Morgunblaðið - 08.04.1976, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.04.1976, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976 t Eiginmaður minn, JÓN SVEINSSON. fyrrum bóndi að Skárastóðum i Miðfirði. V-Hún., lézt að heimili sínu Torfufelli 35, þann 6 apríl Jenný Guðmundsdóttir. t Sonur okkar og bróðir, ÞORSTEINN BJARKAN andaðist þann 6 apríl Sigríður Þorsteinsdóttir, Skúli Bjarkan, Margrét Konráðsdóttir. t ÞORSTEINN V. FJELDSTED, bóndi, Vatnshömrum, Andakflshreppi, sem lézt 1 apríl sl verður jarðsunginn frá Hvanneyrarkirkju, laugar- daginn 1 0 apríl kl 2 Helga Björnsdóttir. + Eiginmaður minn. HÖRÐUR EYDAL. Hlíðargötu 8. Akureyri, andaðist laugardaginn 3 april Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 1 2 apríl kl 1 3 30 Fyrir mina hönd og annarra vandamanna Pállna Eydal t Móðir okkar, MATTHILDUR M. GÍSLADÓTTIR, Skólaveg 27, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin föstudaginn 9 apríl frá Landakirkju kl 2 Börnin. t Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, frá ísafirði, verður jarðsett frá Fossvogkirkju, föstudaginn 9. apríl kl 1.30 síð- degis Guðmundur Ludvigsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir og börnin. t Þakka auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, ÞÓRU ÞÓROARDÓTTUR, Viggó Bachmann. Innilegar þakkir vottum við öllum þeim, sem sýnt hafa samúð og vinarhug I veikindum og við fráfall, SIGÞÓRS GUÐJÓNSSONAR. fyrrv. verkstjóra, Miðtúni 86. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki á deild-3 á Vifilsstaðaspitala Bjarnfríður Guðjónsdóttir og fjölskylda. t Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar eiginkonu minnar, ÞÓRU BJÖRNSDÓTTUR. F h vandamanna, Guðlaugur Gottskálksson. Guðmundur Kristins- son — Minningarorð Fæddur 22. janúar 1906 Dáinn 1. aprfl 1976 I dag verður til moldar borinn frá Fríkirkjunni í Reykjavík, Guðmundur Kristinsson verka- maður, Kóngsbakka 11 hér í borg, en hann andaðist í Borgar- spítalanum aðfaranótt hins 1. apríl síðast liðins eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Guðmundur var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur og ól allan sinn aldur í Reykjavík og i ná- grannabyggðinni Seltjarnarnesi; hann var fæddur 22. janúar 1906 að Hverfisgötu 66, er þá var i daglegu tali nefnd „Rimma", sonur hjónanna Kristínar Guð- mundsdóttur, frá Leifsstöðum í Axarfirði og Kristins Gislasonar trésmiðs, frá Gröf í Hrunamanna- hreppi, Arnessýslu. Var hann elztur sex systkina, systranna Guðrúnar, Jórunnar og Kristínar og bræðranna Þorgríms og Sigurðar, er öll lifa nú bróður sinn, nema Guðrún, sem lézt árið 1935. Guðmundur kynntist snemma kröppum kjörum á uppvaxtar- árum sinum, sem voru ein þau erfiðustu, er yfir þjóðina hafa gengið á síðari tímum. Alþýða manna hafði vart til hnífs og skeiðar, atvinna var stopul og ómegð víðast hvar mikil. Námfús- ir unglingar af alþýðufólki urðu að láta sér nægja skammvinna skólagöngu, og þegar að loknu prófi í barnaskóla hóf Guð- mundur ýmis algeng verka- mannastörf, er þá tiðkuðust við sjávarsíðuna. Guðmundur kvæntist hinn 16. nóvember 1929 heitmey sinni Guðrúnu Elimundardóttur, ættaðri af Hellissandi á Snæfells- nesi, hinni ágætustu konu, dóttur hjónanna Elimundar Ögmunds- sonar, sjómanns, og