Morgunblaðið - 25.05.1976, Side 40
AUGLYSINGASIMINN ER:
ÞRIÐJUDAGUR 25. MAl 1976
Meginlandsmenn
yfirbjóða humarinn
Eyjabátar sigla með afla til lands
TVEIR Vestmannaeyjabátar
sigldu í fyrrinótt með humarafla
5 Eyjabáta til Þorlákshafnar til
þess að afhenda fiskkaupmanni
úr Keflavík aflann, en hann hafði
boðið betra verð en greiða á sarn-
kvæmt fiskmati. Morgunblaðið
hafði í gærkvöldi samhand við
einn Eyjaskipstjórann, Þór Vil-
hjálmsson á Gamminum. „Þetta
er eiginlega árviss slagur'*
sagði hann „og hann stendur
svona f dag, Emman og
Reynir fóru til Þorláks-
hafnar með afla af Gammin-
um, Illuga og Ola Vestmann auk
eigin afla. Þetta voru um 4 tonn
af slitnum humri, en Keflvík-
Kristján
sjalfkjorinn
forseti
FORSETI Islands herra Kristj-
án Eldjárn er sjálfkjörinn í
embætti forseta næsta kjör-
tímabil, en það hefst 1. ágúst
n.k. til fjögurra ára. Framboðs-
frestur rann út aðfaranótt s.l.
sunnudags og var aðeins eitt
framboð, Kristjáns Eldjárns.
Hæstiréttur mun því gefa út
nýtt kjörbréf til forseta Is-
lands. Kristján Eldjárn hefur
verið forseti síðan 1968 er
hann var fyrst kjörinn, en árið
1972 þegar fyrsta kjörtímabil
hans rann út var einnig um
eitt framboð að ræða.
ingurinn greióir 50% af aflanum
samkvæmt stærri verðflokki og
50% samkvæmt þeim minni án
þess að flokka aflann nokkuð, en
útkoman út úr flokkuninni hefur
verið mjög léleg hér hjá okkur
eða frá 12—30% mest í stórt, svo
það er því hagkvæmara að selja
til þeirra sem bjóða meira verð.
Við vorum t.d. með tæpt tonn af
humri eftir síðasta túr og okkur
munar um 200 þús. kr. hvað við
fáum meira fyrir að selja til fasta-
landsins en eftir eðlilegu mati
hér. Það er erfitt að vera að veiða
á sömu miðum og aðkomubátarn-
ir, en fá mun lægra ef selt er í
heimahöfn heldur en þeir sem
selja hæstbjóðanda hráefnið, en
Framhaid á bls. 39
Sigurgeir ( Eyjum tók þessa mynd um helgina af 6. bekkingum Barnaskólans (Eyjum að myndskreyta
verzlunarhúsnæði Veiðarfæraverzlunar Páls Þorbjörnssonar við Strandveg, en þetta er annað árið f
röð sem börnin myndskreyta húsveggi ( Eyjum. Fyrirmyndin er athafnasvæði við Vestmanneyjahöfn
frá 1910, en teiknikennari barnanna stjórnaði verkefninu.
Stórfellt smygl með að-
stoð Tollgæzlunnar?
Tveir yfirmenn Tollgæzlunnar í gæzluvarðhaldi
TVEIR yfirmcnn ( Tollgæzlunni í
Keykjavfk, voru á laugardaginn
úrskurðaðir í allt að 20 daga
gæzluvarðhald, grunaðir um
mcint tolllagabrot. Þriðji maður-
inn, skipverji á millilandaskipi,
var sama dag úrskurðaður ( allt
að 10 daga gæzluvarðhald vegna
sama máls. Starfsmenn Tollgæzl-
unnar, yfirtollvörður og varð-
stjóri, eru grunaðir um að hafa
aðstoðað við smygl á áfengi og
öðrum varningi úr skipum. Leik-/
ur grunur á þvf að þetta hafi
viðgcngist um alllangt skeið og
það f töluverðum mæli. Þeir
Haukur Guðmundsson rann-
Sáu snjóinn
renna undan sól
Siglufirði, 24. maí.
HITASTIGIÐ fór yfir 20 stig hér I
dag, aldeilis himinsins blíða og
maður sá snjóinn hreinlega renna
i sundur í hliðunum. Það var líka
steikjandi hiti í Fljótunum í dag.
— m.j.
sóknarlögreglumaður í Keflavfk
og Kristján Pétursson deildar-
stjóri tollgæzlunnar á Keflavfkur-
flugvelli unnu að frumrannsókn
málsins, en þeir afhentu saka-
dómi Reykjavfkur málið á föstu-
daginn. Að sögn Haralds llenrýs-
sonar sakadómara, sem stjórnar
nú rannsókninni, er hún á byrj-
unarstigi. Sagði Ilaraldur að-
spurður, að ekkert hefði komið
fram við rannsóknina, sem tengdi
mál þetta afbrotamálum, sem
mjög hafa verið til umræðu að
undanförnu.
Morgunblaðið hafði I gær sam-
band við Hauk Guðmundsson
rannsóknarlögreglumann og
spurðí hann um upphaf þessa
máls. Haukur sagði:
„Byrjun málsins var sú, að okk-
ur bárust ýmsar upplýsingar, eins
og svo oft áður, og fórum við að
vinna úr þeim. Komumst við fljót-
lega á snoðir um misferli hjá toll-
gæzlumönnum i Reykjavík. Ég
bað Kristján Pétursson deildar-
stjóra um aðstoð I málinu, en til
þess að aðstoða mig þurfti hann
að taka tvo daga af sumarfríi
sínu. Vann hann að frumrann-
sókn málsins ásamt mér. Við náð-
um einum málsaðilanum til yfir-
heyrslu, skipverja á skipi frá
Reykjavik, þar sem hann var
staddur í Keflavík. Játaði hann
aðild sína að málinu. Síðdegis á
föstudag afhentum við svo Saka
dómi Reykjavíkur frumrannsókn
málsins til meðferðar og i fram-
haldi af því voru svo tveir starfs-
menn Tollgæzlunnar í Reykjavík
hnepptir i gæzluvarðhald. Um
þetta mál get ég ekki sagt meira á
þessu stigi."
Morgunblaðið hefur það eftir
heimildum, sem það telur ábyggi-
Landhelgisdeilan:
Utanríkis- og landhelgisnefnd
og þingfloldiar þinga á morgun
EINAR Agústsson utanrfkisráð-
herra gerði ríkisstjórninni í gær-
morgun grein fyrir viðræðum sín-
um við Anthony Crosland f Ósló,
miðvikudag, fimmtudag og föstu-
dag f sfðustu viku. Fyrirhugað er
sfðan að Einar Agústsson skýri
utanríkismálanefnd Alþingis og
landhelgisnefnd frá viðræðunum
á miðvikudag og eftir þann fund
er sfðan gert ráð fyrir fundum í
þingflokkum stjórnarflokkanna,
þar sem þessi mál verða rædd.
Einar Ágústsson kom heim til
Islands á sunnudag. Er hann var
að fara frá Fornebu-flugvelli i
Ósló kom Knut Frydenlund utan-
ríkisráðherra Norðmanna út á
flugvöll og átti um hálfrar
klukkustundar fund með Einari
um borð i flugvélinni. Ekki er
vitað hvað ráðherrunum fór i
milli, en ljóst er þó að þeir munu
hafa rætt fiskveiðideiluna.
Samkvæmt erlendum frétta-
stofufregnum er talið lfklegt að i
loftinu liggi að einhvers konar
samkomulag verði gert. Reuters-
fréttastofan segir að heimildir
hermi að fjöldi brezkra togara
verði takmarkaður og nefnir töl-
una 15 til 20 togara, sem leyft
Framhald á bls. 39
Humarveið-
in fer vel
af stað
2-3 tonn í róðri
„HUMARVEIÐIN virðist fara
vel af stað eftir því sem við
komumst næst,“ sagði Hrafn-
kell Eiríksson fiskifræðingur í
samtali við Mbl. i gærkvöldi,
„þetta voru vonbrigði fyrst
fyrir austan, en það hefur lag-
ast og þeir hafa fengið ágæta
túra, mikinn humar og nokkuð
stóran, en ekki munu allir bát-
ar vera byrjaðir sem fengu
leyfi. Það hefur lika verið góð
veiði við suðvesturhornið, við
Surtsey, á Selvogsleirnum, við
Eldey og vfðar. Það hefur ver-
ið dálítið smár humar á Breiða-
merkurdýpi og Skeiðarárdýp-
inu en við því var að búast því
þar er mikill humar í uppvexti.
I heildina má þó segja að veið-
in fari vel af stað og betur en
undanfarnar vertíðir og við
höfum frétt af bátum með allt
upp i 2 — 3 tonn af slitnum
humri eftir 4 — 5 daga túr og
það er mjög gott. Allt sem
nálgast 2 tonn úr túr er mjög
gott."
legar, að við rannsókn þeirra
Hauks og Kristjáns hafi komið
fram grunur um að a.m.k. tveir
háttsettir starfsmenn Tollgæzl-
unnar i Reykjavik hafi um all-
langt skeið greitt fyrir smygli á
áfengi og öðrum varningi úr skip-
um. I fyrsta lagi leikur grunur á
því, að þeir hafi gefið upp rangar
tölur þegar' vínbirgðir ákveðinna
skipa voru innsiglaður við komu
til íslenzkrar hafnar og umfram-
magni verið smyglað inn i landið.
Og í öðru iagi leikur grunur á þvi,
að umræddir yfirmenn tollsins,
sem eru sem fyrr segir yfirtoll-
vörður og varðstjóri, hafi látið
ákveðna tollverði ætíð leita i
ákveðnum skipum, en aðrir toll-
verðir hafi ekki fengið að koma
þar nærri. Hafi leit í þessum
ákveðnu skipum sjaldnast borið
árangur. Rannsókn máls þessa er
á algeru frumstigi, en grunur
leikur á að um sé að ræða talsvert
magn smyglvarnings og að þetta
hafi viðgengist alllengi. Haraldur
Henrýsson sakadómari hefur með
stjórn rannsóknarinnar að gera
í að hálfu Sakadóms Reykjavíkur
en auk hans vinnur Hannes Thor-
Framhald á bls. 39
Guðmundur og
Garcia jafnir
Havanna, 24. mai Reuter
GUÐMUNDUR Sigurjónsson og
Guillermo Garcia frá Kúbu eru
efstir og jafnir með fjóra vinn-
inga eftir sjöttu umferð Capa-
blancaskákmótsins í Havana.
Guðmundur vann Lothar Vogt frá
Austur-Þýzkalandi eftir 43 leiki i
gærkvöldi en Garcia gerði jafn-
tefli við Julius Kozma frá
Tékkóslóvakíu. Ulf Andersson
frá Svíþjóð sem sigrað hefur á
mótinu siðustu tvö árin gerði
jafntefli við Boris Gulko frá
Sovétríkjunum. Gulko, Razu-
vavev (Sovétríkjunum) og
Snapik (Póllandi) eru næstir með
3'A vinning.