Tíminn - 22.05.1965, Qupperneq 9

Tíminn - 22.05.1965, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 22. maí 1965 TÍMINN A| Mo5»t>cmb« Aa Mo»b«mb* mc8 stimmtör og smirunnum A4 Mosaþcmba' með smirunnum A» Mosaþcmba mcð grdsum Oj Criviðir Ci SfinnastÖr H» Cnslepdi J H.i -Craslcndi með smirunnum V 1» Snjódœfd með snjómosa g I* Sojódjcld með gratviði $vj Kt Nýgrxður með grösum Kj Nýgraeður með elílingu %|| O Ojór Hr Hraun Me Mclar T.i Hilmgresi Ui Sonrustör- V2 rjarnastöc Vx. Klófífa 3. GREIN GRASRÆKT Á ÍSLANDI íslenzkt gróðurfar í Ijósi nýrra rannsókna í Rúnaðardeild Atvinudeildar Háskólans er yngsta deildin sú, sem heyra sérstaklega undir rann- sóknir á gróðurfari beitilanda, og henni veitir forstöðu Ingvi Þor- steinsson, magister. Eftir stúdents- próf í Reykjavík 1950 fór hann að Hvanneyri um haustið og braut- skráðist búfræðingur næsta vor. Þá hélt hann til Noregs, lauk prófi frá Landbúnaðarháskólanum að Ási 1954 og var skipaður sérfræð- ingur við jarðvegsrannsóknadeild Atvinnudeildar næsta ár. Síðan fór hann vestur um haf og árið 1960 tók hann magisterspróf við ríkishá- skólann í Montana, kom þá heim og hefur síðan stjórnað nefndum rannsóknum á gróðurfari beiti- landa og jafnframt gróðurkorta- gerð af Islandi. Við höfum nú hitt Ingva að máii til að spyrjast fyrir um þetta starf. — Hvað er gróðurkortagerðinni langt komið? — Við byrjuðum hér sunsan- lands, tókum fyrst Landmanna-, Biskupstungna- og Gnúpverjaaf- réttir, höfum lokið við Suðurlands- hálendið og vestur fyrir jökla og erum byrjaðir á Norðurlandi. Áfbnnað er að ljúka kortlagningu af öllu landinu fyrir 1970. — Og tilgangurinn með þessu verki? — Hann er fyrst og fremst sá að ákvarða beitarþol íslenzkra af- réttarianda. — Hvemig vinnið þið þetta verk? — Við förum um landið og höf- um meðferðis loftmyndir í mæli- kvarðanum 1:36000, drögum inn á myndimar mörk milli einstakra gróðurhverfa, og er gróðurinn gróðurlenda og er gróðurinn flokkaður í mismunandi gróður- hverfi eftir ríkjandi plöntutegund um. — Og hvers hafið þið helzt orð- ið vísari af þessum könnunum? dæmi eða tölur þessu til sönnun- ar? — Það er nú t.d. tafla hér, þar sem dregnar em saman niðurstöður mælinga á Biskupstungna-, Gnúp- verja- og Landmannaafréttum, sem sýna skiptingu gróðurlanda þar í stórum dráttum, og hún lítur svona út, tölurnar merkja prósentur: Graslendi Stinnastararmói Móasefsmói Kvistlendi Votlendi Mosaþemba Snjódældir minnst eftirsóttu rikjandi, svo sem kvistlendi, votlendi og mosaþemba og beitargildi þeirra er svo miklu minna. — Og orsök þessa ástands? — Hún er eflaust víða ofnýting beitarlandanna. Það seg- ir sig sjálft, að ofibeit hefur komið harðast niður á beztu beitarplönt- Biskupst.afr. Gnúpv.afr. Landm.afr Sirxljr n Muuo «n T/j ógtúiö z 1 4 31 ÖKróið þ Meiu cn * » ógróið Hluti af gróðurkorti Landmannaafréttar. unum. Hún dregur úr vexti og þrótti plöntunnar, rótarstærðin Þessi tafla sýnir, að eftirsóttar beitarplöntur eins og grös og — Sitt af hverju allmerkilegt stinnastör eru víkjandi, en hinar i og dýpt minnkar, og plantan verð hefur komið í l]os, og er vist ó- hætt að fulyrða, að afréttarlönd á íslandi eru ekki nándar nærri eins góð heitilönd og menn hafa ætlað hingað til. Sums staðar er aðeins um 15% afrétta gróið, en á Araar- i vatnsheiði t. d. er það 90%. J (Haft er fyrir satt, að á j landnámsöld hafi 60—70 þús. fer 1 kílómetra landsins verið gróið, ogj af því má marka. að nálega helm-! ingur af yfirborði landsins hafi | blásið á 1000—1100 árurn ! Við okkur blasir sú furðu- lega staðreynd, að ísland er i daa eitt snauðasta grasland í heimi, að þvi er tekur til grasmagns í haga. Þó ber engan veginn að skilja þetta á þann veg, að þannig hljóti þetta að vera í framtíðiiini Þetta gróðurfar er ekki spegil- mynd af því, hvað geti vaxið hér af grösum og öðrum tegundum. Það er þvert á móti óeðlilegt, hve landið er fátækt af góðu grasi, m. ö. o. rí'kjandi grasland og