Morgunblaðið - 22.04.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.04.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRlL 1976 Friðþjófur Lárusson — Minningarorð Fæddur 11. október 1921 Dáinn 14. apríl 1976. Fáein fátækleg kveðjuorð er það eina sem ég get látið kærum félaga og vini í té nú er vegir skiljast um sinn. Þó leiðir okkar Fedda, en svo var hann nefndur i daglegu ávarpi, hafi aðeins legið saman skamma stund, eða tólf ár, þá er margs að minnast frá þeim árum. Það var mér mikils virði að hann skyldi, strax í byrjun nýs starfs, hjá nýstofnuðu fyrirtæki Reykjavíkurborgar, „Vélamið- stöð“, verða minn nánasti aðstoðarmaður. Naut ég þar þekkingar hans og kunnugleika á hinum ólíkustu verkþáttum í störfum okkar. Aður hafði starfsvettvangur hans verið við akstur og síðar við stjórn stórvirkra vinnuvéla við margvísleg störf á vegum borgar- innar. Eitt af því fyrsta sem ég heyrði um Fedda, var að leitun væri að öðrum eins snillingi við krana- stjórn, og þessu til stuðnings heyrði ég margar sögur sem mér í fyrstu virtust ótrúlegar, en fékk síðar sjálfur sönnur á. Feddi var góður starfsmaður og starfsfélagi, jafnlyndur en dulur, einkum um eigin hagi, þó eignað- ist ég trúnað hans og ræddum við oft saman um margvísleg málefni, sem sjaldan eða aldrei bar á góma ef aðrir voru viðstaddir; þennan trúnað þótti mér vænt um og reyndi að vera hans verðugur. Feddi var Reykvíkingur í húð og hár eins og þeir gerast mestír og bestir, og hvergi leið honum eins vel og hér í höfuðborginni, sem hann hafði helgað allt sitt starf og hann fylgdist með vexti og þroska hennar með stolti eins og aðeins innfæddum er fært. Feddi giftist aldrei og tel ég það mikinn skaða, því svo vel þekkti ég hann að ég er þess fullviss að hann hefði orðið einstakur lffs- förunautur konu, en þó einkum og sér í lagi góður faðir. Hann elskaði öll börn og hafði mjög gott lag á þeim, þannig að þau hændust að honum. Um þetta get ég borið vegna þeirrar athygli og elsku sem min börn nutu frá honum; fyrir þetta og margvíslegt gott, sem mín fjöl- skylda varð aðnjótandi vegna kynna okkar af honum, viljum við þakka nú. Það er með söknuði og trega að við hjónin og börn okkar kveðjum kæran vin. Sárast sakna ég þó sjálfur góðs félaga og vinar á vinnustað, og fyrir árin sem við áttum samleið þakka ég innilega; minningarnar um þau tekur enginn frá mér, þær verða geymdar en ekki gleymdar, hafi vinur minn þökk fyrir allt og allt. Bræðrum og öðrum aðstandend- um sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Drottinn blessi minningu mins kæra vinar. Atli Ágústsson. A morgun, föstudag 23. aprfl, verður til moldar borinn Friðþjóf- ur Lárusson, fæddur í Hafnar- firði 11. okt. 1921. Foreldrar hans voru Lárus Bjarnason, sjómaður, og eiginkona hans, Elisabet Jónasdóttir, er lengst af bjuggu í Reykjavík. Létust þau bæði á síðasta -áratug all nokkuð við aldur. Friðþjófur veiktist snögg- lega og hastarlega rúmri viku fyrir lát sitt, er hann var á leið heim um hádegisbil í bifreið sinni. Svo óvænt varð upphafið að ennþá lengri ferð. Frændi minn kær, Júlíus Boga- son, er látinn. Það kom okkur ættingjum hans