Morgunblaðið - 29.04.1976, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1976
KOMMÚNISTAR tóku öll völd í
Kambódíu um miðjan apríl í fyrra
Upp frá því hefur landið verið ..lok-
að" Þó hafa stakar fregnir borizt
þaðan við og við og eru fiestar á
eina lund. Virðist svo, að nú sé
hvergi í heiminum iðkaður afdráttar-
lausari kommúnismi en i Kambódíu
í Kambódíu búa átta milljónir
manna. Allir þeirra, sem verkfærir
eru hafa verið reknir upp í sveit „að
moka skít fyrir ekki neitt", þ e að
grafa áveituskurði og rækta hrís-
grjón kauplaust Hafa hartnær allir
bæjarbúar verið reknir að heiman af
því tilefni og mun ólíklegt, að þeir
komist heim aftur í bráð Þessar
róttæku ráðstafanir eru þegarorðnar
alldýrar Diplómötum, flóttamönn-
um og starfsmönnum hjálparstofn-
ana ber nokkurn vegin saman um
það, að kvartmilljón manna a.m k
hafi farizt af matarskorti, lyfjaskorti
og striti frá því, að kambódískir
kommúnistar, Rauðu khmerarnir,
tóku völdin í sínar hendur. Sumir
telja jafnvel, að mannfallið sé tvöfalt
meira Að vísu sagði forsætisráð
herrann í Kambódíu í útvarpinu fyrir
stuttu, að hrísgrjónaframleiðslan
hefði aukizt svo eftir valdatöku
Rauðu khmera, að „höfuðvandi
þjóðarinnar væri úr sögunni". En
valt mun nú að treysta því
Sendiherra Svia í Peking Kaj
Björk, kom fyrstur vesturlanda-
manna til Kambódíu eftir valdatöku
kommúnista Að sögn hans er
ströng herstjórn í landinu og þjóð-
ernissinnaðir marxistar ráða þar
öllu Björk sagði, að hvarvetna þar
sem hann fór hefðu verið „ung-
menni vopnuð vélbyssum og öðrum
skotvopnum, bæði í höfuðborginni,
Phnom Penh, og úti um sveitir" Af
frásögnum Björks og annara virðist
og Ijóst, að „peningar, markaður,
talsími, ritsími, verzlanir, jarðeignir
og laun séu ekki lengur til" í Kam-
bódíu Enginn má vera að því að
sinna þessu; allir eru að grafa
áveituskurði En það vakir víst fyrir
Rauðu khmerunum að stofna jarð-
yrkjuveldi sjálfu sér nægt, í líkingu
við það, sem var þarna fyrir þúsund
árum
Kambódíumenn fá lítið að éta um
þessar mundir í kostarýrum héruð-
um skrælast menn áfram á einum
bolla hrísgrjóna á dag, en þeir í
gjöfulli sveitunum fá tvo Salt, syk-
ur, kjöt og fisk skammta byltingar-
ráð á hverjum stað Þar fyrir utan
verða menn að bjarga sér sjálfir
Grafa þeir eftir rótum, tína ávexti og
skorkvikindi og draga fyrir fisk í
pollum til að seðja sig í þennan mat
vantar bæði fjörefni og eggjahvítu-
efni
Ekki líkar öllum landsmönnum
þetta líf. Flýja 100 manns að jafnaði
land í viku hverri og leita þeir mest
til Suðurvíetnams og Thailands og
það þótt þeir séu illa séðir í Thai-
landi a.m.k Aðrir reyna að hamla
gegn yfirvöldunum heima Mun
andkommúnískum skæruliðum fara
fjölgandi í Kambódíu. Hafast þeir
við í frumskógum og sæta lagi að
gera illt af sér. Það stendur þessum
andspyrnumönnum helzt fyrir þrif-
um, að þá vantar mat, vopn og
læknislyf. En auk þess eiga þeir
óhægt um vik, því u.þ.b. 70 þúsund
ungmenni úr liði Rauðra khmera
vaka yfir þjóðinni alvopnuð og ár-
vökur. Verðir þessir munu mjög
dreifðir um landið og ekki nema
fáeinir í hverju þorpi En enginn
þorir að blaka við þeim, því víst
mun, að margir yrðu drepnir fyrir
hvern varðliða, sem félli Sumir
segjast raunar hafa orðið vitni að
því, er óbreyttir borgarar voru teknir
af lífi og margir segjast hafa séð
merki um slíkar aftökur.