möguleg grasrækt er tvennt. ___ Geturðu nefnt rnér einhver Gróður og sauðfé á hálendi; Hvert er beitargildi iandsins. ur óhæfari til að afla vatns og næringar úr jarðveginum. En það er sannað mál, að hófleg beit get- ur aftur á móti aukið vöxt grasa og annarra plantna. Annað dæmi um þessa ofnýtingu landsins er það, að sáralítið er um blómplönt- ur í íslenzkum beitilöndum. — En hvernig stendur á mun þessa eftir svæðum? — Að sjálfsögðu er hið „eðli- lega“ gróðurfar nokkuð breytilegt eftir landshlutum, hæð yfir sjáv- armáli o. s. frv. En í stórum drátt um getum við sagt, að á beittu landi sé graslendi ekki með eðli- legum hætti annars staðar en á áreyrum og á skriðujarðvegi. Sé dregið úr beitarþunganum á of- nýttu landi koma grösin og blóm jurtirnar fljótlega aftur. Um Þetta eru víða dæmi, t. d. í Heiðmörk, Skorradal og víðar. Ef þessi gróð ur kemur aftur, er hægt að við halda honum með því að beita landið hæfilega, og þanníg gefur laridið margfalt i meira af sér eri það gerir riúna. Að þessu stefn uiri við með rannsóknum okkar. Það er í sjálfu sér ekkert mark- mið í því að alfriða land, nema nota eigi til skógræktar eða einhvers slíks. En við verðum að horfast í augu við það, að ekki er hægt að treysta og byggja endalaust á hínni gjöfulu náttúru. Það verður einnig að hafa S huga, að búféð er að öðlast svo mikla afkastagetu, að úthagarnir eru víða orðnir of lélegir til að full- nægja henni. Það er annað við- 'horf, sem almenningur skilur ef til vill betur, því að það kemur beint við pyngjuna. — Er ástandið hér í þessum efnum miklu verra en í öðrum löndum? — Það er hreint ekki sambæri- legt við neitt, þar sem ég þekki til. f þeim löndum Evrópu, sem ég hef ferðaz tum, er ofbeit varla til, þar sem menn hafa fyrir löngu skilið samhengi milli gróðurfars Ingvi Þorsteinsson og landnýtingar, og þó held ég Bandaríkjamenn standi fremst á þv ísviði að vernda beitarlöndin. Hér ætti þetta sjónarmið að hafa orðið til fyrir löngu. Óvíða í heim- inum er jarðvegur eins fokgjarn og hér á landi og því ástæða ti] að sýna meiri varkámi í nýtingu úthaga. — Og hvað álítur þú heppílegast til úrbóta? — Gróðurfari í úthögum verður að breyta. Það er hægt með áburði það er hægt með sáningu grasfræs í úthaga. Og grasið þarf að hald ast án árlegrar áhurðardreifingar. Því mestu máli skiptir við sáningu að valdir séu þolnir grasstofnar, helzt aldir upp við íslenzkt veður- far og skilyrgi. Við byggjum gras- rækt okkar í dag að mestu á inn- fluttum grastegundum, sem í mörgu falli koma frá löndum, þar sem aðstæður eru allt aðrar. Flest ar Þessara tegunda haldast illa í túnum jafnvel 'með fullum áburð- arskammti og hvemig eiga þá slíkar tegundir að lifa alveg á eigin spýtur í úthögum? í inn- flutningi grasfræs og annarra plantna verðum við að leita víðar fanga erlendis, sem enn betur mætti henta hér en það, sem við höfum þegar reynt. Þótt miklu þurfi til að kosta, er mikið í húfi, því að beitarlandí þarf að breyta svo, að það leiði af sér í framtíðinni meira öryggi og aukn ingu á bústofni. G.B. BRÉF TIL BLAÐSINS Miðvikudaginn 5.5. lokaði lög- reglan Tunguvegi við Miklubraut og einnig Rauðagerði, þannig, að ekki er hægt að aka af Tungu- vegi niður á Miklubraut. Að sögn lögreglunnar er þetta gert þar sem byggja á hús á götunni! Mik- ill er lóðaskorturinn! Nú viku seinna era engar framkvæmdir hafnar og virðist lokunin því gerð í tíma! Einnig upplýsir lögreglan að loka eigi vegarspotta þeim, er liggur milli Miklubrautar og Suð- urlandsbrautar og eitt sinn var endi Réttarholtsvegar. Þar sem reilcna má með að eftir malbikun Miklubrautar verði lokað milli ak- reina á mótum Miklu brautar og Rauðagerðis, verður tafsamt að komast úr Sogamýri innanverðri í Voga- og Álfheimahverfi. Einnig eykur þessi lokun á umferðaröng- þveiti á mótum Miklubrautar og Grensásvegar og eykur umferð á Sogavegi. en hann er íbúðargata Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.