Morgunblaðið - 17.07.1976, Page 1

Morgunblaðið - 17.07.1976, Page 1
28 SÍÐUR OG LESBÓK 154. tbl. 63. árg. LAUGARDAGUR 17. JULÍ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Utlendingar flýja Beirút völdum bardaganna. Hundruð Bandaríkjamanna voru flutt frá Libanon i júlí og brezk bílalest fór til Damaskus. Jafnframt hefur bandaríska sendiráðið, ákveðið að takmarka starfsemi sína, fækka starfsfólki úr 30 í 10 eða 15 og loka ræðis- mannsskrifstofu sinni. í Washington er sagt að í athug- un sé að kalla heim sérlegan full- trúa Fords forseta, Talcott Seelye, sem var sendur til Libanons i síðasta mánuði eftir morðin á Francis Malloy sendi- herra og Robert Waring við- skiptafulltrúa. Leiðtogar Palestínumanna frestuðu I dag ákvörðun um þátt- töku í fyrirhuguðum friðarvið- ræðum í Damaskus, að þvi er virðist vegna þess að Sýrlendingar hafa frestað frekari brottfiutningi hermanna. Palestinumenn krefjast algers brottflutnings Sýrlendinga að minnsta kosti frá Sofar, fjallabæ um 30 km austur af Beirút, og sunnanverðu Sidon-svæðinu og setja það sem skilyrði fyrir þátt- töku í friðarviðræðum. Palestinskur talsmaður sagði í dag að Sýrlendingar hefðu ekki hörfað frá Sofar og skilið eftir framsveitir í þorpi aðeins nokkra kilómetra austur af Sidon þegar þeir hörfuðu burtu með lið sitt í austur til Jezzine og Bekaa-dals. Þó gaf hann i skyn að lágt settir menn yrðu ef til vill sendir til Damaskus til að undirbúa fund hærra settra manna ef Sýrlendingar hörfuðu frá Sofar og Sidon. 26 bömum líklega rænt úr skólabíl Chowchilla, Kalifornfu, 16. júlf. Reuter. AP. TUTTIJGU og sex börnum sem hurfu úr skólabfl skammt frá Chowchilla f Mið-Kalifornfu. hefur verið rænt að sögn lög- reglunnar f bænum. Foreldrar, lögreglumenn og sjálfboðaliðar taka þátt f ftar- legri leit sem er gerð að börn- unum og ökumanni bflsins sem fannst f skurði skammt frá bænum. Ed Bates, lögreglustjóri í bænum sagði að eina skýringin á hvarfi barnanna gæti verið sú að þeim hefði verið rænt. Hann kvað hjólför skammt frá skóla- bílnum styðja þá kenningu. Skólabíllinn sem fannst yfir- gefinn án barnanna og bíl- stjórans. Reynt hafði verið að fela bílinn með bambusgróðri. Hann sagði að förin væru einu verksummerkin Tugir þjóðvarðliða og alríkis- lögreglumanna voru sendir á vettvang i dag til að taka þátt i leitinni. Börnin eru 19 stúlkur og sjö drengir á aldrinum fimm til 14 ára. Bílstjóri þeirra er gamall starfsmaður skólans sem þau sóttu. í fyrstu var talið að börnin hefðu horfið þegar þau voru á heimleið úr sundlaug. Nú er talið að bíllinn hafi flutt annan Framhald á bls. 16 21. Ólympíuleikar nútfmans verða settir við hátíðlega athöfn á hinum nýja Ólympfuleikvangi í Kanada. Mun Elísabet Englandsdrottning segja leikana form- lega setta. Um 8000 íþróttamenn munu taka þátt í leikunum að þessu sinni — fleiri en nokkru sinni fyrr. Beirút, 16. júlí. Reuter. AP. SENDIRÁÐ Bandarfkjanna og Bretlands f Beirút ráðlögðu f dag Bretum, Bandaríkjamönnum og öðrum útlendingum að fara frá Beirút. Bandarfska sendiráðið skipuleggur brottflutninginn sem ákveðið er að hefjist á þriðjudag. Um það bil 1.000 bandarískir ríkisborgarar eru enn í Beirút og 500 brezkir. Þeir voru tíu sinnum fleiri áður en borgarastríðið hófst í Líbanon í april í fyrra. Utlendingarnir eru hvattir til að fara úr landi vegna hættu á farsóttum, sem bætist við þá hættu sem þeim er búin af völd- um skotbardaga, og vegna erfiðra og illbærilegra lífsskilyrða af Leikamir hefjast með eða án Afríkukeppenda Montreal, 16. júll. Reuter. AP. ÓLYMPlULEIKARNIR hefjast I Montreal á morgun þótt óvfst sé um þátttöku 16 Afríkurfkja sem hóta að taka ekki þátt f þeim ef Ný-Sjálendingum verður leyft að vera með þar sem þeir keppa við Suður-Afrfkumenn f rugby. Afrikuríkin reyndu á siðustu stundu að fá Alþjóðaolympíu- nefndina til að samþykkja að Ný- Sjálendingar yrðu útilokaðir frá leikunum en nefndin vtsaði kröf- unni á bug og þá hótuðu þau að hætta við þátttöku sína þannig að svo getur farið að aðallega verði um Ólympiuleika hvitra manna að ræða. Taiwan ákvað að hætta við þátt- töku sina í leikunum i dag og þar með náði hámarki bitur deila Ólympiuhreyfingarinnar og Kanadastjórnar vegna þeirrar af- stöðu hennar að leyfa ekki íþróttamönnum frá Taiwan að keppa undir nafni lýðveldisins Kína. Tanzanía hefur þegar ákveðið að taka ekki þátt í leikunum og Nígeráumenn sögðu áður en Al- þjóðaolympiunefndin skýrði frá ákvörðun sinni að 100 keppendur þeirra mundu hætta við þátttöku sína ef Ný-Sjálendingum yrði leyft að keppa. Siðan tilkynntu Zambiumenn að þeir mundu ekki taka þátt og fleiri Afríkuþjóðir geta farið að dæmi þeirra. Leikarnir voru i alvarlegri hættu þangað til í gær þegar Kanadastjórn féll frá einu af Framhald á bls. 16 Carter vongóður um sigur í öllum ríkjum New York, 16. jfill. AP. Reuler. JIMMY Carter fór heim til Georgfu í dag til að skipuleggja kosningabaráttu sína eftir flokks- þing demókrata f New York sem samþykkti tilnefningu hans í for- setaframboðið, tilnefningu Walt- er Mondales f varaforsetafram- • • Oryggi hert í S-Afríku Jóhannesarborg, 16. júlí. AP Reuter VOPNAÐIR lógreglumenn voru á verði i blökkumannahverfinu Soweto skammt frá Jóhannesarborg I dag og James Kruger dómsmála ráðherra fyrirskipaði strangar örygg- isráðstafanir. Hvltum mönnum hefur verið bann- að að fara til Soweto þar sem 176 biðu bana i óeirðum i siðasta mán- uði. Yfirvöld segja að þau geti ekki ábyrgzt öryggi hvitra manna i Soweto. Lógreglan I Jóhannesarborg og Pretoria hefur einnig fengið fyrir- Framhald á bls. 16 boðið og stefnuskrá sem er sniðin eftir skoðunum hans. Áður en Carter fór til Georgiu ræddi hann við 200 flokksstarfs- menn og hvatti þá til þess að vinna ötullega að sigri demókrata I nóvember. Nú hyggst Carter leggja kosningaferðalög á hilluna þar til í september þegar hann veit hvort andstæðingur hans verður Ford forseti eða Ronald Reagan. Ford gerir sér vonir um að fá stuðning allra 35 fulltrúa repúblikana i Connecticut á flokksþinginu þegar þeir verða valdir á morgun og auka þar með það nauma forskot sem hann hef- ur fram yfir Reagan. Hins vegar gerir Reagan ráð fyrir að fá stuðn- ing allra 20 fulltrúa repúblikana í Utah sem einnig verða valdir á morgun. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Carter miklu meira fylgi en Ford og Reagan, og Carter er þeg- ar farinn að vara stuðningsmenn sina við því að vera of sigurvissir. Samt sagði hann blað,ámönnum að hann vonaðist til að sigra í öllum Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.