Morgunblaðið - 14.05.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.05.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAl 1976 7 Fiskveiðasjóð- ur íslands í fáum ráðuneytum hef- ur verið jafn ör hreyfing á málum og i sjávarútvegs- ráðuneytinu undanfarin misseri. Þar hafa verið unnin margháttuð frum- vörp og reglugerðir, sem lúta að fiskverndar- fisk- leitar- og fiskveiðilög- sögumálum. Sjóðakerfi sjávarútvegsins hefur ver- ið stokkað upp. til sam ræmis við sjónarmið sjó- manna og útgerðar, en þó haldið þeim þáttum þess, sem sannað hafa gildi sitt ( tímanna rás. Fiskveiða sjóður Íslands er einn elzti fjárfestingarsjóður lands- ins og á honum hefur i raun grundvallast viðhald og endurnýjun fiskiskipa stóls okkar bæði fyrr og sfðar. Hann er sá þáttur „sjóðakerfis" sjávarút- vegs, sem allir eru sam- mála - um að varðveita þurfi og efla til sins þýð- ingarmikla hlutverks. Sjávarútvegsráðherra mælti nýverið fyrir frum- varpi að lögum um fisk- veiðasjóð. Þar komu fram ýmis nýmæli sem vert er að gefa nokkurn gaum og hafa munu jákvæð áhrif. Breyting á sjóðsstjórn Ein af breytingum þeim, sem gerðar voru á við- komandi lögum, varðaði stjóm hans. Nú er gert ráð fyrir sjö manna stjórn, þrir frá bankakerfinu (Seðla- banka, Landsbanka og Út- vegsbanka), einn frá Landssambandi islenzkra útvegsmanna, einn til- nefndur sameiginlega af Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. SfS og Sam- bandi isl. fiskframleið- enda, einn fulltrúi sjó- mannasamtakanna og einn skipaður af ráðherra án tilnefningar. Það segir sina sögu. sem óþarfi er að fara um mörgum orð- um, að fulltrúi sjómanna fær nú fyrst aðild að sjóðsstjóm, fyrir atbeina núverandi sjávarútvegs- ráðherra. Um þá aðild voru orð en ekki efndir i tið sjávarútvegsráðherra Alþýðubandalags og vinstri stjómar. Sjómenn eru. á sama hátt og full- trúar útvegsins. aðilar að tekjuöflun sjóðsins, og þvi réttlætismál, að þeir fengju hliðstæða aðild að sjóðsstjórninni. Þá er það og nýjung að fulltrúi sá, sem skipaður er af stjóm- völdum án tilnefningar, þarf ekki endilega jafn- framt að verða formaður sjóðsstjómar, heldur má skila formann óháð þvi, hvem veg hann hefur val- izt i stjórnina. Lánað út á eldri skip Fiskveiðasjóður er i þessum lögum gerður að sjálfstæðari stofnun og óháðari Útvegsbankanum en áður var, þó þar sé vissum tengslum haldið af hagkvæmnisatriðum. Þá er sú breyting gerð nú að sjóðurinn lánar út á kaup á eldri skipum (en ekki aðeins til nýsmiði) sem er mjög til bóta, m.a. vegna þess, að fjármögnun nýrra skipa er oft tengd sölu eldri; og þessi háttur auð- veldar og nýjum aðilum (t.d. ungum sjómönnum), sem ekki ráða við nýsmiði í byrjun atvinnurekstrar, að komast yfir eldri skip. sem enn hafa fullt nota- gildi. Þá er sett upp sér- stök tæknideild við sjóð- inn (heimild). sem vera á til ráðuneytis I sambandi við lánsumsóknir, þó sam- vinna um þetta efni verði áfram við Fiskifélag ís- lands. Þá eru breytingar á MATTHIAS BJARNASON löggjöfinni varðandi fjár- öflun til sjóðsins, til sam- ræmis við nýrri löggjöf þar að lútandi. M.a. hefur ákvæðið um aukningu tekna hans um 1% af fob- verði útfluttra sjávaraf- urða verið fellt inn i lög um útfl.gjald en eftir stendur jafn hátt framlag frá rikissjóði. Þessi tekju- aukning var m.a. óhjá- kvæmileg vegna skuld- bindinga sem sjóðnum var gert að taka á sig vegna endurnýjunar togaraflot- ans, án þess að tryggja honum þá jafnframt tekj- ur til að standa undir þeim skuldbindingum. Þessi stóri stuðnings- sjóður sjávarútvegsins, sem lánað hefur allt að 4000 m. kr. á ári, hefur markað sér trausta stöðu i atvinnulifi þjóðarinnar. Sjávarútvegsráðherra á þakkir skilið fyrir frum- kvæði sitt að nýrri heil- brigðari löggjöf um hann. Alltaf lækkar verðið !!!!! Allt á að seljast. : - o ENNÞÁ ER HÆGT AÐ GERA MJÖG GÓÐ KAUP. * : NÝJAR VÖRUR TEKNAR FRAM. AÐEINS F^EÍNIR DAGAR’EFTIR. □ HERRAFÖT 9.900.— Q STAKIR JAKKAR 3.900 — □ TERYLENEBUXUR 2.390 —□ DÖMUJAKKAR 3.800. □ DÖMUJAKKAPEYSUR 2 900 — □ HERRASKYRTUR 1.290 — í □ KJÓLAR ALLIR 2.900 —□ HETTUPEYSUR 1.390 — □ SKÓR O.M.FL. TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS Ufai) KARNABÆR ÚtsölumarkaÖLirinn, Laugavegi 66, sími 28155 Nýlegt steinhús í Hveragerði ca. 1 36 fm. til sölu. Húsið þarfnast viðgerðar á þaki og hitakerfi og er ekki fullfrágengið að innan. Upplýsingar í: Nýju fasteignasölunni, Laugavegi 1 2, sími 24300, sími í Hveragerði 99—4376. RYMINGARSALA Á barnafatnaði vegna breytingar. Allt að 50% afsláttur. STORKURINN, Kjörgarði. vel með farinn Citroen G. S. 1 220 1 974. Ekinn 1 4 þús. km. Upplýsingar hjá sölumanni, Globust Sími81555 Vorkapp- reiðar 1. kappreiðar ársins verða haldnar sunnudag- inn 1 6. maí á skeiðvelli félagsins að Víðivöllum, (Selási) og hefjast kl. 14, með glæsilegri hóp- sýningu unglinga. Þá fer fram keppni í eftirtöld- um hlaupum: Skeiði, 250 m. Stökki 250 m., 350 m., og 800 m. Þar að auki 1 500 m brokki. Þarna koma fram einhverjir snjöllustu hestar landsins milli 60 — 70 hlaupagarpar. Veðbanki starfar Komið og fylgist með spennandi keppni. Vatnsveituvegur verður eingöngu opinn gestum mótsins, frá kl. 13 —17. Starfsmenn mæti kl. 1. Hesthús félagsins í Selási verða lokuð milli kl. 1 3 og 17. Ath. Forskoðun kynbótahrossa sem sýna á Fjórðungsmótinu á Rangárbökkum, verður á skeiðvelli félagsins, laugardaginn 15. maí. Stóðhesturinn Hrafn frá Holtsmúla, verður til afnota hjá okkur næstu vikur. Hestamannafélagið Fákur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.