Tíminn - 22.05.1965, Qupperneq 5

Tíminn - 22.05.1965, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 22. maí 1965 nwt Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Kiistján Benediitsson. rtitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Ir.driði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofui fiddu húsinu, slmar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræt) < Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrtfstofur, síml 18300. Askriftargjald kr 90,00 á mán tnnanlands — f lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA n.f Frásögn Guðmundar Jörundssonar Vísir segir nýlega frá ræðu, sem Guðmundur Jörunds- son, útgerðarmaður, hélt á fundi útgerðarmanna og fiskverkunarmanna. Þar sem þessi útdráttur Vísis á ræðu Guðmundar sýnir glöggt hinn stórfellda rekstrar- fjárskort, sem hlýzt af sparifjárfrystingu Seðlabankans, þykir rétt að birta hér kafla úr honum: „Þá vék ræðumaður að rekstrarfjárskortinum, sem er eitt af stærstu vandamálum útgerðarinnar. Rekstrarlán þau, sem viðskiptabankarnir veita, eru venjulega 100—300 þús kr. eftir gerð skipa. Hrekkur sú upphæð ekki nema fyrir brýnustu nauðsynjum, svo sem úttekt á olíu, kosti og smærri viðgerðum. Engin lána- stofnun telur sér skylt að lána fé til kaupa á veiðarfær-. um. Tökum sem dæmi bát af stærðinni 60—150 smálestir, og sjáum hve mikil verðmæti báturinn þarf að eiga bundin í veiðarfærum árið um kring. Veiðarfærin, sem hann þarf að eiga eru þessi: Sumarsíldarnót, þorskaneta- búnaður, línuveiðarfæri, humartroll eða annar hliðstæður veiðarfærabúnaður. Verðmæti þessara veiðarfæra mun nema lVz milljón króna. Aflaverðmætið, sem þessi bát- ur skilar að landi, ef útgerð hans er í góðu lagi, nemur um 5 milljónum króna. En rekstrarlánin, sem báturinn fær á árinu, er aðeins tvisvar sinum 150 þús. kr. eða 300 þús. kr. samtals. Það eru um 6% af aflaverðmætinu, sem báturinn fær í rekstrarfé. Dæmi um stærri báta er hliðstætt, af bát sem er 150— 300 smálestir. Veiðarfæri hans eru: Sumarherpinót, vetr- arnót, þorskanót og jafnvel loðnunót. Verðmæti þess- ara veiðarfæra er 3—3Vz milljón króna. Aflaverðmæti bátsins, ef allt gengur vel, er um 10 milljónir króna á ári. Hann fær að rekstrarláni tvisvar sinnum 300 þús. kr. eða 600 þús. kr. samtals á ári. Verður því hlutfallið þar hið sama, rekstrarlánið er um 6% af aflaverðmætinu. Úr þessu verður að bæta hið bráðasta og hækka rekstr- arlánin til samræmis við þær verðhækkanir, sem átt hafa sér stað í útgerð skipanna.“ Þessi frásögn Guðmundar sýnir vel, hvernig þrengt er að útveginum, hvað rekstrarlánin snertir, vegna spari- fjárfrystingarinnar í Seðlabankanum. Það myndi verða útgerðinni ómetanlegur styrkur, ef dregið væri úr spari- fjárfrystingunni og rekstrarlánin aukin, eins og Fram- sóknarmenn hafa lagt til. Sigurður vitnar líka Þótt rekstrarfjárskorturinn sé útgerðinni og fiskiðn- aðinum tilfinnanlegur, veldur sparifjárfrystingin 1 Seðla- bankanum ekki síður miklum stofnlánaskorti hjá fiskiðn- aðinum. Á fundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna komst jafn trúr stjórnarsinni og Sigurður Ágústsson ekki hjá því að játa þetta. Mbl. hefur eftirfarandi eftir honum: „ Það hefur valdið og veldur frystihúsaeigendum mikl- um erfiðleikum, hversu mikill skortur hefur verið á stofnlánum.“ Þessa staðreynd hefur ríkisstjórnin ekki fengizt til að viðurlcenna í verki, þrátt fyrir aðvaranir Framsóknar- manna.í staðinn hefur hún keppzt við að auka spari- fjárfrystinguna í Seðlabankanum. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Mikilvægt ferðalag Elísabetar Eru Vestur-ÞjóÖverjar staddir á örlagaríkum tímamótum? ELISABET Bretadrottning og maður hennar, eru um þessar mundir á ferðalagi um Vestur- Þýzkaland. Þegar drottningin kom til Bonn á þriðjudaginn, var henni tekið þar með öllu meiri kostum og kynjum af op- inberu hálfu en nokkrum öðr- um erlendur þjóðhöfðingja, sem þangað hefur komið. Hún var hyllt af engu minni mann- fjölda en þeir Kennedy og de Gaulle, þegar þeir komu þang- að í opinbera heimsókn. Hið sama hefur gerzt annars staðar í Þýzkalandsför drottningar hingað til. Margt bendir til þess, að hér sé um miklu stærri sögulegan atburða að ræða en menn utan Þýzkalands og Bretlands gera sér grein fyrir. Það eru liðin rúm 52 ár síðan brezkur þjóðhöfðingi hefur heimsótt Þýzkaland. Það var Georg V., afi Elisabetar, sem þá heimsótti Vilhjálm keisara II, frænda