Tíminn - 22.05.1965, Qupperneq 8

Tíminn - 22.05.1965, Qupperneq 8
8 TÍMINN LAUGARDAGUR 22. maí 1965 * Á pálmasunnudag síðast- Iiðið vor, 11. apríl, skullu hvorki meira né minna en 37 hvirfilvindar á 50 borg- um og þorpum í sex mið- vesturríkja Bandaríkjanna. Nær 250 manns biðu bana meira en 5000 misstu heim- ili sín, og tjón á mannvirkj- um taldist yfir 235 miilj. dollara. Frásagnir af þess- um hamförum eru fróðlegar því að þær sýna m.a., hvern ig slík stórtíðindi verða þess valdandi, að menn lijálpa granna sínum ósjálfrátt til að sigrast á vandanum, sem að höndum ber. Varnargarðar hlaðnir við Rauðá í Minnesota, en flóðin í apríl eru hin Verstu í sögu rikisins. ER HViRFILVINDAR ÆÐA § % Hinn 11. apríl 1965 var pálma sunnudagur. En á stóru svæði í Bandaríkjunum varð þessi inn gangur kyrru viku upphaf ó- skaplegra náttúruhamfara, sem leiddu dauða og skelfingu yfir tugþúsundir manna. Dagurinn var í upphafi bjart- ur og fagur, en skjótt s'kipast veður í lofti. Eins og hendi væri veifað, dró ský allt í einu fyrir sólu, ógnvekjandi skýstrók ar mynduðust á svipstundu, og á tíu klukkustundum fóru 37 hvirfilvindar um 50 borgir og bæi með óskaplegum afleiðing- um. Aðeins fáeinum stundum áð- ur en veðrið brast á. hafði Jobn son forseti ákveðið, að sam- bandsstjórnin skyldi hiaupa undir bagga með ríkisstjórninni í Minnesota, þar sem fljótin Mississippi og Minnesota höfðu farið yfir bakka sína vegna mestu flóða, sem um getur í þessum hluta landsins. íbúarnir í ríkjunum Iowa, Illinois, Michi gan, Ohio, Indiana og Wis- eonsin voru einmitt að lesa um þessi ofsalegu flóð í blöðum sínum, þegar hvirfilvindarnir skullu á borgum þeirra og þorp um og lögðu sum þeirra í rúst ir á svipstundu. Hús hrundu víða eins og spilaborgir, tré voru rifin up með rótum. síma- og rafmagnslínur slitnuðu á stórum svæðum, vegir lokuðust af alls konar braki og svo mætti lengi telja, Pálmasunnudagur var ekki að kvöldi kominn og veðrinu vart stotað á mörgum stöðum, þegar hjálparstarf var hafið af kappi af háLfu marga samtaka, svo sem Rauða krossins. Hjálpræðis hersins, samtaka upgjafarher- manna, almannavarna. liknar félaga ýmissa, þjóðvarðarsveita CNational Guard), fylkisstjórna og miðstjórnarinnar, lögreglu og slökkviliðs og skátahreyfing arinnar. Einkum var Rauði krossinn fljótur að bregða við, og hann stefndi hjálparsveitum sínum langar leiðir til að hjúkra særð- um og létta undir með öðru Ein af matgjafarsveitum Rauða krossins kom t.d. til Indiana um 1600 km vegalengd, og með að- stoð kvenna, sem buðust til að vera til aðstoðar, voru 10.000 máltíðir útbúnar á dag í nok»- um slíkum neyðareldhúsum samtakanna. Aðalstöðvar Rauða krossins í Wasihington lögðu þegar af mörkum tvær milljón Þa3 var ömuriegt um að litast í Russiaville Indiana. sögðu að hefjast handa um end urbætur eða að afla sér nýs húsaskjóls. En til þess að flýta hjálp af þessu tagi enn meira, var t.d. ríkisféhirðinum í Illi- nois heimilað að leggja fram milljón dollara til íbúa tiltek- ins hverfis í Ohicago, bar sem tjón hafði orðið sérstaklega til- finnanlegt. Var fé þessu varið til lána handa einstaklingum, sem biðu eftir því, að trygginga félög þeirra gerðu upp fyrir tjón, sem þarna hafði orðið. Bandaríkjastjórn hefur einn ig sérstaka skrifstofu, sem sinn ir ekki öðru verkefni en að skipuleggja skyndihjálp á svæð um, sem verða fyrir náttúru- hamförum og getur skrifstofa þessi kvatt til hjálpar ýmsar stofnanirog ráðuneyti eftir því sem þörf krefur hverju sinni. Víða um heim kannast menn við stórviðri, sem geta valdið stórkostlegum spjöllum á mann virkjum af öllu tagi. En hvirfil vindar eða skýstrokkar eru í sérflokki, hvað slík veður snert ir, ofsinn er svo óskaplegur. Það má segja, að þeir séu ofsa legasta sýning náttúrunnar á mætti sínum, og þar við bæt- ist, að stefna hvirfilvinda er ó- útreiknanleg. Stundum er „fing ur“ skýstrokksins, sem tjónlnu veldur, aðeins 20—30 metrar i þvermál, en hann getur líka verið nokkur hundruð metrar. Hvirfilvindar geta farið í hringi tekið snöggar U-beygjur, verið lengi á sama bletti eða ætt á- fram með 50—10 km .hraða á klukkustund. Þeir eyðileggja kannski eina byggingu, en láta aðra. i fárra metra fjarlægð, alveg afskiptalausa. Ekki hefur tekizi að mæla veðurhæð í ský strokkum, en áætlað er, að hún geti orðið allt að 1300 km á klukkustund. ir dollara, og tilboð um aðstoð bárust frá mörgum löndum, svo sem Kanada, Filippseyjum, For mósu, Júgóslavíu, Japan, Kóreu Bretlandi, Frakklandi, Equador Perú og fleiri löndum. En auk hinnar skipulögðu hjálpar, sem ýmis samtök lögðu fram, voru óbreyttir borgarar, er ekki áttu um þeim mun sár- ara að binda, boðnir og búnir til að hjálpa náunga sínum. Það var líka óskaplegt starf, sem inna þurfti af hendi til þess að koma slíku lagi á ástandið í hinum ýmsu þorpum og borgum að lífið gæti jiiPkkurn. veginn gengið sinn vanagang, þótt ekki væri- strax búið að hreinsa til í rústum eða reisa þau hús á ný, sem hrunið höfðu eða skemmzt meira og minna. Eitt af því fyrsta, sem jafn- an er leitazt við að gera, þegar slíkar hörmungar dynja yfir. — fyrir utan að leita að og hjúkra slösuðum og leita íka — er að lagfæra rafmagns- og símalínur, hreinsa vatnsból og lagfæra leiðslur, ryðja götur o.s.frv. Við allt þetta vinna jafnt sjálfboðaliðar og þeir. sem sérstaklega eru til þess ráðnir af hinu opinbera. Eitt af því, sem mikið gildi hefur, er að tryggingafélög senda matsmann á vettvang til að hraða mati á tjóni, svo að hægt sé að greiða bætur sem allra fyrst, því að slíkt auð- veldar einstaklingum að sjálf- Það var heppni ibua þessa huss, er frá Manitou, Michigan. að enginn var heima, þegar hvirfilvindur gjöreyðilagði það. Myndin

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.