Morgunblaðið - 08.04.1976, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976
Á hættu-
slóðum í
ísrael";,K5re
Sigurður
Gunnarsson þýddi
Þeir litu strax upp og sáu hana allir. Já,
þarna gekk hún niður fjalliö. Hún
nálgaðist landamærin, sem voru næstum
ósýnileg, en þó ljós þeim, sem til þekktu.
Hún gekk yfir landamærin, án þess aö
hika eitt andartak, — og nú var hún
komin til Israels. Mýrardrag nokkurt lá
FYRIR mörg hundruð árum var í Grikklandi
heimspekingur einn sem Diogenes hét. Hann
var þeirrar skoðunar að fólk ætti ekki að leggja
svo mikið upp úr því að eignast einhver ósköp.
Þvf var það að sjálfur hafði hann látið sér nægja
tunnu. Það er af þeim sökum sem nafn hans er
enn þekkt í dag.
frá Djúpavatni milli landamæranna og
hæðarinnar, þar sem tjaldinu hafði verið
komið fyrir. Hún gekk hratt, kannaðist
örugglega við leiðina.
Petterson var með sjónaukann, og nú
sagði hann: „Hún kemur með barn, —
lítið barn.“
Og svo kom hún. Nú var hún ekki eins
lík vofu og hún hafði verið í nótt. Þá
hafði Öskar hreint og beint verið hrædd-
ur við hana. Nú sá hann, að hún var
venjuleg kona, sem leið illa.
En barnið.. . það var lítill drengur.
Óskar hugsaði strax með sjálfum sér, að
líklega héti hann Alí. Hann gat tæpast
verið þriggja ára gamall, magur og
óhreinn, með greindarleg augu, sem
horfðu með undrun og spurn á þessa
undarlegu menn. Eiginlega leit hann
ekki út fyrir að vera veikur. En þegar
konan tók af honum klæði, sem hún hafði
sveipað um hann, sáu þeir, að hann hafði
vonda ígerð eða kýli á öðrum fætinum.
Læknirinn rannsakaði drenginn. Svo
bað hann Petterson að sjóða vatn sem
allra fyrst, hann yrði að gera ofurlítinn
uppskurð á drengnum.
„Mér sýnist líklegt, að slanga hafi bitið
drenginn," sagði hann, „hér er þó ekki
um lífshættulegt bit að ræða, en óhrein-
indi hafa farið í sárið og myndazt vond
ígerð, sem hreinsa þarf hið fyrsta.“
Læknirinn þrýsti á sárið, drengurinn
bar sig illa og einnig móðir hans, en engu
að síóur duldist það ekki, að hún var
innilega glöð, því að nú var hún komin til
manns, sem gat læknað drenginn hennar.
Já, hún hafði alltaf verið sannfærð um,
aó þeir, sem byggju hér í tjaldinu. réðu
yfir þekkingu og tækni, sem ekki væri að
finna hennar megin landamæranna.
Rúm McLeans var dregið fram í mitt
tjaldið. Petterson halði nú hitað vatnið
og læknirinn tók áhöld sín upp úr tösk-
unni. En þegar Arabakonan sá hnífinn,
DRÁTTHAGI BLÝANTURENN
MORö-dN-
XAFFINO
Eg veit hún elskar mig, — en
það er ekki rakspíranum aó
þakka — þaó eitt veit ég.
Þegar ég var farin að hugsa um
hann sem tengdason giftist
hann annarri stúlku.
Ég er farin. — Þú finnur ost-
bita Iéldhúsinu.
Hvenær verður farið til vett-
vangskönnunar í málinu?
Brezkur prófessor, sem var
mjög annars hugar, sat eitt
sinn I járnbrautarvagni og las f
ákafa, þegar lestarþjónn kom
og bað um farmiða hans. Pró-
fessornum varð bilt við og leit-
aði I öllum vösum sínum, en
fann ekki farmiðann. Lestar-
þjónninn, sem kannaðist við
prófessorinn, sagði hinn róleg-
asti:
— Verið ekkert að fást um
þetta núna. Eg er viss um, að
þér finnið miðann seinna, og þá
skuluð þér bara senda hann til
skrifstofu járnbrautarfélags-
ins.
— Eg veit að það er allt f lagi
með það, sagði prófessorinn, en
það, sem ég vil fá að vita, er,
hvert ég ætlaði að fara.
Þá er það sagan af pró-
fessornum, sem kom heim til
sfn seint um kvöld og hafði
gleymt húslyklinum. Hann
hringdi dyrabjöllunni. Önug
kvenrödd svaraði:
— Ef þér ætlið að tala við
prófessorinn, þá er hann ekki
heima.
— Allt I lagi, svaraði pró-
fessorinn kurteislega, segið
honum bara að ég komi seinna.
Og með það sneri hann frá.
— Hlustaðu nú á, nú spyr ég
þig I siðasta sinn, hvenær þú
ætlar að borga mér þessar 1000
krónur sem þú skuldar mér.
— Það gleður mig stórkost-
lega, að þessar heimskulegu
spurningar skuli fara að taka
enda.
Þingmaður kom til manns,
sem hann þekkti ekki og bað
hann um að kjósa sig.
— Eg dáist að dugnaði
þínum, sagði maðurinn, en
fyrirlít skoðanir þfnar.
— Vinur minn, sagði þing-
maðurinn, ég virði hreinskilni
þína, en fyrirlft menntun þfna.
Davidson biskup af
Winchester var eitt sinn f hópi
manna, sem var boðið til át-
veizlu að lokinni guðsþjónustu.
