Morgunblaðið - 25.05.1976, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAl 1976
29
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Sumardvöl
Barnaheimilið að Kotmúla.
Fljótshlið starfar i sumar sem
að undanförnu. Enn eru
nokkur pláss laus.
Uppl. í síma 85681 eftir kl.
6.
bamagæzla'
Barnagæsla
Óska eftir 13—14 ára stúlku
til að gæta 9 mán gamals
barns í sumar. Þyrfti að passa
á daginn aðra vikuna og
annað hvert kvöld hina
vikuna.
Þyrfti helst að búa i nágrenni
Hringbrautar. Uppl. i sima
19986 eftir kl. 5.30:
Heimasaumur
Vanar saumakonur óskast i
léttan saumaskap. Simi
15080 F.H.
Nýtt — Nýtt
Pilsin frá Gor Ray eru komin i
stærðum 36—48.
Dragtin Klapparstig 37.
Verzlunin hættir
Allar vörur seldar með mikl-
um afslætti.
Barnafataverzlunin Rauðhetta
Iðnaðarhúsinu v/Hallveigar-
stig.
Enskunám í Englandi
Upplýsingar um sumarnám-
skeið SCANBRIT gefur Sölvi
Eysteinsson, Kvisthaga 3,
simi 14029.
Brotamálmur
er fluttur að Ármúla 28, simi
37022. Kaupi allan brota-
málm langhæsta verði. Stað-
greiðsla.
Blý
Kaupum blý hæsta tverði.
Staðgreiðsla.
Málmsteypa Ámunda Sig-
urðssonar Skipholti 23, simi
16812.
-tn/v~
húsnæöi
í boöi
Keflavík
Til sölu 4ra herb. neðri hæð
við Smáratún. Allt sér.
Eigna og verðbréfasalan,
Hringbraut 90, Keflavík, sími
92-3222.
Keflavík
Til sölu góð 3ja herb. neðri
hæð við Hringbraut ásamt
1 50 fm verkstæðisplássi, tré-
smíðavélar geta fylgt.
Eigna og verðbréfasalan,
Hringbraut 90, Keflavik,
sími 92-3222.
Steypum bilastæði
gangstéttir og heimkeyrslur.
Girðum einnig lóðir. Simi
71381.
Hreingerningar
Gluggahreingerning að utan:
Tökum að okkur gluggaþvott
að utan og einnig að innan ef
óskað er. Uppl. og pantanir
veittar i sima 72351.
Pipulagnir
Tek að mér viðgerðir, breyt-
ingar og uppsetningu Dan-
foss ofnhitastilla, einnig ný-
lagnir. Simi 44114 kl.
12 — 13 og 20—22.
félagslíf l
r.a.á ,.,i <—*ajæ-jla_*__j
I.O.O.F Rbl = 125255814
— ★Lf.
Breiðfirðingafélagið
hefur samkomu í safnaðar-
heimili Langholtssóknar fyrir
Breiðfirðinga 65 ára og eldri
á uppstigningardag 2 7. maí.
Hefst með helgistund kl. 14.
Stiórnin
Filadelfía
Almennur biblíulestur í kvöld
kl. 20.30. Ræðumaður Einar
J. Gíslason.
Kvenfélagið Heimaey
Aðalfundur félagsins verður
haldinn í Domus Medica
þriðjudag 25. maí kl. 8.30
Mætið stundvíslega.
Stjórnin.
Helgistund
verður í Neskirkju á upp-
stigningardag 27. mai kl. 2
e.h. Efnisskrá: Ávarpsorð,
séra Guðmundur Óskar
Ólafsson. Einleikur á orgel,
Reynir Jónasson organleik-
ari. Erindi, Haraldur Ólafsson
lektor. Kórsöngur kirkju-
kórinn. einsöngvari Guðfinna
Dóra Ólafsdóttir. Lokaorð,
séra Frank M. Halldórsson.
Almennur safnaðarsöngur.
allir velkonir.
Bræðrafélag Nessóknar
F«r8afétag Islands
Ökfugötu 3
1 1 798 og 19533
1. Miðvikudagur 26.
mai kl. 20.00
Heiðmerkurferð Borinn
áburður að trjám í reit
félagsins. Allir velkomnir.
FRÍTT.
2. Fimmtudagur 27.
mai kl. 9.30
1. Göngu- og fuglaskoðunar-
ferð á Krísuvíkurbjarg. Ef
veður leyfir gefst mönnum
kostur á að sjá bjargsig.
Hafið sjónauka meðferðis.
Fararstjóri: Þorgeir Jóelsson.
2. Gönguferð meðfram aust-
urhlíðum Kleifarvatns.
Gengið á Gullbringu. Farar-
stjóri: Hjálmar Guðmunds-
son. Verð kr. 700 gr.
v/bílinn. Brottför frá Um-
ferðamiðstöðinni (að austan-
verðu).
3. Föstud. 28. maí kl.
20.00
1. Ferð til Þórsmerkur.
2. Ferð um söguslóðir í Dala-
sýslu lundir leiðsögn Árna
Björnssonar, þjóðhátta-
fræðings. Verður einkum
lögð áhersla á kynningu
sögustaða úr Laxdælu og
Sturlungu. Gist að Laugum.
Komið til baka á sunnudag.
Sala farðseðla og nánari
uppl. á skrifstofunni.
4. Laugardagur 29.
maí kl. 13.00
Gönguferð um nágrenni
Esju. Gist eina nótt í tjöldum.
Þátttakendum gefst kostur á
að reyna sinn eigin útbúnað
undir leiðsögn og fararstjórn
Sigurðar B. Jóhannessonar.
Gönguferðin endar í Kjósinni
á sunnudag. Verð kr. 1 200.
Nánari uppl. á skrifstofunni.
Ferðafélag íslands.
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
kennsla
Frá fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Innritun nýrra nemenda í skólann fer fram
í húsakynnum stofnunarinnar að Austur-
bergi dagana 1.—4. júní frá kl. 1 3 — 1 8
(frá 1 til 6). Umsóknir þeirra, sem ekki
geta mætt til innritunar nefnda daga,
skulu hafa borist til skrifstofu skólans
sama stað, fyrir 1 0. júní.
Allar upplýsingar eru veittar í skólanum.
Skólameistari.
tilkynningar
Sjóstangaveiðimót
Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja
i gengst fyrir sjóstangaveiðimóti um Hvíta-
sunnuna í Eyjum. Mótið er eins dags mót
og verður róið út frá Eyjum eldsnemma,
Hvítasunnudag og komið inn um miðjan
dag. Mótinu verður síðan slitið með hófi
og verðlaunaafhendingu um kvöldið.
Þátttökugjald er kr. 7.000.— og ber að
tilkynna þátttöku til Þorbjörns Pálssonar,
sími 98-1532, fyrir 29. maí n.k. sem
jafnframt veitir allar nánari upplýsingar
um mótið.
Stjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja.
Eigum ávallt fyrirliggjandi; á hagstæðasta
verði: pústkerfi, í Lada, Moskwitch, Volga
GAZ og UAZ.
Bílreiðar & Landbúnaðarvélar hf.
Sa«uilaii4>kÍMI II - IÞ)kJavik - Sial JMOO
Dnage
UM miðjan aprfl fór fram und-
ankeppni Islandsmótsins I
sveitakeppni. Spiluðu þá 24
sveitir um átta sæti I úrslita-
keppninní. Nú fer að lfða að
þeirri keppni en hún á að fara
fram. 3.—7. júnf nk.
Eftirtaldar sveitir öðluðust
þátttökurétt i úrslitin:
Sveit Hjalta Elíassonar
Sveit Böðvars Guðmundssonar
Sveit Jóns Hjaltasonar
Sveit Ölafs Gislasonar
Sveit Ölafs H. Ölafssonar
Sveit Stefáns Guðjohnsen
Sveit Jóns Baldurssonar
Sveit Bogga Steins.
Spilað verður I Domus
Medica en um fyrirkomulag og
tímasetningu leikjanna verður
getið síðar I þættinum.
XXX
Frá bridgedeild
Breiðfirðinga-
félagsins.
Fimm kvölda hraðsveita-
keppni er nú lokið hjá okkur og
tóku alls 15 sveitir þátt I keppn-
inni.
Röð efstu sveita varð þessi:
Sveit Magnúsar Oddssonar 2839
Sveit Hans Nielsen 2821
Sveit Sigriðar Pálsdóttur 2735
Sveit Vibeku Mayer 2664
Sveit Jóns Stefánssonar 2660
Þetta var jafnframt síðasta
keppni á árinu, en sem kunnugt
er félagið á förum til Færeyja i
einnar viku heimsókn.
XXX
Eldfjörugur dansleikur
verður haldinn á vegum
félagsins á miðvikudaginn í
Hreyfilshúsinu. Verður margt
sér til gamans gert, spilað
bingó, dansað o.fl. Þá fer einnig
fram verðlaunaafhending fyrir
keppnir á vetrinum. Allir eru
velkomnir á skemmtan þessa og
eru spilarar beðnir að taka með
sér vini og vandamenn.
XXX
Þá hefir verið rætt um
sumarspilamennsku á vegum
félagsins en þess verður nánar
getið síðar.
A.G.R.
— Kvikmyndir
Framhald af bls. 12
ara tveggja frásagna á svo
ljósan hátt, að enginn þarf að
efast um, hvað vakir fyrir hon-
um. Byssumaðurinn kemur sér
fyrir bak við kvikmynda-
sýningartjald í bílabíói, gerir
gat á tjaldið og stingur rifflin-
um í gegn. Á tjaldinu er sýnd
hryllingsmynd með Orlok, en
hann á einnig að koma þarna
fram að lokinni sýningu í eigin
persónu. Og meðan bíógestir
lofa hryllingsmyndinni að kitla
hræðslutaugar sínar, byrjar
byssumaðurinn að senda dauða-
skeyti sín frá tjaldinu.
Fantasían er orðin að raunveru-
leika. Lokasenan er fyrirgefan-
leg, þótt stórbrotin sé. Orlok
gengur rakleiðis að byssu-
manninum, jafnframt því sem
fmynd hans á tjaldinu gengur
einnig að honum. Morðinginn
ruglast í ríminu, hann skýtur á
báða, en hvorugur stoppar.
Hann er sjálfur genginn í
gildru milli hugarburðar og
raunveruleika.
Eins og ég sagði í upphafi er
að finna i „Targets" margar
samstæður við eldri myndir
ýmissa höfunda og mörg
skemmtileg atvik, og óhætt að
benda kvikmyndaunnendum á
að sjá þessa mynd, svo framar-
lega að hún verði enn til sýnis,
er þetta birtist. SSP
ORÐSENDING TIL
HAFNFIRÐINGA
AÐ gefnu tilefni vegna orð-
sendingar frá bæjarráði Hafnar-
fjarðar vill jafnréttisnefnd Hafn-
arfjarðar taka eftirfarandi fram:
1. Jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar
var kosin af bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar hinn 14. október 1975. og
er því undirnefnd bæjarstjórnar
eins og t.d. bæjarráð.
2. Samkvæmt samþykkt bæjar-
stjórnar á hlutverk nefndarinnar
að vera m.a. „að gera úttekt á
stöðu kvenna í bænum og vinna
að skrá um óskir þeirra að því er
varðar stjórnun og rekstur bæjar-
félagsins" og „hafa með höndum
almenna fræðslu- og upplýsinga-
starfsemi meðal almennings um
jafnréttismál."
3. Það er rétt, að könnunin, sem
hér um ræðir er hvorki á vegum
jafnréttisnefndar Hafnarfjarðar
eins og greinilega kemur fram í
bréfinu, sem fylgir könnuninni og
bréfhaus Hafnarfjarðarbæjar er
á. Jafnréttisnefndin hafði engan
ófrómleika í huga þegar hún lét
setja bréfhaus Hafnarfjarðar-
bæjar efst á bréfið, því að hún
vissi sig kosna af bæjarstjórn til
ákveðinna verkefna, sem hún er
að vinna að með könnuninni. Ef
hins vegar sú er raunin á að
aðeins bæjarráð og bæjarstofn-
anir megi nota bréfhaus bæjarins
á bréfum sínum, þá er sjálfsagt að
biðja þá afsökunar, sem tóku sér
nærri þessi „mistök“ nefndar-
innar.
4. Jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar
vill nota þetta tækifæri til þess að
þakka konunum úr Bandalagi
kvenna fyrir sjálfboðavinnu
við framkvæmd könnunarinnar,
en verðmæti hennar nemur þegar
nokkuð á annað hundrað þúsund
krónur. Þá þakkar jafnréttis-
nefnd Hafnarfjarðar ýmsum öðr-
um sem lagt hafa könnuninni lið
og þá ekki síst öllum þeim, sem
taka þátt í könnuninni bæði góðar
viðtökur og þann skerf sem þeir
leggja af mörkum, til þess að
könnunin nái tilgangi sinum.
Hafnarfirði 16. maí 1976
Jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar.