórnarinnar á hæsta stigi," Þá sagði Financial Times að verka- lýðsleiðtogar hefðu fengið „gott tilboð“. t Eigmkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma INGRID SVEINSSON verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 9 april klukkan 1 5 00 Asmundur Sveinsson, Ásdis Ásmundsdóttir, Helgi E. Helgason, Helga Jensen og barnabórn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.