Morgunblaðið - 29.04.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.04.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. APRlL 1976 13 Svalbarði Sovétmenn ger- ast heimaríkir Tailand Heróínsmygl og hermennska þess vera. Þeir munu heimta sitt áfram. Þá er og sú staðreynd, að ekki hefur reynzt hægt að koma í veg fyrir ópíumrækt bænda þarna um slóðir. „Gullni þríhyrningur- inn" er frægasta ópíumræktar- hérað heims. Þar ráða ríkjum fjallabúar og flokkar bófa og hefur yfirvöldum í löndunum umhverfis löngum reynzt erfitt að tjónka við þá. Reyndar taka þeir engin vin- samleg tilmæli til greina. Og erfitt er að sækja þá með vopnum. Gullni þrihyrningurinn er á milli Thailands, Burma og Laos og íbúarnir úr öllum áttum. Það eru alls kyns klofningshópar úr þess- um löndum, bófaflokkar, og leifarnar af þjóðernissinnahernum kinverska, svo einhverjir séu nefndir. Þessir menn fá reyndar ekki likt þvi jafnmikið fyrir ópium- ið sitt og salarnir i New York fá fyrir heróinið, sem unnið er úr þvi. En ópíumbændur hafa þó meira fyrir sinn snúð en svo, að taki þvi að hætta ópíumbúskapnum og fara að rækta kaffi og kartöflur, eins og Thailandsstjórn stakk upp á i öngum sinum. Yfirvöld á þessum slóðum hafa tekið á ópiumvandanum hver með sinum hætti. Stjórnvöldin í Burma hafa legið i skærum við stærsta flokk ópiumbænda þar Í landi og hafa m.a. látið sviða nokkur hundruð ekrur af Gullna þríhyrningnum. En Burmastjórn á í höggi við marga andskota og þarf að berjast á mörgum víg- stöðvum í einu. Á hún þvi óhægt um vik. Stjórnin i Laos hefur ákveðið að leyfa einum ættflokki ópíumbænda að halda áfram land- búnaði þessum. Ekki hefur þó frétzt hvert eftirlit verði haft með uppskerunni. Ópiumuppskeran á þessu ári mun verða fádæmagóð að sögn fróðra. Er gert ráð fyrir 700 tonn- um. Þetta er síðan hreinsað i verk- smiðjum á landamærum Thailands og Burma og unnin úr þvi ýmiss konar vara. Hún er þvi næst flutt i vörubílum til Bangkok, en þaðan með togurum til Hong Kong, Singapore og Malaysiu, flugvélum til Hong Kong eða flugvélum til Evrópu. Við og við hefur lögreglan uppi á nokkrum kílóum, en það er auðvitað minnstur parturinn. Mjög er erfitt að sjá við smygl- urunum og ekki sizt vegna spillingar á „æðri stöðum". En auk þess eru öryggisráðstafanir á flugvellinum i Bangkok harla litl ar. Mega smyglararnir vera allánægðif með starfsskilyrðin. í upphafi þessarar greinar var sagt, að það hefði orðið fikniefna- furstum áfall, þegar Thailands- stjórn lokaði U Tapaovelli. Það kann að vera rétt. En þeir jafna sig sennilega eftir það. — BRIAN EADS. NORÐMENN og Rússar voru að semja um nokkrar eiginkonur á dög- unum Þannig er, að Norðmenn ráða yfir Svalbarða (Spitsbergen hér á kortinu) samkvæmt gömlum samningi En Rússar eru þar líka og hafa ýmsa starfsemi, m a. flugvöll og gæta hans nokkrir menn. Þeim leiddist lifið og sendu eftir eiginkon- um sínum Leizt þá Norðmönnum ekki á blikuna Fengu þeir ráðið þvi, að konurnar munu hverfa frá Sval barða fyrir 1 júní. Aðeins einn Rússi fær að halda kellu sinni — yfirmaðurinn Þetta eigmkvennamál er gott dæmi togstreitu Rússa og Norð manna um Svalbarða Norðmenn hafa ráðið Svalbarða frá 1 920. Hafa þeir verið þar lengi. aðallega við námagröft En Rússar hafa lika verið lengi á Svalbarða Þeir eru nú fleiri þar en Norðmennirnir Hafa Rússar mikil umsvif og hafa m a byggt þarna rafstöð, frystihús og önnur stór mannvirki án þess að biðja Norðmenn leyfis. Eru Norðmenn uggandi um ..útþenslustefnu" Rússa á Svalbarða Me^a þeir reyndar sjálfum sér um kenna að nokkru leyti Rússar hafa farið sinu svo lengi fram óáreittir á Svalbarða, að þeir eru orðnir heimarikir. og er þeim óljúft að hlýða skipunum Norðmanna nú orðið Norðmenn gáfu Svalbarða ekki mikinn gaum lengi framan af árum Þeir höfðu þar að visu nokkrar námur En þeir fóru þá fyrst að skeyta um eyjuna, þegar þeir fundu olíu uppi við landstein- ana hjá sér Nú munu einir 1000 Norðmenn á Svalbarða. en Rússar tvöfalt fleiri og er þetta nyrzta byggð i heimi Rússar og Norðmenn hafa lengi undan farið setið að samningum um hagsmuni sina á Svalbarða, en litið hafa þeir samningar gengið Áreiðanlega yrðu Norðmenn þvi fegnastir, ef Rússar tækju saman pjönkur sinar og færu frá Svalbarða fyrir fullt og allt En það verður trúlega bið á þvi Verða Norðmenn þvi að láta sér nægja að halda þeim í skefjum og hefur það þó reynzt fullerfitt Fara Rússarnir sinu fram. er þeir geta, og hlýða jafnvel ekki norskum öryggisreglum um náma- gröft, oliuborun flug og náttúru- vernd Norðmeno og Rússar eiga annars ólika hagsmuni á Svalbarða Norðmenn gera sér fyrst og fremst vonir um það, að eyjan verði þeim auðsuppspretta Eru þeir að slægjast eftir kolum og málmefnum í jörðu, og fiski undan ströndunum Rússar hafa hins vegar pólitiskan og hernaðarlegan hug á eynni Er það eitt þeim mikils virði að halda þar velli Þeir hafa stóra kjarnorkukaf- bátastöð i Múrmansk handan við Barentshafið og geysimiklar ..varnar stöðvár' á Kolaskaga Eru þessar stöðvar einhver sterkasti hlekkur i varnarkeðju Rússa Færu Rússar frá Svalbarða hefðu þeir ekki lengur yfirlit yfir sundið milli eyjar og lands Það er því alveg vist. að Norðmenn sitja uppi með Rússa á Svalbarða. og geta aðeins reynt að halda þeim i skefjum Það er þeim helzt til huggunar, að hergögn voru bönnuð á Svalbarða með samnmgn- um árið 1 920 Eru Rússar bundnir af því, þótt þeir skrifuðu ekki undir samninginn fyrr en 1935 — COLIN NARBROUGH HÚSMÆÐUR Kryddkynning í dag fimmtudag kl. 2 — 6 í versluninni Aðalstræti 9. Dröfn Farestveit leiðbeinir um notkun hinna ýmsu kryddtegunda. VERIÐ VELKOMIN. Matardeildin, Aðalstræti 9. j Grænlandsvikan Dagskrá 29. apríl og 30. apríl „En fangerfamilie í Fimmtudagur 29. apríl kl. 15:00 Kvikmyndasýning: Thuledistriktet" Sr. Kolbeinn Þorleifsson, fyirlestur: Missionær Egill Thorhallesen og vækkelsen í Pisugfik" (á dönsku) Karl Elías Olsen, lýðháskólastjóri, fyrirlestur: „Andelsbevægelsen í Grönland" Kvikmyndasýning: Udflytterne Föstudagur 30. apríl kl. 15:00 Kvikmyndasýning: „Da myndighederne sagde stop" Ingemar Egede, kennaraskólastjóri, fyrirlest- ur: „Uddannelse í to kulturer". Kvikmyndasýning: „Palos brudefærd" Kvikmyndasýning: „Knud" (um Knud Ras- mussen) Verið velkomin. Norræna húsið er opið kl. 9:00 — 22:00 NORR4N4 HÖSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS kl. 17:15 kl. 20:30 kl. 22:00 kl. 17:15 kl. 20:30 kl. 22:00 Verksmiðju útsala Aíafoss Opid þridjudaga 14-19 fimmtudaga 14-21 á vtsolumú: Flækjulopi Hespulopi Flækjuband Endaband Prjónaband Véfnaðarbútar Bílateppabútar Teppabútar Teppamottur * ALAFOSS HF MOSFELLSSVEIT ER SÉRVERZLUN MEÐ LISTMÁLARA- OG FÖNDURVÖRUR. AUGUST HáKANSSON Til sölu Merzedes Benz 250 árgerð 1970, vel með farinn með leðurklæðningu. Sjálfskiptur, vökvastýri og útvarpi. Upplýsingar gefur Odd- geir Bárðarson. Ræsir h.f. sími 1 9550. Við framleiðum glugga og svalahurðir með innfræstum TE-TU þéttilista einnig útidyra- og bílskúrshurðir af ýmsum gerðum. Það getur borgað sig fyrir þig teikningu eða koma og skoða — ef þú ert að byggja einbýlis- framleiðsluna, athuga hús eða fjölbýlishús, að senda afgreiðslutíma og fá verðtilboð. i>«*sáí gluggaog huiðaveiksmiðja YTRI-NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pösthólf 14 Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.