Morgunblaðið - 25.05.1976, Page 13

Morgunblaðið - 25.05.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRJÐJUDAGUR 25. MAÍ 1976 13 Bréfbirting af gefnu tilefíii Til ritstjóra Morgunblaðsins. Kæri vinur. Án þess að eiga frekari orða- skipti við ykkur að sinni óska ég eftir því að þið birtið i ykkar æruverðuga blaði tvö með- fylgjandi bréf. Þessi bón er fram borin af marggefnu tilefni ykkar, fjölmargra einkabréfa sem mér hafa borizt og enn fleiri símtala, jafnt héðan úr borg, af miðunum og úr öðrum kjördæmum. Falla þau öll í einn og sama farveg — þann farveg sem ég fylgi. Með góðri kveðju, Pétur Sigurðsson, alþingismaður, kjörinn af sjálfstæðisfólki, vinum mínum og skoðanasystkin- um. stjórnarþingmenn skera sig úr og biðja um aðgerðir sem eftir verður tekið. Af samtölum við vini og kunningja undanfarnar vikur er ég ekki í vafa um, að sá hópur innan Sjálfstæðisflokksins er stór sem styður yður heilshugar í þessu — og einnig þegar stærra skref verður stigið. Alveg eins og fiskimiðin eru auðlind okkar, þá er lega landsins auðlind vegna þýðingar þess fyrir ríkustu iðn- ríki heimsins. Og hvers vegna á að gefa þeim sem frá okkur taka lífsbjörgina? Engum einum manni hefur betur tekizt að gera íslenzka þjóð afhuga hersetu í marg- landi en forsætisráðherranum okkar með aðgerðarleysi og undanslætti f landhelgismálinu. Ég geri ráð fyrir, að þér verðið fyrir aðkasti i orðum og á prenti f Mogganum vegna þessarar af- stöðu og er þessu bréfkorni ekki ætlaður annar tilgangur en að láta yður finna, að í röðum sjálf- stæðismanna standið þér ekki einn. Með kveðju, Sigurður Tómasson, viðskiptafr. Hr. viðskiptafræðingur Sigurður Tómasson Þakka þér kærlega bréf þitt sem mér barst í gær. Það veitti mér vissulega styrk þegar ég þurfti á að halda, þó ekki vegna þess að hótanir ýmiss konar hefðu nein áhrif á skoðanir minar. Ef breskir þjófar sökkva einu varðskipi okkar, eða drepa einn sjómann, hvort sem er á gæslu- eða fiskiskipi, mun ég beita mér fyrir aðgerðum, sem sýna afkom- endum Svartskeggs og Morgans, að iðja þeirra á ekki langlffi fyrir höndum og eru mörg ráð þar til. Allavega verð ég þá fyrsti maður til að blása á svokallað varnar- bandalag, þótt fáir hafi verið ein- lægari en ég f að varnir landsins væru tryggðar i nútfð sem fram- tíð. Niðurlag bréfs þíns hefur hitt í mark. Sú gjörningahríð sem að mér hefur verið gerð af „flokks- bræðrum" mínum vegna skoðana minna ér jafnvel harðari en að mér var gerð vegna flutings frv. um sterkan bjór, en þá var ég m.a. fordæmdur úr prédikunarstól f útvarpsræðu og kallaður af klerki „eiturbyrlari". Jafnvel barátta mín við komm- únista og aðra „vinstri" fylgifiska á ASÍ-þingum og á öðrum vett- vangi innan launþegasamtak- ánna, hvar ég stóð lengst af einn, er hégómi á við þá rógsherferð sem nú fer frarh og jafna mætti við galdrabrennur fyrri alda. Þessi samlíking er tekin af gefnu tilefni viðtals, við konu eina, sem hvæsti að mér að ég „skyldi brenndur í næsta próf- kjöri“. Að sjálfsögðu benti ég blessaðri konunni á að