ekki á óvart, því undanfarið hafði hann legið fár- sjúkur í spítala. Þó varð mér undarlega hverft við er móðir mín hringdi til mín og sagði mér að Júlíus bróðir hennar væri lát- inn. Öll erum við dauðleg og ein- hvern timann heimsækir dauðinn okkur öll. En þrátt fyrir þessa staðreynd á ég ennþá bágt með að sætta mig við að mjög kær frændi minn, Júlíus Bogason, sé horfinn af sjónarsviðinu fyrir fullt og allt, eins og hann var mér og systkin- um mínum mikill styrkur og góður frændi alla þá tíð sem við bjuggum á Akureyri í nábýli við hann. Þó má ekki skilja mig svo að hann hafi nokkru sinni sleppt 1 dag vil ég þó frekar minnast annarrar og ánægjulegri ferðar. Á sólbjörtu síðsumri fyrir nær fjórtán árum, beið ég komu F'rið- þjófs á flugvellinum í F'rankfurt við Main. F’ramundan var nokkra vikna sumarleyfi. Áningastaðirn- ir voru margir, þ.á m., vínbæirnir við Rín, borgin við Alster og sú gamla góða Kaupmannahöfn. Að lokum sjóferð heim með viðkomu i Skotlandi. Öll var ferð þessi mér til mikillar ánægju og átti F'rið- þjófur, eða Feddi eins og vinir hans nefndu hann, ekki hvað sizt þátt i því. Hann reyndist einstak- ur ferðafélagi, sffellt hress og kátur og öruggur f hvívetna, enda þótt hann væri þá ekki hagavanur á erlendri grund. Siðar fór Frið- þjófur fleiri ferðir og þá á suð- af okkur hendinni. Þótt við flytt- umst til Reykjavíkur með for- eldrum okkar fyrir allmörgum árum rofnaði aldrei sambandið við Július frænda. Hann sá um það og fyrir það er ég honum mjög þakklát. Enda þótt ég vissi vel að það gæti brugðist til beggja vona með heilsu frænda míns, trúði ég því að eitthvert krafta- verk gæti læknað hann. Ennþá trúum við á kraftaverk og þau eiga sér stað, því ef trúin væri ekki fyrir hendi hvar værum við þá stödd? Nú er Júlíus horfinn okkur og þrátt fyrir einlægar óskir og bæn- ir verðum við að beygja okkur fyrir staðreyndinni. Fyrir mér var Júlíus annað og meira en frændi. Hann var einhver sá elskulegasti og besti maður sem lægari slóðir. Eftir því sem ég bezt veit, naut hann þessara ferða í ríkum mæli. En aldrei var hann jafn hamingjusamur en þá heim var komið aftur. Heimili hans og æskustöðvarnar í Reykjavík áttu svo djúpar rætur i huga hans, að hvergi fann hann sig betur en í nálægð þeirra. Eftir skyldunám og stutta dvöl í Verzlunarskóla Islands, hóf Frið- þjófur fljótlega störf hjá Reykja- vikurborg, og vann hann þar nær alla starfsævi eða eitthvað á fjórða áratug. Fyrst við bifreiða- akstur, síðar meir á ýmsum þungavélum og loks um það bil 10 ár sem skrifstofumaður í vélamið- stöð borgarinnar. Naut hann sín einstaklega vel í síðast nefnda starfinu, enda gjörkunnugur hátt- um erfiðismanna og ritaði snyrti- lega hönd. Friðþjófur ólst upp á mann- mörgu heimili og við þau kjör sem almennt gerðist hér á landi á þriðja og fjórða áratugnum. Bræður átti hann þrjá, Hauk vél- stjóra, sem lézt fyrir réttu ári, Val skrifstofumann, og Sverri, er lengstum hefur starfað erlendis og eina alsystur, Emilíu, ekkju. Auk þess áttu þau systkini tvær eldri hálfsystur, Karenu, ekkju, og Láru, húsfrú. Eins og sjá má, hefur margt breytzt hjá þessari fjölskyldu á rúmum