sinn. Milli styrjald- anna fór brezkur þjóðhöfðingi aldrei í heimsókn til Þýzka- lands. Eftir að Vestur-Þýzka- land komst á laggirnar, hófust umræður um, að gagnkvæm- ar þjóðhöfðingjaheimsóknir kynnu að geta bætt fyrir sam- búð Breta og Þjóðverja. Þetta leiddi til þess, að Heuss forseti fór í opinbera heimsókn til Bretlands 1958. Honum var mjög kuldalega tekið af brezk- um almenningi, svo að ekki sé meira sagt Af þeim ástæðum hafa Bretar dregið það á lang- inn, að Elísabet drottning færi í íheimsókn til Vestur-Þýzka- lands, en lienni faefur allt síðan 1958 borið að endurgjalda heimsókn Heuss. Öllu lengur var ekki hægt að draga það, þótt ýmsum fylgismönnum Verkamaimaflokksins þyki það kaldhæðni örlaganna, að heim- sóknin þurfi að verða í stjóm- artíð hans. Meðal þýzkra stjórn- arvalda hefur gætt nokkuð þess uggs, að heimsókn drottn- ingar kynni að mistakast, og hefur því allur undirbúningur verið kappkostaður, eins og þýzk skipulagshæfni hefur bezt getað gert. THE TIMES í London ræddi fyrir nokkru í forustugrein þetta ferðalag drottningarin'n- ar. Blaðið taldi, að hér væri að ræða um merkilegan atburð í sögu Evrópu. Margt hefði gerzt síðan brezkur þjóðhöfðingi hefði seinast heimsótt Þýzka* land, Bretar og Þjóðverjar ver- ið fjandmenn í tveimur heims- styrjöldum og tortryggni og hatur, ásamt vissri gamalli gagnkvæmri virðingu, sett svip- mót sitt á sambúð þjóðanna. Af þeim þjóðum í Vestur-Evr- ópu, sem höfðu barizt við Þjóð- verja í seinustu styrjöld eða þolað undirokun þeirra, væra Bretar taldir langminnugastir á gamlar misgerðir og í reynd eina þjóðin, sem ekki hefði enn sætzt við Þjóðverja. Þetta væri ekki alveg rétt, en þó á vissan hátt. Ef til vill stafaði það af því að þær bjóðír, sem bjuggu við hernám Þjóðverja, kynntust Lubke forseti og Elísabet drottning þeim á vissan hátt betur. Þær Úrðu enn meira fyrir barðinu. á göllum þeirra, en kynntust líka betur kostum þeirra. Mikl- ar breytingar hafi orðið á þeim tuttugu árum, sem séu liðin frá stríðslokum. Þýzkaland hafi mikið breytzt og Bretland raun- ar líka. Þær staðreyndir þýði ekki annað en að viðurkenna. Þjóðverjar hafi á ný unnið sér stöðu meðal þjóðanna með fá- gætum hætti. Sitthvað í afstöðu þeirra veki þó enn tortryggni, eins og Hallsteinskenningin og andstaðan gegn viðurkenningu á pólsku landamærunum. Yngri kynslóðinni í Bretlandi finnist, að Þjóðverjar tefji bætta sam- búð í Evrópu. f FRAMHALDI af þessu bendir ,',The Times“ á, að hinni hlið málsins sé oft ekki veitt næg athygli í Bretlandi. Lýð- ræðisskipulagið hafi náð ör- uggri fótfestu í Vestur-Þýzka- landi. Þjóðernisstefna hafi fram að þessu ekki náð teljandi ítökum og fylgi hægri öfga- flokka háfa 'Tárið” niii Blöðin séu frjáls og gagnrýnin, Erhard karsslari eins og Spiegel-málið sýni bezt. Það leiddi til þess, að ráðherra varð að víkja og fallið hafi verið frá opinberri málshöfð- un gegn blaðinu. Félagslegt réttlæti og jafnræði hafi verið mjög aukið. Margt bendi nú til þess, seg- ir „The Times", að Þýzkaland sé statt á örlagaríkum tímamót- um. Tímabili Adenauers, þar sem meginkapp var lagt á hina efnahagslegu endurreisn og vestræna samvinnu, er að ljúka. Takmarki hinnar efnalegu end- urreisnar hefur verið náð, en vestræn samvinna er meira í óvissu vegna vissrar óeiningar. Þjóðverjar séu nú að leita eft- ir því, hvað eigi að taka við, hver eigi að vera stefnan og hverjir leiðtogarnir í framtíð- inni. Meðan þessi könnun eða leit standi yfir, sé það mikil nauðsyn, að reynt sé að styrkja þau öfl í Vestur-Þýzkalandi, sem tala máli skynsemi og raunhyggju. Ekkert geti veikt þessi öfl meira en stöðug tor- tryggni af hálfu nábúanna og hins liðna. Hið liðna eigi að vísu ekki að vera gleymt, en óþarft sé að flíka því bæði í tíma og ótíma. Ný kynslóð, sem enga ábyrgð ber á verkum feðranna, er að rísa upp í Þýzkalandi. Það get- ur haft mikil áhrif á afstöðu þessarar kynslóðar, hver við- horf aðrar þjóðir sýna henni. Þýzkalandsför Elísabetar drottn ingar á að hjálpa brezku þjóð- inni til að rétta þessari nýju þýzku kynslóð höndina og öðr- um þeim öflum, sem eru full- trúar þess bezta í fari þýzku þjóðarinnar og þess, sem mest- ar vonir eru bundnar við. Ef ferðalag Elísabetar drottningar verður til að styrkja þetta við- horf í báðum löndunum, getur það haft mikla og gagnlega sögulega þýðingu, segir „The Times“ að lokum. Þ.Þ. ssaiEíaasas

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.