sjálfstæð- ismenn gætu eins og „vinstri“ menn borið fram fleiri en einn lista hér í Reykjavík. Kvaddi hún þá með þvf að hrækja að mér. Slíkt breytir heldur ekki skoð- unum mínum. Ég hefi alltaf talist til fylgismanna skynsamlegra samninga. Varámóti „þorskeyð- ingarsamningi" vinstri stjórnar- innar, var með v-þýsku samning- unum, verð hins vegar á móti nýjum enskum samningi, ef úr hófi fer, enda verður að miða fyrst og fremst við aðstæður okk- ar sjálfra, og ástand þorskstofns- ins. En ég endurtek þakklæti mitt til þín fyrir bréfaskrifin. Með bestu kveðju. Virðingarfyllst Pétur Sigurðsson. Hr. alþingism. Pétur Sigurðsson Sem kjósandi Sjálfstæðisflokks- ins allt frá fyrstu tíð, þykir mér tilhlýðilegt og sjálfsagt að láta vita af eindregnum stuðningi við þá ákvörðun yðar að gerast með- flutningsmaður að þings- ályktunartillögu um heimköllun sendiherra okkar hjá Nato. Sú undansláttarstefna og eftir- gefanlegheit sem markað hafa stjórnarstefnuna f landhelgis- málinu er áreiðanlega á móti vilja meirihluta þjóðarinnar. Lang- mestur hluti þjóðarinnar óskar eftir skeleggari og ákveðnari að- gerðum i þessu okkar stærsta lífs- hagsmunamáli og skilur ekki þá stefnu sem markast af því einu að lýsa alltaf yfir að við munum tala og tala en gera ekki neitt er styggt gæti forystulið vinabandalagsins. Það er því hressandi andblær — í takt við vilja fólksins — þegar 600 hestar til Evrópu „ÞAÐ er áætlað að flytja út um 500 — 600 hesta á þessu ári,“ sagði Magnús Ingvarsson sölu- stjóri hjá SlS f spjalli við Morg- unblaðið, „en þessi útflutningur á sér stað á tímabilinu frá marz — október. Þegar er búið að flytja út 150 — 200 hesta til Þýzkalands mest en einnig til Danmerkur, Noregs og Hollands. 40 hestar fara f næstu viku flug- leiðis til Danmörku og viku síðar fara ómóta margir til Þýzkalands en allur hrossaútflutningur fer fram flugleiðis. 1 júnflok fara 40 hross til Noregs og þannig fer þetta með ákveðnu millibili. Utflutningurinn er heldur á upp- leið, s.l. ár var slæmt, en nú er þetta heldur meira, við erum á leið upp úr öldudalnum. Sfðustu ár hefur þróunin orðið sú að mestur hluti hestanna sem flutt- ur er út er taminn, eða um það bil 80 — 90%. Arið 1969 var sfðast flutt út mikið á ótömdum hestum, þá fóru út um 1700 — 1800 hestar f heilum skipsförmum. Verðmæti taminna hesta er mun meira en ótaminna, en verð- ið er svipað og s.l. ári, þægilegur, hestur, meðaltöltari, kostar um 120 þús. kr.“ Mikil breyting er orðin á út- flutningsháttum síðan 2000 — 3000 vinnuhestar voru fluttir út á ári sjóleiðis til Póllands á árunum 1946 — '47 og einnig sem kola- námuhestar til Bretlands á árun- um 1910 — ’20. Framtíðarvörubíllinn Helmingi sterkari grind en áður, sem er samt fimm kg. léttari á hvern metra. Nýtt hús, sem gerir nýtingu framöxulþunga betri, - nú 6,5 tn. Minni fjarlægð frá pallenda til framöxuls gefur 600 mm. meira pallrými - dýrmætir mm. Talið við Jón Þ. Jónsson í Volvosalnum um yfir- burði Volvo N. lölu itrax

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.