Morgunblaðið - 10.07.1976, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULÍ 1976
UM miðjan dag í fyrradag lenti gangandi kona á Hverfis-
götu fyrir léttu bifhjóli sem ungur piltur ók. Voru bæði
flutt á Slysadeildina, en ekki var um alvarleg meiðsl að
ræöa.
FRÁ LEHIBEININGASTÖD HÚSMÆDRA
Aukið neyzlu kornvara
Við Islendingar borðum ef til
vill ekki eins mikið af brauði og
aðrir Norðurlandabúar gera.
Hér á landi voru kornvörur áð-
ur fyrr munaðarvörur. Nú kost-
ar mjöl og grjón hinsvegar um
150 kr hvert kg og eru því með
ódýrari fæðutegundum sem við
leggjum okkur til munns.
Brauð er holl fæðutegund og
er uppistaða í daglegri fæðu í
flestum löndum álfunnar og
einnig hér á landi a.m.k. á þeim
heimilum þar sem einungis er
eldaður matur einu sinni á dag.
Brauð ætti ætíð að bera á
borð á morgnana með morgun-
verðinum en einnig mætti bera
fram brauð með miðdegis- og
kvöldkaffinu í staðinn fyrir kex
og kökur. Það dregur úr fitu-
magni máltíðarinnar ef brauð
er borið á borð með súpum i
miðdegisverðinum eins og gert
er víða í Suður-Evrópulöndum.
Óhætt er að fullyrða að á ís-
lenskum heimilum er notað of
mikið af sykri og of mikið af
fitu. Mikil fitu- og sykurneysla
kemur í veg fyrir neyslu ann-
arra fæðutegunda, sem hafa
meira næringargildi og getur
svo farið að líkaminn fái of lítið
af nauðsynlegum næringarefn-
um. Þar að auki er sykur skað-
legur fyrir tennurnar. Það er
álit margra sérfróðra manna að
fitumagn fæðunnar og fituteg-
undir hennar geti haft áhrif á
æðakölkun og blóðsegamynd-
un. Ef við borðum meira af fitu
og sykri en líkaminn þarf til
orkumyndunar myndast fitulög
í líkamanum.
Feitu fólki hættir fremur til
að fá gallsteina og sykursýki og
sjúkdóma í liði sökum of mikils
álags. Kornvörur eru að vísu
einnig með orkuríkari fæðuteg-
undum sem völ er á, en með því
að auka brauð- og kornvöru-
neyslu er unnt með góðu móti
að minnka fitu- og sykurneyslu.
I kornvörum er mikið af tréni
(cellulose) sérstaklega í mjöli
þar sem allt eða mest allt korn-
ið er malað með eins og t.d.
heilhveiti og rúgmjöl. Hinsveg-
n ar er minna af tréni í t.d. hvitu
ij hveiti, en við framleiðsluna er
1 fræhýðið sáldað frá.
'j Tréni gefur enga orku vegna
þess að það klofnar ekki i
mannslíkamanufh; En tréni
i hefur seðjandi áhrif og það
evkur þarmahreyfinguna og
, kemur í veg fyrir hægðatregðu.
Gott er fyrir tennurnar að
borða gróft brauð. Þær fá eitt-
hvað að glima við og haldast því
í góðri þjálfun ef svo mætti
segja.
í kornvörum er einnig mikið
af steinefnum og B-vítamínum,
sérstaklega í heilkorni og í
mjöli úr heilkornum. Af orku-
efnum er i kornvörum 10
—14% hvíta (prótein) og um
75% kolvetni (sykrur) en hins-
vegar ekki meira en 1 — 2%
fita, en i hafragrjónum er þó
7.5% fita. Eins og kunnugt er
gefur 1 g af fitu 9 hitaeiningar
en sérhvert g af hvitu og kol-
vetni gefur hinsvegar 4 hitaein-
ingar.
I velmegunarlöndum er svo
komið að menn fá um 40% eða
meira af orkumagni fæðunnar
úr fitu. En samkvæmt áliti
lækna og manneldisfræðinga
ætti að minnka hlutdeild fit-
unnar, svo að hún yrði á mill:
25 og 35%. Því meiri brauð-
neysla þeim mun minni verður
hlutdeild fitunnar.
Af brauði, mjöli og grjónum
er óhætt að áætla a.m.k. 225 g á
dag handa hverjum fullorðnum
manni (ein rúgbrauðssneið er
um 30 — 35 g og ein hveiti- eða
heilhveitibrauðssneið um 25 g).
Alegg ofan á brauð er oft mjög
fituríkt. Ef menn hafa þann sið
að skera brauðið þunnt og setja
á það mikið álegg þá verður
brauðmáltíðin heldur fiturík.
