Morgunblaðið - 29.04.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.04.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1976 15 Tugir fórust í flugslysinu St. Thomas 28. apríl — Reuter ÖTTAZT er að 38 manns hafi farizt er bandarlsk farþegaþota með 88 innanborðs sem flutti ferðamenn frá Bandarfkjunum til hátíðahalda á St. Thomas á Jómfrúreyjum brotlenti á Harry S. Truman-flugvellinum þar í gærkvöldi. Þotan, sem var af gerðinni Boeing 727, ruddist I lendingunni vfir lendingarljós, fór f gegnum varnarvegg og rann vfir umferðargötu þar sem hún féll saman og varð eldi að bráð er eldsneytisgeymar sprungu. Talið var að nokkrir bflar á götunni hefðu orðið fvrir vélinni. Vitað var um 50 sem komizt höfðu Iffs af og meðal þeirra var maður sem fannst hangandi f tré í um 300 metra f jarlægð frá flakinu. Björgunarmenn óttast að fólk á jörðu niðri hafi einnig beðið bana og óstaðfestar fregnir hermdu að nokkrir menn hefðu lokazt inni í byggingum vegna hinnar logandi flugvélar. Flugslys þetta sem ger- ist nú eftir margra ára deilur um öryggismál á flugvellinum, sem ekki hafa verið talin í góðu lagi vegna stuttrar flugbrautrar og hættulegra hæða umhverfis hann. Hvatt hefur verið til þess að flug- brautin yrði lengd. Sjónarvottar segja að svo hafi virzt sem flug- maðurinn hafi á síðustu stundu ætlað að reyna að hækka flugið á ný og gera aðra atrennu að lend- ingu. Kúbumenn þjálfa Rhódesíuskæruliða Washington 28. april — NTB Milli 50 til 100 Kúbumenn hafa KtJBANSKIR ráðgjafar þjálfa kotnið til Mozambique á síðustu trúlega rhódesíska skæruliða úr tveimur mánuðum og talið er lík- cga rnoaesiSKa sKæruuoa ui nopi þjóðcrnissinna innan landa- mæra Mozambique og Tanzaníu. Hæstiréttur Indlands krýpur fyrir Indiru Nýju Delhí, 28. april. NTB. HÆSTIRÉTTUR Indlands staðfesti í dag það viðhorf indversku ríkisstjórn- arinnar að hún þurfi ekki að gefa nokkra ástæðu fyrir þvi að halda mönnum í fangelsi án dóms og laga og þetta brjóti ekki í bága við stjórnarskrá landsins. Dómstólar hafi heldur ekki vald til að krefjast þess af stjórnvöldum að ástæóa fangelsunar sé gefin upp. Litið er á þessa nióurstöðu hæstaréttar sem sigur fyrir stjórn Indiru Gandhi en frá því hún lýsti yfir neyðarástandi í landinu í júní í fyrra hafa þúsundir manna verið fangelsaðir án dóms og laga. Ýmsir lægri dómstólar töldu að það væri í andstöðu við stjórn- arskrána að ástæður hand- töku væru ekki tilgreindar. Brezhnev er nýr Hitler” — segja Kínverjar FRÉTTAMAÐUR hinnar opin- beru kínversku fréttastofu Hsinhua, sem verið hefur á ferðalagi um ýmis Evrópulönd, sagði nýlega í útvarpssendingu að „síaukin hernaðarútþensla Sovétríkjanna" og „grímulaus íhlutun í Angóla“ hefði gert mörgum Vestur-Evrópubúum ljóst að Leonid Brezhnev, leið- togi sovézka Kommúnista- flokksins, „fylgir í fótspor Hitlers í tilraunum sinum til heimsyfirráða", að sögn AP- fréttastofunnar. í sendingu Hsinhua sagði: „Það má ráða af ummælum fólks úr fjöl- mörgum stéttum að Vestur- Evrópumenn munu aldrei láta hinu nýju zari, sem fylgja i fótspor Hitlers, leika lausum hala í Evrópu.“ AP-mynd. KÓNGUR t KUREKALANDI — Karl XVI Gústaf Sviakonungur hefur að undanförnu verið á ferðalagi f Bandarfkjunum. Myndin sýnir konung máta kúrekahatt sem honum var fenginn að gjöf í síðustu viku er hann var á ferð f Texas. Það er Mark White, ráðherra f fylkisstjórninni (t.v.), sem afhenti honum gjöfina við komuna til Houston. legt að nokkur hluti þeirra hafi farið áfram til Tanzanfu þar sem skæruliðar eru einkum þjálfaðir, segja góðar heimildir f Washing- ton. Bandarfskir embættismenn hafa áhvggjur af þessari þróun en ekki er þó talið að Kúba muni senda nýjar hersveitir til Afrfku á borð við þær sem sendar voru til Angóla. Samkvæmt heimildum þessum eru um 2,500 skæruliðar virkir í baráttunni í Rhódesfu, en fleiri eru við þjálfun í Mozanbique og Tanzaníu. Fjöldi kúbanskra her- manna í Angóla hefur aukizt um allt að 2000 manns en var um 11,400. Þrír borgaraflokkar boða stjórnarsamstarf — ef meirihluti fæst eftir þingkosningamar í Noregi í haust Ösló 28. apríl — NTB. NORSKI Hægri flokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Miðflokkurinn munu ræða sín á milli um myndun andsósíalfskrar rikisstjórnar ef borgara- flokkarnir fá sameiginlega meiri- hluta á stórþinginu eftir kosn: ingarnar i Noregi i haust. Á blaðamannafundi í Ósló í dag lögðu formenn flokkanna þriggja og varaformenn fram