Einn f hópnum, feitur og
bústinn náungi, sagði með upp-
gerðan guðrækissvip: 1
— Þetta er hinn rétti tfmi til
þess að setja hömlur á matar-
lystina.
— Nei, svaraði biskupinn,
þetta er hinn rétti tfmi til þess
að setja matarbitana upp f sig.
Arfurinn í Frakklandi
39
— Hvernig væri að Ifta á bílinn
þeirra fyrst, ráðlagði Gautier hon-
um. — Ef þau hafa lent í árekstri
hlýtur það að sjást á bílnum.
— Allt í lagi. fig fellst á það.
Og Helen trúði því revndar ekki
að þau væru venjulegir ferða-
menn.
— Gautier brosti.
— Helen vill að hlulirnir hafi
iiti og líf.
David stöðvaði bílinn á bfla-
stæðinu úti fyrlr skrifstofu
Gautiers og drap á vélinni.
— Hefur þú símanúmer Helen-
ar í París? Eða hjá umboðsmanni
hennar?
— Eg er með heimanúmer
hennar. En ég veit ekki hver um-
boðsmaður hennar er.
— Gætirðu látið mig fá það?
— Ekkert sjálfsagðara.
Ilann tók fram minnisbókína
og las númerið fvrir David sem
skrifaði það niður í sína bók.
David velti þvf fyrir sér hvórt það
ga-ti átt sér stað að Helen hefði
aldrei verið ástkona Gautiers?
Gat verið að hann væri afbrýði-
samur út í hann þótt hann léti
það ekki á neinn hátt f Ijós? Og
þegar allt kom til alls hvað kom
honum við fvrra líf Helenar?
— I þessari ága-tu bók þinni,
sagði hann, — skyldi ekki hittast
svo þekkilega á að þú hafir annað
heimilisfang sem hægt væri að
leita að Mme Desgranges á? Fjöl-
skylduheimilisfang sem hún
hefur búið á áður en hún kom til
Frakklands? . '.
— Svo að þú veizt að hún er
ekki frönsk? Sagði hún þér það?
— Nicole sagði mér frá því.
Hún sagði að Mme Desgranges
væri spænsk.
— Það er rétfT En ég hef ekki
hugmynd um hvar á Spáni hún
átti heimili sitt. Eg hef ekkert um
það neins staðar f mínum plögg-
um.
— Mér datt það bara svona sem
snöggvast í hug. Það hljóta að
vera til manntalsskrár.
— Lögrcglan hlýtur að finna
hana.
— Eg er sannfærður um að
lögreglan flýtir sér hægt, fyrst
ekkert lík finnst sem hægt er að
ganga út frá við rannsóknina. Eg
sé að það er ýmislegt til f því hjá
þér að segja mér að bfða átekta og
flana ekki að neinu. Heldurðu að
lögreglan mvndi gefa mér upp-
^Jýsingar um þetta.
— Ég efa það.
— En myndu þeir fást til að
segja þér það?
— Ekki útilokað.
— Viltu athuga það?
— Að sjálfsögðu skal ég gera
það.
Hann sló vinalega á herðar
Davids.
— Ég verð að fara. Við skulum
sjá hver framvinda mála verður.
Ilann fór út úr bílnum.
— Ég hef samhand við þig,
Jacques...
— Vitaskuld.
Hann brosti með vinalegu um-
burðarlyndi og bar höndina upp
að enninu f kveðjuskvni.
David ók aftur að gistihúsinu
og lagði bílnum. Sfðan gekk hann
f hægðum sfnum um garðinn fyr-
ir framan hótelið. Hann var
svangur og langaði í eitthvað að
borða, en hann hafði enga ósk um
að hitta Lazenbysystkynin. Hann
gekk inn, valdí sér borð þar sem
hann hafði góða yfirsýn yfir mat-
salinn og forsalinn. Hann pantaði
sér bjór og smárétt og tók sfðan
fram úr vasa sínum feng dagsins:
minnisbók M. Boniface!
Hann hafði haldið á henni þeg-
ar hann sat við skrifborð lögfræð-
ingsins og var að hringja í Gauti-
er fyrir Mme Lambert. Hann
hafði stungið henni f vasann þeg-
ar hann fór fram i eldhúsið að
tala við Mme I.ambert og þegar
Nicole kom hafði hann stein-
gleymt henni. Hann hafði sfðan
orðið hennar var á ný þegar hann
ætlaði að teygja sig eftir minnis-
bók sinni, þegar hann var að
skrifa símanúmer Helenar niður
fyrir utan skrifstofu Gautiers. Ef
Gautier hefði ekki farið rakleitt
inn hefði kannski verið vissara að
láta hann fá bókina. En úr þvf
sem komið var... Hann opnaði
bókina við stafinn D. Mme
Desgranges var skráð þar og
heimilisfang hennar, en það var
heimílið uppi á hæðinni og gagn-
aði hinutn ekki meira.
Hann fór í sfmann og ætlaði að
hringja til Helenar. I fyrstu var
erfitt að fá samband og siðan var
honum sagt að númerið svaraði
ekki. Þegar hann kom aftur að
borðinu sfnu sá hann að þar var
kominn einn þorpsbúa sem tók
honum fagnandi og vildi bjóða
honum upp á drykk. Hann ákvað
að þetta þýddi ekki lengur, fór
aftur til herbergis sins og svaf
draumlaust fram á kvöldið.
6. kafli
Fyrsti maðurinn sem David sá,
þegar hann kom að höllinni þetta
kvöld, þveginn og strokinn og f