Morgunblaðið - 14.05.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.05.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAl 1976 5 Ulrike Meinhof: Allt bendir til sjálfsmorðs Stuttgart. V-Þýzkalandi 13. maí. Reuter. NIÐURSTÖÐUR krufningar á líki Ulrike Meinhof benda ekki til að nein átök hafi átt sér stað áður en hún lézt, að þvf er skýrt var frá f dag. Segir einnig að sérfræðingur sá sem krufði Ifkið hafi upplýst að enginn vafi gæti verið á þvf, að hún hefði látizt við hengingu. Samkvæmt þessu virðist staðfesting fengin á því að Ulrike Meinhof hafi svipt sig lífi, en sá kvittur kom upp að ekki væri allt með felldu varð- andi dauðdaga hennar og fjöl- skylda hennar lýsti því yfir að henni hefði verið komið fyrir. Bankarán París 13. maí. AP. ÞRÍR menn vopnaðir skot- vopnum og handsprengjum réðust inn í Banco di Roma f París í morgun og höfðu á brott með sér 340 þúsund franka. Þegar ránið var framið var mikill fjöldi manna á ferli í grennd við staðinn, en þrátt fyrir það komust þjófarnir undan með feng sinn. Lög- reglan segir að svo virðist sem ránið hafi verið mjög vel skipulagt. í næsta nágrenni voru aðdáendur knattspyrnu- liðsins Saint Etienne að fagna leikmönnum liðsins og tókst ræningjunum að notfæra sér mannþröngina og hávaðann til að komast undan. Ekki særðist neinn starfsmanna bankans. Ford frestar undirritun Washington 12. mai. Reuter. BANDARÍKIN og Sovétrfkin komu sér saman um texta samnings f dag, þar sem kveðið er á um takmörkun á stærð kjarnorkusprenginga í friðsamlegum tilgangi. Aftur á móti mun undirritunin ekki fara fram á morgun eins og búizt hafði verið við og virðast þar ráða bandarfskar innan- rfkisástæður. Ford Bandarikjaforseti ákvað að undirritun samnings þessa yrði frestað vegna vax- andi þrýstings i tengslum við forkosningarnar í Michigan sem taldar eru geta ráðið úr- slitum um framtíð Fords í for- setastóli. Ráðgjafar forsetans munu hafa sannfært hann um að það gæti verið varasamt fyrir hann að undirrita slfkan samning við Sovétríkin fyrr en eftir forkosningarnar. Reagan keppinautur Fords hefur mjög hampað því f kosningaáróðri sínum að Ford hafi sýnt mikla linku í samskiptum sfnum við Sovétríkin í nafni „detente“. Wm KICKER TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAyEG 20a SIMI FRA SKIPTIBORÐI 28155 EkQ W7DSD QQQ ☆ I Fatadeild ☆ \ Skódeild ☆ í Hljómtækjadeild ☆ í Hljómplötudeildir n—i—i—rw ITALSKIR GÖNGUSKÓR GALLA- BUXNASKÓR 4 SPÖNSK ' KÚREKASTÍGVVÉL DENIM BUXUR VESTI MUSSUR JAKKAR BUXNAPILS -.OM.FL.-_. BOLIR BLÚSSUR SKYRTUR PEYSUR PILS O.M.FL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.