yfirlýsingu þar sem fram kemur að flokkarnir hafa skyld viðhorf í svo mörgum málum að það sé Hermenn USA bólusettir BANDARlSKA varnarmálaráðu- neytið ætlar aó bólusetja allt að 800.000 bandaríska hermenn og fjölskyldur þeirra, sem starfa er- lendis, gegn svínainnflúensu, að því er AP-fréttastofan segir. Verður bólusetningin skyldug fyrir alla hermenn erlendis. Ráð- gert er að bólusetning hefjist siðla sumars eða árla hausts. Ríkisstjórnin stendur straum af kostnaðinum en ekki er ljóst enn hversu hár hann verður. hagsmunamál þeirra allra að berj- ast fyrir því að kosningarnar leiði til meirihluta borgaraflokkanna og myndunar rikisstjórnar sem hefði upp á annað að bjóða en stjórn Verkamannaflokksins. Flokkarnir eru sammála um að endanleg ákvörðun um skipan ríkisstjórnarinnar og stefnu Norðmenn ræða þorskkvótamál Ósló 28. april—NTB NORSKA rikisstjórnin mun i þessari viku eða næstu viku fjalla um skiptingu á hluta Noregs í veiðikvótanum fyrir norska ís- hafsþorskinn, að því er talsmaður stjórnarinnar segir. Þetta varð niðurstaða fundar fulltrúa norska sjómannasambandsins með Odvar Nordli, forsætisráðherra, i dag. Hluti Noregs er 345,000 tonn en sjávarútvegurinn telur að skipta þurfi aflanum á annan hátt en lagt hefur verið til ef útgerð eigi ekki að stöðvast af fjárhagsástæð- um. Lagt hefur verið til að 112,000 tonn af hlutnutn fari til isfisktogara en útgerðin vill að þessi tala verði hækkuð. Edde og Sarkis keppa um embætti Líbanonsforseta hennar verði tekin eftir kosn- ingarnar af þingflokkum og öðr- um stofnunum flokkanna. Flokksformennirnir þrir, Kaare Kristiansen, Erling Norvik og Dagfinn Vaarvik, lýstu þvi allir yfir að þeir litu á yfirlýsinguna sem bindandi skjal sem væri afar sterk viljayfirlýsing svo löngu fyrir kosningar. Yfirlýsingin er lokaúrsiit samstarfsumleitan; sem staðið hafa frá þvi janúarmánuði s.l. I yfirlýsingunn segir m.a. að stefna slikrar ríkis stjórnar myndi byggjast „; kristnum menningargrundvell og þjóðlegum og lýðræðislegum hefðum okkar". Bandarískt herskip 1 ísrael ef tir 13 ára hlé Tel Aviv, 28. april. AP. BANDARÍSKUR tundúr- spillir búinn fjarstýrðum eldflaugum kom í dag til hafnar í Haifa í ísrael og er það fyrsta heimsókn bandarísks herskips til Israels i næstum 13 ár. Talsmaður bandaríska sendiráðsins í Tel Aviv Beirut, 28 april. Reuter. 0 VÆNTANLEGAR forsetakosn- ingar í Libanon á laugardag hafa ekki bundið enda á ofbeldis- verkin í landinu og i dag áttu deiluaðilar i skotbardögum í Beirut, en ekki var vitað um mannfall. Elias Sarkis, seðla- bankastjóri Libanons tilkvnnti í dag formlega um að hann bvði sig fram f forsetakjörinu, en hann tapaði naumlega í síðustu kosn- ingum árið 1970 fyrir Suleiman Franjieh. Helzti keppinautur hans er Raymond Edde, leiðtogi Þjóðfylkingarflokksins úr hópi kristinna íhaldsmanna. Sarkis hefur hins vegar haldið sig að mestu utan við stjórnmálaátökin í landinu. 0 Hinn áhrifamikli leiðtogi vinstri manna Kamal Junblatt hefur mótmælt því að forseta- kjörið verði þegar á laugardag og telur vera of skamman tfma til stefnu. Helzti andstæðingur hans, Camille Chamoun, fyrrum for- seti, hefur tekið undir þessi mót- mæli Junblatts. Stafar þessi óánægja af því að þeir telja að kosningar svo snemma muni verða Sarkis f hag. Sarkis nýtur stuðnings Sýrlendinga sem lengi hafa reynt að miðla málum í Lfbanon og einnig hefur hinn hægri sinnaði Falangistaflokkur lýst opinberlega vfir stuðningi við hann. Vitað er að Junblatt vill heldur Edde í embætti forseta og rýmri tíma til að afla honum fylgis meðal þingmanna sem kjósa for- setann. Dagblað í Beirut segir í dag að Junblatt sé þegar farinn að tala um Edde sem forseta Líbanons. Talið er hugsanlegt að Junblatt muni láta 12 manna þingflokk sinn hætta við þátttöku í forsetakjörinu og reyna að fá fleiri þingmenn í Iið með sér i því. Þá er enn ekki vitað hvort hið ótrygga ástand í höfuðborginni muni gera þingmönnunum 98 kleift að koma saman á laugardag. Á blaðamannafundi í dag þar sem hann tilkynnti um framboð sitt sagði Sarkis að hann gæti fallizt á viss atriði í umbótakröf- um vinstri manna, þ.á m. kröfuna um að afnumin verði sú hefð að úthluta aiðstu embættum rikisins eftir trúflokkum. En framkvæmd- in yrði erfið ef ekki ógerleg við núverandi aðstæður. sagði aó heimsóknin væri ekkert óvenjuleg i sjálfu sér og væri hugsuó sem fjögurra daga hvild fvrir . ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.