Morgunblaðið - 25.05.1976, Síða 30

Morgunblaðið - 25.05.1976, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1976 + Hjartkær móðir okkar og stjúpmóðir, MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR, Þjórsárgötu 6 andaðist að Heilsuverndarstöð Reykjavíkur þann 21 maí Ingibjörg Hjálmarsdóttir Halldór Hjálmarsson Guðrún Hjálmarsdóttir Waage Hörður Hjálmarsson Kristln Helga Hjálmarsdóttir Margrét Hjálmarsdóttir Egill Hjálmarsson Ólöf Hjálmarsdóttir Þorsteinn Hjálmarsson + Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓNAS PÁLL BJÖRGVINSSON Furugrund 38, Akranesi, sem lézt 20 mai verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 26 mai kl. 1 0 30 Rannveig Guðmundsdóttir og böm + Maðurinn minn HALLDÓRMAGNUSSON SúSavik. lést i Landakotsspitala laugardaginn 22 maí Fyrir mína hönd, barna minna og tengdadóttur Hulda Engilbertsdóttir. + Faðir okkar JÓN AGNARS, Veghúsastig 1 a, andaðist i Landspitalanum 21 maí Bömin. + Eiginmaður minn, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON fyrrum bankaritari á Selfossi lést að heimili sínu Grænuvöllum 6 22 5 76 Sigrfður Ólafsdóttir. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar tengdafaðir og afi ÞÓROUR HEIÐAR GUÐJÓNSSON. Hringbraut 72. HafnarfirSi. andaðist í Borgarspitalanum. aðfaranótt. laugardagsins 22 mai Elfnborg Elfsabet Magnúsdóttir, Anna Kristfn Þórðardóttir, Þórarinn Jónsson. Valdfs Þórðardóttir, Dagur Jónsson, Guðjón Gunnar Þórðarson, GuSrún Ásgrfmsdóttir og barnaböm + Móðir okkar, tengdamóðir og amma KRISTÍN BJARNADÓTTIR Melgerði 1, Reykjavík verður jarðsungin fráFossvogskirkju miðvikudaginn 26 maí kl 3 00 Bjami Stefánsson Bragi S. Stefánsson Baldur M. Stefánsson Bergþóra Friðgeirsdóttir Höskuldur Stefánsson Ebba Ólafsdóttir. og barnaböm + Einlægar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður PÁLMÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Litla-Fjalli Anna Hjartardóttir Frfmann Sigurðsson Emil Hjartarson Edda Eirfksdóttir GuSmundur Hjartarson Þórdfs Þorbjörnsdóttir. Guðrún Hjartardóttir Hugborg Hjartardóttir + Þökkum hjartanleg öllum vinum og vandamönnum nær og fjær, auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, dóttur og systur, JÖRGÍNU JÚLÍUSDÓTTUR, Ólafur Bjömsson Júlfus Ólafsson, Alma Ólafsdóttir Sigrfður Jörundsdóttir Heba Júlíusdóttir, Sigrún Júlfusdóttir. Sigríður Gísla- dóttir—Kveðja Fædd 10. marz 1882 Dáin 17. maf 1976. Mín ástkæra föðursystir Sigríð- ur Gísladóttir er látin. Hennar æfiferill varð langur, 94 árin lifði hún, öllum vinum og ættingjum til ánægju, þvf sam- vistir við hana þroskaði og gerði hvern þann að betri manni, sem með henni voru. Okkar samvistir urðu langar, hún var til staðar á heimili for- eldra minna er ég fæddist árið 1901, og alla tíð siðan hefur órjúf- anleg tryggð, frændsemi og vin- átta lýsti sér í öllu hennar atlæti gagnvart mér og mínum, og full- yrði ég að þannig hefur það einn- ig verið gagnvart öllum systkin- um mínum, svo og öllu hennar ættfólki, því hún var afar frænd- rækin og vildi öllu sínu ættfólki blessunar og frama. Það var mjög kært með þeim systkinum föður mínum og henni og enga átti móðir min betri vin- konu en hana. Blessuð sé minning þeirra allra. Þannig hafa árin liðið, ættingj- ar og vinir horfið, en hún lifði til blessunar og ánægju fyrir alla sem með henni voru. Árið 1916 giftist hún ágætis- manninum Birni Jónssyni sem þá var bústjóri í Viðey, en síðar kaupmaður í Verzluninni Ásbyrgi hér i bæ, eignuðust þau þrjá syni, Skúla iðriaðarmann, Stefán Pál lækni og Gísla bónda að Grund í Eyjafirði. Var hjónaband þeirra afar farsælt, og heimili þeirra með einhverjum sérstökum blæ friðar og kærleika, sem kom fram í öllum framkvæmdum þeirra. Við ættfólk Sigríðar heitinnar sjáum með trega að hafa misst hana frá okkur, nú um sinn, en við vitum að henni verður fagnað af eiginmanni syni og öllum ætt- ingjum og vinum hinum megin tjaldsins. Minningarnar um hana munu bæta söknuð ykkar og okkar allra sem sárast eiga um að binda við fráfall hennar, en jafnvel sorgin getur verið sæl, þegar minning- arnar eru svo fagrar. Blessuð sé minning hennar. Stefán A. Pálsson. Nokkur minningarorð Hinn 17. þ.m. lézt háöldruð vin- kona mín, Sigríður Gísladóttir, Laugavegi 139. Hafa þá bæði þau mætu hjón, sem ég kynntist þar í húsi fyrir rúmum 30 árum, safnazt til feðra sinna. Maður Sigríðar, Björn Jónsson, rak lengi verzlun í húsi sínu undir nafninu Ásbyrgi. Af því leiddi, að heimilið var jafnan kennt við þann fagra stað. Þegar Björn lézt fyrir 9 árum ritaði ég nokkur orð um hann hér i blaðið. Af þeim sökum þykir mér einsætt að kveðja nú mína gömlu og tryggu vinkonu, Sigríði í Ásbyrgi, með fáeinum orðum. Sigríður í Ásbyrgi var fædd 10. marz 1882 á Grund í Svarfaðardal og var því eyfirzk að uppruna, enda þótt hún dveldist næstum alla sína löngu ævi hér syðra. Þegar aldurinn var orðinn svo hár, eru vitanlega flestir jafnaldr- ar horfnir af sviðinu og einmitt þeir, sem gerst hefðu getað eftir hana mælt. S. Helgason hf. STEINIOJA llnholti 4 Símar 24477 og 14254 Sigríður mun hafa haldið til Danmerkur árið 1906, en þangað var áður farin Arnbjörg, systir hennar. Vann Sigríður fyrir sér, en lærði jafnframt matreiðslu. Var oft auðheyrt á henni, að þessi Danmerkurár urðu henni skemmtilegur skóli og gagnlegur. Sjálf las hún líka alla tíð mikið af dönskum ritum. Heim kom hún aftur 1909 og ge'rðist skömmu siðar ráðskona á Kleppi fyrir til- stuðlan frænda síns, Matthíasar Einarssonar læknis. Þar var hún samt ekki lengi, en brá sér yfir sundið og til Viðeyjar, þar sem hún tók við ráðskonustarfi á búi Briemanna. Á Viðeyjarárum sinum kynntist hún Birni Jónssyni, sem var ráðs- maður á búi hins svonefnda Milljónafélags í Viðey. Var hann vel menntaður búfræðingur. Gengu þau i hjónaband árið 1916 og bjuggu svo í Viðey til ársins 1921, þegar þau fluttust í land og settust að í Reykjavík. Keypti Björn þá verzlunina Ásbyrgi og rak hana síðan um nokkra áratugi — eða þar til heilsan fór að bila. Heimilinu í Ásbyrgi kynntist ég skömmu eftir 1940, en þá lágu leiðir mínar og Stefáns, sonar þeirra Sigriðar og Björns, saman á háskólaárum okkar. Upp frá þessum tíma leit ég á fólkið i Ásbyrgi sem sérstakt vinafólk mitt og ófáar ánægjustundir hef ég átt í því húsi. En þær stundir vil ég einmitt þakka húsmóður- inni nú að leiðarlokum. Sigríður og Björn voru vissu- lega af léttasta skeiði, er mig, ungan mann, bar þar fyrst að garði. Ekki kom aldursmunur samt að sök, því að þau höfðu bæði einkar gott lag á að samhæfa sig ungu fólki og hugsunarhætti þess. Var ljóst, að þau höfðu mikið yndi af að veita gestum sínum vel og ræða við þá jafnt um málefni líðandi stundar sem um löngu liðna atburði. Tók ég fljótt eftir því, að húsfreyjan sjálf hafði gaman af að blanda sér í um- ræðurnar og ekki sízt að ræða um söguleg efni. Má vera, að