áratug: For- eldrarnir fallnir frá, hugljúfir mágar og tveir bræður á bezta aldri. Hér hafa í stuttu máli verið rakin ytri æviatriði Friðþjófs. Snúum okkur þvl að manninum ég hefi kynnst. Og væri það ekki of persónulegt og öðrum óviðkom- andi gæti ég tínt til margt um gæsku hans og góðvild, sem hér verður sleppt. Mér fannst ég verða að kveðja þennan frænda minn sérstaklega sjálfum. Friðþjófur var einstak- lega hógvær í allri framgöngu, blés sig lítt út, þótt hann vissi oft betur en aðrir. Gagnvart vinnu- félögum var vinsamlegur, trúr og falslaus. Sama gilti um aðra, sem hann umgekkst. Eins og fyrr var sagt, undi Friðþjófur sér bezt á heimili sínu, þá var hann sá höfð- ingi heim að sækja, að fátítt mun um aðra. Reyndist það og honum gott veganesti í lífinu, er hann bjó með öldruðum foreldrum, hve heimili þeirra var einstaklega fágað. Friðþjófur kvongaðist ekki, en fáan mann þekki ég, sem leið betur í félagsskap fagurra kvenna. Græskulaust gaman háns og eðlislæg háttvísi naut sín þá einkar vel. Eins voru börn mjög hænd að honum. Aldrei heyrði ég Friðþjófi hrjóta illt orð af vörum til nokkurs að ástæðulausu. Aldrei heyrði ég hann heldur bera oflof á nokkurn, þótt við- staddur væri. Segir þetta allt sína sögu. Með Friðþjófi kveðjum við því mann, sem var einkar hlýr í allri umgengni, mann, sem var búinn beztu kostum íslenzkrar alþýðu, lét sér fátt um finnast, þótt ríkis- menn deildu, en var sjálfur höfð- ingi í sjón og reynd. Friðþjófur var ágætlega aflögufær, kom ár sinni vel fyrir borð og var hag- sýnn, þegar með þurfti. Systkini Friðþjófs og systkinabörn eiga nú um sárt að binda. En minningin um góðan dreng mildar eflaust söknuðinn. Megi Friðþjófur, vinur minn, hvíla í friði. Blessuð sé minning hans. Jón P. Ragnarsson. og þess vegna réðst ég í að skrifa þessi óbreyttu kveðjuorð um leið og hann heldur á leið um landa- mærin, sem enginn lifandi þekk- ir. Ég mun ekki I þessu kveðjuorði rekja æviferil Júlíusar frænda, en hann var kunnur á mörgum sviðum bæði hér syðra og á Akur- eyri, einkum munu allir skákunn- endur kannast við nafn hans. Hugur minn dvelur nú hjá Hrafn- hildi, ekkju Júlíusar frænda, sem eins og maður hennar hefur reynst okkur sannur vinur. Heimili þeirra hefur alltaf staðið okkur opið og þar hefur alltaf verið gott að koma. Það er ýmis- legt sem mér bæri að þakka þeim hjónum, höfðingsskap þeirra beggja við mig og börnin mín, þar sem Hrafnhildur hefur aldrei legið á liði sinu. Nú að leiðarlok- um kveð ég ástkæran frænda minn en votta konu hans, Hrafn- hildi, og börnum þeirra dýpstu samúð mína og vona að trúin hjálpi þeim yfir erfiðasta hjallann. Gréta Jónsdóttir. Júlíus Bogason — Minningarorð GÍSU FERDINANDSSON Skósmiður LÆKJARGÖTU 6- SÍMI 20937- REYKJAVÍK eru ósigrandi stóri bróðir og littla systir. Athugið verðið og munið að sá sem veit allt um TRÉKLOSSA er auðvitað fagmaðurinn, GÍSLI skósmiður. Spyrjið hann. Tréklossamir Ekkert fer betur með fæturnar á sumrin en góðir TRÉKLOSSAR. Hjá Gísla er mikið úrval af þeim í öllum stærðum.öll fjölskyldan fær TRÉKLOSSA við sitt hæfi, pabbi, mamma,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.