Að lokum skal hér sýnt dæmi
úr bæklingi sem fjallar um
mjöl, grjón og brauð sem
Statens Husholdningsrád í Dan-
mörku hefur gefið út, err-dæm-
ið sýnir glöggt að verulegu máli
skiptir, hvernig brauðið er
skorið og hve mikið á það er
látið hita-
einingar
'á rúgbrauðssneið (15 g)....35
smjörlíki/smjör (5 g) ......35
•lifrarkæfa (25 g) ..........88
samtals 158
'á rúgbrauðssneið (20 g)....46
smjörlíki/smjör (2 g) ......15
lifrarkæfa (15 g) ..........53
samtals 114
1 fyrra dæminu fæst 71% af
orkumagni brauðsneiðarinnar
úr fitu, 21% úr kolvetni og 8%
úr hvitu.
1 seinna dæminu fæst 54% af
orkumagni brauðsneiðarinnar
úr fitu, 36% úr kolvetni og 10%
úr fitu.
S.H.
THE OBSERVER
BUENOS AIRES — Nú hyllir
undir langvarandi atvinnuleysi
í Argentínu, og hefur það eink-
um vakið ótta og skelfingu með-
al opinberra starfsmanna í
landinu, sem eru um 1.800.000
talsins. Þeir hafa lengi orðið að
láta sér lynda léleg kjör og
fremur óskemmtileg störf, en
hafa hins vegar getað huggað
sig við það, að þeir nytu at-
vinnuöryggis og nokkurs álits
fyrir störf sín í þágu ríkis-
stjórnarinnar. Nú er atvinnuör
yggið horfið út í veður og vind
og hver og einn virðist eiga þaé
á hættu að missa starfið hve-
nær sem er. Og á þessum síð-
ustu og verstu tímum fer ekki
mikið fyrir virðingastöðu þessa
fólks í Argentínu. Næstum þvi
daglega ausa dagblöðin úr skál-
um reiði sinnar yfir það og tala
um sníkjudýr skrifstofuveldis-
ins, einskisnýtar blækur og þar
fram eftir götunum. Hinn opin-
beri starfsmaður i Argentínu,
sem frá fornu fari hefur notið
virðingar samborgara sinna, er
eftir
James
Neilson
nú orðinn eins konar blóra-
böggull fyrir allar efnahagsleg-
ar meinsemdir lands síns.
Þegar herforingjastjórnin
tók við völdum í Argentinu 24.
marz sl. runnu upp erfiðir tím-
ar fyrir opinbera starfsmenn í
landinu, hvort sem um var að
ræða hátt setta embættismenn
eða lágt setta skrifstofumenn.
Herinn dró enga dul á þá fyrir-
ætlun sina að fækka rækilega í
þessum tröllaukna hópi, og
kvisazt hefur út, að um hálfri
milljón verði sagt upp störfum.
Eigi að síður munu þeir ekki
hafa átt i vændum neina sælu-
daga undir stjórn perónista,
eins og málum var komið, þvi
að Emilio Mondelli efnahags-
málaráðherra í fráfarandi
stjórn mun hafa haft í hyggju
að gera mikinn niðurskurð og
segja um 800.000 opinberum
starfsmönnum upp störfum, að
þvi er heyrzt hefur.
Ennþá hefur herforingja-
stjórnin kinokað sér við að
segja opinberum starfsmönn-
um upp í stórhópum, þótt ekki
verði það umflúið, og dr. José
Martinez de Hoz efnahagsmála-
ráðherra hefur gert sitt ítrasta
til að stappa stálinu i opinbera
starfsmenn og hefur hann m.a.
sagt, að þeim verði gert eins
auðvelt og helzt sé kostur að
hverfa úr opinberri þjónustu.
Hann vill, að einkafyrirtæki
sjái um að þjálfa þetta fólk til
starfa á arðbærum sviðum, en
atvinnurekendur eru ekki sér-
lega ginnkeyptir fyrir því. Þeir
leggja trúnað á allar molbúa-
sögurnar, sem þeir hafa heyrt ,
af þessum alræmdu skrifstofu-
blókum, og þótt þeir séu f sjálfu
sér ekkert andvígir því, að dug-
lega sé hrist upp í þeim, og
þeim kennt til verka, er þeim
ekkert umhugað um að bera
sjálfir ábyrgð á slíkri uppeldis-
starfsemi.
En þótt atvinnurekendur
fegnir vildu létta okinu af ríkis-
stjórninni og veita fyrrverandi
opinberum starfsmönnum at-
vinnu, hafa þeir engar aðstæð-
ur til þess, hvað þá að sjá um
víðtæka starfsþjálfun. Einka-
rekstur í Argentínu hefur mjög
átt undir högg að sækja að und-
anförnu, og afkastageta verk-
smiðja er hvergi nærri fullnýtt,
enda þótt nægur vinnukraftur
sé fyrir hendi. Hægt er að stór-
auka framleiðsluna án þess að
bæta við starfsliði.
Enginn mælir gegn því að
O
«
ISABEL PERON — 1 stjórnar-
tið hennar og mannsins hennar
fjölgaði opinberum starísmönn-
um líklega um nær hálfa
milljón.