það hafi ekki lízt laðað mig að henni. Hún las mikið, einkum þó um sagn- fræði, og átti mjög auðvelt með að segja frá og tjá sig. Þá var hún hreinskiptin og sagði óhikað skoðun sína á mönnum og málefn- um. Bóndi hennar hafði sig ekki alltaf mikið 1 frammi i þeim um- ræðum, sem fram fóru í Asbyrgi, en brosti oft góðlátlega, þegar kona hans kvað fast og tæpitungu- laust að hlutunum. Allt um það hafði hann einnig fastmótaðar skoðanir, og engir veifiskatar voru þau hjón. Menn vissu alltaf hvar í flokki þau stóðu. Ég varð þess oft var, að hjónin i Ásbyrgi voru einkar vinsæl af samferðar- mönnum sínum, enda vart við öðru að búast eftir þeirri reynslu, sem ég hafði af þeim. Að vonum tók hár aldur hægt og hægt að setja mark sitt á hjón- in í Ásbyrgi. Björn varð fyrr að lúta i lægra haldi en Sigríður, enda þótt hann væri nokkrum ár- um yngri, og andaðist 1967. Eftir það sat Sigríður ein eftir i ibúð þeirra hjóna, en í nánu sambýli við Stefán son sinn og konu hans Ástu Guðmundsdóttur, og börn þeirra. Því miður vill það verða svo með okkur, sem erum á miðjum aldri og vel það, að við höfum í svo mörgu að snúast í velferðar- ríkinu — eða ímyndum okkur það —, að timi til að heimsækja gamla vini verður næsta lítill. Og áður en varir eru þeir horfnir — og þá er um seinan að bæta ráð sitt og gjalda þeim tryggð og forna vin- áttu. Þannig er þessu farið með mig gagnvart Sigriði I Ásbyrgi, sem við kveðjum I dag. Meðfram vegna þessa settist ég niður til að festa á blað nokkur fátækleg kveðjuorð til þess að þakka henni að leiðarlokum samfylgdina. Flest verður samt ósagt um þessa látnu merkiskonu, enda hefði það ekki verið henni að skapi að hafa mörg orð um hana sjálfa. En mynd hennar og þeirra hjóna beggja í Ásbyrgi geymist í þakklátri minningu þeirra, sem urðu svo lánsamir að kynnast heimilinu að Laugavegi 139. Að endingu sendi ég sonum Sig- ríðar tveimur, sem hana lifa, Stefáni Páli, lækni hér í Reykja- vík, og Gfsla bónda á Grund í Eyjafirði, og eins Áslaugu, ekkju þriðja bróðurins, Skúla, og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Jón Aðalsteinn Jónsson SVAR MITT rj EFTIR BILLY GRAHAM Við hjónin sækjum ekki kirkju, en við viljum gjarnan, að börnin okkar geri það. Hve gömul eru þau, þegar tími er til þess kominn, að þau fari f kirkju eða sunnudaga- skóla? Yður mun reynast mjög erfitt að fá þau til að fara, ef þér eruð þeim ekki fyrirmynd og farið sjálf. Þér segizt gjarna vilja, að þau fari. Er ástæðan sú, að þér viðurkennið, að söfnuðurinn eigi það erindi við þau og hafi það að bjóða, sem yður skortir? Áhyggjur yðar þeirra vegna sýna, að það svið er í lífi yðar, sem þér hafið ekki fengið fullnægt. Þessi kennd af því að vanta eitthvað er eðlileg hjá flestum, en hún vaknar ekki alltaf nema eitthvað sérstakt gerist. Hafið hug- fast, að Guð skapaði yður til þess að eiga samfélag við yður. Með synd yðar hafið þér lokað Guð úti frá þessu samfélagi. En þér höndlið aldrei frið, fyrr en þeir eignist frið við Guð. Þessi tómleiki varir við, þangað til þeir látið hann veita yður fyllingu. Farið með börnum yðar í hús Guðs. Gefið gaum að orði Guðs, þegar það er boðað, og geymið í hjartanu orðið, er það kemur til yðar. Ef þér viljið iðrast synda yðar, og veita Jesú viðtöku sem frelsara yðar, þá komizt þér að raun um, að tómleikinn breytist í lífsfyllingis og þér öðlist gleði i honum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.