Sigurlaugar Cýrusdóttur, er þar bjuggu alla sina hjúskapartíð. Þau Guðrún og Guðmundur stofnuðu heimili árið 1929 að Framnesvegi 14 í Reykja- vík og bjuggu síðan á fleiri stöðum í bænum. Þau eignuðust fjögur börn og eina fósturdóttur, sem öll hafa komizt vel til manns, vel gefin og reglusöm, og-hina nýtustu þjóðfélagsþegna. Dæturnar eru Kristin, f 1/2’41 og Margrét, f. 23/12 ’50, báðar hús- mæður. en synirnir Sigurður, framkvæmdastjóri, f. 18/5 ’32, Kristinn læknir, f 14/11 ’35 og Þorgrímur, lögreglumaður, f 1/2 ’41, öll búsett í Reykjavík. Arið 1941 hóf Guðmundur störf hjá Oliufélaginu Shell, síðar Skeljungi hf„ og starfaði þar við afgreiðslu oliuskipa og vakt- mannsstörf í tæpa þrjá áratugi, eða allt til ársins 1969 er hann varð að Iáta af störfum vegna heilsubrests. Hann fékk heila- blóðfall árið 1959 og má segja að hann hafi ekki borið sitt barr eftir það, en heilsu hans hnignað jafn og þétt. Síðustu árin gekk hann jafnan til starfa af veikum burðum og oft á tíðum sárþjáður, þó ekki vildi hann draga sig í hlé fyrr en í fulla hnefana. Guðmundur hafði snemma mjög ákveðnar skoðanir á málefn- um lifs og dauða, hinum verald- legu málum og „eilifðarmálun- um“ svonefndu, þó að ekki flíkaði hann þeim hversdagslega né hefði hátt um. Hann var allt frá ungum aldri eindreginn verka- lýðssinni og Alþýðuflokksmaður og hvikaði aldrei frá þeirri æsku- hugsjón sinni né skildi við flokk sinn, þó að á ýmsu gengi og aðrir liðsmenn brygðust á úrslita- stundu. Þá var hann einnig ákveðinn Nýalssinni, trúði statt og stöðugt á framhaldslíf á öðrum tilveru- stigum og mat heimspekinginn og jarðfræðinginn dr. Helga Pjeturss öllum öðrum mönnum fremur, sakir óvenjulegra vitsmuna hans, yfirskilvitlegra hæfileika og ein- stæðrar málsnilldar. Hann var líka þrautlesinn í fræðum dr. Helga og öðrum skyldum efn'um, sótti fundi í félagi Nýalssinna, á meðan heilsa hans leyfði, og velti mjög fyrir sér ýmsum heimspeki- legum og stjörnufræðilegum við- fangsefnum og hætti greindra leikmanna. Það er jafnan óbrigðult ein- kenni víðsýnna manna og óvil- hallra, að taka fullt tillit til hug- mynda og skoðana annarra, þó að ekki séu þeir endilega á sama máli um alla hluti. Og ein- mitt þeim eiginleika var Guð- mundur heitinn gæddur í óvenjuríkum mæli. Mér er nær að halda, að góðvild og umburðarlyndi í garð samferða- manna hafi verið hinir ríkj- andi þættir skapgerðar hans og þeir, sem öðrum fremur mótuðu daglega framkomu hans og raun- ar lífsstefnu yfirleitt. Hann var einstaklega hleypidómalaus maður og forðaðist jafnan óþarfa dómhörku og illt umtal. Það er áreiðanlega ekki ofsögum sagt, að hann hafi verið gagnvandaður maður til orðs og æðis, traustur, trúr og samvizkusamur fjölskyldu sinni, vinnuveitendum og þá um leið samfélaginu öllu. Þá var hann einnig barngóður með afbrgiðum, hafði yndi af börnum og átti auðvelt með að umgangast ungt fólk og setja sig í spor þess, enda hændust börn og unglingar fljótt að honum, hvar sem hann fór. Um það geta börn hans og barnabörn, fósturdóttir og frændalíð gerst vitnað. Þau eiga áreiðanlega ekkert annað en góðar minningar um föður sinn og afa, frænda og vin. Hann var þeim jafnan hlýr og ástúðlegur, hollur og úrræðagóður, án óþarfr- ar tilfinningasemi eða óskynsam- legs ofdekurs. Þó að Guðmundi heitnum hafi t Maðurinn minn, INDRIÐI HELGASON, rafvirkjameistari, Ráðhústorg 1, Akureyri, sem andaðist 25 marz sl , verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 10 apríl næstkomandi klukkan 13.30 Blóm vinsam- legast afþökkuð Laufey Jóhannsdóttir. t Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa STEFÁNSBJARNARSONAR, frá Sauðafelli Pétur M. Bjarnarson, Guðrún Helgadóttir, Sigurður Bjarnarson. Jóna Þorláksdóttir, Anna Bjarnarson, Páll G. Björnsson, Björn Bjarnarson, Sigríður Stefánsdóttir, Jón Bjarnarson, Hulda Danlelsdóttir. og barnabörn. verið lagður á herðar þungur sjúkdómsbaggi hin siðari ár, svo sem áður er að vikið, má ekki gleyma þeirri hamingju, er hann naut í hjónabandi sínu og barna- láni. Hann var giftur ágætri konu og var hjónaband þeirra gott og gæfusamt, svo að af bar. Bar þar aldrei neinn skugga á, svo sam- hent voru þau hjónin og hænd hvort að öðru. Ágætur vitnis- burður um ást þeirra og órjúfan- lega samstöðu var trygglyndi Guð- rúnar, og viljaþrek, er hún dag hvern heimsótti mann sinn á sjúkrahúsið, þar sem hann lá rúmfastur svo árum skipti, stund- um oft á dag til þess að halda í höndina á honum og sitja við hlið hans, þó að lengst af væri hann sviptur ráði og rænu og löngum á milli heims og helju. Það duldist heldur engum sem kom að sjúkra- sæng hans, að hann fylgdist furðu vel með hinum tiðu komum eigin- konu sinnar allt fram á síðustu stund, skynjaði návist hennar á sinn hátt og fann í henni frið og fróun í þungbærri sjúkdómsraun. Þá veitti það Guðmundi einnig ómælda ánægju að sjá börn sin vaxa úr grasi og sanna það, svo að ekki varð um villzt, að í engu eru þau föðurverrungar. Að loknum þessum fáu og fátæklegu kveðjuorðum vil ég þakka tengdaföður mínum margar góðar og notalegar sam- verustundir á heimili þeirra hjóna. Það er jafnan hægur vandi að komast vel af við menn af gerð Guðmundar, enda ekki annars en góðs eins að minnast frá þeim kynnum. Ég vona líka eindregið, að min- um kæra vini hafi orðið að þeirri bjargföstu trú sinni og ósk okkar allra, að líf sé að loknu þessu, að einhver æðri tilgangur sé i öllu okkar undarlega ferðalagi hér á jörð. Guðjón Albertsson. Guðmundur Kristinsson verka- maður andaðist i Borgarspítalan- um 1. april s.l. eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Guðmundur var fæddur 22. janúar 1906 í Reykjavík. Foreldr- ar hans voru Kristinn trésmiður Gislason frá Högnastöðum í Hrunamannahreppi og kona hans Kristín Guðmundsdóttir frá Leifs- stöðum i Axarfirði. Systkini Guð- mundar, sem eru á lifi, eru Þor- grímur, bifreiðarstjóri, kvæntur Kristínu Sigurðardóttur, Sigurð- ur, verkstjóri, kvæntur Huldu Þorbergsdóttur, Jórunn, hús- freyja, gift Bjarna Kristjánssyni, vörubifreiðarstjóra, og Kristín Unnur, húsfreyja. Guðrún, systir Guðmundar, lézt ung að árum, en hún var fyrri kona Bjarna Krist- jánssonar. Guðmundur varð snemma að taka þátt i harðri og óvæginni lífsbaráttu og ganga að því starfi, sem bauðst hverju sinni, en oft var erfitt um vik og vinna af skornum skammti. Um all langt skeið starfaði hann hjá Skeljungi h.f. og með trúmennsku sinni og árvekni ávann hann sér einróma útlaraskreytingar Groóurhúsið v/Sigtun simi 36770

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.