Morgunblaðið - 25.05.1976, Page 31

Morgunblaðið - 25.05.1976, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1976 31 — Jarðalaga- frumvarp Framhald af bls. 26 það yrði matsverð, og bændur yrðu neyddir til að selja sínar íbúðir. Þetta er nákvæmlega sami hlutur, og hvað gerist þá? Hver veit nema svona frv. skapi slikt strið, eins og kemur fram í nefndaráliti þm. Braga Sigurjóns- sonar. Með þessu frv. ætla opin- berir aðilar beinlínis að ráða fyrir bændur; má segja, að þeir séu sviptir eignarrétti. Það er furðu- legt, að Sjálfstfl. skuli láta draga sig út í þessa bölvaða vitleysu, eins og ég sagði hérna áðan. Og ég endurtek það, ég efast um, að þetta sé leyfilegt samkv. stjórnar- skránni. Gera bændur sér ljóst hvaða réttur er tekinn af þeim með þessu frv.? Halda bændur virki- lega, að Framsfl. sé að gera þeim einhvern greiða? Ég held, að bændur eigi að geta, ef þeir vilji — selt sínar jarðir, þegar þeir eru búnir að strita ævilangt og þurfa að komast í hvíld, kannski nær heilsuhælum, þurfa kannski að bregða búi vegna heilsubrests og hafa þá notað tækifærið og losað sig við sínar jarðir og eignir og keypt íbúð hér í Reykjavík eða annars staðar, nálægt sjúkrahús- um. Ég endurtek það, ég efast um, að bændur séu fylgjandi þvi að þurfa nú að hlíta söluverði jarða- nefndar eða sveitarstjórna. RAÐSTÖFUN a EIGIN EIGNUM Ég veit ekki, hvort 9. gr. er nokkuð betri en hinar, en þar segir með leyfi forseta: „Óheimilt er að þinglýsa skjölum varðandi ráðstöfun fasteignar, sem lög þessi taka til.“ Það er óheimilt manni að þinglýsa eign sinni. Aðr- ir eigendur fasteigna í landinu þurfa ekki að leita til opinberra stofnana til þess að fá heimild til þess að þinglýsa eign sinni eða sveitarfélaga. Hér einhvers staðar í þessu — i 18. gr. — segir svo með leyfi hæstv. forseta: „Nú er fasteign ráðstafað andstætt fyrirmælum laga þessara." Sem sagt, ef eigandi fasteignar ráðstafar henni að eigin geðþótta, sem er að sjálfsögðu andstætt þessum laga- fyrirmælum hér, varðar sú ráð- stöfun refsingu sbr. 61. gr. Auk þess getur sveitarstjórn þá með samþykki jarðarnefndar og ráðh. höfðað mál til ógildingar ráðstöf- uninni, til ógildingar á því, sem maður hefur gert við sína eigin eign. Og hvað segir svo gr. nr. 61: „Brot gegn lögum þessum varða sektum allt að 100 þús. kr. Mál út af brotum gegn lögum þessum skulu sæta meðferð opinberra mála.“ Það er bara ekkert annað. Maðurinn er sektaður og dreginn fyrir dómstóla fyrir það eitt að hafa selt sina eigin eign. Hvað er að verða um Sjálfstfl.? Ég spyr, hvort ætti að flytja hann nær heilsuhæli. Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri, ég held, að þau séu þegar orðin nógu mörg og ég efast ekkert um, að það skapar kannski einhverjar umr. Ég á von á því vegna þess að samstaða um þessi mál er fyrirfram ákveðin í öllum flokkum. Alþb.-menn hafa komið hér upp og lýst ánægju með þetta. Það er framsögumaður úr Sjálf- stfl., það er landbrh., sem flytur frv. Þetta er stjórnarfrumvarp, ég held, að þjóðin verði að fara að vakna. Það virðist vera gulltryggt að þvi vitlausari sem hluturinn er, ef hann kemur hérna fram, þeim mun betra og auðveldara er að koma honum í gegn. Það ættu hv. þm. að vita sjálfir. RÉTTUR SVEITAR- STJÓRNA Hv. 6. þm. Sunnlendinga gat þess í sinni ræðu, að sveitarstjórn væri fengin ótvíræður réttur með þessu frv„ en ótvíræður réttur til hvers? Til að skipuleggja — sveitarstjórnir fara eingöngu með skipulagsmál og athugun á sumar- bústaðastæðum o.s.frv. Ég held, að það sé hvergi í þessu frv., sem sveitarstjórn er fenginn ótvíræð- ur réttur. Það er alls staðar sett á þá lögregla, sem er jarðanefnd, eftirlitsnefnd, og sums staðar er talað um, að jarðanefnd hafi til- lögurétt til sýslunefndar. Ég held, að réttur sveitarfélaga sé þarna fótum troðinn. Það getur vel verið að það sé rétt, sem hv. 1. landsk. þm. sagði, að frv. gefur til kynna batnandi sambýli á kærleiks- heimili og í samstarfi stjórnar- flokkanna; ja, þá verð ég að segja, að ef þetta er sýnishorn af því, þá óttast ég um framtíðina. Kynning á sólarlandaferðum Mallorca Vegna aukinna fyrirspurna um hinar vinsælu Úrvaisferöir til sólarlanda í sumar veröa þeir Jónas Guövaröarson, aöalfararstjóri og Steinn Lárusson framkvæmdastjóri, til aöstoöar um val á Urvalsferöum og leiöbeininga á skrifstofu Úrvals, Pósthússtræti 2, — Þriöjudaginn 25. maí kl. 10—12 og 13—16 Miövikudaginn 26. maí kl. 10—12 og 13—16 Steinn FERDASKR/FSTOFAN Jónas DASKR/FSTOFAN - urvalhMF Eimsktpafélagsbustnu simi 26900 ÚTGERÐARMENN MOMOI FISHING NET, stærsta netaverksmiðja í heimi býður nú íslenskum útgerðarmönnum eftirfarandi nýjungar í girni netum: 1. ,,GI” einþætt girninet með tvöföldum hnút. 2. „TRIPPLE CROWN” þríhnýtt einþáttungsnet (þar sem þessi net eru ekki hitasett, hafa þau mjög hátt teygju- og slitþol. 3. „CRYSTAL TWIST” þríþætt girni — tvíhnýtt eða þríhnýtt. (geysivinsæl á síðustu vetrarvertíð). 4. „SAFIRE TWIST” samansnúin af 6, 7, 8, 10, og 12 girniþráðum. 5. „DIAMOND TWIST” fjölgirni samansnúið úr ótalmörgum fínum girniþráðum. Silkimjúk silfrandi áferð! Net þessi eru ný hér á landi, en lang vinsælustu netin í Kanada. T? GALDRÁNET? KRÁFTÁVERKANET7 við köllum þau bara MARCO NET símar 13480 - 15953 argus

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.