Morgunblaðið - 25.05.1976, Page 18

Morgunblaðið - 25.05.1976, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAl 1976 Tvö ódýr mörk og iafnthjáKA ogÞór ÞAÐ var hörkubarátta f leik erkiféndanna, Þórs og KA, sem fram fór á Akureyri á laugardag. Þegar upp var staðið var jafnt á komið með liðunum. hvort um sig hafði skorað eitt mark, og verður að telja það sanngjörn úrslit f þessum fjöruga og skemmtilega leik. Örn Óskarsson var á skotskónum á laugardaginn. Þrisvar sinnum sendi hann knöttinn f net Völsunga, en aðeins tvisvar sinnum viðurkenndi dómarinn markið löglegt. Það voru aðeins þrjár mínútur af leik, þegar fyrra markið var staðreynd. Gunnar Blöndal sótti þá stíft að Oddi Óskarssyni, bak- verði Þórs, og Samúel markverði, og hugðist Oddur renna knettin- um til Samúels, en ekki vildi bet- ur til en svo að Oddur renndi knettinum í eigið net. Annað sjálfsmark Þórs í þeim tveimur leikjum, sem liðið hefir leikið í 2. deildinni. Um það bil tíu mínút- um síðar jöfnuðu Þórsarar. Annar bakvarða KA hugðist senda á markvörðinn, en sendingin var laus og Jón Lárusson náði að skalla fram hjá markverðinum, þar sem Baldvin Þór Harðarson kom aðvífandi og ýtti knettinum síðustu sentimetrana yfir mark- linu KA. Fleiri urðu mörkin ekki, en leikurinn var afar spennandi það sem eftir lifði engu að síður. KA- menn voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum, en Þórsarar aftur á móti í þeim síðari. Leikurinn ein- kenndist af mikilli baráttu á miðj- unni, ekkert var gefið, án þess þó að leikurinn yrði nokkurn tfma tiltakanlega grófur. Það var eins og nýtt KA-lið að sjá miðað við síðustu leiki liðsins. 4 mörk skoruð, aðeins 2 lögleg ÞÖTT Vestmannaeyingar hefðu töluverða yfirhurói yfir Völsunga f leik liðanna f Eyjum á laugardaginn gekk þeim lengi vel erfiðlega að nýta þá yfirhurði til markskorunar. Þegar þeim loksins tókst að kljúfa markamúrinn komu mörkin í gusum, fjögur alls, en aðeins tvö þeirra voru tekin gild og bókfærður sigur IBV þvf 2—0. Ahorfendur voru sammála um, ][nu jnn j vitateig og skoraði með að dómari leiksins, Hreiðar Jóns- son, hefðí „rænt" tveimur góðum og löglega skoruðum mörkum frá Erni Óskarssyni. Fyrra „markið" kom á 17. mfn. f.h. þegar mark- vörður Völsunga lét boltann detta heldur kærileysislega fyrir fæt- urna á Erní sem ekki var seinn á sér að vippa boltanum í mann- laust markið. Dómarinn dæmdi brot á Örn þó svo hann sneri baki í þá félaga er „brotið" átti sér stað. Síðara „mark“ Arnar var dæmt af vegna meintrar rang- stöðu. Tómas Pálsson lék upp að endamörkum og gaf snúnings- bolta inn að markinu, Örn kom að og skallaði í netið. Að dæma hann rangstæðan er sannkallaður furðudómur. En þrátt fyrir þetta allt saman var það Örn sem hló síðastur. Á 65. mín. er dæmt horn á Völs- unga, boltinn berst út til Valþórs Sigþórssonar sem gefur yfir á Örn sem rennir boltanum léttilega f netið framhjá úthlaupandi mark- verðinum. Síðara mark ÍBV kom svo 4 mín. sfðar. Valþór Sigþórsson brauzt af harðfylgi miklu frá mið- glæsilegu skoti upp í hornið, al- gjörlega óverjandi. Völsungar áttu ekki mörg mark- tækifæri í leiknum. Þeir mættu þarna ofjörlum sínum og urðu að láta i minni pokann. Það var helzt þegar Hermann Jónasson komst á sprettinn að hætta skapaðist, en Ársæll Sveinss. í marki IBV varð aðeins einu sinni virkilega að leggja sig fram við að varna marki. Gísli Haraldsson var drif- fjöður liðsins, en vegna sóknar- þunga IBV varð hann meira að einbeita sér að vörn en að byggja upp sókn. Eyjaliðið var iengi í gang í þess- um leik, og greinilegt að mölin háir liðsmönnum flestum. Á liðið vafalaust eftir að sækja í sig veðr- ið þegar það kemst á grasvöllinn sinn, sem verður í næsta heima- leik. Flest mistök í leik liðsins á laugardag má rekja til malarinn- ar. Liðið var jafnt og nú berjast allir af fullum krafti, en það vant- aði í liðið í fyrra. Athygli vakti að Karl Sveinsson lék sem v.bak- vörður og átti hann stórgóðan leik, tók virkan þátt í sókninni og barðist vel í vörninni. hkj. ÍSFIRÐINGAR léku sinn fyrsta leik í 2. deildinni um nokkurt skeið á heimavelli á föstudaginn og fengu þá lið Reynis frá Árskógs- Iþróttanámskeið í Hafnarfirði IÞRÖTTANÁMSKEIÐ Hafnar fjarðar hefjast með innritun þriðjudaginn 1. júní frá kl. 9.00 tii 17.00. Bænum er skipt f þrjú svæði, Vfóistaðaskóla (fyrir vest- an Reykjavíkurveg), Hörðuvelli (milli Reykjavíkurvegar og Sel- vogsgötu) og Hvaleyrarvöll (fyrir sunnan Selvogsgötu). Þátttakend- ur eru beðnir að innrita sig á réttum stöðum eftir búsetu. Allar greinar íþrótta verða kenndar f námskeiðunum, keppni verður á milli námskeiða, kvik- myndasýningar, göngu- og hjól- reiðaferðir, önnur byggðarlög verða heimsótt. Eínnig verður farið í dagsferðir til Siglinga- klúbbsins Þyts við Arnarvog og í sumarbústað hjá Fagranesi við Elliðavatn. Umsjón með námskeiðunum hafa þeir Geir Hallsteinsson, Ólafur Danivalssön, Daníel Pét- ursson og Leifur Helgason. strönd í heimssókn. Gest- gjafarnir sýndu aðeins kurteisi í fyrri hálfleiknum og skoraði þá hvort lið eitt mark. í seinni hálfleiknum skoruðu ísfirðingar síðan þrjú mörk, en héldu sínu marki hreinu. Fyrir Isfirðinga skoruðu þeir Kristinn Kristjánsson, Rúnar Guðmundsson. Jón Oddsson og Haraldur Leifsson. Fyrir Reyni skoraði Gunnar Valversson en heldur virtust leikmenn iiðsins daprari í þessum leik heldur en í leikjunum í fyrra þegar barizt var frá fyrstu mínútu til þeirrar síð- ustu. Isfirðingarnir hafa nú leikið 2 leiki í 2. deildinni og eru komnir með þrjú stig, ekki amaleg byrjun það. Baráttuandinn var nú loks fyrir hendi, nokkuð sem á hefir skort það sem af er timabilinu. Ef framhaldið verður eins hjá liðinu verða þau ekki ýkja mörg stigin sem KA lætur af hendi. Sama má raunar segja um Þórs-liðið. Það er skipað sterkum leikmönnum, sem aldrei gefa eftir. Hins vegar hefir baráttuhugur KA-manna ef til vill komið Þórsurum á óvart, því þegar þessi lið mættust síðast sigraði Þór með sex mörkum gegn einu. Einar Hjartarson var ágætur dómari þessa leiks. Sigb. G. Konnrnar bjrjaðar FYRSTI leikurinn í 1. deildar keppni kvenna í knattspyrnu fór fram í Garðabæ á sunnudaginn og lék Stjarnan þá gegn Víði. (Jrslitin urðu 1:0 fyrir Víði og er meðfylgjandi mynd tekin í þeirri viður- eign. Sú dökkkiædda er í liði Vfðis, en litla hnátan leikur fyrir Stjörnuna. Isfirðingar fara vel afstað Sigrar Itala og Brasilíumanna ENGLENDINGAR áttu mun meira í leik sínum við Brasilíumenn I keppni þessara liða ásamt ítalíu og Bandaríkjamönnum í bandaríska afmælismótinu á sunnudaginn. Eigi að síður voru það Brassarnir, sem fóru með sigur af hólmi. Roberto, sem komið hafði inn á sem varamaður, skoraði eina mark leiksins og skoraði af stuttu færi. Annar varamaður í liði Brasilíu var einnig at- kvæðamikill í leiknum. Var það Francesco Marinho — stjarnan frá HM 1974 — sem var sá eini í liði Brasilíu, sem náði að ógna vörn Englendinganna í leiknum. Bandaríska liðið sem mætti liði Itala i fyrsta leik sínum I afmælismótinu I Bandaríkjunum á sunnu- daginn fékk mikinn skell í sínum fyrsta leik. ítalarn- ir gerðu 4 mörk, Bandaríkjaliðið ekkert. Stjörnur eins og Pele, Bobby Moore og Giorgio Chinaglia léku langtum verr en þeir eru þekktir fyrir og hinir ungu bandarísku leikmenn liðsins stóðu sig miklu betur. Italarnir höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda og skoruðu þeir Capello, Pulici, Graziani og Rocca. Það var aðeins fyrstu 10 mínútur seinni hálfleiksins að ,,Ameríka“ náði að veita Itölunum mótspyrnu og Pele og Chinaglia sýndu þá laglega tilburði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.