Reyndar hófu Rauðu khmerarnir
herferð á hendur fyrrverandi her-
mönnum og opinberum starfmönn-
um gömlu ríkistjórnarinnar. Var það
einlæg ætlur^ khmeranna að útrýma
þessu fólki. Og víst er um það, að
mörg þúsund manns hafa hrofið
Þessir menn, sem „skorti pólitískan
þroska" hafa eflaust fengið sömu
örlög og ótal „vanþroskaðir" á und-
an þeim
MATT FRANJOLA.
Kambódía
Sultur og seyra
— og áveituskurðir
Khieu Samphan. hinn nýi forseti æSstaráðsins. sýnist stefna aS þvi aS
gera Kambódíu aS „jarSyrkjuveldi".
ÞAÐ varS fíknilyfjafurstum nokk-
urt áfall. þegar Thailandsstjórn
rak siðustu bandarisku hermenn-
ina af höndum sér fyrir rúmum
mánuSi. U-Tapaoflugvöllurinn við
Siamsflóa var siSasta vigi Banda
rikjamanna á meginlandi Suð-
austurasiu. Þaðan kom lika mikiS
af heróini beint til Bandarikjanna
Nú eru krókaleiðir einar eftir.
Það var mikið blómaskeið fíkni-
lyfjasmygls meðan stóð á
Vietnamstriðinu. Streymdu þá
bandíttar til Vietnams og fyrr en
varði var búið að „hagræða
rekstrinum" og smyglið komið i
fastar skorður. Fjölmargir 'her-
menn flæktust i þetta og voru
beinlinis ráSnir til smygls. Heróin-
iS var faliS i flestum hugsanlegum
hlutum, húsgögnum, handtöskum
og jafnvel likum, sem senda átti
heim til Bandarikjanna. ÞaS var
svo sem ekki að undra þótt
smyglarar væru óvandir að
geymslum. Eitt kíló hreins herólns
kostaSi 3500 dollara ( SuSaustur-
asiu (um þaS bil 600 þús. isl. kr.)
en svo sem 50 þúsund ( New York
(u.þ.b. 8.5 millj. (sl. kr ) AuSvitaS
hlekktist sumum á. Undan fariðár
hafa mörg hundruS hermenn veriS
handteknir fyrir heróinsmygl og
fyrir stuttu komst upp ifm mikið
bófafélag fyrrverandi og
núverandi liSsforingja ( banda-
riska hernum. HöfSu þeir smyglað
heróini fyrir einar 200 milljónir
dollara (h.u.b. 34.200 millj. (sl.
kr.) og ætluðu að hafa þessa aura (
ellinni. MiSstöS þessa félagsskap-
ar var ( bar nokkrum í Bangkok.
HeróiniS var flutt í algengum hirzl-
um; voru það handtöskur, hús-
gögn og lik, eins og fyrr var frá
sagt. Menn ibandarisku herstjórn-
inni urðu ókvæða við, þegar upp
komst um þetta. Hafði herstjórnin
auSvitað gert ráð fyrir fiknilyfja-
smygli og hafði ýmsan viSbúnað
til að hamla gegn þvi, en þarna
kom i Ijós, að sá viðbúnaður var til
Iftils.
Þv( miður verður trúlega litið lát
á heróinsmyglinu, þótt ekki verði
framar flogið beint frá U-Tapao.
Bangkok er miðstöð fiknilyfja
smygls. Auk þess hafa einir 300
þúsund Thailendingar vanizt
heróini svo, að þeir mega ekki án
Verðlækkun
Vegna hagræðingar og betri aðstöðu í nýjum húsakynnum að Smiðju-
vegi 6 hefur okkur tekist að lækka framleiðslukostnaðinn verulega:
Bergamo
Sófasettið hefur nú lækkað í verði um kr. 53.000
Staðgreiðsluverð í dag kr. 179.000
Bergamo er nýtízku sófasett í „Airliner” stíl.
Traustbyggt, afburða þægilegt og fallegt.
Meiri framleiðsla — betri vara — lægra verð
SMIDJUVEGI6 SÍMI44544 m KJÖRGARfíl SÍMI16975
TWYFORDS
HREINLÆTISTÆKI
□ HANDLAUGARí BORÐ
□ HANDLAUGAR Á FÆTI
□ BAÐKÖR STÁL & POTT
□ FÁANLEG í SJÖ LITUM.
□ TWYFORDS-HREINLÆTISTÆKIN ERU í
SÉRFLOKKI.
ÍBYGGINGAVQRUR
Byggingavöruverzlun
Tryggva Hannessonar
SUÐURLANDSBRAUT 20.
SÍMI 83290.