Tíminn - 22.05.1965, Síða 3

Tíminn - 22.05.1965, Síða 3
LAUGARDAGUR 22. maí 1965 TBMENN 3 NEÐAN- SJAVAR RANN- SOKNIR Mikið er skrifað um íshafsrann- sóknir í dagblöðunum hér á landi þessa dagana, og er það aðallega vegna þess hve vel við höfum fylgzt með ferðum bandarísku vís- indagtöðvarinnar á íseyjunni Arlis IL Stofnun sú, sem sér um rann- sóknirnar á Arlis II, hefur mörg önnur verkefni á þessu sviði, sem unnið er að, m.a. eru þeir famir að nota neðansjávar könn- unarturn fyrir dýra- og haffræð- inga. Turninii er heldur furðulegur að sjá, vegur um 2,5 tonn, og í hon- um geta verið allt að þrír menn í einu. Hlutverk þessa neðansjávar- tums er, að kanna dýralíf undir ísnum í norður- og suður-ishöfun- um. Gluggarnir á könnunarklefanum eru 3,8 sentimetrar á þykkt. Klef- inn sjálfur er 1,8 metrar á hæð og 1,2 m. á breidd. Til þess að koma köijiunarturninum fyrir, þarf að hðggva eða sprengja gat í hafís- inn, og síðan er turninum rennt niður um opið. f fyrstu tilraun- inni var turninum rennt niður um 1,5 metra þykkur ís og látinn síga 3 metra niður fyrir ísröndina í Mc- Murdosundi, en dýpið þar var um 300 metrar. Vísindamennirnir skiptu með sér könnunarvöktum, sem hver um sig var þrjár vikur, það er að segja, að þeir voru að- eins niðri hluta af hverjum degi. Rafmagn og hiti kemur inn í klefann frá aðstoðarstöðinni, sem staðsett er rétt við holuna á ísnum. Vísindamennirnir fara niður í klef- ann í gegnum mjótt stálrör, sem liggur frá yfirborðinu og niður í Geimferðir Rússneskir vísindamenn hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að þriggja daga geimferð hafi sömu áhrif á mannshjartað og þegar maður liggi hreyfingarlaus í rúm- inu í 14 daga. Þetta er ein af mörgum niður- stöðum, sem rússneskir geim- vísindamenn hafa náð, eftir geim- ferðir rússneskra geimflugmanna. Vísindamennirnir benda samt á það, að þessar rannsóknir séu enn aðeins á byrjunarstigi Verið er a8 renna turninum í gegnum fsopið í fyrsta klefann. Neðst á turninum eru mjög þung lóð, sem koma í veg fyrir að hann sporðreisist. Utan á klefanum og á turninum eru mjög sterk kastljós, sem lýsa upp umhverfið í kringum turninn. Þá er og komið fyrir hljóðnemum á ýmsum stöðum,svo að vísindamenn irnir geti tekið hin ýmsu dýra- og fiskahljóð upp á segulband. Mennirnir í klefanum geta notað einn eða alla hljóðnemana i einu við upptökurnar. Eins hafa þeir hljóðnema inni hjá sér, þar sem þeir lýsa jafnóðum því, sem fram fer utan klefans. Aðalverkefnið hjá vísindamönn- unum í fyrstu tilrauninni var, að rannsaka hljóðin L dimmu hafinu undir ísnum. Dýrafræðingar frá Woods Hole Ocianographic In- stitute, og New York Zoological Society í Bandaríkjunum, segja að þarna niðri megi heyra öll þau furðulegustu dýrahljóð, sem menn hafa ald*3i heyrt ofansjávar. Megnið af hljóðunum, sem þeir náðu á segulbandið, kom frá sela- tegund, sem kölluð er Weddell. Þessir selir eru um 3,3 metrar á lengd, og vega um 590 kíló. Þeir gefa frá sér mjög fjölbreytt hljóð, þegar þeir synda í fæðuleit. Með vissu millibili synda þeir uppundir ísinn, þar sem eru loftpokar, til að anda. Það sem vakti mestu at- hygli hjá mönnunum voru hljóð- in, sem Weddell-selurinn gaf frá sér. Þegar hann syndir hefur hann munninn og öndunariærin lokuð, Þar af leiðandi er erfitt að finna út, hvernig selurinn fram- leiðir þessi undarlegu hljóð sín. Dr. Williatn E. Schevill frá Woocjs ■ u ■ 1 flH'lc Veðrið liefur áhrif á skarlatssóttina Þýzkir læknar, sem unnið hafa að rannsóknum á skarlatssótt, hafa komizt _að þeirri niðurstöðu, að veðurfar hafi mikil áhrif á þessa hvimleiðu veiki. Á tímabil- inu frá 1956 til 1960 rannsökuðu læknar á barnaspítalanum •• Brem-I en, og í samráði við veðurfræð- inga á veðurrannsóknastofunni í ■ ■ ■ Bad Tölz, 1,090 tilfelli af skarlats- sótt. Niðurstaðan varð sú, að rakt og heitt veðurfar hefðu þau áhrif, að sóttin breiddist meira út en í köldu veðri. Tímabilið frá því að vart verður við skarlatssóttina og þar til útbrotin koma í ljós, er styttra í köldu veðri en heitu. Hér er neðansjávar rannsóknaturn- inn tilbúinn til flutnings eg rann- sókna. Frá klefanum iiggur rör eða strompur, sem notaður er til að komast niður í klefann. Hole stofnuninm, sem er kunnur sérfræðingur í hvala- og selahljóð- um, sagði að öll hljóðin frá þess- ari selategund hefðu án efa ein- hvern tilgang Hann sagði, að ef til vill notuðu peir þau til að tal- ast við. og einnig sem einhvers konar sundradar „Þetta hjálpar þeim t.d. að finna æti og loftpoka undir ísnum1', sagði dr Schevill Vísindamennirnir notuðu sér stök tæki til að kanna hljóðin, þar sem mörg þeirra hafa svo háa tíðni að maðurinn eetur ekki ereint þau. Meðan þeir dvöldu niðn í sjón- um, sáu þeir einn daginn afar furðulega marglittu, sem var um einn og hálfur metri í þvermál, og með um 9 metra langa fálmara. Einnig sáu þeir önnur dýr og fislca sem þeir könnuðust ekkert við. Einn af vísindamönnunum, dr. C. Ray, sagði að yfirborðsljósið kastaði daufum, bláum geislum > gegnum ísinn, sem ná á annan eða þriðja metra niður í snjóinn, F'ramhalo a Ols 13 Styttri dagar Bandarískur vísindamaður G. J. F. MacDonald að nafni, segir að fyrir 40 milljónum ára hafi verið 400 dagar i árinu. Hann hefur fuhdið þetta út eftir mjög ná- kvæmar rannsóknir á kórölum, sem fundizt hafa frá þessum tíma. MeB sérstakri aðferð er hægt að teljö lögin í kóralnum, auk þess sem hann sýnir árstíðavaxtarmun. MacDonald álítur að dagurinn hafí ekki verið eins langur á þessum tíma, sem þýðir það, að jörðin hefur snúizt öllu hraðar. Hanh álitur, eins og margir aðrir jaí-ðfræðingar, að jörðin sé að hægja á sér sem nemur 2 sek- úndum á hverjum 100.000 árum. Á VÍÐAVANGI Næsta friðþægingar- fórnin? Dagur á Akureyri segir nýlega; „Ríkisstjórnin reyn'ir að þvo af sér skattaóvinsældirnar með því að láta Gunnar Thoroddsen hverfa úr landi. Óstaðfestar fregnir herma. að næst verði Guðmundur í. að víkja og lát- inn taka við sendiherrastörf- um í Londoui. Með því vill stjórnin m.a. þvo hendur sínar í sjónvarpsmálinu.“ Þjóðinni að kenna Enn segir Dagur um hinn furðulega leiðara i Alþýðu- manninum á döguinum, þar sem reynt var með ísmeyigilcgum hætti að kenna fólkinu í land- inu um afhroð stjórnarstefnunn ar. Dagur sagði: „Ritstjóri Alþýðumannsitfis birti í síðasta blaði sínu tveggja manna tal, sem hann segist hafa hlustað á í veitingahúsi, án þess þó að liggja á hleri. Þeiir voru að ræða um stjornmál voru báðir stjórnarsinnar, ann- ar hallmælti stjórninni og taldi hana hafa hopað frá ýmsu sem hún hafði lofað að kvika ekki frá, og yfirleitt ekki „hugleitt nógu vel afleiðingai verka sinna.“ Hinn varði stjórnina og viðurkenndi, að „margt hefur gengið úrskeiðis, það er satt,“ en yfirleitt voru mistökin þjóð. inni að kenma en ekki stjórn- inni o.s.frv." Mæðusöm vinnu- mennska „Það er ekki vandi að geta sér þess til, hverjir það voru, sem áttu tal saman á veitinga- húsinu og töluðu svo hátt að Steindór ritstjóri heyrði. Þessir menn voru hugarsmíð ritstjór- ans, og orð þeinra hans éigin hugleiðingar þvi raunverulegt tveggja manna tal, sem honum var ekki ætlað að heyra, hefði hann aldrei birt. En hann hefur kunnað betur við það, að setja fram nokkra gagnrýni á stjórn landsins í þessum búningi. Lík- iegt er að honum, eins og svo mörgum Alþýðuflokksmönnum, sé oirðin óhæg vinnumennskan hjá íhaldinu, þótt hann gengi þar enn til verka.“ „Lík í snjónum" í framhaldi af þessu hlýtur mönnum að detta í hug fram- haldssagan Alþýðublaðinu þessa dagana. Hún heitir „Lík snjónum“. Það er aðalfrétt Al- þýðublaðsins á annarri útsíð- unni i gær, hve saga þessi sé vinsæl. Alþýðublaðið breytti cnn einu sinni ofurlítið um svip og efni fyrir nokkrum dögum, þurrkaði enn meira af pólitísk- iim skriíum út úr blaðinu, en jók léttmeti og þvaðursögur. Þreyta og mæðusemi Alþýðu- flokksins i vinnumcnnskunni hjá íhaldinu kemur þarna fram í því að dragá sig út úr púli- tík með þessum hætti. Þeim leiddist orðið að tala um póli- tíkina á þvi heimili, en tóku i þess stað að birta framhaidssög- una „Lík ‘ snjónum“ sem skrifuð er sérstaklega fyrir Al- þýðublaðið, að þess sögn og líkar svona skínandi vel — iíka að söign blaðsins — miklu betur en skrif um viðreisnar- pólitík. Það verður að minnsta kosti aldrei af Alþýðublaðinu skafið, að nafnið sé vei og hnyttilega valið, enda sjá alllr, hvert líkið i íhaldssnjónum ér. Það er líka sérgrein viðreisti- arstjórnarinnar að frysta.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.