THE OBSERVER
starfsmanna eru öflug og hver
sá sem er svo heppinn að kom-
ast í opinbera þjónustu er hólp-
inn vegna ákvæða um atvínnu-
öryggi. Það kom þvi engum á
óvart, að perónistar skyldu
veita stuðningsmönnum sínum
stöður í stjórnsýslukerfinu í
stórum hópum. En hjá þeim
kvað svo rammt að þessu, að
jafnvel ríkisstjórn þeirra
sjálfra þótti heldur langt geng- j
ið. Þegar syrta tók í álinn fyrir
rikisstjórninni fyrir rúmu ári,
tóku yfirmenn á ríkisstofnun-
um það til bragós að beita valdi
iinu til þess að koma í veg fyrir
úvinnuleysi. Þeir veittu stöður
í báða bóga, en einungis fáar
ólu i sér einhverja vinnu að
ráði og margir starfsme’nn
höfðu þann háttinn á að mæta
ekki til vinnu nema á útborgun-
ardögum.
Það var kannski eins gott, þvi
að vandræðaástand myndaðist
á opinberum stofnunum, þegar
herforingjastjórnin hafði tekið
við völdum, og menn ætluðu
skyndilega að bæta ráð sitt.
Allt fylltist af fólki, sem
aldrei hafði látið sjá sig áður,
og ógerningur var að finna því
verkefnf. Á sumum stjórnar-
skrifstofum í Buenos Aires var
ástandið svo slæmt, að aðeins
voru til stólar fyrir lítið brot af
þeim fjöida, sem mætti til
vinnu.
Ein af fyrstu ráðstöfunum
herforingjastjórnarinnar var-
að gefa út tilskipun um, að at-
vinnuöryggi opinberra starfs-
manna væri úr sögunni. I sára-
bætur áttu þeir þó að fá
ákveðna upphæð greidda, þ.e.
mánaðarlaun fyrir hvert það ár,
sem þeir höfðu starfað á vegum
ríkisins, en þó ekki meira en
20.000 pesos þ.e. tæp 30 þúsund
krónur að núverandi verðgildi,
fyrir hvert ár.
Þetta eru kaldar kveðjur,
ekki sízt vegna þess, að gengi
hins argentínska gjaldmiðils
rýrnar stöðugt, þannig að rýrn-
unin hefur að undanförnu
numið 30% mánaðarlega.
Þegar höggið ríður, verður illa
komið fyrir mörgum þeim, sem
hingað til hafa setið í hægu sæti
og komizt vel af. Sárabæturnar
Opinberir starfs-
menn í Argentínu
á vonarvöl
fækka þurfi í hópi opinberra
starfsmanna í Argentínu.
Fjöldi þeirra hefur verið mikið
vandamál undanfarna þrjá ára-
tugi, en ekkert hefur verið að-
hafzt og þeim hefur fjölgað
áfram jafnt og þétt, eins og
annars staðar í heiminum.
Þegar perónistar komu til valda
í mai 1973 var gífurlegur fjöldi
í opinberri þjónustu en hinir
nýju valdhafar víluðu ekki fyr-
ir sér, að setja ennþá fleiri á.
Enginn veit nákvæmlega
hversu mörgum var bætt við á
valdatímum perónista, en sagt
hefur verið, að það hafi verið
allt að því hálf milljón á þrem-
ur árum.
Ástæðan er augljós. Þegar ný
stjórn kemst til valda, hvort
sem um er að ræða herforingja-
stjórn eða borgaralega ríkis-
stjórn, vill hún gjarnan
umbuna stuðningsmönnum sín-
um á ýmsan hátt, ekki sízt með
því að veita þeim feita bita. Það
er hins vegar sjaldgæft, að öll-
um stuðningsmönnum fyrrver-
andi ríkisstjórnar sé vikið frá.
Starfsmannafélög opinberra
miínu ef til vill duga þeim til
framfæris í nokkrar vikur.
Ef gæði þjónustunnar færu
eftir fjölda starfsmanna hefði
Argentína væntanlega betri
ríkisþjónustu en nokkurt annað
ríki í heiminum. Hins vegar er
það mál manna, ekki aðeins í
Argentínu heldur einnig er-
lendis, meðal þeirra, sem hnút-
um eru kunnugir, að óvíða sé
skipulagið jafn slæmt og þar.
Stjórnsýslukerfið hefur verið í
molum í rúmt ár. Opinberir
starfsmenn þurfa að hafa sig
alla við að geta þverfótað hver
fyrir öðrum, þannig að þeir
mega lítt véra að því að sinna
almenningi. Þeir eru yfirleitt
óliðlegir og minna á heimaríka
hunda, þannig að þeir eru illa
séðir og hafa glatað því trausti
og virðingu, sem menn hafa ef
til vill áður borið fyrir þeim.
Hinir nýju valdhafar í Argen-
tínu vilja ógjarnan stuðla að
atvinnuleysi og þeim óar við að
gera róttækar ráðstafanir í
þessu máli. En þær þola hins
vegar enga bið, því að ástandið
Framhald á bls. 19
THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER