Morgunblaðið - 08.04.1976, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 08.04.1976, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRlL 1976 Ætlum að sigra — sagði þjálfari Portúgalanna „Við höfum verið með þetta lið í uppbyggingu í næstum tvö ár, og ég vonast til að við sigrum í leikjunum hér þótt ég viti að vísu sáralítið um ísl. liðið. En umfram allt leggjum við áherslu á drengi- lega keppni og vonum að heim sókn okkar verði ykkur til ánægju " — Þetta sagði þjálfari portúgalska landsliðsins á blaða mannafundi á Hótel Esju f fyrra kvöld þegar portúgalarnir voru ný- komnir til landsins. Þjálfarinn sem heitir Herminio Barreto er frá Mosambik og vinnur eingöngu við körfuboltaþjálfun. Það kom fram hjá Herminio sem hafði aðallega orð fyrir portúgölsku fararstjórninni að við byltinguna í Portúgal urðu nokkur þáttaskil í íþróttalífi þar Sú stefna er nú ráðandi varðandi uppbyggingu körfuknattleikslandsliðsins í Portúgal að mynda ákveðinn kjarna ungra leikmanna sem hafa nú reyndar hlotið mikla samæfingu þótt þeir hafi ekki leikið mikið af lands- leikjum á síðustu árum ,.Við leggjum nú á það áherslu að leika vináttuleiki bæði heima og erlendis. og höfum þegar áformað marga landsleiki á þessu ári Við fáum pólska landsliðið í heim- sókn í júlí eða september, og ég vil nota þetta tækifæri til þess að bjóða ísl landsliðinu til keppni þá Einnig eigum við von á Kúbu, Belgíu, Frakklandi og fleirum Eftir u þ b tvö ár munum við síðan gera upp við okkur hvernig málin standa hjá okkur varðandi landsliðið, hvort við teljum okkur geta farið að taka þátt i Evrópukeppnum o.þ.h. en það ætlum við ekki að gera nema að við getum gengið að því vísu að ná þar góðum árangri " Fyrir hálfum mánuði lék portúgalska landsliðið 4 leiki við búlgarska b-landsliðið og fóru leikirnir fram í Portúgal Portúgalirnir töpuðu öllum leikjun- um naumlega, eða með 6 til 8 stiga mun sem er nokkuð gott, því búlgarir eru em fremsta körfubolta- þjóð í Evrópu í dag En það kom glögglega í Ijós hjá Herminio að þær 14 milljónir sem körfuboltinn fær í ríkisstyrk á ári eru til þess ætlaðar að byggja upp körfuboltann í Portúgal frá grunni, og eru þeir t d að senda hóp þjálfara til Frakklands og Búlgaríu til að fara þar á námskeið ,,Nei við vissum nákvæmlega ekkert um ísland áður en við lögðum af stað að heiman Við bjuggumst við miklum kulda þar sem landið er svo norðarlega, við vissum ibúafjöldann u.þ.b. og þar með búið Um körfuboltann hjá ykkur vitum við nákvæmlega ekkert, en þó sýnist mér á þeim upplýsingum sem ég hef fengið hér að þið munið mjög áþekkir okkur að getu En ég reikna með að við sigrum samt Þeir ísl. leikmenn sem voru mættir á þessum fundi sögðust reikna með að Herminio yrði fyrir vonbrigðum í leikjum sipum hér, því þeir væru ákveðnir í að sigra í leikjunum, En hvort það tekst kemur í Ijós í kvöld, og einnig í Njarðvíkum á föstudag og laugardag gk.— Halldór Guðbjörnsson með hinn veglega verðlaunagrip sem hann vann til með sigri í Tropicana- keppninni. Fyrsti körfnknaltleikslandsleiknr íslanðs og Portúgal verðnr í kvöld — sögðu íslenzku landsliðsmennimir VIÐ ræddum við nokkra leik- menn ísl. liðsins og forráðamenn þess um væntanleg úrslit leiksins í kvöld. Agnar Friðriksson: ,,Mér sýnist það liggja nokkuð ljóst fyrir, að við megum eiga von á jöfnum og skemmtilegum leikjum. Við höf- um æft vel að undanförnu og and- inn innan liðsins er mjög góður. Við ætlum okkur ekkert annað en sigur í þessum leikjum — hvað sem portúgalski þjálfarinn annars segir. Ef ég ætti að skjóta á úrslit í leiknum í kvöld myndi ég segja 87:84 okkur í vil, ég veit að það verður ekki mikill mun- ur.“ Kolbeinn Pálsson fyrirliði: „Við göngum til þessara leikja með sama hugarfari og við erum vanir, þ.e. við erum ákveðnir í því að berjast eins og ljón og gefa allt okkar, og ef vel tekst til og við náum góðum leik eigum við að hafa nokkra möguleika á sigri. Ég treysti á góðan stuðning áhorfenda, þeirra hlutur í Iands- leikjum sem leiknir eru á heima- velli getur verið stór — jafnvel munað 10—15 stigum fyrir okkur ef við fáum góðan stuðning þeirra.“ Þjálfararnir: Þeir voru ekki beint fúsir til að tjá sig um mögu- leika okkar, þjálfararnir Kristinn Stefánsson og Birgir Birgis. Þó fengum við það út hjá þeim að þeir eru ánægðir með undir- búning ísl. liðsins fyrir þessi átök. „Ef vel tekst til, og leikaðferðir okkar sem við höfum verið að æfa ganga upp, þá vinnum við,“ sagði Kristinn og Birgir bætti við: „Portúgalski þjálfarinn er nokk- uð viss um sigur sinna manna, ættum við ekki að segja að við séum nokkuð sama sinnis um það að okkar menn vinni þessa leiki." Eins og fyrr sagði hefst leikur- inn í kvöld kl. 20.30, og verður það eini leikurinn sem fer fram í Reykjavík, hinir leikirnir verða í Njarðvíkum annað kvöld kl. 20 og á laugardag kl. 14. FRÁ úrslitaglfmunni I Tropicana-keppninni. Halldór Guðbjörnsson og Sigurður Pálsson eigast við. Ljósm. J.Ö.H. Halldór sigraði í opna mótinu eftir skemmtilega keppni Mánudaginn 5. april s.l. var i fyrsta sinn háð hér á landi júdó- keppni í opnum flokki, þar sem einungis kepptu júdómenn létt- ari en 70 kg. Framleiðandi Tropi- cana á Islandi gaf verðlaun móts- ins, en ætlunin er að halda slíkt mót árlega. Keppnin var geysihörð og mik- ið um tvisýnar viðureignir eins og oft er þegar hinir léttari júdó- menn eigast við. Margir ungir og efnilegir júdómenn komu fram í þessari keppni og vöktu verð- skuldaða athvgli. Þó fór svo, að lokum, þegar lokið var keppni í riðlum, að hinir reyndustu kom- ust í fjögurra manna úrslitin. Til úrslita kepptu þeir Halldór Guð- björnsson og Sigurður Pálsson og sigraði Halldór örugglega eftir mjög snarpa viðureign. Gunnar Guðmundsson, núverandi ls- landsmeistari í léttmillivigt, gat ekki keppt að þessu sinni vegna meiðsla. Fjórir fyrstu menn í keppninni urðu: 1. Halldór Guðbjörnsson, JFR 2. Sigurður Pálsson, JFR 3. Jóhannes Haraldsson, UMFG Eysteinn Sigurðsson, A Halldór varð því fyrstur manna til að vinna hinn glæsilega Tropi- cana-bikar sem keppt er um á þessu móti. Tveir landsliðsmannanna, Jón SigurSsson og Agnar FriSriksson í baráttu. i kvöld sameinast þeir um aS berja á Portúgölum. FYRSTI landsleikur Islands og Portúgals i körfuknattleik fer fram i Laugardalshöllinni í kvöld og hefst kl. 20.30. Þetta verður fyrsti leikurinn af þremur sem portúgalarnir leika hér á landi en hinir tveir hafa fram i Njarðvik á morgun og laugardag. Það er heldur lítið sem vitað er um styrkleika Portúgals í körfu- knattleik en þó er nokkuð Ijóst, eftir þeim upplýsingum sem fengust á blaðamannafundi með portúgölunum i fyrrakvöld að þeir eru mjög svipaðir okkur að getu. 1 leiknum i kvöld hafa Islendingarnir nokkra yfirburði í hæð, þvi samkvæmt upplýsingum portúgalanna er þeirfa hæsti maður aðeins 1.95 m á hæð, en a.m.k. þrír okkar manna eru hærri, Jónas Jóhannesson 2,03, Bjarni Gunnar 2,00 og Jón Jörundsson l,97m. Sú staða að okkar menn hafi vinninginn á þessu sviði hefur ekki komið upp í mörg ár í landsleikjum okkar. En hvort það nægir okkur til sigurs skal ósagt látið en óneitan- lega gefur það nokkrar vonir. Isl. liðið í leiknum í kvöld verður þannig skipað: Kolbeinnn Pálsson KR fyrirliði Kolbeinn Kristinsson IR Kári Marísson UMFN Jón Sigurðsson Armanni Guðsteinn Ingimarsson Ármanni Gunnar Þorvarðsson UMFN Þórir Magnússon Val Birgir Jakobsson IR Agnar Friðriksson IR Jón Jörundsson IR Bjarni Gunnar IS Jónas Jóhannesson UMFN Þetta lið mun leika alla leikina þrjá, en undirbúningur liðsins hfur staðið yfir í hálfan mánuð og æft hefur verið daglega. gk.— Liverpool náði QPR LIVERPOOL náði Queens Park Rangers að stigum í ensku 1. deildar keppninni i knatt- spyrnu I fyrrakvöld er liðið vann öruggan sigur á heima- velli sinum yfir Leicester City. Reyndar var ekki nema eitt mark skorað i leiknum og gerði Kevin Keegan það, en Liver- pool-liðið hafði yfirburði yfir andstæðinga sina, en gekk illa að finna leið í mark þeirra enda „pakkaði“ Leicesterliðið mönnum sinum í vörn. Eftir þennan leik hafa bæði Liver- pool og Queens Park Rangers 53 stig eftir 38 leiki. Queen Park Rangers á einna léttast prógramm eftir af topp- liðunum, ef unnt er að tala um að eitthvað sé léttara en annað í ensku knattspyrnunni. Munar mestu að liðið á aðeins eftir að leika einn leik á útivelli, en hins vegar þrjá á heimavelli. Liverpool á eftir einn leik á heimavelli og þrjá á útivelli, Manchester United á eftir 3 heimaleiki og 3 útilciki og Derby County á eftir 2 heima- leiki og 3 útileiki. I fyrrakvöld léku einnig Middlesbrough og Norwich og lauk þeim leik með sigri Norwich 1—0. Tveir leikir fóru fram í 2. deild I fyrrakvöld. Chelsea og Fulham gerðu jafntefli 0—0, en Southampton sigraði botnliðið Portsmouth á útivelli 1—0 og var þetta þriðji sigur Southampton á útivelli I vetur. Hefur liðið hlotið 41 stig og er sem stendur I fimmta sæti i 2. deild, þannig að það á enn smávon að vinna sér sæti í 1. deild. Peter Osgood, Jim McCalli og Jim Steel voru settir út úr liðinu í fyrradag fyrir agabrot. Treysliim á stnðning áhorfenda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.